Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 49
✝ Sigríður Guð-jónsdóttir fædd-
ist í Voðmúlastaða-
Austurhjáleigu í
Austur-Landeyjum
19. október 1925.
Hún lést á heimili
sínu að kvöldi 11.
október síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jóna
Guðmundsdóttir og
Guðjón Guðmunds-
son. Eignuðust þau
hjón 12 börn og af
þeim eru þrjú á lífi.
Ung að árum var Sig-
ríður tekin í fóstur til föðursystur
sinnar, Sigríðar og hennar barna
að Voðmúlastöðum í sömu sveit.
Hjá þeim ólst hún upp ásamt ann-
arri fósturdóttur.
Vorið 1951 hóf Sigríður búskap
á Selfossi með Ágústi Valmunds-
syni og gengu þau í hjónaband 28.
júlí það sama sumar. Þau eignuð-
ust eina dóttur, Sigrúnu, f. 15.
september 1952. Sambýlismaður
hennar er Magnús Flosi Jónsson
og synir hennar frá fyrra hjóna-
bandi eru Jóhann
Grétarsson og Ágúst
Örn Grétarsson,
kvæntur Ragnheiði
Maríu Hannesdótt-
ur. Þau eiga tvö
börn, Davíð Arnar
og Sigrúnu Elfu.
Vorið 1959 flutt-
ust Sigríður og
Ágúst að Búlandi í
Austur-Landeyjum
og bjuggu þar
sveitabúi uns heilsa
Ágústar fór að gefa
sig. Þau brugðu búi
vorið 1974 og flutt-
ust til Þorlákshafnar þar sem þau
bjuggu síðan. Sigríður vann
lengstum í fiski ásamt því að
prjóna ósköpin öll af lopapeysum.
Þau hjónin fluttu í íbúðir aldraðra
að Egilsbraut 9 í febrúar 1995 þar
sem Sigríður bjó til hinsta dags en
Ágúst dvaldist á Kumbaravogi frá
mars 1996 þar til hann lést 21.
febrúar 1997.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Já, elsku mamma, nú er kallið
þitt líka komið, svo snöggt en rétt
eins og þú varst svo oft búin að
óska. Þær óskir þínar eru það sem
við huggum okkur við núna.
Það er svo margs að minnast og
margt að þakka. Þú varst alltaf
bjargið í tilverunni, alltaf til taks,
ekki allra en sannari vin vina sinna
held ég að erfitt sé að finna.
Þær voru ekki um langan veg
„heimsreisurnar þínar“ og sum-
arfríið ekki margar vikur en þitt or-
lof var þér dýrmætt. Það voru
nokkrir sumardagar ár hvert í bú-
staðnum hjá Unni og Sigga, ásamt
Gunnu frænku og nú í sumar var
hún Lína líka. Hvað þú hlakkaðir
alltaf til og hvað þú varst alltaf glöð
að lokinni dvöl. Þú hittir marga vini
þína í þessum ferðum, það var
spjallað, spilað og hlegið í nálægð
fjallahringsins fagra. Þetta held ég
að hafi verið þér dýrmætustu dagar
hvers árs nú í seinni tíð og vil ég
þakka öllum þeim sem áttu þar hlut
að máli.
Þú vildir aldrei halda upp á af-
mælið þitt og fannst mér það hálf
leiðinlegt því að þegar pabbi varð
fimmtugur hélduð þið feikna veislu
þar sem mikið var sungið. En nú
kveðjum við þig á afmælisdaginn
þinn og drekkum afmæliskaffið
með vinum þínum.
Ég ætla að eiga minningarnar
fyrir mig, þær verða aldrei frá mér
teknar en ég vil þakka þér allt sem
þú hefur gert fyrir mig og strákana
mína. Án þín og pabba hefði líf okk-
ar orðið ansi snautt er ég hrædd
um. Og elsku mamma, hvað þú
hugsaðir vel um pabba allan þann
tíma sem hann þurfti hjáp, ég veit
að Guð hjálpar mér að þakka fyrir
það.
Ég vil færa mínar bestu þakkir
til starfsfólks og íbúa á Egilsbraut
9, sem og allra þeirra sem verið
hafa mömmu svo góðir. Hún sagði
oft „ég skil ekki hvað allir eru alltaf
góðir við mig.“ Kæru vinir, við
mamma þökkum ykkur og biðjum
Guð að vera með ykkur.
Elsku mamma, nú ertu komin til
pabba og allra hinna vinanna þinna
sem eru farnir og ég veit að þið er-
uð hjá okkur, en við sjáumst síðar.
Guð blessi minningu þína.
Sigrún.
Elsku Sigga amma, það er erfitt
að kveðja kæran vin í hinsta sinn,
en minningarnar getur enginn tekið
frá manni. Þú hefur þekkt mig alla
mína ævi og gefið mér meira en
hægt er að ætlast til.
Er ekki alveg magnað til þess að
hugsa hvernig kona, rúmlega sjö-
tug, vinnur sig upp úr veikindum og
tekur upp þráðinn þar sem frá var
horfið. Þú sagðir mér nefnilega
stuttu fyrir andlát þitt að fyrir slys-
ið hefðir þú prjónað um 120 lopa-
peysur á ári, þær hefðu dottið niður
í 50 árið sem þú slasaðist en nú
stefndi í að þær næðu 100 í ár.
Þetta létti svo sannarlega á sálu
þinni því þú varst nú einu sinni
þannig persóna að allt var í lagi ef
þú hafðir nóg fyrir stafni. Þess naut
líka körfuboltadeildin ríkulega því
frá þeim tíma að ég fór að æfa
körfubolta varst þú alltaf boðin og
búin að leggja lið, ef ekki að baka
pönnukökur við hin ýmsu tilefni
deildarinnar, þá að flokka og telja
dósir fyrir deildina. Elsku amma,
takk fyrir það allt.
Þegar ég var lítill var gott að
hafa afa og ömmu í næsta húsi,
tilbúin að gera eitthvað skemmti-
legt með sér. Ferskt er í minning-
unni þegar við vorum að spila hin
ýmsu spil en oftast þó vist, við
bræðurnir á móti þér og afa. Að
sjálfsögðu var haldið bókhald, þú
sást um það. Hvað sem ég tók mér
fyrir hendur var ég alltaf hvattur til
að gera mitt besta og leggja mig
allan fram. Ég lærði smávegis á
orgel og þú fylgdist með því hvað
ég æfði og þú áttir þín óskalög sem
þú baðst mig að leika fyrir þig. All-
ar þessar minningar eru svo dýr-
mætar.
Þær standa upp úr í minning-
unum allar leiðbeiningarnar um líf-
ið og hætturnar sem því fylgja. Það
er sárt að hafa þig ekki lengur
hérna á meðal okkar en gott til þess
að vita að nú eruð þið saman á ný,
þú og afi. Ég óska þér velferðar í
nýju hlutverki þínu og vona ég að
þér gangi allt í haginn.
Fyrir hönd ömmu vil ég að lokum
þakka öllum þeim sem unnið hafa
að starfi aldraðra í Sveitarfélaginu
Ölfusi fyrir það óeigingjarna starf
sem þeir vinna dag hvern, því ég
veit að amma var sérstaklega
ánægð með hvernig var hugsað um
hana á Egilsbraut 9.
Með söknuði, þinn
Ágúst Örn.
Elsku Sigga mín, síminn hringdi
um hálf ellefu, kvöldið þann 11. okt.
og átti ég ekki von á því að kallið
væri komið. Ágúst svaraði í símann
og sagðist þurfa að fara til ömmu
því eitthvað var ekki eins og það
átti að vera. Ég hugsaði hvað skyldi
vera að og fór að líða hálf illa. Tíu
mínútum síðar hringdi Ágúst og
sagði að amma Sigga væri dáin.
Margt rifjast upp á svona stundu,
t.d. þegar Davíð Arnar var lítill og
við vorum að koma í heimsókn til
þín þá var það til siðs hjá honum að
fara í fataskápinn og skipta um
inniskó á þér og þér fannst þetta at-
ferli hans svo sniðugt. Eftir að þú
fótbrotnaðir og dvaldir á sjúkra-
húsinu á Selfossi átti ég von á mér
og vonaðist þú til þess að ég kæmi
með barnið til þín þegar það væri
fætt. Það var svo 12. september að
lítil stúlka fæddist um miðja nótt.
Við ákváðum að bíða eftir að Sigga
amma myndi vakna svo að hún gæti
séð nýfædda sólargeislann okkar.
Við vorum frammi á gangi, ég sá
konu fara á salernið og gott var ef
það var ekki hún Sigga mín. Elsku
Sigga mín, við horfðumst í augu í
rökkrinu smá tíma og mikið var
gaman að sjá hvað þú varst glöð að
sjá okkur og litla engilinn, sem fékk
nafn dóttur þinnar.
Í síðustu viku gættir þú Sigrúnar
Elfu sem var með hlaupabóluna og
vil ég þakka þér fyrir að hafa pass-
að hana og leikið við hana þá eins
og svo oft áður. Ykkur þótti svo sér-
deilis gaman að leika og náðuð þið
ótrúlega vel saman þó aldursmun-
urinn hafi kannski verið nokkur.
Elsku Sigga mín, mér finnst
gaman að hafa tekið þátt í lífinu
með þér og átt þess kost að gefa
þér þér tvö yndisleg langömmu-
börn, þú tókst okkur alltaf svo
fagnandi og varst svo glöð þegar
við komum. Ég veit að þú ert
ánægð og sátt, en við kveðjum þig
með söknuði.
Þín
Ragnheiður María.
Látin er í Þorlákshöfn mikil
heiðurskona, Sigríður Guðjónsdótt-
ir en hún var búsett í einni af íbúð-
um eldri borgara að Egilsbraut 9.
Það var alltaf gott að koma á Egils-
brautina og ef erindið þangað var
lítið og ekki beinlínis ætlunin að
stoppa var viðbúið að Sigga spyrði
eitthvað á þá leið hvort asinn væri
virkilega svo mikill að það væri ekki
tími fyrir einn kaffibolla? Og þá var
auðvitað sest niður, skrafað og
hlegið – fréttir sagðar, málin rædd
og góð ráð þegin. Í blíðu var veðrið
dásamað og haft á orði að fjallasýn-
in austur í Rangárþingi hlyti að
vera falleg þann daginn. Það var
eiginlega ekki hægt að flýta sér á
Egilsbrautinni, hlýtt viðmót og
elska íbúanna með Siggu í farar-
broddi gerði það að verkum að ann-
að bara beið.
Sigga hafði búið á Egilsbrautinni
í mörg ár, þar líkaði henni vel að
vera og umhyggja hennar fyrir vel-
ferð íbúanna og heimilisins var mik-
il.
Að leiðarlokum eru Siggu þökkuð
ánægjuleg kynni og samfylgdin í
fjögur góð ár.
Ég færi einkadóttur Siggu, Sig-
rúnu Ágústsdóttur og fjölskyldu
hennar, innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Sigríðar Guð-
jónsdóttur úr Landeyjunum.
Sesselja Jónsdóttir.
„Meðan ég hef efni á að kaupa
mér koníak skal ykkur ekkert
skorta.“ Þetta var það veganesti
sem ég fékk út í lífið frá ömmu.
Ekki svo að skilja að hún væri að
bera í mig koníak, það bauð hún
mér afar sjaldan. Koníakið var
handa prestinum og heldri bændum
sem komu í heimsókn. Það segir
mikið um ömmu að í þessum orðum
eru engar reglur til að fara eftir,
enginn Guð, engin hefðbundin lífs-
speki. Þau eru miklu fremur yfir-
lýsing fullorðinnar konu sem hefur
sigrast á lífinu og stillir sér upp við
hlið barnabarnsins. Ekki til að
vernda það og leiða heldur vera
þessi fasti punktur sem hægt er að
líta til þegar þess er þörf.
Þegar ég hugsa til ömmu kemur
mér alltaf fyrst í hug hvað hún var
hamingjusöm og alltaf í góðu skapi,
aldrei leið og sjaldan mjög glöð,
bara í góðu skapi. Hún virtist búa
yfir einhverjum sannleika um lífið
en þótti líklega svo vænt um okkur
að hún sagði aldrei í hverju hann
væri fólginn. Aðspurð hvers vegna
hún væri svona hamingjusöm sagði
hún bara: „Ég hef prjónana mína.“
Ég á ömmu svo margt að þakka
og allt gott sem gerist í framtíðinni
verður að stórum hluta hægt að
rekja til hennar.
Elsku amma. Allt mitt líf hefur
verið á sporbraut um eitthvert afl
sem hvort tveggja í senn hefur
haldið mér í hæfilegri fjarlægð til
þess að ég mætti þroskast en um
leið passað að ég svifi ekki út í him-
ingeiminn. Mér varð það ekki ljóst
fyrr en nú hvaðan þetta afl er
sprottið.
Jóhann.
SIGRÍÐUR
GUÐJÓNSDÓTTIR
Elsku amma er látin, en við eigum
þó alltaf yndislegar minningar sem
munu lifa með okkur. Við eldri sysk-
inin bjuggum fyrstu árin í kjallaran-
um hjá ömmu og afa, þar sem alltaf
var hægt að leita til þeirra. Þegar
við fluttum svo inn í Steinahlíð fór-
um við samt oft í heimsókn út í
Þórsmörk, þar sem alltaf var hægt
að fá kakó og pönnukökur og njóta
návistar ömmu og afa. Við hugsum
til baka um allar stundirnar sem við
áttum þar, bæði með söknuði og líka
með gleði fyrir að hafa fengið að
taka þátt í þeim. Hún var alltaf með
ÁSDÍS
BÖÐVARSDÓTTIR
✝ Ásdís Böðvars-dóttir fæddist 28.
mars 1928 í Vest-
mannaeyjum. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
hinn 8. október sl.
Foreldrar hennar
voru Böðvar Ingv-
arsson og Ólafía
Halldórsdóttir. Hún
var fimmta í röð níu
systkina: Ásdís, f.
1919, d. 1925, Ólafía
Dóra, f. 1921, d.
sama ár, Ásta, f.
1922,d. 1993, Marta
Sigríður, f. 1924, d. 2002, Guð-
mundur Ármann, f. 1926, Aðal-
heiður Dóra, f. 1929, Hilmar, f.
1931, og Bergþór Reynir, f. 1934.
Ásdís giftist Þórði Snjólfssyni
frá Djúpavogi, f. 1922, og þau eiga
þrjú börn, Ásdísi, Ólaf Böðvar og
Lindu Heiðrúnu en fyrir átti hún
Sigmar Ægi. Barnabörnin eru tíu
og langömmubörnin þrjú. Útför
Ásdísar verður gerð frá Djúpa-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
hugann við velferð
okkar, hvort sem var í
leik eða starfi og vildi
allt fyrir okkur gera.
Hún var mjög stolt af
okkur og hrósaði og
hvatti okkur áfram, og
þótti okkur mjög vænt
um það.
Amma var söngelsk
og raulaði fyrir okkur
öll í æsku þar sem hún
sat með okkur. Hún
átti sín uppáhaldslög
sem hún ýmist söng
fyrir okkur eða leyfði
okkur að hlusta á. Hún
var mikil listakona í höndunum og
er alveg ótrúlegt hve miklu hún kom
í verk, allar jólagjafirnar sem hún
gaf okkur var hún búin að vinna við
yfir árið og báru þær vitni um mikið
hugmyndaflug, en betri gjafir var
ekki hægt að hugsa sér. Það verður
erfitt að hugsa til þess að nú sé hún
farin og við sjáum hana ekki framar
standa á pallinum fyrir utan Þórs-
mörk og kalla á okkur inn til sín.
Þegar langömmubarnið þitt, hann
Bjartur Elí fæddist og fékk nafnið
sitt varstu svo ánægð með nafnið,
því þér fannst hann svo mikill ljós-
geisli.
Elsku amma, við þökkum þér fyr-
ir þær ánægjustundir sem við höf-
um átt með þér og munum alla tíð
sakna þín og meðan við lifum munt
þú lifa með okkur, því þú varst okk-
ur mikil og góð fyrirmynd.
Megi minning þín lifa og guð vera
með þér.
Þín barnabörn og barnabarna-
barn
Gunnlaugur Rúnar, Þórdís,
Ragnhildur, Ingunn og
Bjartur Elí.
Djúp spor í snjó eins
og sett í stein fyrir
mig. Þú gafst mér
mikið og fyrir það er
ég þakklátur. Síðast-
liðinn sunnudagsmorgun var ég
vaknaður allt of snemma eins og
venjulega eða hvað. Við eldhús-
krókinn settist ég með minn Mogga
og las um hörmungar heimsins en
allt í einu birtist minning um þig
STEINDÓR
ÁGÚSTSSON
✝ Steindór Ágústs-son fæddist 26.
október 1933. Hann
lést á sjúkrahúsi í
Las Palmas á
Kanaríeyjum 13.
september síðastlið-
inn og var útför hans
gerð 1. október í
kyrrþey að ósk hins
látna.
kæri vinur og ótrúlegi
lífsförunautur. Frá því
að ég naut þess, það
herrans ár 1974, að
komast að sem vinnu-
maður í sveit hjá þér
að Miðkrika II í Rang-
árvallasýslu hefur þú
verið mér mikilsverð-
ur. Þennan dag sem ég
las um að þú værir far-
inn frá okkur áttaði ég
mig á því að þú ert
mér það sem ég hef í
því sem kallað er á
okkar ylhýra, umburð-
arlyndi.
Að sjálfsögðu er ég eingöngu
lærisveinn, en sá sem lærir af full-
trúa eins og þér hefur notið forrétt-
inda sem vart eiga sína líka. Með
innilegu þakklæti.
Karl Gunnarsson.