Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA er svolítil leiksýning þar sem dýrin geta ekki talað heldur bara gelt, baulað, jarmað eða gal- að, sem er orðið heldur óvenjulegt í leiknu efni þar sem dýr koma við sögu,“ segir Bjarni Ingvarsson leikstjóri Heiðarsnældu og vísar þar til þess að dýr eru gjarnan með ýmsa mannlega eiginleika í leik- ritum og teiknimyndum fyrir börn. „Okkur langaði einnig til að kynna daglegt líf í sveitinni eins og það er í dag, en ekki til forna þó í upphafi sýningar séu börnin frædd um leiki barna og leikföng sem þau gerðu sér úr hornum og bein- um, “ segir Pétur Eggerz leikari. Auk hans leikur Stefán Örn Arn- arson á lágfiðlu í sýningunni en hann og Pétur eiga að baki langt samstarf í sýningunni Völuspá sem farið hefur víða um heim á und- anförnum árum. Auk þess að leika sér Stefán Örn um tónlist og hljóð- mynd Heiðarsnælda hefst með því að Björn bóndi á bænum Hamri undir Bröttuhömrum vaknar til morg- unverkanna. Hann býr þar í friði og ró ásamt húsdýrunum sínum, hvolpinum Trygg, hænunum sem vappa um á hlaðinu, kúnum í fjós- inu, hestunum í haganum og kind- unum sem komnar eru upp um öll fjöll. Ekki þó alveg allar, því heim- alningurinn, hún Heiðarsnælda, býr heima á bænum með Birni. Þennan dag kemst Björn bóndi að því að Heiðarsnælda er horfin. Þá er ekki um annað að ræða en að leita að henni, því uppi í fjalli bíða hennar ýmsar hættur. Refurinn á sér greni í urðinni og krummi er alltaf að sveima yfir gilinu. Í sýningunni skipa leikbrúður og búningar veglegan sess og höf- undur þeirra er Katrín Þorvalds- dóttir. Kjuregei Alexandra hann- aði bakteppi og Justin Wallace sá um módelsmíði. Sýningin er 35 mínútur að lengd og verður frum- sýnd í Möguleikhúsinu við Hlemm en verður síðan leikin fyrir leik- skólabörn á höfuðborgarsvæðinu og vítt og breitt um landið í vetur. „Þrátt fyrir að við ferðumst mikið um landið með sýningar okkar þá erum við nær alltaf að leika fyrir börn í þéttbýli. Lífið í sveitinni er þeim því býsna framandi og fróð- legt fyrir þau að kynnast því,“ seg- ir Bjarni leikstjóri að lokum. Lífið í sveitinni Í dag kl. 14 frumsýnir Möguleikhúsið Heiðarsnældu, leikrit fyrir börn á leik- skólaaldri. Leikritið er samið af leikhópnum undir leikstjórn Bjarna Ingvarssonar. Morgunblaðið/Sverrir Stefán Örn Arnarson og Pétur Eggerz í Heiðarsnældu. Blíður á manninn LEIKLIST Leikfélag Hveragerðis KARDEMOMMUBÆRINN Höfundur: Torbjörn Egner, þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk, leikstjóri: Sigurður Blön- dal. Völundi, Hveragerði, 12. októ- ber 2002. ÞAÐ verður að telja eðlilegt framhald af velgengni Leikfélags Hveragerðis með Dýrin í Hálsa- skógi í fyrra að ráðast næst í upp- færslu á Kardemommubænum. Fyrir utan hinn elskulega tón sem gegnsýrir verk Egners eru þetta reyndar ekki sérlega lík leikrit. Í Kardemommubænum er meira lagt upp úr kostulegri samfélagslýsingu meðan Dýrin eru meira afgerandi í boðskap sínum, jafnvel um of. En sagan sem þar er sögð er skýrari, fram- vindan meira afgerandi og held- ur trúlega betur athygli yngri barnanna, sem mörg voru orðin ansi óþreyjufull á frumsýning- unni í Völundi á laugardaginn. Vissulega er boðskapur Kardemommubæjarins samt skýr. Tvær tilraunir eru gerðar til að betrumbæta ræningjana, sem eru það eina sem skyggir á hinn óviðjafnanlega samhljóm sem einkennir mannlífið í bæn- um. Soffía frænka reynir fyrst með offorsi og „fussumsveii“ og hefur ekki erindi sem erfiði. En Bastían og frú, með sínu blíða fasi og hlýlegu leiðbeiningum, ná umsvifalaust að gera góða og gegna borgara úr þessum stjórn- lausu og síbernsku bræðrum. Bastían telur hverjum manni skylt að vera „blíður“ á manninn og með fordæmi sínu hefur hann áhrif sem skipanir og frenju- gangur Soffíu frænku megna ekki. Það er með miklum ólíkindum hvernig Sigurði Blöndal og liðs- mönnum hans hefur tekist að koma þessum fjölskrúðuga bæ fyrir á sviðinu í Völundi. Það var greinilega nokkuð þröngt á þingi en allt gekk þó snurðulítið fyrir sig, enda eindrægni eitt helsta einkenni bæjarbragsins. Það var helst í söngatriðum sem sviðsetn- ingin riðlaðist, þar hefði einbeitt- ari umferðarstjórn skilað betri árangri. Eins fannst mér leik- stjóri og leikendur óþarflega feimnir við að syngja beint til áhorfenda, jafnvel þó textarnir gefi tilefni til. Alltof oft stóðu söngvarar með bakið í salinn og sungu til hinna persónanna. Fyr- ir vikið misstu söngvarnir margir áhrifamátt sinn og texti fór for- görðum. Að þessum hnökrum frátöld- um er sýningin hreint afbragð, og helgast það helst af frábærri frammistöðu helstu leikara. Sig- urgeir Hilmar Friðþjófsson nýt- ur sín vel í hlutverki Bastíans, og það sama má segja um Ylfu Lind Gylfadóttur, sem er Soffía eins og Soffíur eiga að vera og syngur aukinheldur afar vel. Jóhann Tr. Sigurðsson gaf Tóbíasi sannfær- andi hlýlegt gamalmennisyfir- bragð. En stærsta hrósið fellur samt ræningjunum í skaut. Þeir Hjörtur Már Benediktsson, Magnús Stefánsson og Steindór Gestson eru óborganlegir Ka- sper, Jesper og Jónatan, kraft- urinn, leikgleðin og samleikurinn óaðfinnanlegur, tónninn hárrétt- ur. Það má óska Leikfélagi Hveragerðis til hamingju með þennan Kardemommubæ. Þar ríkir gleði, og með fordæmi sínu gefur ungum sem gömlum for- skrift af því hvernig hægt sé að haga mannlífi þannig að allir uni glaðir við sitt og njóti samvist- anna við náungann. Þorgeir Tryggvason LÖNGU var tímabært að gera merkilegri flugsögu landsmanna skil af tilheyrilegri stærðargráðu og fagmennsku. Það hefur verið markmið heimildarmyndargerðar- mannanna hjá Sagafilm og tveir fyrstu þættirnir (af fjórum) bera þess merki og standa fyllilega undir væntingum. Aðatandendur þessara stórfróðlegu og svipmiklu þátta hafa ekki slegið slöku við undirbúningsstarfið og viðað að sér kvikmynduðu og ljósmynduðu efni víðsvegar að frá einstakling- um, fyrirtækjum og söfnum. Af- raksturinn er ekki aðeins menn- ingarlegur og fræðandi heldur einstaklega skemmtilegur áhorfun- ar. Vænt innlegg eru viðtöl, ný og gömul, við forkólfa í flugmálum Ís- lendinga. Menn sem eru fyrir margt löngu orðnir goðsagnir í Ís- landssögunni: Þorstein E. Jónsson, Berg G. Gíslason, Sigurð Jónsson, Agnar Kofoed-Hansen, Jóhannes R. Snorrason, Alfreð Gíslason, Arngrím Jóhannsson, o.fl. o.fl. Flugið skipti sköpum í jafn erf- iðu landi yfirferðar og okkar, jafn- framt var það jafnan sannkallað hættuspil langt fram eftir síðustu öld, fyrir tíð flugvalla og nútíma staðsetningar – og annars nauð- synlegs tæknibúnaðar. Þá var ein- göngu um að ræða sjónflug, oft við hrikalegar aðstæður skýjum neð- ar. Allt þetta stórbrotna sjónarspil og atvinnusaga fer einkar vel af stað í fyrri helft þáttaraðarinnar. Við sjáum þróunina frá vordögum flugsins á Íslandi, sem hefjast 3. september 1919 og þá þegar vakna menn til meðvitundar um hið mikla notagildi þess hérlendis. Nánast ekkert vegakerfi fyrir hendi annað en troðningar, óbrúuð stórfljót í öllum landsfjórðungum og fjallvegir illfærir mönnum og skepnum. Aðeins sárafáar bifreiðir skröltandi um reiðgötur, einkum á suðvesturhorninu. Flugið festist í sessi á þriðja áratugnum; erlendir flugkappar heimsóttu þetta fjarlæga land og meðal okkar risu upp eldhugar einsog dr. Alexander Jóhannesson, aðalhvatamaður að Flugfélgi Ís- lands (hinu fyrsta), árið 1928. Fyrstu áratugina varð einungis notast við sjóflugvélar þar sem flugvellir komu ekki til sögunnar fyrr en síðar. Junkers-, Grumman- og síðar Katalínuflugbátar setja mark sitt atvinnulífið og bæta úr lélegum samgöngum. Síðan kom kreppan mikla og drap allt í dróma og gekk frá FÍ. Eftir langa lægð blés Agnar Kofoed-Hansen mönnum kapp í kinn og var, ásamt Vilhjálmi Þór, aðalhvatamaður að stofnun Flug- félags Akureyrar árið 1937, sem síðar varð FÍ nr. 2. Um svipað leyti voru stofnuð svifflugfélög sem urðu e.k. útungunarstöð nýrr- ar starfstéttar flugmannna. Seinna heimsstríð hafði mikil áhrif á framþróunina. Kvikmynda- gerðarmennirnir hafa úr miklu að moða varðandi þá byltingu sem varð í landinu með tilkomu flug- vallanna í Vatnsmýrinni, á Mið- nesheiði og síðan vítt um byggðir. Landflugvélar leysa sjóflugvélar af hólmi, vélarnar stækka, hreyflun- um fjölgar. Það er býsna fróðlegt og spenn- andi að fylgjast með eldhugunum sem eygðu ný tækifæri á upphafs- árum millilandaflugsins er FÍ og hið nýstofnaða félag Loftleiðir lögðu undir sig vænan hluta af Norður-Atlantshafsfluginu. Menn sáu sóknarfæri í nýrri atvinnu- grein sem hefur verið til ómæl- anlegra hagsbóta fyrir land og þjóð og er enn sem fyrr veigamik- ill þáttur í atvinnulífi, samgöngum og alþjóðaviðskiptum. Farið í loftiðSJÓNVARPSMYNDSjónvarpið 1. þáttur: Draumur sérhvers manns. 2. þáttur: Einangrunin rofin. Handrit og um- sjón: Rafn Jónsson. Framleiðendur: Anna Dís Ólafsdóttir og Jón Þór Hannesson. Kvikmyndataka: Freyr Arnarson o.fl. Hljóðsetning: Nick Carthcart-Jones. Hljóðupptaka: Freyr Arnarson. Tónlist: Máni Svafarsson. Grafík: Bjarki Guð- jónsson og Ómar G. Samsetning: Örn Sverrisson. Þulir: Kristján Franklín Magn- ús og Jón B. Guðlaugsson. Kvikmyndir: Kvikmyndasafn Íslands o.fl. Ljósmyndir: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Flugleiða o.fl. 2X30 mín. Sjónvarpið, 6. og 13. okt. 2002. Íslensk heimildarmynd. Sagafilm 2002. FLUGSAGA ÍSLANDS Sæbjörn Valdimarsson Í HAFNARBORG, menningar- og liststofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á verkum fjög- urra Eistneskra samtímalistar- manna, þeim Juri Ojaver, Jan Paavle, Paul Rodgers og Jan Toomik. Sýningin nefnist KUU og er liður í samstarfi listamannanna sem hefur verið að þróast undan- farin ár og hafa þeir sýnt saman í Evrópu og Bandaríkjunum síðan 1999, síðast í Kunsthalle í Vínar- borg. Goðsagnir og ævintýri svífa yfir sýningunni í ýmsum myndum. Myndbandsverk Jan Paavle, „I dream: I am a Minotaurus when...“, sýnir grísku goðsögnina Minotau- rus ganga úr helli sínum með gyllt- an og reistan drjóla. Í goðsögunum kom Minotaurus undir þegar Pa- siphea drottning Minosar átti mök við naut. Afkvæmið varð hálfur maður og hálft naut. Aþenubúar hræddust hann mjög og héldu hon- um í skefjum með því að færa hon- um sjö meyjar og sjö sveina á ári. Hér er því um ógnvekjandi „kyn- orku“ að ræða sem Jan Paavle set- ur í kómískan búning. Verk Paul Rodgers sýna samskonar afmynd- un eða ummyndun og Paavle. Eitt verka hans er höfuð af fyrirbæri sem er að hluta maður og dýr líkt og við þekkjum í sögunum um „Fríðu og dýrið“ og „Eyju Dr. Moreau“. Höfuðið hangir á veggn- um sem sigurtákn veiðimanns og er eyrnamerkt með númeri eins og dýr á leið til slátrunar. Rodgers sýnir líka myndband sem hann nefnir „The impossibility of finding a common language when faced with the inevitability of separ- ation“. Myndbandið sýnir síamství- bura á hlaupum og undir hljómar lagið „I only have eyes for you“. Tvíhöfða fyrirbæri má finna í mörgum goðsögum og ævintýrum, en hér eru það saklaus börn að leik og vekur verkið jafnt óhugnað og samúð. Myndbandsverk Jan Toom- ik, sem er án titils, sýnir nakinn mann með snæri bundið í annan endann við kynfæri sín og hinn endann festan við staur. Hann gengur svo í hringi svo langt sem snærið nær, heimskulegur á svip eins og eistnesk útgáfa af Ingjalds- fíflinu. Rifjast upp fyrir mér að- ferðir sem notaðar eru til að halda dýrum föngum eigin huga. T.d. eru nýfæddir fílar á Indlandi bundnir með reipi um hálsinn við staur. Þegar þeir eru fullvaxnir hafa þeir nægan styrk til slíta keðjur og rífa upp tré með rótum, en reipið og staurinn heldur þeim í stað alla ævi vegna þess að minningin segir þeim að frelsið nái ekki lengra. Kannski er Toomik að benda okkur á með glettnu myndbandi sínu að þannig höldum við mannfólkið okkur sjálf- um föngum, þ.e. með því að trúa takmörkum hugans. Verk Juri Ojaver nefnist „Everything is the same, nothing has changed“. Gúmmíbátur þakinn kúaskinni ligg- ur á gólfinu og á veggnum er myndband í örlitlu sjónvarpi sem hann hefur komið fyrir í eftirprent- un af klisjukenndu hafnarmálverki. Myndbandið sýnir mann leggja frá landi á kúaskinnsbátnum. Í báðum tilfellum er Ojaver að hylja nútíma- legt efni með hefðbundnu efni eða þá að dulbúa nútímann í gömlum hefðum. Vafalaust liggur margt annað að baki verkum Ojaver, en líkt og með öll verkin á sýningunni þá sit ég frekar eftir með spurn- ingar en svör. Verk fjórmenning- anna eru ekki rökleg heldur tilfinn- ingaleg og ganga þau jafnvel óþægilega nálægt manni. Samtíminn er gráglett- inn og goðsagnarlegur MYNDLIST Hafnarborg Sýningin er opin alla daga nema þriðju- daga frá 11–17 og stendur til 4. nóv- ember. MYNDBÖND OG BLÖNDUÐ TÆKNI JURI OJAVER, JAN PAAVLE, PAUL RODGERS OG JAN TOOMIK Jón B.K. Ransu Verk eftir Paul Rodgers á sýning- unni KUU í hafnarborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.