Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sviss og Austurríki standa vel að vígi varðandi EM 2008 /C4 Grindvíkingar áfram á sigurbraut í körfunni /C2 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Fötin og maðurinn /B1 Pakkhús og postulín /B2 Hrekkjavakan/ B2 Dottið inn í dularheima /B4 Sólin tákn Guðs/ B7 Sérblöð í dag HJALTI Pálsson, fv. framkvæmdastjóri hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, SÍS, andaðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut aðfaranótt fimmtudagsins 24. októ- ber. Hjalti fæddist að Hól- um í Hjaltadal 1. nóvem- ber árið 1922 og ólst þar upp og í Reykjavík, son- ur Páls Zóphaníassonar, skólastjóra á Hólum og síðar alþingismanns og búnaðarmálastjóra, og Guðrúnar Hannesdótt- ur húsmóður. Hjalti lauk búfræði- prófi frá Hólum 1941, stundaði nám í landbúnaðarverkfræði við háskóla í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum ár- in 1943–1945 og eftir það við háskóla í Iowa til 1947. Hjalti hóf störf í véladeild SÍS árið 1948 og var framkvæmdastjóri Drátt- arvéla hf. frá 1949 til 1960. Frá 1952 til 1967 var hann framkvæmdastjóri véladeildar SÍS og veitti innflutnings- deildinni forstöðu frá 1967 þar til hann lét af störfum árið 1987 fyrir aldurs sakir. Hjalti sat í fram- kvæmdastjórn SÍS í nærri fjóra ára- tugi, var varaformaður stjórnar frá 1977 og um nokkurt skeið stjórnar- formaður Dráttarvéla. Hann sat einn- ig í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og var þar endurskoðandi. Árið 1956 stofnaði Hjalti, fyrir hönd SÍS, sameignarfélagið Desa ásamt öðrum innflytjendum vegna innflutnings á skipum frá A-Þýskalandi. Var hann í stjórn þess fé- lags þar til því var slitið árið 1975. Hjalti vann að stofnun Kornhlöð- unnar árið 1970, var fyrsti stjórnarformað- ur hennar og sat í stjórn um árabil. Þá var hann um langt skeið í stjórn Jötuns, var for- maður byggingar- nefndar Holtagarða, í samninganefnd um við- skipti milli Þýskalands og Íslands árið 1954, í samninganefnd milli Íslands og A-Þýskalands 1958–1960 og var skipaður í fleiri nefndir á veg- um hins opinbera, m.a. Hólanefnd sem gerði tillögur um uppbyggingu Hólastaðar. Hjalti var mikill hestamaður. Eftir að hann hætti hjá SÍS vann hann ýmis verkefni fyrir Landssamband hesta- manna og var þar gerður að heiðurs- félaga. Sat um árabil í stjórn lands- sambandsins og var ævifélagi í Hestamannafélaginu Fáki. Hann var einnig heiðursfélagi Samtaka sykur- sjúkra sem hann tók þátt í að stofna árið 1971. Eftirlifandi eiginkona Hjalta er Ingigerður Karlsdóttir, húsmóðir og fv. flugfreyja. Þau eignuðust þrjú börn; Karl Óskar, Guðrúnu Þóru og Pál Hjalta. Útför Hjalta hefur verið ákveðin frá Hallgrímskirkju 1. nóv- ember nk., daginn sem hann hefði orðið áttræður. Andlát HJALTI PÁLSSON Hjalti Pálsson STOFNUN sérstaks rannsóknar- sjóðs til að auka verðmæti sjávarfangs er ein þeirra leiða sem talin er geta stuðlað að því að verðmætið fari úr 130 milljörðum króna í 240 á næstu 10 ár- um. Árleg fjárveiting til sjóðsins yrði 300 milljónir króna. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra er því fylgjandi að sjóðurinn verði stofnaður um næstu áramót. Hvernig fé verður fengið í sjóðinn er ekki ákveðið en það mun ekki verða sérstaklega innheimt af sjávarútveginum sjálfum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sjávarútvegsráðherra í gær, en þar voru kynntar tillögur sérstaks stýri- hóps sem sjávarútvegsráðherra skip- aði snemma á þessu ári til að vinna greinargerð um það með hvaða hætti mætti á skipulegan hátt hafa áhrif á verðmætaaukningu sjávarfangs sam- hliða nýsköpun í greininni á næstu ár- um. Niðurstaða hópsins er að með því að auka verðmæti sjávarfangs um 5–6% á ári næstu 5 til 10 árin megi auka verðmætin úr 130 milljörðum í 240 milljarða árið 2012. Síðustu 10 ár hef- ur verðmæti sjávarfangs nánast staðið í stað reiknað í SDR. Þessi spá byggist á ígrundaðri ágiskun þeirra sem stýri- hópur um aukið verðmæti sjávarfangs hefur leitað til í sinni vinnu á árinu. Í framtíðarsýn um 240 milljarða árið 2012 er ekki gert ráð fyrir meiri veið- um heldur frekar meiri verðmætum úr svipuðu magni og nýjum þáttum enda forsendan sú að nýta eigi auð- lindir hafsins með sjálfbærum hætti. Mótaðar tillögur Hópurinn hefur skilað mótuðum til- lögum til sjávarútvegsráðherra um það hvernig stuðlað skuli að því að ná umræddu marki. Lagt er til að sjávarútvegsráðherra setji á fót verkefnastjórn sem heldur utan um 5 ára átak til að auka verð- mæti sjávarfangs. Lagt er til að hann setji á stofn nýjan AVS rannsókna- sjóð, að kannaður verði grundvöllur að stofnun nýs sölufyrirtækis með nýjar afurðir, að meðferð afla verði bætt, að átak verði gert í fræðslu og menntun, að ýtt verði úr vör átaki í fiskeldi og líf- tækni og að nýting vannýttra tegunda verði aukin. Sjávarútvegsráðherra sagði á fund- inum að þessar niðurstöður og tillögur fælu í sér ákveðin tímamót en hvorki upphaf né endi. Í AVS stýrihópnum voru: Friðrik Friðriksson, hagfræðingur, stjórnar- formaður Rf, sem jafnframt var for- maður, dr. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor í matvælaefnafræði við HÍ, Elínbjörg Magnúsdóttir, sérhæfður fiskvinnslumaður, Guðbrandur Sig- urðsson, forstjóri ÚA, dr. Guðmundur Stefánsson, þróunarstjóri SÍF, Krist- ján Hjaltason, framkvæmdastjóri SH þjónustu hf., Snorri Rúnar Pálmason, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, Úlfar Steindórsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs. Starfsmaður stýrihópsins var Páll Gunnar Pálsson, matvælafræðingur hjá Rf. Hægt að auka verðmæti sjávar- fangs um 110 milljarða á 10 árum                                   ! " #   $! % & MIÐSTJÓRN Sjálfstæðis- flokksins ákvað á fundi sínum í gær að 35. landsfundur flokks- ins yrði haldinn dagana 27.–30. mars á næsta ári. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins er að jafnaði haldinn annað hvert ár en síðast var landsfundur haldinn 11.–14. október 2001. Á landsfundi fer fram kjör formanns, varaformanns og miðstjórnar og þar er mörkuð stjórnmálastefna flokksins til næstu ára. Félög flokksins um allt land kjósa fulltrúa til setu á landsfundinum en seturétt á landsfundum Sjálfstæðis- flokksins eiga um 1.200 manns. Í aðdraganda landsfundar munu málefnanefndir flokks- ins, 25 talsins, starfa að stefnu- mótun og undirbúningi fyrir þau drög að ályktunum sem lögð verða fram á fundinum. Miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins Lands- fundur haldinn í lok mars Í SKJÓLI í garði í Grundarfirði er sandkassi þar sem þau Ísak og Salka una sér vel. Meðan frostlaust er má enn leika sér í kassanum með góðum vini. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Ísak og Salka TEKJUTENGING er afnumin og eignir umsækjenda hafa ekki áhrif á styrki til hreyfihamlaðra til bifreiða- kaupa samkvæmt nýrri reglugerð frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Þá verður styrkjum út- hlutað fjórum sinnum á ári í stað ár- lega áður. Í frétt frá ráðuneytinu segir að með þessu sé komið til móts við óskir samtaka öryrkja og aldr- aðra. Nýja reglugerðin á að auðvelda umsóknir um lögbundna styrki og uppbætur frá Tryggingastofnun rík- isins. Útbúið verður eitt umsókn- areyðublað sem tekur til allra styrkja og uppbóta vegna bifreiða, fjöldi styrkja er ekki tiltekinn eins og er í núgildandi reglum sem þýðir að uppfylli umsækjandi skilyrði á hann rétt á uppbótum eða styrkjum. Aldurshámark er fært úr 70 árum í 75 ár og umsækjendur þurfa að leggja fram mat á hæfni til að stjórna bifreið. Þá verður heimilt að greiða bensínstyrki og styrki til öku- þjálfunar til mikið hreyfihamlaðra einstaklinga. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2003. Bifreiðastyrkir til hreyfihamlaðra Tekjuteng- ing afnum- in og eignir hafa ekki áhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.