Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 53
HAFNARFJARÐARKIRKJA verð-
ur böðuð bleiku ljósi fram á sunnu-
dagskvöld. Kveikt var á lýsingunni
í fyrrakvöld í tilefni af árveknis-
átaki um brjóstakrabbamein, en þá
var að hefjast fræðslufundur um
sjúkdóminn á vegum Krabbameins-
félags Hafnarfjarðar og Sam-
hjálpar kvenna. Hátt á þriðja
hundrað manns sóttu fundinn.
Fyrstu helgina í október var
Perlan lýst upp á þennan hátt og í
fyrra Hallgrímskirkja. Um næstu
helgi bætist gamla sjúkrahúsið á
Ísafirði í þennan hóp.
Þekkt mannvirki í meira en 40
löndum hafa verið lýst upp.
Kirkja í
bleikum lit
Ó. JOHNSON & Kaaber hefur
tekið við innflutningi og heildsölu-
dreifingu á Philips-ljósaperum og
lýsingarbúnaði á Íslandi.
Stofnuð hefur verið sérstök
deild innan Ó. Johnson og Kaaber
sem mun sinna heildsöludreifingu
til fyrirtækja og stofnana ásamt
því að veita faglega ráðgjöf um
flest sem varðar lýsingu.
Starfsmenn munu fyrst um sinn
verða tveir: Bjarni S. Ásgeirsson
og Benedikt Benediktsson en báð-
ir hafa reynslu af sölu Philips-
ljósapera, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Tekur við umboði
fyrir Phil-
ips-ljósaperur
LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir
bifreiðinni VJ-095, sem er lítil hvít
sendibifreið af gerðinni Ford Fiesta
Courier, árgerð 1997. Bifreiðinni var
stolið í Keflavík að morgni þriðju-
dagsins 15. október sl.
Þeir sem hafa orðið bifreiðarinnar
varir eða geta gefið upplýsingar um
hvar hún er niðurkomin, eru vinsam-
lega beðnir um að hafa samband við
lögregluna í Keflavík í síma
420 2400.
Lýst eftir
stolinni bifreið
SVAVAR Gestsson sendiherra hefur
afhent Alfred Moisiu, forseta Alban-
íu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra
Íslands í Albaníu með aðsetur í
Stokkhólmi. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu.
Afhenti trúnaðar-
bréf í Albaníu
RÆÐISSKRIFSTOFA Íslands í
Múrmansk hefur verið formlega
opnuð. Kjörræðismaður Íslands í
borginni er Vitaly Kasatkin, fram-
kvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtæk-
isins JSC SFEN. Á ræðisskrifstof-
unni er aðstaða fyrir íslenska við-
skiptaaðila og þá sem þurfa vinnu-
aðstöðu vegna erindreksturs í
Múrmansk, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu.
Umdæmi ræðisskrifstofunnar er
Múrmanskhérað, Karelíuhérað og
Archangelskhérað, þ.m.t. höfuð-
borgir þessara héraða, Múrmansk,
Petrozavodsk og Archangelsk.
Ræðisskrifstofa
í Múrmansk
HAFIÐ hefur göngu sína nýtt vef-
rit viðskiptaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins sem ber heitið Stikl-
ur. Þar verða fréttir af því sem er
efst á baugi hverju sinni á skrifstof-
unni. Er þar helst til að taka mál-
efni er varða viðskiptaþjónustu
ráðuneytisins, EES-samninginn
auk ýmissa alþjóðlegra samninga
viðskiptalegs eðlis, s.s. gerð frí-
verslunarsamninga, fjárfestingar-
samninga og tvísköttunarsamninga.
Einnig er áformað að vera með
reglulegar fréttir af viðskipta-
fulltrúum ráðuneytisins sem starfa
í sendiráðum Íslands erlendis. Þá
verður það markmið vefritsins að
kynna hvaða þjónusta stendur þeim
fyrirtækjum til boða sem eru að
hasla sér völl á erlendum mörkuð-
um.
Nálgast má vefritið á heimasíð-
unni stiklur.is eða utan.is, segir í
frétt frá utanríkisráðuneytinu.
Stiklur,
nýtt vefrit
EFTIRFARANDI ályktun vegna
áforma um hvalveiðar, flutt af Ás-
birni Björgvinssyni, var samþykkt
með öllum atkvæðum nema einu á
Ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs
í Stykkishólmi, en fundinn sitja á
annað hundrað fulltrúar ferðaþjón-
ustunnar á Íslandi, segir í fréttatil-
kynningu.
„Ferðamálaráðstefnan 2002 hald-
in í Stykkishólmi 17. október skorar
á stjórnvöld að láta fara fram mat á
efnahagslegu gildi hvalaskoðunar-
ferðamennsku fyrir þjóðarbúið.
Ennfremur að áhrif hvalveiða á
greinina verði metin áður en ákvörð-
un verður tekin um að hefja veiðar
hér við land að nýju. Ráðstefnan
hvetur stjórnvöld til að hafa náið
samráð við samtök í ferðaþjónustu
og hvalaskoðunarfyrirtækin áður en
endaleg ákvörðun um hvalveiðar
verður tekin.“
Vilja meta
efnahagslegt
gildi hvala-
skoðunar
JEEP GRAND CHEROKEE
Nýskr.: 02/04/2001 4700 cc5 dyra
Sjálfskiptur, GRÆNN, Ekinn: 18 þ
4.980 þ.
Land Rover Range Rover 4,6
HSE Nýskr.:14/03/2000 4554 cc 5 dyra
Sjálfskiptur BRONS Ekinn: 39 þ.
4.650 þ.
Mitsubishi Pajero 2,8
langur Dísel ýskr.:04/06/1999
2835 cc 5 dyra Sjálfskiptur
GRÆNN Ekinn: 77 þ.
2.650 þ.
575 1230 Opið mán.-fös. frá kl. 9-18
Bílaland
Lúxusbílar og jeppar
bilaland.is
Nissan Patrol SE+ Dísel
Nýskr.: 26/03/1998 2826 cc 5 dyra
5 gíra GRÆNN Ekinn: 154 þ.
2.750 þ.
BMW 750iA
Innfl nýr af umb. Nýskr.: 18/08/1997
5397 cc 4 dyra Sjálfskiptur
SVARTUR Ekinn: 50 þ.
3.900 þ.
Mercedes Benz ML320
Nýskr.: 08/09/1999 3199 cc 5 dyra
Sjálfskiptur GRÆNN Ekinn: 55 þ.
3.990 þ.
BMW Z3 2.8
Nýskr.:22/04/1998 2793 cc 2 dyra
Sjálfskiptur SVARTUR Ekinn: 27 þ.
2.850 þ.
Mercedes Benz SLK 230
Kompressor Nýskr.: 26/03/1997
2295 cc 2 dyra 5 gíra GRÁR
Ekinn: 52 þ.
2.900 þ.
Land Rover Discovery II TD5 S
Dísel Nýskr.: 29/09/1999 2495 cc 5
dyra Sjálfskiptur LJÓSBLÁR Ekinn:77 þ.
2.990 þ.