Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 29
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 29
FÁIR danskir
menntaskólanemar
hugsa um kyn-
sjúkdómahættu þeg-
ar þeir stunda kynlíf
án getnaðarvarna,
segir í frétt á
politiken.dk. Þar
kemur einnig fram
skv. nýrri rannsókn
Háskólasjúkrahúss-
ins í Árósum, að
ungir karlmenn nota
í sífellt minna mæli verjur jafnvel
þótt þeir séu ekki í föstu sam-
bandi.
Rannsókn var gerð með nokk-
urra ára millibili og kom í ljós að
þeim konum hefur fjölgað sem
ekki hugsa um kyn-
sjúkdóma þegar til
stendur að velja
getnaðarvörn. Flest-
ar velja sér getn-
aðarvörn sem kemur
í veg fyrir þungun.
P-pillan sem oft
verður fyrir valinu
varnar ekki klamid-
íu eða eyðni svo
dæmi séu tekin.
Yfirlæknir há-
skólasjúkrahússins í Árósum Lars
J. Östergaard telur þróunina vera
alvarlega og lýsir eftir nýstár-
legum og frumlegum aðferðum til
þess að ná athygli unga fólksins
um hættuna á kynsjúkdómum.
Ungir danskir karlmenn
nota verjur minna en áður.
Verjan á undanhaldi
REGLULEGAR líkamsæfingar
geta hindrað myndun krabbameins
og flýtt bata hjá þeim sem berjast
við krabbamein, segir í frétt á net-
útgáfu BBC.
Þar er haft eftir vísindamönnum
við Háskólann í Bristol að hreyf-
ing geti minnkað hættu á rist-
ilkrabbameini um helming og að
öllum líkindum einnig myndun t.d.
brjósta- og lungnakrabbameins.
Tekið er fram að líkamsæfingar
geti minnkað líkur á brjósta-
krabbameini hjá konum komnum
yfir miðjan aldur um 30%.
Áður hafa verið færðar sönnur á
að ofát eykur líkur á brjósta-
krabbameini, segir ennfremur í
fréttinni.
Fólk sem þjáist af krabbameini
ætti að stunda æfingar, að mati
rannsakenda, því það léttir lundina
og eykur einnig batahorfur í sum-
um tilfellum.
Mælt er því með að fólk hreyfi
sig í um 30 mínútur í það minnsta,
þrisvar í viku.
Morgunblaðið/Ásdís
Líkamsrækt getur hjálpað til við
hindrun krabbameins og jafnvel
aukið batahorfur, skv. rannsókn.
Þjálfun hindrar
myndun
krabbameins
VÍSINDAMENN við Wisconsin
háskólann í Madison í Bandaríkj-
unum telja sig hafa sýnt fram á
möguleika á að rækta bein sem
hugsanlega gæti verið hjálp gegn
beinþynningu. Niðurstöðurnar
voru kynntar í tímaritinu Pro-
ceedings of the National Aca-
demy of Sciences nýlega. Líf-
efnafræðingurinn Hector F.
DeLuca sem er í forsvari rann-
sakenda segir í viðtali á vef há-
skólans að tekist hafi að nýta
sérstaka blöndu D vítamína við
beinræktun sem kölluð er 2MD.
Tilraunir hafi verið gerðar á
dýrum og árangurinn hafi ekki
látið á sér standa. Þétting hafi
orðið í beinum í rottum við að-
stæður sem líkjast beingisnun hjá
mönnum.
Vítamínblönduna sé unnt að
rækta á tilraunastofum og hún
geti vonandi orðið undirstaða
nýrrar tegundar af lyfi sem nýta
megi í framtíðinni gegn bein-
þynningu.
Tekist hefur að rækta bein með
aðstoð D-vítamíns.
Möguleiki
á að rækta
bein
Meðgöngulínan
slit- og spangarolía
Þumalína, Lyf og Heilsa,
Lyfja, Heilsuhúsið
Nýr lífsstíll
Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is