Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                       "#  $      !   %&        $ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AF GÖMLUM vana og við kjörað- stæður brá ég mér til fjalla í fyrstu viku síðasta rjúpnaveiðitíma. Er komið var í um 400 m. hæð fóru að verða snjódrefjar í dýpstu lautum og undir hjöllum og fóru stækkandi er ofar dró á fjallgarðinn, en á þess- um tíma og við þessar aðstæður er rjúpu eingöngu að finna við skafl- rendurnar. Ég fór vítt þennan fagra dag og rifjaði upp er farið var á árum áður sömu erinda á þetta svæði dag eftir dag og haldið heim með fullfermi, þrjátíu rjúpna krans um bringu og bak og tíu rjúpna kippur sína í hvorri hendi, oft löngu fyrir dimmingu. Allt var með líkum brag nema árin höfðu dregið nokkuð úr yfirferð göngumannsins. Enginn hafði farið fyrr á tímanum um þetta svæði, en rjúpuna vantaði. Átta sáust og náðust í 7 skotum og meira var ekki drepið af mér á síð- asta hausti. Á árum áður var það þó atvinna mín og hlunnindanýting líkt og föður míns, afa og langafa á þess- ari jörð, að ganga til rjúpna. Algeng veiði mín var flest ár 900–1300 stk. og meðaldagveiði 30–33 fuglar og fannst mér þá að ekki sæi högg á vatni. En síðasta áratug eftir að stofninn hrundi hef ég ekki haft geð í mér til að elta „síðustu rúpuna í dalnum“ enda nógur annar vargur um það. Til viðbótar ofangreindri dagbók- arupprifjun má nefna að nú hafa fálkasetrin staðið auð og hljóð hér við Djúp sumar eftir sumar, sá fugl orðinn sjaldgæfari en örn og loðnar tær troða ekki lengur slægjuna, hvað þá að reka þurfi rjúpnahópana frá sláttuvélinni eins og algengt var frá 1950–1980. Samkvæmt heimildum mínum frá fjölda veiðimanna vítt um land er allsstaðar sama sagan, rjúpan er nánast horfin og friðunarþörfin brýn. Samt berja formaður Skotvíss og veiðistjórinn á Akureyri enn höfðinu við steininn og virðast gjörsamlega vera gróið fyrir vitin á þessum „spekingum“ sem eru helstu um- sagnaraðilar umhverfisráðherra í málefnum rjúpunnar. Vissulega taka refur og minkur sinn toll og hann ósmáan, enda sá vargur í hámarki um allt land, þökk sé ónýtum veiðistjóra. Vaxandi mávaplága er drjúg í eggjum og ung- um ásamt hrafninum, staðbundnar sníkjudýrasýkingar, svo sem á Eyja- fjarðarsvæðinu, geta verið meðvirk- andi, en fyrst og fremst er það óhemjulegt skotveiðiálag sem komið hefur rjúpnastofninum í þessa hrika- legu lægð. Það eru hinir margrómuðu tóm- stunda- eða sportveiðimenn sem með marghlæðum sínum og veiði- hundum fara á blöðrujeppum og hverskyns öðrum vélknúnum öku- tækjum sem logi yfir akur frá innstu jökulkimum til ystu nesja og er sá at- gangur að verða með svörtustu blettunum á íslensku þjóðfélagi. Við þessar svokölluðu atvinnu- skyttur af gamla skólanum skutum aðeins á sitjandi fugl, hitt skotið í tví- hleypunni var til að tryggja sig. Við komum yfirleitt heim með fleiri rjúp- ur en skotin sem við notuðum og góða samvisku að auki vegna fárra eða engra sem sluppu særðar. „Brottkast“ rjúpna og blýmengun hjá okkur var og er því í algeru lág- marki. Við skiluðum okkur þess utan hjálparlaust heim. Sport- eða tómstundaskytturnar, skjólstæðingar Skotvíssformanns- ins, geta ekki verið þekktar fyrir að skjóta á sitjandi rjúpu og pumpa þá að lágmarki minnst fimm skotum eða fleiri á sama fuglinn eða hópinn, þó allir ættu að vita að rjúpu ber svo hratt undan að aðeins næst sæmileg nákvæmni í fyrsta skoti, annað er ár- angurslítið, hin út í bláinn til blý- mengunar og það sem verst er, að særa og limlesta tugþúsundir rjúpna á hverju veiðitímabili. Nokkur högl sem komast inn úr fjaðrahamnum draga ekki mjög úr flughæfni eða hreyfigetu til að byrja með en gera svo um sig, rjúpan hætt- ir að bera sig eftir fæðu, liggur ein í snjóbæli eða urðargjótum og veslast upp á löngum tíma ef rebbi er ekki búinn að finna hana áður. Að sögn greinargóðra einstaklinga úr röðum sportistanna eru 3 – 6 skot á hvern fugl sem næst algeng niðurstaða. Auðvitað er margt sómamanna og náttúruunnenda í hóp sportskyttna en svörtu sauðirnir eru alltaf að verða meira og meira áberandi, vað- andi yfir allt og alla með skotæði og drápsfýsn eina að leiðarljósi. Ef ganga ætti vel um rjúpnastofn- inn er okkur atvinnuskyttum miklu betur treystandi, því viðgangur hans er okkar hagur. Þegar horft er yfir feril umhverf- isráðherra er ekki margt sem gleður augað og nú hefur hún sniðgengið til- lögur um styttingu veiðitímans og nauðsynlegar friðunaraðgerðir. Er nema von að ljóðelsku fólki komi í hug snilldarkvæðið „Óhræsið“ eftir Jónas Hallgrímsson. Gæðakonan góða grípur fegin við. Dýrið dauðamóða dregur háls úr lið. Plokkar, pils upp brýtur. Pott á hlóðir setur. Segir: Happ þeim hlýtur og horaða rjúpu étur. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, Skjaldfönn v/Djúp. Rjúpuna þarf að friða Frá Indriða Aðalsteinssyni: Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.