Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 29
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 29 FÁIR danskir menntaskólanemar hugsa um kyn- sjúkdómahættu þeg- ar þeir stunda kynlíf án getnaðarvarna, segir í frétt á politiken.dk. Þar kemur einnig fram skv. nýrri rannsókn Háskólasjúkrahúss- ins í Árósum, að ungir karlmenn nota í sífellt minna mæli verjur jafnvel þótt þeir séu ekki í föstu sam- bandi. Rannsókn var gerð með nokk- urra ára millibili og kom í ljós að þeim konum hefur fjölgað sem ekki hugsa um kyn- sjúkdóma þegar til stendur að velja getnaðarvörn. Flest- ar velja sér getn- aðarvörn sem kemur í veg fyrir þungun. P-pillan sem oft verður fyrir valinu varnar ekki klamid- íu eða eyðni svo dæmi séu tekin. Yfirlæknir há- skólasjúkrahússins í Árósum Lars J. Östergaard telur þróunina vera alvarlega og lýsir eftir nýstár- legum og frumlegum aðferðum til þess að ná athygli unga fólksins um hættuna á kynsjúkdómum. Ungir danskir karlmenn nota verjur minna en áður. Verjan á undanhaldi REGLULEGAR líkamsæfingar geta hindrað myndun krabbameins og flýtt bata hjá þeim sem berjast við krabbamein, segir í frétt á net- útgáfu BBC. Þar er haft eftir vísindamönnum við Háskólann í Bristol að hreyf- ing geti minnkað hættu á rist- ilkrabbameini um helming og að öllum líkindum einnig myndun t.d. brjósta- og lungnakrabbameins. Tekið er fram að líkamsæfingar geti minnkað líkur á brjósta- krabbameini hjá konum komnum yfir miðjan aldur um 30%. Áður hafa verið færðar sönnur á að ofát eykur líkur á brjósta- krabbameini, segir ennfremur í fréttinni. Fólk sem þjáist af krabbameini ætti að stunda æfingar, að mati rannsakenda, því það léttir lundina og eykur einnig batahorfur í sum- um tilfellum. Mælt er því með að fólk hreyfi sig í um 30 mínútur í það minnsta, þrisvar í viku. Morgunblaðið/Ásdís Líkamsrækt getur hjálpað til við hindrun krabbameins og jafnvel aukið batahorfur, skv. rannsókn. Þjálfun hindrar myndun krabbameins VÍSINDAMENN við Wisconsin háskólann í Madison í Bandaríkj- unum telja sig hafa sýnt fram á möguleika á að rækta bein sem hugsanlega gæti verið hjálp gegn beinþynningu. Niðurstöðurnar voru kynntar í tímaritinu Pro- ceedings of the National Aca- demy of Sciences nýlega. Líf- efnafræðingurinn Hector F. DeLuca sem er í forsvari rann- sakenda segir í viðtali á vef há- skólans að tekist hafi að nýta sérstaka blöndu D vítamína við beinræktun sem kölluð er 2MD. Tilraunir hafi verið gerðar á dýrum og árangurinn hafi ekki látið á sér standa. Þétting hafi orðið í beinum í rottum við að- stæður sem líkjast beingisnun hjá mönnum. Vítamínblönduna sé unnt að rækta á tilraunastofum og hún geti vonandi orðið undirstaða nýrrar tegundar af lyfi sem nýta megi í framtíðinni gegn bein- þynningu. Tekist hefur að rækta bein með aðstoð D-vítamíns. Möguleiki á að rækta bein Meðgöngulínan slit- og spangarolía Þumalína, Lyf og Heilsa, Lyfja, Heilsuhúsið Nýr lífsstíll Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.