Morgunblaðið - 25.10.2002, Page 4

Morgunblaðið - 25.10.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAU HAFA ekki setið saman frameftir og teflt við hvort annað til að undirbúa sig fyr- ir ólympíuskákmótið eins og sumir hafa kannski haldið. Þau hafa reyndar ekki undirbúið sig saman, þó að öll sæki þau sama mótið og búi undir sama þaki. En þau hafa verið hvort öðru til halds og trausts og stappað stálinu í hvert annað, enda samherjar í anda, en ekki keppi- nautar. Þau eru hjónin Lenka Ptácníková og Helgi Áss Grétarsson og systir Helga, Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir. „Það er enginn rígur á milli okkar þó að við séum öll að fara að keppa á sama mótinu,“ sagði Helgi Áss stór- meistari er blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við hann. Mótið sem Helgi talar um er ólympíu- skákmótið sem hefst í borginni Bled í Slóveníu næstkomandi laugardag. Helgi Áss keppir fyrir karlalið Ís- lands, Guðfríður Lilja fyrir kvenna- liðið og Lenka fyrir kvennalið Tékk- lands. Karlalandsliðið hefur stundað Qi- Gong leikfimisæfingar hjá Gunnari Eyjólfssyni leikara og er það liður í undirbúningnum. Gunnar mun fara með liðinu til Slóveníu og gera með því æfingar er stund gefst á milli stríða. Skáklistin hefur líka verið iðkuð á undirbún- ingstímanum eins og gefur að skilja. Lettn- eskur skákþjálfari, Lanka að nafni, var hér á landi í tvær vikur og hélt daglega fyrirlestra fyrir landsliðið. „Það var í raun meginund- irbúningur minn fyrir mótið,“ segir Helgi. „Ég er núna á þriðja ári í lögfræði og hef ekki getað gefið mér meiri tíma til undirbún- ings út af náminu.“ Lenka, Guðfríður Lilja og Helgi hafa öll keppt áður á ólympíuskákmóti. Helgi og Lenka kepptu reyndar saman á móti í Rússlandi árið 1994, en þá þekktust þau ekki. Það var ekki fyrr en 1997 að vinskapur tókst með þeim og í sumar giftu þau sig. Þegar Guðfríður Lilja fór á ól- ympíumót á síðasta ári hafði ekki verið sent kvennalandslið fyrir Ís- lands hönd á mótið frá því 1984. „Það má segja það að við höfum verið alin upp við skákborðið,“ segir Helgi Áss um skákáhuga sinn og systur sinnar. „Amma kenndi okkur að tefla, en svo studdi t.d. bróðir minn, Andri Áss, vel við bakið á mér og var eins konar þjálfari minn þeg- ar ég var yngri.“ Helgi og Lenka eiga tæplega þriggja ára dóttur sem sýnir skák- inni vissan áhuga nú þegar. Hann er þó ekki sama eðlis og foreldranna. „Hún er farin að segja oft „mamma er að tefla“ og svo tekur hún líka taflmennina af taflborðinu og setur þá í kassann, er mjög dugleg við það.“ Helgi segir samkeppni ekki ríkja milli sín, Lenku og Guðfríðar Lilju. „Það er í fyrsta lagi vegna þess að ég er auðvitað ekki að keppa við þær, það er engin hætta á því! Í ann- an stað er ólíklegt að það verði mikil keppni milli tékkneska og íslenska liðsins, en það getur auðvitað allt gerst. Við erum miklu frekar að stappa stálinu í hvert annað. Það er enginn rígur enda höfum við enga ástæðu til annars en að hvetja hvert annað.“ Helgi segist eiga von á skemmti- legu skákmóti enda sé Bled áhuga- verður staður. „Í hin þrjú skiptin sem ég hef keppt á ólympíumóti hafa þau verið haldin í fyrrverandi Sovétríkjunum og allar aðstæður frekar erfiðar. En ég vonast til að í Bled verði aðstæðurnar betri. Að- stæðurnar hafa auðvitað einhver áhrif á frammistöðuna, en það kem- ur jafnt niður á öllum keppendum. En staðsetningin var m.a. ein af ástæðunum fyrir að ég ákvað að gefa kost á mér í þetta skiptið.“ Helgi segist ætla að taka hvíld frá skákinni þegar hann kemur heim vegna námsins. „Ég hef mikinn áhuga á náminu mínu líka. Það er vissulega algengt að Íslendingar séu þúsundþjalasmiðir en það er stress- andi og ég hef ekki áhuga á að lifa stressuðu lífi.“ Hjónin Lenka Ptácníková og Helgi Áss keppa á ólympíuskákmóti ásamt Guðfríði Lilju Grétarsdóttur „Stöppum stálinu í hvert annað“ Morgunblaðið/Jim Smart Hjónin og stórmeistararnir Lenka Ptácníková og Helgi Áss Grétarsson ásamt dótturinni Lilju sem finnst gaman að raða taflmönnum ofan í kassa. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á sjókvíaeldi Samherja í Reyðar- firði, sem hefur haft vinnuheitið Reyðarlax, en fyrirtækið áformar að ala þar upp lax af norskum uppruna í allt að 6 þúsund tonna eldisstöð á þremur stöðum í firðinum. Áður hafa verið veitt leyfi á Austfjörðum fyrir sjókvíaeldi í Berufirði og Mjóafirði með allt að 4 þúsund tonna fram- leiðslu á hvorum stað. Kæra má úr- skurð Skipulagsstofnunar til um- hverfisráðherra og frestur til þess rennur út 29. nóvember nk. Samherji hefur uppi áform um að hefja fram- kvæmdir í Reyðarfirði næsta vor. Úr- skurðinum er fagnað af stjórnarfor- manni Samherja og bæjaryfirvöldum í Fjarðabyggð. Skipulagsstofnun telur stöð Sam- herja ekki líklega til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Telur stofnunin að draga megi úr áhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar með framfylgd þeirra starfshátta sem Samherji stefnir að, rannsóknum og markvissri vöktun, eftirliti opinberra aðila og tafarlausum mótvægisað- gerðum, gerist þess þörf. Stofnuninni bárust umsagnir frá sjö opinberum aðilum og á kynning- artíma bárust fjórar athugasemdir, m.a. frá Landssambandi veiðifélaga- og Verndarsjóði villtra laxa, NASF. Skipulagsstofnun telur óvissu ríkja um þá hættu sem íslenskum laxa- stofnum kunni að stafa af norskætt- uðum laxi sem geti sloppið úr fyrir- huguðu eldi í Reyðarfirði. Blöndun norskættaðs eldislax við íslenska laxastofna sé talin óæskileg. „Þessi óvissa um áhrif og þeir hagsmunir sem kunna að vera í húfi kalla á að aflað verði upplýsinga um hugsanleg erfðaáhrif eldislax á villta stofna. Það verði gert með langtíma- rannsóknum og vöktun er beinist að eldislaxi er sleppur úr eldi, könnun á farleiðum laxins og hvort hann kunni að ganga upp í veiðiár. Skipulags- stofnun tekur undir það sem fram kemur í umsögn veiðimálastjóra um að gæta þurfi fyllstu varúðar meðal annars hvað varðar þann fjölda laxa sem verði í eldi á hverjum tíma með- an aflað verði reynslu af öllum eld- isbúnaði í Reyðarfirði,“ segir m.a. í úrskurðinum. Skipulagsstofnun telur verulegar líkur á að lífræn efni safnist fyrir á botni undir kvíunum og leggur áherslu á að fylgst verði með ferli uppsöfnunar og sundrunar þeirra. Stofnunin telur ennfremur að sýnt hafi verið fram á að fyrirhuguð eld- issvæði séu utan áhrifasvæða líf- rænnar mengunar frá byggð í Reyð- arfirði og Eskifirði og að ekki muni gæta sammögnunaráhrifa vegna annarrar aukningar lífrænna efna í firðinum. Styrkir stoðirnar Finnbogi Jónsson, stjórnarformað- ur Samherja, sagði niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar vera ánægjulega. Mikil vinna hefði legið að baki matsskýrslu vegna umhverfisáhrifanna og margir sérfræðingar komið að verki. Vinnan væri meiri en þekktist nokkurs stað- ar í fiskeldi í heiminum. „Skipulagsstofnun leggur áherslu á ákveðin atriði varðandi fyrirkomu- lag og rekstur kvíaeldisins sem við erum algjörlega sammála. Þarna verður aðeins notaður búnaðar af fullkomnustu gerð. Samherji er hlut- hafi í Sæsilfri hf. í Mjóafirði og með því eldi sem þar er og fyrirhugað er í Reyðarfirði, allt að tíu þúsund tonn á ári, er komin stærð á fiskeldi á Aust- urlandi sem á að geta borið nauðsyn- lega innviði eins og til dæmis slát- urhús, verksmiðjueiningu til fram- leiðslu á umbúðum og rekstur á skipi til flutnings á lifandi fiski,“ sagði Finnbogi. Hann sagði úrskurðinn einnig gríð- arlega mikilvægan fyrir Fjarðabyggð og myndi styrkja atvinnulífið á svæð- inu með tilheyrandi margfeldisáhrif- um. Næstu skref hjá Samherja eru að verða sér úti um starfsleyfi hjá Holl- ustuvernd ríkisins og rekstrarleyfi hjá Veiðimálastjóra áður en hefjast ætti handa í vor eða næsta sumar. Ef það gengur eftir á slátrun á eldislaxi að geta hafist upp úr miðju ári 2004, að sögn Finnboga. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri í Fjarðabyggð, sagðist fagna úrskurðinum. Starfsemi Samherja kæmi til með að styrkja stoðir at- vinnulífsins á svæðinu þar sem fyr- irhuguð væru 35–50 störf við eldis- stöðvarnar. Guðmundur fagnaði því einnig sér- staklega, sem fram kæmi í úrskurð- inum, að eldisáform Samherja annars vegar og Hraðfrystihúss Eskifjarðar um þorskeldi í Eskifirði hins vegar, gætu farið saman. Skipulagsstofnun fellst á sjó- kvíaeldi Samherja í Reyðarfirði Upplýsinga verði aflað um tekjur banka af þjón- ustugjöldum NÍU þingmenn Samfylkingarinnar vilja að ríkisstjórninni verði falið að afla upplýsinga um tekjur banka af vaxtamun og þjónustugjöldum hér á landi sem hlutfall af meðalstöðu efnahagsreiknings síðastliðin tíu ár. Ennfremur að þær tekjur verði bornar saman við sams konar tekjur banka annars staðar á Norðurlönd- um og í Evrópusambandslöndunum. Hafa þeir lagt fram þingsályktunar- tillögu þess efnis á Alþingi. Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar. Þingmennirnir vilja ennfremur að ríkisstjórnin láti rannsaka sérstak- lega hvaða áhrif upptaka evrunnar hefði á vaxtamun stýrivaxta hér á landi. „Þá verði rannsakað það álita- mál hvort og að hvaða marki rekja megi vaxtamun hér á landi til lítillar samkeppni milli bankastofnana,“ segir m.a. í tillögugreininni. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að tilgangur hennar sé að stuðla að því að brotið verði til mergjar hvers vegna íslenska bankakerfið er eins dýrt og raun ber vitni. „Hvað veldur því að hér er miklu meiri munur á inn- og útlánsvöxtum en í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Hvað veldur því að þjón- ustugjöld banka hér á landi eru mun hærri en í nágrannalöndum okkar?“ er m.a. spurt í tillögunni. Illa viðrar til rjúpnaveiða eftir sæmi- lega byrjun RJÚPNAVEIÐIN hefur gengið sæmilega það sem af er, að sögn Sig- mars B. Haukssonar, formanns Skot- veiðifélags Íslands, SKOTVÍS, en veiðitíminn hófst 13. október sl. Illa hefur viðrað til veiða síðustu daga sökum norðangarra og bíða skyttur nú betra færis. Veiðitímabilinu lýkur ekki fyrr en 22. desember næstkom- andi. Sigmar segir rjúpuna hafa verið mjög dreifða fyrstu veiðidagana og sums staðar hafi veiðin verið mjög slæm. Skást hafi hún verið á Norður- landi. „Mér sýnist að fyrstu dagana hafi veiðin verið betri en í fyrra, þegar á heildina er litið. Rjúpan var hátt uppi en einnig dæmi um að hún var enn í varpstöðum í láglendi. Menn voru því að veiða sæmilega á óvæntum stöð- um. Síðustu vikuna hefur verið stíf norðanátt þannig að illa hefur viðrað til veiða á landinu. Veðráttan hefur verndað rjúpuna. Einnig finnst mér athyglisvert að færri veiðimenn hafa verið á ferðinni en undanfarin ár. Greinilegt er að umræðan um lélegt ástand rjúpn- astofnsins gerði það að verkum að margir héldu sig heima fyrstu dag- ana. Á samtölum við menn sýnist mér að þeir ætli að gæta hófs í veiðunum,“ sagði Sigmar, og benti sömuleiðis á að til þessa hefðu engin óhöpp átt sér stað við rjúpnaveiðar. Fálki reyndi að ná til hunda Morgunblaðinu hefur borist fregn frá einni rjúpnaskyttu sem varð vitni að því þegar fálki reyndi ítrekað að ná til hvolps sem var í fylgd móður sinn- ar. Í hvert sinn sem fálkinn steypti sér niður að hvolpinum hoppaði tíkin upp og gelti til að verja afkvæmi sitt. Aðspurður hvort þessi saga væri dæmi um að hart væri í ári hjá fugl- unum taldi Sigmar svo ekki vera. Frekar væri að fálkinn hefði verið forvitinn eins og dæmi væru oft um með unga fálka. Fálkinn hefði nægt æti með því að narta í æðarkollur og jafnvel endur. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.