Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Gríðarlega vel skrifuð“ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - ED D 1 91 47 10 /2 00 2 Frá höfundi Hótel Kalifornía kemur nú ný skáldsaga. Saga af síðustu hetjunni - Ísrael. Stefán Máni „Gríðarlega vel skrifuð bók.“ Súsanna Svavarsdóttir „Afar góð skáldsaga.“ Kolbrún Bergþórsdóttir „Persóna Ísraels er flókin og áhugaverð.“ Jón Yngvi Jóhannsson „... áhrifamikil og grípandi skáld- saga sem á ekki eftir að gleymast auðveldlega.“ Úlfhildur Dagsdóttir, Kastljós ÍSLENSKUR sjómaður, Eiríkur Óð- inn Hauksson, hélt til í björg- unarbát í þrjár klukkustundir áður en honum var bjargað um borð í rússneskt flutningaskip eftir að bátur hans fórst vestur af Eger- sundi við vesturströnd Noregs, að- faranótt sunnudags. „Ég geri mér í raun enga grein fyrir því hvað gerðist. Það komst sjór inn í vélarúmið, en ég áttaði mig á því þegar tækin duttu út. Þá fór ég aftur í bátinn og sá að vél- arrúmið var orðið hálffullt af sjó,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttavef Morgunblaðsins. Hann telur að um 20 mínútur hafi liðið frá því að hann varð var við lekann þar til að hann var búinn að klæðast björg- unargalla og kominn um borð í björgunarbátinn. Hann hafði ekki ráð- rúm til að kalla eftir aðstoð áður en hann yfirgaf bátinn. Voru að flytja eldsneyti Eiríkur sagði að vanalega væri mikil umferð skipa á því svæði sem báturinn fórst á, allt að því 10 bátar á klukkutíma, en hann varð ekki var við neinar skipaferðir í hátt á þriðju klukku- stund. Um fimmleytið um morguninn sá hann loks til flutningaskipsins. „Ég skaut upp tveimur neyðarblysum til þess að vekja at- hygli á mér en var ef- ins um að þeir hefðu séð þau þar sem þeir voru langt frá mér. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að nota þriðja blysið þar sem ég vissi að mér yrði bjargað að lokum. Ég taldi blysin og sá að ég ætti nægilega mörg blys eftir og ákvað því að skjóta upp þriðja neyðarblysinu. Þá sneri skipið og stefndi í áttina að mér. Svo kom í ljós að þeir höfðu séð fyrsta blysið. Þeir voru hins vegar ekki vissir um hvort þeir ættu að ná í mig þar sem þeir fluttu bensín og voru hræddir vegna eldhættu af völdum blys- anna. Þeir könnuðu hvort einhver annar gæti náð í mig, en þar sem alltof löng bið var í næsta bát var ákveðið að sækja mig,“ sagði Eirík- ur, sem fór með flutningaskipinu til Fredericia á austurströnd Jótlands. „Ég var í áfalli næstu tvo daga á eftir, en er búinn að ná mér að mestu leyti,“ sagði Eiríkur, sem hefur búið tæplega átta ár í Dan- mörku. Eiríkur er ættaður frá Grindavík en hefur gert Isbjørn HM-222, sem er 13,5 tonn að stærð, út frá Hanstholm á Jótlandi. Hann kveðst ætla að hefja störf í landi á næstunni. Rússneskt flutningaskip bjargaði íslenskum sjómanni við Noregsströnd Hræddir við eldhættu frá neyðarblysunum Eiríkur Óðinn Hauksson FIMM bandarískir hnefaleikamenn munu mæta jafnmörgum Íslending- um í hnefaleikakeppni í Laugardals- höllinni 16. nóvember en að keppninni standa Sextándinn og BAG, box- klúbbur Hnefaleikafélags Suður- nesja. Verður þetta fyrsta stóra keppnin í ólympískum hnefaleikum sem fram fer hér á landi. Íslensku keppendurnir eru þeir Þórður Svavarsson og Skúli Vilbergs- son, sem unnu til gullverðlauna á meistaramótinu HSK Box Cup í Hill- erød í Danmörku, Árni Ísaksson, Æv- ar Ómarsson og Axel Borgarsson. Andstæðingar þeirra eru sterkir og í hópi Bandaríkjamannanna eru m.a. tveir kappar sem hafa gert atvinnu- mannasamning og berjast því í síð- asta sinn sem áhugamenn. Hnefaleikar í Laugar- dalshöll FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ fellst ekki á að Starfsmannasjóður SPRON ehf. kaupi meirihluta stofn- fjár í SPRON, þar sem það telur kaupin ekki tryggja hagsmuni Spari- sjóðsins með fullnægjandi hætti og að í áformunum felist hætta á hags- munaárekstrum á fjármálamarkaði. Starfsmannasjóðurinn hefur ákveðið að kæra úrskurðinn þar sem hann telur forsendur FME fyrir synjun- inni ekki standast. Segir stjórnarfor- maður sjóðsins vinnubrögð FME vera mótsagnakennd og leikreglur óskýrar. Jón G. Tómasson, stjórnarformað- ur SPRON, sagði á blaðamannafundi í gær að SPRON og Starfsmanna- sjóðurinn teldu synjun Fjármálaeft- irlitsins gerða á hæpnum forsendum og því hefði verið ákveðið að kæra úrskurðinn til stjórnsýslunefndar sem tæki slík kærumál fyrir. Sagðist Jón ekki sjá annað í stöðunni nú en að bíða niðurstöðu þeirrar nefndar, en kæruferlið tekur 8 vikur. Ólíklegt að komist verði lengra með FME Ari Bergmann Einarsson, formað- ur Starfsmannasjóðs SPRON ehf., segir þessa ákvörðun Fjármálaeftir- litsins vera ákaflega mikil vonbrigði. FME segist í áliti sínu vera tilbúið að taka til athugunar mögulega út- færslu á áformum sjóðsins og nýja umsókn. „Ég má ekkert útiloka í þessu efni en eftir allar bréfaskriftirnar, fundi með forsvarsmönnum Fjármálaeft- irlitsins, samtal við þá í gær og álitið tel ég einfaldlega að við komumst ekki lengra með Fjármálaeftlirlitið,“ segir Ari. Svo virðist sem FME ætli ekki að samþykkja að stofnfjáreig- endur geti selt bréf sín á genginu 5,5 en það sé þó það verð sem hafi komið til vegna ákvörðunar FME um að stofnfjáreigendur mættu selja hlut sinn á yfirverði. Starfsmannasjóður SPRON var stofnaður í sumar í kjölfar þess að tilboð barst í stofnfjárskírteini í SPRON frá fimm stofnfjáreigendum í umboði Búnaðarbanka Íslands. Í fréttatilkynningu frá Starfs- mannasjóðnum kemur fram að áform sjóðsins byggðust á samning- um við stofnfjáreigendur um kaup á 54,2% stofnfjárhluta í SPRON á genginu 5,5 og endursölu á 42,4% eignarhlutarins, þannig að sjóðurinn héldi eftir 11,8%. Niðurstaðan kemur á óvart „Það liggur ljóst fyrir og við erum búin að sanna að við getum þetta. Við erum með kaupendahópinn, það eru fjárfestar tilbúnir að greiða þetta verð,“ segir Ari. Hann segir að FME hafi litið svo á að Starfsmannasjóð- urinn yrði fullvirkur eigandi um tíma, með 54% eignaraðild. Það hafi þó legið ljóst fyrir að 42,2% yrðu seld aftur. „Þetta liggur allt ljóst fyrir og við höfum skýrt fyrir FME hvernig við ætlum að gera þetta. Þeir eru eigi að síður að rengja okkur og gefa sér ákveðnar forsendur.“ Starfsmanna- sjóðurinn hafi alltaf haft það mark- mið að bjóðast til að kaupa stofnfjár- hlut þeirra 46% sem ekki höfðu verið gerðir samningar við. Í umsókninni til FME hafi ekki verið búið að tryggja kaup á þessum hluta en nú sé það þó í höfn. Óskýrar leikreglur FME Ari segist telja Fjármálaeftirlitið fara frjálslega með vald sitt og vinnubrögð þess séu mótsagnar- kennd. „Leikreglurnar í þessu máli hafa ekki verið skýrar, við erum að reyna að vinna þetta eftir bestu vit- und og samvisku. Okkur finnst að leikaðferðirnar séu samdar jafnóð- um. Um leið og við komum fram með eitthvað kemur eitthvað nýtt upp. Við erum t.d. búin að skrifast á við þá sjö sinnum, sjö sinnum höfum við sent þeim bréf og stórar greinar- gerðir. Það hefur ekki staðið á upp- lýsingum hjá okkur,“ segir Ari. Hann nefnir að Fjármálaeftirlitið hafi í greinargerð, sem birt var 19. júlí í sumar, úrskurðað að það væri stjórnarskrárvarinn réttur stofn- fjáreigenda að selja á yfirverði. „Þá fyrst förum við af stað til að verja Sparisjóðinn. Þegar við leggjum fram okkar umsókn og erum búin að vinna þetta faglega gera þeir at- hugasemd við að gengið sé of hátt! Mér finnst þetta vera þversögn.“ Ari segist líta svo á að stjórnvöld hafi talið að markaðurinn ætti að sjá um þetta þar sem ekkert hafi verið aðhafst þegar tilboð frá Búnaðar- bankanum barst, með aðkomu fimm stofnfjáreigenda í bankanum. „Nú er markaðurinn að sjá um þetta og hvað er gert? Þá er allt í einu gripið inn í og ég vona svo sannarlega að það sé ekki út af því að það sé vitlaus aðili sem er að kaupa.“ Starfsmannasjóður SPRON ehf. kærir synjun Fjármálaeftirlits Óskýrar leikreglur og mót- sagnakennd vinnubrögð Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri og Jón G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, stinga saman nefjum við upphaf blaðamannafundar síðdegis í gær þar sem ákvörðun Fjármálaeftirlitsins var kynnt. Á milli þeirra má sjá Ara Bergmann Einarsson, formann stjórnar Starfsmannasjóðs SPRON ehf. SAMKVÆMT áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins mun utan- ríkisráðherra hafa lagt til við utan- ríkisráðherra hinna EES-ríkjanna, Noregs og Liechtensteins, að Þorgeir Ör- lygsson, núver- andi ráðuneytis- stjóri iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins, taki sæti sem dómari við EFTA-dómstól- inn í Lúxemborg til næstu sex ára frá ársbyrjun 2003. Þá lætur Þór Vilhjálmsson, sem hefur verið dómari við EFTA-dómstól- inn frá upphafi, af störfum fyrir aldurs sakir. Mun staðfestingar á þessari tillögu utanríkisráðherra að vænta innan skamms. Að því er Morgunblaðið kemst næst réð það miklu um ráðninguna að EES-samningurinn hefur haft mikil áhrif á málefnasvið iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Þorgeir Örlygsson hafi af þeim sökum mjög góða innsýn í framkvæmd samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið. Þorgeir var um árabil prófessor við lagadeild Háskóla Ís- lands og borgardómari í Reykja- vík. Þorgeir Örlygsson verður dómari við EFTA- dómstólinn Þorgeir Örlygsson Þór Vilhjálmsson HERÐUBREIÐ er þjóðarfjallið í huga flestra Íslendinga ef marka má niðurstöður könnunar sem kynntar voru á degi Sameinuðu þjóðanna í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi. Að sögn Tryggva Felixsonar, formanns Landverndar, tók vel á þriðja þúsund manns þátt í könnuninni sem fór fram á Netinu. Flestir eða 48% töldu Herðubreið vera þjóðarfjallið, 16% nefndu Heklu og 13% Snæfellsjökul en alls voru nefnd 75 fjöll. „Hekla er auð- vitað frægust í útlöndum en hún hefur valdið þvílíkum usla hér á landi að menn velja kannski frekar Herðubreið sem hefur ekki haft sömu afleiðingar fyrir þjóðina,“ segir Tryggvi. Þótt könnunin sé meira til gamans gerð telur Tryggvi að hún gefi ágæta mynd af því hvaða hug þjóðin ber til fjallanna. Það héraðsfjall sem oftast var nefnt var Esjan, Kirkjufell við Grundarfjörð hafnaði í öðru sæti en það reisu- lega fjall hlaut einnig fjölmörg atkvæði sem þjóðarfjall. Í næstu sætum voru Keilir og Snæfells- jökull og Eyfirðingar gátu varla gert upp á milli Súlna og Kald- baks. Landvernd og Náttúru- fræðistofnun Íslands stóðu fyrir könnuninni í samstarfi við DV. Ekki aðeins drottning íslenskra fjalla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.