Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 1
Reuters ÞÚSUNDIR íbúa á Balí í Indón- esíu komu saman til bænaathafn- ar í gær, skammt þar frá sem sprengja sprakk á laugardaginn og varð hátt í tvö hundruð manns að bana. Forseti Indónesíu, Megawati Sukarnoputri, skrifaði í gær und- ir tvær neyðartilskipanir til þess að berjast gegn hryðjuverka- starfsemi og munu þær ná til hryðjuverkanna á laugardaginn. Fá yfirvöld heimild til að dæma til dauða þá sem eru dæmdir sek- ir um hryðjuverk og halda grun- uðum hryðjuverkamönnum í varðhaldi í nokkra mánuði án réttarhalda. Yusril Ihza Mah- endra, dómsmálaráðherra Indónesíu, sagði í gær, að tilskip- anirnar kynnu að skerða einhver réttindi „en þeim er ætlað að vernda mikilvægustu réttindi manna“. Áhyggjur af mannréttindum Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu að viðbrögð indónesískra stjórnvalda við hryðjuverkinu á Balí mættu ekki grafa undan mannréttindum í landinu, sem væru þegar fyrir borð borin. En Megawati sagði að þau lög sem fyrir hendi væru dygðu skammt til að kljást við hryðjuverkastarfsemi, og hefðu tilskipanirnar, sem hún skrifaði undir í gær, legið fyrir áður en voðaverkin voru unnin á Balí hefði e.t.v. verið hægt að koma í veg fyrir þau. Bæna- athöfn á Balí 245. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. OKTÓBER 2002 PAKISTANAR gerðu leynilegan samning við Norður-Kóreumenn árið 1997 um að útvega þeim bún- að, sem kann að hafa gert þeim kleift að þróa kjarnavopn, að því er The New York Times hafði eftir bandarískum embættismönnum í gær. Heimildarmennirnir segja að Pakistanar kunni að hafa séð Norður-Kóreumönnum fyrir tækj- um, sem nauðsynleg eru til að vinna úran í kjarnavopn. Í staðinn hafi Pakistanar fengið norður-kór- eskar eldflaugar. „Alrangt“ Talsmaður pakistanska sendi- ráðsins í Washington sagði að ekk- ert væri hæft í þessari frétt. Emb- ættismenn í Hvíta húsinu vildu ekkert segja um málið. Heimildarmenn The New York Times sögðu að Rússar og Kínverj- ar hefðu veitt Norður-Kóreumönn- um minni aðstoð við þróun kjarna- vopna. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins sagði það „alrangt“ að Rússar hefðu aðstoðað Norður-Kóreumenn. „Við hættum jafnvel samstarfi okkar við Norð- ur-Kóreumenn á sviði friðsamlegr- ar notkunar á kjarnorku árið 1993 eftir að þeir tilkynntu að þeir væru ekki lengur aðilar að samningnum gegn útbreiðslu kjarnavopna,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar hafa alltaf vísað slík- um ásökunum á bug og talsmaður utanríkisráðuneytisins í Peking sagði í gær að þær væru „algerlega tilhæfulausar“. Bandaríkjamenn höfðu áður sakað Kínverja um að hafa séð Norður-Kóreumönnum og fleiri ríkjum fyrir eldflaugum. Michele Alliot-Marie, varnar- málaráðherra Frakklands, sagði í gær eftir viðræður við bandaríska embættismenn í Washington að þeir hefðu áhyggjur af því að Norður-Kóreumenn kynnu að hóta að selja hugsanlegum hryðjuverka- mönnum gereyðingarvopn í því skyni að kúga fé af Vesturlöndum. Segja Pakistan hafa aðstoðað N-Kóreumenn Washington. AFP.  „Sólskinsstefnan“/27 Angóla Tugir milljarða hurfu úr ríkissjóði Í VINNUSKÝRSLU Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, IMF, kem- ur fram að nær milljarður dala, andvirði 88 milljarða króna, hafi horfið úr sjóðum ríkisstjórnarinnar í Angóla í fyrra, að sögn fréttavefjar BBC í gær. Er þetta þrisvar sinnum meiri fjárhæð en heildarverðmæti þeirrar að- stoðar sem Angóla fær í ár af mannúðarástæðum. BBC segir að í skýrslunni komi fram að á síðustu fimm árum kunni alls fjórir millj- arðar dala, um 350 milljarðar króna, að hafa horfið úr op- inberum sjóðum Angóla. Stjórn landsins neitar þessu. Stjórnvöld í Angóla hafa oft verið sökuð um spillingu en þetta er í fyrsta sinn sem virt stofnun eins og IMF kemst að þeirri niðurstöðu að fjármála- óstjórnin sé eins mikil og fram kemur í skýrslunni. Skýrslunni var dreift innan IMF fyrr á árinu en hún hefur ekki verið gerð opinber. AÐ minnsta kosti þrír létust og tuttugu til viðbótar slösuðust þegar sprengja sprakk í stræt- isvagni í Quezon-borg, sem er eitt úthverfa Manila, höfuðborg- ar Filippseyja, í gær. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á ódæðinu en það er framið einum degi eftir að sjö manns féllu og meira en 100 slösuðust í sprengjutilræði í borginni Zamboanga í suðurhluta Fil- ippseyja. Atburðurinn átti sér stað um kvöld að staðartíma en um miðj- an dag að íslenskum tíma. Roilo Golez, þjóðaröryggisráðgjafi Gloriu Arroyo, forseta Filipps- eyja, var tregur til að fullyrða að um hryðjuverk væri að ræða en allar líkur virtust þó á því. „Þetta er verk illra manna,“ sagði Napoleon Castro, lög- reglumaður í Quezon. Telja embættismenn að einn hinna látnu sé sá sem kom með sprengjuna um borð í strætis- vagninn. Mikill öryggisviðbúnaður hef- ur verið á Filippseyjum frá því að 180 manns biðu bana í sprengjutilræði á eyjunni Balí í Indónesíu sl. laugardag. Arroyo forseti fundaði í gær með stjórn sinni en umræðuefni fundarins voru viðbrögð við hryðjuverkinu í Zamboanga í fyrradag. Talið er að Abu Sayyaf-samtökin hafi verið þar að verki en þau eru sögð tengjast al-Qaeda, hryðju- verkasamtökum Sádí-Arabans Osama bin Laden. Þrír létust í sprengju- tilræði Manila. AFP, AP. Filippseyjar SEXTÁN ára drengur vopnaður skammbyssu tók fjögur 12 ára börn í gíslingu í barnaskóla í Þýskalandi síðdegis í gær, en sex klukkustund- um síðar hafði hann látið alla gíslana lausa og gafst upp, að því er lögregl- an greindi frá. Engan sakaði. At- burðirnir áttu sér stað í Waiblingen, um fimm km norðaustur af Stutt- gart. Um eitt hundrað nemendur voru í skólanum þegar ræninginn, 16 ára fyrrverandi nemandi þar, kom inn í tölvuver á annarri hæð um kl. 15.30, að því er sjónarvottar greindu frá. Nokkrum mínútum síðar dró hann upp byssu og bað alla sem í tölvu- verinu voru að halda ró sinni. Rak hann kennarann og alla nemendur, nema fjóra, út úr verinu og hringdi í lögregluna úr farsíma. Talsmaður lögreglunnar sagði drenginn hafa „virst rólegan“ er hann talaði við lög- regluna og krafðist þess að fá eina milljón evra í lausnargjald og bíl til þess að komast undan. Eftir að 120 lögreglumenn höfðu setið um skólann í um fimm klukku- stundir og talað við drenginn í gegn- um síma lét hann tvo af gíslunum lausa gegn því að fá nýjan farsíma, þar sem síminn sem hann var með var orðinn rafmagnslaus, pítsu og símanúmer hjá manni sem hann treysti. Um kl. 21.20 gafst hann svo upp, lét síðustu gíslana lausa og gaf sig fram við lögregluna. Atburðurinn vakti mikinn óhug í Þýskalandi, en í apríl sl. myrti fyrr- verandi nemandi í skóla í bænum Erfurt 16 manns áður en hann skaut sjálfan sig til bana. Waiblingen í Þýskalandi. AP, AFP. AP Einn nemendanna fjögurra, er unglingur hélt í gíslingu í Þýskalandi í gær, er hér ásamt foreldrum sínum eftir að hann var látinn laus. Unglingur tók fjög- ur börn í gíslingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.