Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M ARKMIÐ íslenska ríkisins er að komast í ólympíuliðið á vettvangi alþjóðastjórn- mála með því að eignast fulltrúa í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna haustið 2008 til setu þar árin 2009 og 2010. Geir Hallgrímsson varð sem utanríkisráðherra um miðjan níunda áratuginn fyrstur til að hreyfa þessu markmiði með formlegum hætti. Árið 1998 tilkynnti Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, að Íslendingar ætluðu að skjóta sér inn í röð Norðurlandanna og taka sæti þeirra í ráðinu, eftir að Norðmenn og Danir hefðu setið sín kjörtímabil; Norðmenn 2001 og 2002 og Danir 2005 og 2006. Frá því að Íslendingar gerðust aðilar að Sameinuðu þjóðunum (SÞ) árið 1946 hafa þeir staðið utan raðar Norðurlandanna fimm um setu í öryggisráðinu. Nú er sá tími liðinn, Gengið er að því sem vísu, að sú regla gildi áfram fyrir hóp 29 Vestur-Evrópuríkja, Ástralíu, Bandaríkjanna, Kanada og Nýja-Sjálands (WEOG- hópurinn), að hann fái tvo fulltrúa kjörna í ráðið. Sam- kvæmt óformlegu samkomulagi er annað þessara ríkja, annað hvert tveggja ára kjörtímabil, að jafnaði eitthvert Norðurlandanna. x x x Starfið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna tekur veru- legt mið af svæðisbundnu samstarfi og ríkjahópum, ekki síst við val á fulltrúum til setu í nefndum og ráðum. Af öllum kosningum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna skiptir mestu að ná árangri, þegar stefnt er á örygg- isráðið. Lengra ná þjóðir ekki til fjölþjóðlegra áhrifa. Ríkisstjórnir Norðurlanda hafa sameinast um Ísland í öryggisráðið. Næsta skref er að fá stuðning innan WEOG-hópsins. Málum er nú þannig háttað, að aðeins tvö ríki í hópnum hafa tilkynnt framboð sitt árið 2008, Austurríki og Ísland. Verði ekki fleiri ríki úr þessum hópi í framboði, siglir Ísland átakalaust inn í örygg- isráðið. Verði fleiri frambjóðendur, er valið á milli þeirra á allsherjarþinginu. Þegar Norðmenn buðu sig fram haustið 2000, voru þrjár þjóðir úr WEOG-hópnum í framboði: Írar, Ítalir og Norðmenn. Írar flugu inn í fyrstu kosningu á alls- herjarþinginu en Norðmenn mörðu það í fjórðu lotu. Fyrir ríkisstjórn Íslands og utanríkisþjónustuna skiptir miklu næstu ár að tryggja einhug um t innan WEOG-hópsins haustið 2008. Takist þa tryggður. Mistakist það er nauðsynlegt að efn vissrar kosningabaráttu meðal 191 aðildarþjó Hvort sem ríki eru stór eða smá þurfa þau að hart að sér í slíkri kosningabaráttu. Undirróti að Bandaríkin féllu út úr mannréttindanefnd uðu þjóðanna var óeining innan WEOG-hópsi bauð fram fleiri en kjósa skyldi úr honum. x x x Íslenska stjórnkerfið hefur nokkra reynslu taka þátt í alþjóðlegum kosningum af þessum mótast af því annars vegar, að til Íslands er að sögðu leitað um stuðning, þegar tekist er á um þjóðlegum nefndum, ráðum eða stjórnunarstö alþjóðastofnunum. Hins vegar hafa Íslending um sæti í ráðum og nefndum alþjóðastofnana UNESCO, FAO og WHO, svo að nokkrar sto Sameinuðu þjóðanna séu nefndar, þar sem Ísl hafa náð kjöri í æðstu stjórnir. Íslenska fastanefndin hjá Sameinuðu þjóðu lotið hefur forystu Þorsteins Ingólfssonar sen síðan 1998, er þegar farin að búa sig undir kos til öryggisráðsins eftir sex ár. Starfsmönnum fjölga til að unnt sé að fylgjast með fleiri þáttu í störfum Sameinuðu þjóðanna. Nái Ísland kjö isráðið er líklegt, að allt að sjö starfsmenn þur York til að halda utan um málefni ráðsins þar fjóra í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. x x x Margt gerist í alþjóðastjórnmálum til ársin Ríkisstjórnir innan WEOG-hópsins eiga eftir ast. Regla og samfella í alþjóðasamskiptum by vegar á því, að teknar séu ákvarðanir um kjör legar nefndir og ráð með skipulegum hætti og fyrirvara. Besta leiðin fyrir Ísland til að tryggja sér k öryggisráðið er að afla sér jafnt og þétt vaxan fram til 2008. Það er auðveldast með því að fy ábyrgri stefnu og láta til sín taka í fleiri málaf gert hefur verið til þessa á vettvangi Sameinu anna. Þetta verður ekki gert nema stilla vel sa VETTVANGUR Ísland vill sæti í öry Eftir Björn Bjarnason New York Í yfirlýsingu frá leiðtogafundi Evr- ópusambandsins í Laeken árið 2001 segir að Evrópa standi á krossgötum. Það er almenn tilfinning íbúanna að samstarf ríkjanna í ESB sé enn ófull- komnað. Hvað gerir ESB nákvæmlega? Hvers vegna og hvernig gerir ESB það sem það gerir? Af hverju finnst íbúunum sem „Brussel“ sé sífellt að skipta sér af daglegu lífi fólks? Þetta eru allt spurningar sem tími er kominn til að svara. Fólk hefur ennfremur á tilfinningunni að enn vanti upp á lýðræðislegt aðhald gagnvart stofn- unum ESB. Við getum refsað innlendum stjórnmálamönnum með því að kjósa þá ekki næst, en hvernig förum við að því að láta stofnanir ESB sæta ábyrgð? Þessar áleitnu spurningar merkja ekki að íbúar ESB séu andsnúnir markmiðum evrópsks samstarfs. Þvert á móti sýna skoðanakann- anir að þeir vilja aukið samstarf Evrópu- ríkja, en ekki minna. Undanfarið hefur veröldin, utan landa- mæra ESB-ríkjanna, tekið stakkaskiptum. Kaldastríðið og kennisetningar þess eru horfnar. Að okkur steðja nú hnattrænar ógnir sem virða engin landamæri: hryðju- verk, skipulögð glæpastarfsemi, eiturlyfja- smygl og nauðaflutningar á fólki. Atburð- irnir 11. september minna okkur á að enginn er óhultur fyrir slíkum ógnum. Í þessum breytta heimi stendur ESB nú frammi fyrir sínu stærsta verkefni: að semja um aðild við 12 ríki í Mið- og Austur- Evrópu. Það er því rétt að segja að Evrópusam- bandið standi á krossgötum. Í Laeken yf- irlýsingunni er lögð áhersla á að takast á við þrjár megináskoranir: 1. Hvernig get- um við þjappað íbúum ESB betur saman? 2. Hvernig getum við endurskipulagt stofn- anir ESB þannig að þær virki á skilvirkan hátt eftir stækkun? 3. Hvernig getum við beitt ESB sem afli friðar og stöðugleika í heiminum? Framtíðarráðstefna ESB Það er auðvelt að skilgreina vandann, en hvernig leitum við lausna? Til að takast á við ofangreindar áskoranir kom leiðtoga- fundur ESB í Laeken á nokkuð sérstöku skipulagi. Komið var á fót sérstöku mál- efnaþingi um framtíð Evrópu sem á að starfa fram til ársins 2004 og leggja fram tillögur um framtíðarskipulag ESB. Á ís- lensku hefur þingið verið kallað ‘Framtíð- arráðstefna Evrópu’. Ísland er náinn sam- starfsaðili ESB og hluti af innri markaði ESB í g Því skipt miklu má Framtí fulltrúum og umsó Evrópuþi aðildarrík Fulltrúum Framtíðarráðstefna Eftir Antonio Vittorino Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi Frakklandsforset RÍKI, ÞJÓÐ OG KIRKJA Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns-son, hefur tekið mikilvægtfrumkvæði með því að hvetja til upplýstra umræðna um frekari aðskiln- að ríkis og kirkju. Biskup orðaði það svo í ræðu við setningu kirkjuþings að ekki vantaði mikið upp á að ríki og kirkja væru aðskilin, nefna mætti það skilnað að borði og sæng. „Mér sýnist sem kirkjan þurfi meðvitað að búa sig undir að til lögskilnaðar komi. En meg- inspurningin er: Á hvaða forsendum?“ sagði biskup og hittir þar naglann á höfuðið. Skoðanakannanir, sem sýna að tveir þriðjuhlutar landsmanna séu hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, eru marklitl- ar þegar útskýringuna vantar á því hvað við sé átt með aðskilnaði. Það er engan veginn ljóst og vantar oft mikið upp á að þeir, sem hvetja til aðskilnaðar ríkis og kirkju, skilgreini við hvað þeir eiga. Íslenzka þjóðkirkjan er ekki ríkis- kirkja, ekki hluti af ríkisvaldinu eða rekin af því. Hins vegar tengist hún rík- inu sérstökum böndum; samkvæmt stjórnarskránni nýtur hún stuðnings og verndar ríkisins, um hana gilda sérstök lög, ólíkt öðrum trúfélögum og enn eru ákveðin stjórnunartengsl milli ríkis og kirkju. Forseti skipar biskupa og kirkjumálaráðherra presta. Þetta er hins vegar fyrst og fremst formsatriði eins og biskup bendir á í viðtali í Morg- unblaðinu í gær. Þá getur kirkjuþing haft frumkvæði að lagafrumvörpum og beint því til kirkjumálaráðherra að hann flytji þau á Alþingi. Að flestu leyti nýtur kirkjan hins vegar mikils sjálfstæðis. Talsverð breyting varð á stöðu hennar með kirkjulögunum, sem gildi tóku 1998, en samkvæmt þeim er þjóðkirkjan „sjálf- stætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni.“ Kirkjan, einstakar sóknir og stofnanir hennar koma fram sem sjálf- stæðir aðilar gagnvart almannavaldinu. Ríkið greiðir samkvæmt lögunum laun fastákveðins fjölda presta og starfsmanna biskupsstofu og þessir starfsmenn njóta réttinda og bera skyldur sem opinberir starfsmenn. Þrátt fyrir það, sem stundum er haldið fram, er trúfélögum hins vegar ekki mismunað fjárhagslega af hálfu ríkisvaldsins. Ríkið sér um að inn- heimta sóknar- eða félagsgjöld fyrir öll trúfélög. Hið beina framlag ríkisins til þjóðkirkjunnar er fólgið í áðurnefndum launagreiðslum, en þær eru inntar af hendi samkvæmt samkomulagi ríkis og kirkju frá 1997 um að ríkið eignaðist allar hinar fornu kirkjujarðir (að frá- töldum prestssetrum). Þessar eignir voru gífurlegar, um 16% af jarðeignum í landinu árið 1907 er ríkið tók að sér umsýslu þeirra, og stóðu allt til þess tíma undir launum presta. Það má færa rök fyrir því að það væri kirkjunni í hag að losna undan bæði stjórnunar- og fjárhagslegum tengslum við ríkið og að eiga ekkert undir stjórn- málamönnum. Slíkur aðskilnaður er vafalaust framkvæmanlegur. Eins og áður segir eru stjórnunartengslin fyrst og fremst formsatriði, en hvað fjár- hagsmálin varðar er að mörgu að hyggja. Ef afleggja ætti framlag rík- isins til kirkjunnar, sem kom í staðinn fyrir kirkjujarðirnar, yrði að taka eignamálin upp aftur í heild sinni. Það er flókið mál, ekki sízt vegna þess að kirkjueignirnar rýrnuðu mjög í meðför- um ríkisins og miklum erfiðleikum væri bundið að leggja mat á þau verðmæti, sem kirkjan ætti tilkall til. Aðskilnaður ríkis og kirkju myndi væntanlega einnig þýða að stjórnar- skrárákvæðinu um þjóðkirkju yrði breytt, en það myndi útheimta þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þetta stjórnarskrár- ákvæði hefur ekki sízt haft táknræna merkingu. Það hefur verið ákveðin yf- irlýsing um kristilegan siðferðisgrund- völl samfélagsins, sem þorri þjóðarinn- ar hefur verið sammála um að hlúa að. Í þúsund ár hefur Ísland getað kallað sig kristið samfélag. Hins vegar hefur margt breytzt á síðustu áratugum. Þjóðkirkjan er ekki lengur svo gott sem einráð á andlega sviðinu. Um 87% landsmanna tilheyra nú þjóðkirkjunni, en auk hennar eru 24 skráð trúfélög í landinu. Aðeins 2,3% landsmanna standa utan trúfélaga. Lúterskum frí- kirkjum tilheyra 4,1% þjóðarinnar, 1,7% kaþólsku kirkjunni og 3,3% öðrum skráðum trúfélögum, sem flest eru kristin. Á seinni árum hefur þó orðið sú breyting að önnur trúarbrögð hafa náð hér fótfestu, en fylgjendur þeirra eru enn innan við 1% þjóðarinnar. Með vax- andi fjölbreytni samfélagsins má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram. Í því ljósi má spyrja, hvort rétt sé að gera ráð fyrir því að íslenzka ríkið muni um aldur og ævi lýsa sérstökum stuðn- ingi við tiltekna kirkjudeild innan til- tekinna trúarbragða. Í framtíðinni kann að verða eðlilegra að ríkið viður- kenni mikilvægi trúarbragða sem slíkra sem siðferðilegrar kjölfestu sam- félagsins í heimi sívaxandi lausungar og lýsi yfir stuðningi sínum við trúfélög almennt. Hvort það er tímabært er annað mál. Ekki verður framhjá því litið að jafn- vel þótt menn kunni að komast að þeirri niðurstöðu að tengslum ríkis og kirkju eigi að breyta, verður kirkjan áfram þjóðkirkja; hún mun í krafti stærðar sinnar, hlutverks, hefðar og sögu áfram njóta mikillar sérstöðu sem langöflug- asta trúfélagið. Þjóðkirkjan starfar um allt land og fer ekki í manngreinarálit þegar fólk þarf á aðstoð hennar að halda, spyr aldrei um trúfélagsaðild heldur veitir öllum þjónustu. Biskup Ís- lands bendir réttilega á að henni eru lagðar ríkari skyldur á herðar en öðrum trúfélögum. Í raun hefur kirkjan verið mikilvægur hluti af velferðarkerfinu. Það blasir líka við að allur þorri landsmanna aðhyllist kristna trú. Kristnin er hluti af sögu okkar og menningu, samofin þróun bæði ríkis og þjóðar á Íslandi í meira en þúsund ár. Eins og Karl Sigurbjörnsson bendir á í blaðinu í gær, snýst spurningin um tengsl ríkis og kirkju um „grundvall- aratriði íslenzks samfélags og menn- ingar; siðinn í landinu.“ Biskup spyr: „Er verið að óska eftir því að helgidag- arnir verði teknir út úr almanakinu og trúartákn afmáð, krossinn úr þjóðfán- anum, Guðs nafn úr þjóðsöngnum? Er verið að tala um að vídeóleigurnar séu opnar á aðfangadagskvöld?“ Bæta mætti við spurningum á borð við hvort afnema ætti þann sið, að hafa guðsþjón- ustu fyrir setningu Alþingis eða gera þá kröfu til veraldlegra ráðamanna að þeir hefðu ekki Guðs orð á vörum við op- inber tækifæri. Gera má ráð fyrir að upp til hópa svari landsmenn þessum spurningum neitandi. Þetta er ekki það, sem hugsanleg breyting á sam- bandi ríkis og kirkju á að fela í sér. Kristin trú hefur leikið mikilvægt hlutverk í þjóðlífi okkar um aldabil og mun gera það áfram. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða tengsl ríkis og kirkju og að menn átti sig á hvað átt er við með tali um aðskilnað. Það er já- kvætt að forysta þjóðkirkjunnar tekur þar frumkvæði í stað þess að fara í varnarstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.