Morgunblaðið - 25.10.2002, Page 2

Morgunblaðið - 25.10.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sviss og Austurríki standa vel að vígi varðandi EM 2008 /C4 Grindvíkingar áfram á sigurbraut í körfunni /C2 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Fötin og maðurinn /B1 Pakkhús og postulín /B2 Hrekkjavakan/ B2 Dottið inn í dularheima /B4 Sólin tákn Guðs/ B7 Sérblöð í dag HJALTI Pálsson, fv. framkvæmdastjóri hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, SÍS, andaðist á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut aðfaranótt fimmtudagsins 24. októ- ber. Hjalti fæddist að Hól- um í Hjaltadal 1. nóvem- ber árið 1922 og ólst þar upp og í Reykjavík, son- ur Páls Zóphaníassonar, skólastjóra á Hólum og síðar alþingismanns og búnaðarmálastjóra, og Guðrúnar Hannesdótt- ur húsmóður. Hjalti lauk búfræði- prófi frá Hólum 1941, stundaði nám í landbúnaðarverkfræði við háskóla í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum ár- in 1943–1945 og eftir það við háskóla í Iowa til 1947. Hjalti hóf störf í véladeild SÍS árið 1948 og var framkvæmdastjóri Drátt- arvéla hf. frá 1949 til 1960. Frá 1952 til 1967 var hann framkvæmdastjóri véladeildar SÍS og veitti innflutnings- deildinni forstöðu frá 1967 þar til hann lét af störfum árið 1987 fyrir aldurs sakir. Hjalti sat í fram- kvæmdastjórn SÍS í nærri fjóra ára- tugi, var varaformaður stjórnar frá 1977 og um nokkurt skeið stjórnar- formaður Dráttarvéla. Hann sat einn- ig í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og var þar endurskoðandi. Árið 1956 stofnaði Hjalti, fyrir hönd SÍS, sameignarfélagið Desa ásamt öðrum innflytjendum vegna innflutnings á skipum frá A-Þýskalandi. Var hann í stjórn þess fé- lags þar til því var slitið árið 1975. Hjalti vann að stofnun Kornhlöð- unnar árið 1970, var fyrsti stjórnarformað- ur hennar og sat í stjórn um árabil. Þá var hann um langt skeið í stjórn Jötuns, var for- maður byggingar- nefndar Holtagarða, í samninganefnd um við- skipti milli Þýskalands og Íslands árið 1954, í samninganefnd milli Íslands og A-Þýskalands 1958–1960 og var skipaður í fleiri nefndir á veg- um hins opinbera, m.a. Hólanefnd sem gerði tillögur um uppbyggingu Hólastaðar. Hjalti var mikill hestamaður. Eftir að hann hætti hjá SÍS vann hann ýmis verkefni fyrir Landssamband hesta- manna og var þar gerður að heiðurs- félaga. Sat um árabil í stjórn lands- sambandsins og var ævifélagi í Hestamannafélaginu Fáki. Hann var einnig heiðursfélagi Samtaka sykur- sjúkra sem hann tók þátt í að stofna árið 1971. Eftirlifandi eiginkona Hjalta er Ingigerður Karlsdóttir, húsmóðir og fv. flugfreyja. Þau eignuðust þrjú börn; Karl Óskar, Guðrúnu Þóru og Pál Hjalta. Útför Hjalta hefur verið ákveðin frá Hallgrímskirkju 1. nóv- ember nk., daginn sem hann hefði orðið áttræður. Andlát HJALTI PÁLSSON Hjalti Pálsson STOFNUN sérstaks rannsóknar- sjóðs til að auka verðmæti sjávarfangs er ein þeirra leiða sem talin er geta stuðlað að því að verðmætið fari úr 130 milljörðum króna í 240 á næstu 10 ár- um. Árleg fjárveiting til sjóðsins yrði 300 milljónir króna. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra er því fylgjandi að sjóðurinn verði stofnaður um næstu áramót. Hvernig fé verður fengið í sjóðinn er ekki ákveðið en það mun ekki verða sérstaklega innheimt af sjávarútveginum sjálfum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sjávarútvegsráðherra í gær, en þar voru kynntar tillögur sérstaks stýri- hóps sem sjávarútvegsráðherra skip- aði snemma á þessu ári til að vinna greinargerð um það með hvaða hætti mætti á skipulegan hátt hafa áhrif á verðmætaaukningu sjávarfangs sam- hliða nýsköpun í greininni á næstu ár- um. Niðurstaða hópsins er að með því að auka verðmæti sjávarfangs um 5–6% á ári næstu 5 til 10 árin megi auka verðmætin úr 130 milljörðum í 240 milljarða árið 2012. Síðustu 10 ár hef- ur verðmæti sjávarfangs nánast staðið í stað reiknað í SDR. Þessi spá byggist á ígrundaðri ágiskun þeirra sem stýri- hópur um aukið verðmæti sjávarfangs hefur leitað til í sinni vinnu á árinu. Í framtíðarsýn um 240 milljarða árið 2012 er ekki gert ráð fyrir meiri veið- um heldur frekar meiri verðmætum úr svipuðu magni og nýjum þáttum enda forsendan sú að nýta eigi auð- lindir hafsins með sjálfbærum hætti. Mótaðar tillögur Hópurinn hefur skilað mótuðum til- lögum til sjávarútvegsráðherra um það hvernig stuðlað skuli að því að ná umræddu marki. Lagt er til að sjávarútvegsráðherra setji á fót verkefnastjórn sem heldur utan um 5 ára átak til að auka verð- mæti sjávarfangs. Lagt er til að hann setji á stofn nýjan AVS rannsókna- sjóð, að kannaður verði grundvöllur að stofnun nýs sölufyrirtækis með nýjar afurðir, að meðferð afla verði bætt, að átak verði gert í fræðslu og menntun, að ýtt verði úr vör átaki í fiskeldi og líf- tækni og að nýting vannýttra tegunda verði aukin. Sjávarútvegsráðherra sagði á fund- inum að þessar niðurstöður og tillögur fælu í sér ákveðin tímamót en hvorki upphaf né endi. Í AVS stýrihópnum voru: Friðrik Friðriksson, hagfræðingur, stjórnar- formaður Rf, sem jafnframt var for- maður, dr. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor í matvælaefnafræði við HÍ, Elínbjörg Magnúsdóttir, sérhæfður fiskvinnslumaður, Guðbrandur Sig- urðsson, forstjóri ÚA, dr. Guðmundur Stefánsson, þróunarstjóri SÍF, Krist- ján Hjaltason, framkvæmdastjóri SH þjónustu hf., Snorri Rúnar Pálmason, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, Úlfar Steindórsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs. Starfsmaður stýrihópsins var Páll Gunnar Pálsson, matvælafræðingur hjá Rf. Hægt að auka verðmæti sjávar- fangs um 110 milljarða á 10 árum                                   ! " #   $! % & MIÐSTJÓRN Sjálfstæðis- flokksins ákvað á fundi sínum í gær að 35. landsfundur flokks- ins yrði haldinn dagana 27.–30. mars á næsta ári. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins er að jafnaði haldinn annað hvert ár en síðast var landsfundur haldinn 11.–14. október 2001. Á landsfundi fer fram kjör formanns, varaformanns og miðstjórnar og þar er mörkuð stjórnmálastefna flokksins til næstu ára. Félög flokksins um allt land kjósa fulltrúa til setu á landsfundinum en seturétt á landsfundum Sjálfstæðis- flokksins eiga um 1.200 manns. Í aðdraganda landsfundar munu málefnanefndir flokks- ins, 25 talsins, starfa að stefnu- mótun og undirbúningi fyrir þau drög að ályktunum sem lögð verða fram á fundinum. Miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins Lands- fundur haldinn í lok mars Í SKJÓLI í garði í Grundarfirði er sandkassi þar sem þau Ísak og Salka una sér vel. Meðan frostlaust er má enn leika sér í kassanum með góðum vini. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Ísak og Salka TEKJUTENGING er afnumin og eignir umsækjenda hafa ekki áhrif á styrki til hreyfihamlaðra til bifreiða- kaupa samkvæmt nýrri reglugerð frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Þá verður styrkjum út- hlutað fjórum sinnum á ári í stað ár- lega áður. Í frétt frá ráðuneytinu segir að með þessu sé komið til móts við óskir samtaka öryrkja og aldr- aðra. Nýja reglugerðin á að auðvelda umsóknir um lögbundna styrki og uppbætur frá Tryggingastofnun rík- isins. Útbúið verður eitt umsókn- areyðublað sem tekur til allra styrkja og uppbóta vegna bifreiða, fjöldi styrkja er ekki tiltekinn eins og er í núgildandi reglum sem þýðir að uppfylli umsækjandi skilyrði á hann rétt á uppbótum eða styrkjum. Aldurshámark er fært úr 70 árum í 75 ár og umsækjendur þurfa að leggja fram mat á hæfni til að stjórna bifreið. Þá verður heimilt að greiða bensínstyrki og styrki til öku- þjálfunar til mikið hreyfihamlaðra einstaklinga. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2003. Bifreiðastyrkir til hreyfihamlaðra Tekjuteng- ing afnum- in og eignir hafa ekki áhrif

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.