Morgunblaðið - 25.10.2002, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 11
R í t a
E d d u f e l l i 2 – B æ j a r l i n d 6 – s . 5 5 7 1 7 3 0 – s . 5 5 4 7 0 3 0 .
O p i ð m á n . — f ö s . f r á k l . 1 0 — 1 8 , l a u . 1 0 – 1 5 .
Innilegt þakklæti
til allra sem heimsóttu okkur
afmælisdaginn 19. okt.
Starfsfólk Rítu
1. Helga Birna Jónasdóttir, Mosarima 5, 270 Mosfellsbæ.
2. Kolbrún Skjaldberg, Lautasmára 8, 201 Kópavogi.
3. Aðalheiður Alfreðsdóttir, Hrafnshöfða 12, 270 Mosfellsbæ.
4. Hjördís J. Sigvaldadóttir, Bröttukinn 11, 220 Hafnarfirði.
5. Anna Kjartansdóttir, Jöklafold 14, 112 Reykjavík.
6. Agnes Agnarsdóttir, Engjahlíð 3a, 221 Hafnarfirði.
7. Elva Hannesdóttir, Bylgjubyggð 5, 625 Ólafsfirði.
8. Ásta Haraldsdóttir, Vesturbergi 128, 111 Reykjavík.
9. Helga Lára Árnadóttir, Hábergi 7, 111 Reykjavík.
10. Friðbjörg Egilsdóttir, Unufelli 23, 111 Reykjavík.
11. Helga Torfadóttir, Byggðarenda 1, 108 Reykjavík.
12. Elín M. Óskarsdóttir, Eyjahrauni 19, 815 Þorlákshöfn.
13. María Guðmundsdóttir, Hvannalundi 9, 210 Garðabæ.
14. Kristjana Leifsdóttir, Hólmasundi 16, 104 Reykjavík.
15. Ingunn Jónsdóttir, Hólabraut 6, 780 Höfn.
16. Ragnheiður Gísladóttir, Digranesheiði 26, 200 Kópavogi.
17. María Hjaltalín, Flókagötu 15, 105 Reykjavík.
18. Maríanna Jónsdóttir, Breiðagerði 15, 108 Reykjavík.
19. Fanney Dóróthe, Hlíðargötu 26, 245 Sandgerði.
20. Særún Björnsdóttir, Birkihlíð, 565 Hofsósi.
21. Guðrún Jónsdóttir, Sigtúni 34, 800 Selfossi.
22. Ásthildur Þ. Einarsdóttir, Þrúðvangi 31, 850 Hellu.
23. Móeiður M. Þorláksdóttir, Suðurmýri 16, 170 Seltjarnarnesi.
23 happdrættisvinningar hafa verið dregnir út
1. vinningur fataúttekt kr. 23.000
22 vinningar PAS buxur að eigin vali
Suðurlandsbraut 50
(Bláu húsin við Faxafen)
sími 568 2560
www.brudarkjolaleiga.is
• Halda að
• Lyfta upp
• Lengja leggi
S-M-L-XL-XXL
Sendum í póstkröfu
Bylting fyrir konur
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222
Stærðir frá 36-60
Samkvæmisfatnaður
Björn Bjarnason gefur kost á sér í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík dagana 22. og 23. nóv-
ember nk. Hann
sækist eftir
stuðningi í þriðja
sæti listans.
Björn er fæddur
í Reykjavík í
nóvember 1944.
Hann lauk stúd-
entsprófi við MR
1964 og lögfræði-
prófi við Háskóla
Íslands árið
1971.
Björn var útgáfustjóri Almenna
bókafélagsins 1971–1974, frétta-
stjóri erlendra frétta á Vísi 1974,
deildarstjóri í forsætisráðuneytinu
1974–1975 og skrifstofustjóri 1975–
1979. Hann var blaðamaður á
Morgunblaðinu 1979–1984 og að-
stoðarritstjóri Morgunblaðsins
1984–1991. Hann hefur setið á Al-
þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá
1991 og gegndi starfi mennta-
málaráðherra frá 1995–2002. Borg-
arfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn
frá 2002.
Ásta Möller alþingismaður gefur
kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík. Hún sækist
eftir kosningu í
4.–5. sæti í próf-
kjörinu.
Ásta er 45 ára
Reykvíkingur.
Hún tók sæti
sem þingmaður
Reykvíkinga fyr-
ir Sjálfstæð-
isflokkinn í síð-
ustu
alþingiskosn-
ingum á árinu 1999.
Ásta lauk B.Sc.-prófi í hjúkr-
unarfræði frá Háskóla Íslands
1980. Hún starfaði við hjúkrun,
hjúkrunarstjórnun og sem fræðslu-
stjóri á Borgarspítalanum 1980–82
og 1984–1992. Fastur stundakenn-
ari í námsbraut í hjúkrunarfræði
við Háskóla Íslands 1981–84, settur
aðjunkt 1982–1984. Formaður Fé-
lags háskólamenntaðra hjúkr-
unarfræðinga 1989–1994 og for-
maður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga 1994–1999.
Stundakennari við HÍ frá 1981.
Ásta sat í stúdentaráði HÍ 1977–
1979 og var varaformaður Vöku, fé-
lags lýðræðissinnaðra stúdenta við
HÍ 1979–1980. Í stjórn Félags há-
skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga
1980–1982, í kjaranefnd Félags há-
skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga
1987–1988. Í öldungaráði Banda-
lags háskólamanna 1984–1990, í
stjórn Bandalags háskólamanna
1996–1998 og í miðstjórn Banda-
lags háskólamanna 1989–1999.
Varaformaður Sygeplejernes Sam-
arbeid i Norden, samtaka hjúkr-
unarfræðinga á Norðurlöndum
1996–1999. Í stjórn International
Council of Nurses (ICN), alþjóða-
samtaka hjúkrunarfræðinga frá
1999 og 2. varaformaður samtak-
anna frá 2001. Í hjúkrunarráði
1996–1999. Í stjórn Lífeyrissjóðs
hjúkrunarfræðinga frá 1994, for-
maður stjórnar 1997 og 1999. Í
stjórn heilbrigðis- og trygginga-
nefndar Sjálfstæðisflokksins frá
1990, formaður nefndarinnar 1991–
1995. Varamaður í tryggingaráði
1995–1999. Í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins og ritari þingflokks
Sjálfstæðisflokksins frá 1999.
Á sæti í allsherjarnefnd, heil-
brigðis- og trygginganefnd og um-
hverfisnefnd Alþingis frá 1999 og
tók sæti í fjárlaganefnd 2002. Hún
hefur verið í Íslandsdeild Al-
þjóðaþingmannasambandsins frá
1999 og er varaformaður kvenna-
nefndar sambandsins frá 2002.
Varamaður í Norðurlandaráði frá
1999.
Guðlaugur Þór Þórðarson borg-
arfulltrúi gefur kost á sér í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík. Guðlaugur Þór fæddist í
Reykjavík í des-
ember 1967.
Hann lauk stúd-
entsprófi við
Menntaskólann á
Akureyri árið
1987 og BA í
stjórnmálafræði
við Háskóla Ís-
lands árið 1996.
Guðlaugur Þór
var formaður
Sambands ungra
sjálfstæðismanna 1993–1997, sat í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
1991–1997, framkvæmdastjórn
Sjálfstæðisflokksins 1993–1997 og
var varaþingmaður Sjálfstæð-
isflokksins 1995–1999. Hann hefur
verið formaður viðskiptanefndar
Sjálfstæðisflokksins frá 1997 og
verið varaformaður Alþjóða-
samtaka ungra hægri- og miðju-
manna.
Guðlaugur Þór hefur verið borg-
arfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn
frá 1998.
Soffía Kristín Þórðardóttir hefur
ákveðið að gefa kost á sér í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík
fyrir alþing-
iskosningarnar
næsta vor. Soffía
skipaði fjórtánda
sæti á framboðs-
lista Sjálfstæð-
isflokksins fyrir
síðustu alþing-
iskosningar en
stefnir nú að
öruggu þingsæti.
Soffía Kristín,
sem er 27 ára
gömul, hefur gegnt margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Hún var varaformaður
Heimdallar, félags ungra sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík, 1997–1998,
sat í stjórn félagsins
1995–1998 og í stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna 1999–2001.
Auk þess var Soffía varamaður í
jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar
fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
1998–2002 og varamaður í stjórn
Heilsugæslunnar í Reykjavík á
sama tímabili.
Soffía Kristín útskrifaðist úr
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1995. Hún lagði stund á lækn-
isfræði við Háskóla Íslands en hún
hóf síðar störf í upplýsingatækni-
iðnaðinum þar sem hún hefur
starfað undanfarin ár, nú síðast hjá
hugbúnaðarfyrirtækinu VYRE í
London. Soffía gegndi embætti for-
manns Vöku, félags lýðræðissinn-
aðra stúdenta, veturinn 2000–2001.
Hún hefur
jafnframt verið virk í alþjóða-
samstarfi stúdenta og var m.a.
framkvæmdastjóri Nordic Con-
servative Student Union (NCSU)
frá 1999–2000 og forseti NCSU frá
2000–2001. Soffía er varaformaður í
Æskulýðsráði ríkisins og einnig
hefur hún átt sæti í skólanefnd
Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Þórunn Sveinbjarnardóttir al-
þingiskona gefur kost á sér í
flokksvali Samfylkingarinnar í Suð-
vesturkjördæmi
sem fram fer 9.
nóvember nk.
Hún sækist eftir
2. sæti framboðs-
listans. Þórunn
er 36 ára gömul,
fædd 22. nóv-
ember 1965 í
Reykjavík. Hún
varð stúdent frá
MR og er stjórn-
málafræðingur frá Háskóla Íslands
og Johns Hopkins University í
Bandaríkjunum. Þórunn tók sæti á
þingi fyrir Samfylkinguna í
Reykjaneskjördæmi árið 1999 en
hún er búsett í Garðabæ. Árið
1991–1992 starfaði hún við móttöku
flóttamanna hjá RKÍ og var í
starfsþjálfun hjá EFTA í Genf.
1992–1995 var Þórunn starfskona
Samtaka um kvennalista. Árin
1995–1997 var hún sendifulltrúi
RKÍ við hjálparstörf í Tansaníu og
Aserbaídsjan. Annar tveggja kosn-
ingastjóra R-listans vorið 1998 og
blaðamaður á Morgunblaðinu frá
miðju ári 1998 þar til hún tók sæti
á þingi. Þórunn var fyrsti formaður
Röskvu, samtaka félagshyggjufólks
í HÍ, og hefur m.a. setið í stjórn
Hlaðvarpans og Evrópusamtak-
anna. Heimasíða Þórunnar er á
slóðinni http://www.althingi.is/tsv.
Í DAG STJÓRNMÁL
Björn Bjarnason
Ásta Möller
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Soffía Kristín
Þórðardóttir
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
ÞEGAR frestur rann út í gær til að
gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík höfðu eftirtald-
ir 17 frambjóðendur gefið kost á sér:
Ásta Möller alþingismaður, Birgir
Ármannsson, aðst. framkv.stj.,
Björn Bjarnason alþingismaður,
Davíð Oddsson forsætisráðherra,
Geir Hilmar Haarde fjármálaráð-
herra, Guðlaugur Þór Þórðarson
borgarfulltrúi, Guðmundur Hall-
varðsson alþingismaður, Guðrún
Inga Ingólfsdóttir hagfræðingur,
Ingvi Hrafn Óskarsson, form. SUS,
Katrín Fjeldsted alþingismaður,
Lára Margrét Ragnarsdóttir alþing-
ismaður, Pétur Blöndal alþingis-
maður, Sigurður Kári Kristjánsson
lögmaður, Soffía Kristín Þórðardótt-
ir þjónustustjóri, Sólveig Péturs-
dóttir dómsmálaráðherra, Stefanía
Óskardóttir stjórnmálafræðingur og
Vernharð Guðnason, formaður
landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna.
Í frétt frá Sjálfstæðisflokknum
kemur fram að kjörnefnd Varðar –
Fulltrúaráðsins fær framangreind-
an lista í hendur og hefur kjörnefnd-
in heimild til að bæta við frambjóð-
endum ef henni sýnist svo.
Prófkjörið fer fram 22. og 23. nóv-
ember.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
Sautján gefa kost á sér