Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stóráfangi Gídeonfélagsins Framleng- ingararmur kirkjunnar GÍDEONFÉLAGIÐá Íslandi náðimerkum áfanga fyrir skemmstu, er félagið afhenti 300.000. eintak Nýja testamentisins, en félagið hefur um árabil gefið þá bók og hefur það verið sú þungamiðja í starfsemi félagsins sem verið hefur hvað sýnileg- ust þeim sem ekki þekkja félagið. Gídeonfélagið er þó annað og meira en félag sem gefur bækur, það á sér langa og merka sögu, bæði ytra þar sem það var fyrst stofnað, svo og á Ís- landi. Sigurbjörn Þorkels- son er forseti félagsins og hann svaraði nokkrum spurningum. Segðu okkur fyrst – …hvað er Gídeonfélagið? „Gídeonfélagið er alþjóðasam- tök leikmanna, áhugamanna um útbreiðslu hins lifandi, kærleiks- ríka og kröftuga orðs Guðs, Bibl- íunnar og Nýja testamentisins. Félagið var fyrst stofnað í Bandaríkjunum árið 1899, af þremur sölumönnum. Nú starfar félagið í 175 löndum og hefur gefið yfir þúsund milljón eintök af Biblíunni og Nýja testament- um, yfir einn milljarð eintaka. Ís- land er þriðja landið þar sem Gídeonfélagið hóf starfsemi sína. Það var 30. ágúst 1945. Stofnandi Gídeonfélagsins á Íslandi var Vestur-Íslendingur- inn Kristinn Guðnason. Naut hann aðstoðar Ólafs Ólafssonar kristniboða við að koma félaginu á fót. Fyrsti formaður félagsins og sá sem lengst hefur verið í forystusveit þess ásamt mörgu góðu fólki er Þorkell G. Sigur- björnsson. Formlegir stofnfélag- ar voru 17. Gídeonfélagið byggist upp á þátttöku innfæddra liðs- manna í hverju landi fyrir sig. Í félaginu eru ekki prestar eða safnaðarleiðtogar, aðeins leik- menn.“ Hvert er markmið félagsins? „Markmiðið er að fólk verði meðvitað um hið græðandi og lífgefandi orð Guðs og vitna þannig, með útbreiðslu þess, um kærleika hans. „Því elskaði svo Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatast ekki heldur hafi eilíft líf.“ Þá er einnig markmið félagsins að sameina leikmenn, áhugamenn um út- breiðslu Biblíunnar, til þjónustu og starfa, þrátt fyrir annars ólík- ar skoðanir.“ Hvað er þetta fjölmennt félag? „Félagar á Íslandi eru um 300, allir virkir að einhverju leyti. Í heiminum öllum eru yfir 240.000 félagar í yfir 7.500 deildum. Fé- laginu er skipt niður í deildir eft- ir landsvæðum og borgarhlutum. Hér á landi eru starfandi 16 deildir.“ Hverjum gefið þið Nýja testamentið? „Eintökum er komið fyrir í náttborðsskúff- um við hvert sjúkra- rúm, í fangaklefum, eintökum á íslensku annars vegar og þýsku, ensku og frönsku hins vegar, er komið fyrir á herbergjum hótela og gistiheimila og stundum hafa eintök verið gefin í skip og flug- vélar. Hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum eru gefin eintök við útskrift og eitthvað hefur verið um að lögreglu- og slökkviliðs- mönnum hafi verið færð eintök. Fyrir nokkrum árum var hand- boltalandsliðinu okkar færð ein- tök og árið 2000 var t.d. öllum Al- þingismönnum og starfsmönnum Alþingis gefin eintök. Stærsta verkefni félagsins frá 1954 hefur hins vegar verið að heimsækja á hverju hausti alla skóla landsins þar sem 10 ára börn stunda nám og færa þeim persónulega eintak af þessu óendanlega dýrmæta orði. Skólarnir eru tæplega 200 og hefur okkur á undanförnum árum tekist að heimsækja þá alla árlega. Reyndar voru börnin 12 ára sem fengu fyrstu eintökin 1954. Þetta er því samtals orðinn 51 árgangur eða nánast allir Ís- lendingar 10 til 60 ára, sem er einsdæmi í heiminum.“ Er Gídeonfélagið trúfélag eða bara félagsskapur innan þjóð- kirkjunnar? „Gídeonfélagið er bara eins og hvert annað sjálfstætt starfandi félag. Það er ekki sérstakur söfnuður og er heldur ekki innan þjóðkirkjunnar. Félagar eru hins vegar allir meðlimir kirkjunnar, þjóðkirkju eða fríkirkna. Það er því þverkirkjulegt eða sam- kirkjulegt, einskonar framlengd- ur armur kirkjunnar.“ Verður einhver uppákoma í til- efni af 300.000. bókinni? „Í kvöld klukkan 20.30 verðum við með þakkargjörðarhátíð af þessu tilefni í húsi KFUM&K við Holta- veg. Þar munu meðal annarra flytja ávörp forseti Ís- lands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörns- son. Um opið hús er að ræða og því allir vinir og velunnarar fé- lagsins velkomnir og bara allir þeir sem fengið hafa Nýja testa- mentið að gjöf frá félaginu, á meðan pláss er í húsinu.“ Sigurbjörn Þorkelsson  Sigurbjörn Þorkelsson er fæddur 21. mars 1964. Var fram- kvæmdastjóri Gídeonfélagsins á Íslandi 1986–1998 og forseti þess síðan í maí 2001. Hefur verið for- stöðumaður í Vatnaskógi frá árinu 1989 og framkvæmdastjóri KFUM&K í Reykjavík 1998– 2000, í tengslum við 100 ára af- mæli félaganna. Verið fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju frá 2000 og hefur ennfremur lagt stund á ritstörf, m.a. gefið út átta bækur frá 1995. Sigurbjörn er kvæntur Laufeyju Geirlaugs- dóttur og eiga þau synina Þorkel Gunnar, Geirlaug Inga og Pál Steinar. Félagið ekki sérstakur söfnuður Hún elskar mig, hún elskar mig ekki, hann elskar mig, hann elskar mig ekki, hún …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.