Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 20
LANDIÐ
20 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIRTÆKIÐ Plastmótun ehf.,
sem er að Læk í Ölfusi, hefur um ára-
bil endurunnið fiskikör og troll sem
ekki er hægt að nota lengur sem slík.
Að sögn Hjartar Jónssonar fram-
leiðslustjóra eru vörunúmerin orðin
hátt í eitthundrað hjá fyrirtækinu,
sem hóf starfsemi sína árið 1982. Nú á
dögunum kom gámur frá Færeyjum
fullur af plasti og netum, sem end-
urvinna á hér á landi.
Stöðug þróun hefur verið í gangi og
sumar hugmyndir af framleiðsluvör-
um eru fengnar frá öðrum en aðrar
eru heimatilbúnar. Landsmenn kann-
ast allir við vegstikurnar, sem fram-
leiddar eru hjá Plastmótun, einnig
eru framleidd ýmiskonar rör, trjáhlíf-
ar og fleira.
En hvernig skyldi standa á því að
fyrirtæki í Ölfusinu er farið að end-
urvinna sorp frá Færeyjum? Hjálmar
Árnason þingmaður og „kvart-Fær-
eyingur“, eins og hann orðar það
sjálfur, svarar því.
„Ég vissi af þessu fyrirtæki, kynnt-
ist því fyrir tilviljun. Það var svo sl.
vor að ég var á þingmannafundi í
Færeyjum og hitti þar Peter Adel-
bert Ellingsgaard sem stýrir sorp-
samlagi sveitarfélaganna í Færeyj-
um. Hann sagði mér að þeir þyrftu að
brenna sorp með tilheyrandi kostnaði
og allri þeirri mengun sem fylgir. Það
varð því að samkomulagi að ég kann-
aði hug Plastmótunarmanna og í
framhaldi var ákveðið að stofna hluta-
félag um verkefnið,“ segir Hjálmar.
Drasl verður að nytjahlutum
Endurvinnslan verður hliðarverk-
efni að Læk. Færeyingar skuldbinda
sig til að koma sorpinu í gáma og
koma þeim hingað til lands. Einnig
munu þeir taka að sér sölu og dreif-
ingu á því sem unnið verður úr plast-
inu og trollunum. Sorpið fer þá frá
Færeyjum sem ónýtt drasl og kemur
aftur sem nytjahlutir.
Að sögn Hjálmars er verið að
kanna möguleika á svipaðri samvinnu
við Grænlendinga og Hjaltlendinga.
Hjálmar er þegar búinn að hitta þing-
menn á Grænlandi og sýna þeir verk-
efninu mikinn áhuga. Skipið með
gámana sem koma frá Færeyjum fer
héðan með fisk og ferðin til baka nýt-
ist til að flytja endurtvinnanlegt sorp
frá Færeyjum. Það leggjur að í Þor-
lákshöfn, sem er í nokkurra kílómetra
fjarlægð frá Læk. Það er því orðið
stutt úr Ölfusinu og út í heim.
Íslendingar endur-
vinna færeyskt sorp
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Hjálmar Árnason þingmaður, bræðurnir Hjörtur og Gunnar Hrafn Jóns-
synir frá Plastmótun og Peter Adelbert Ellingsgaard, forstjóri sorp-
samlags sveitarfélaganna í Færeyjum, standa við fyrsta gáminn sem kom
frá Færeyjum með endurvinnanlegt sorp.
Hveragerði
STYKKISHÓLMUR hefur mikla
þýðingu sem veðurathug-
unarstaður. Þar hafa farið fram
lengstu samfelldar veðurmælingar
á Íslandi. Árni Thorlacius kaup-
maður byrjaði að skrá veðurlýs-
ingar og hitastig árið 1845 og síð-
an þá hafa veðurlýsingar verið
skráðar í Stykkishólmi. Varðandi
allan samanburð á veðurfari á Ís-
landi gegnir Stykkishólmur mik-
ilvægu hlutverki.
Í haust var tekin í notkun sjálf-
virk veðurathugunarstöð í Stykk-
ishólmi, en fyrir er önnur stöð sem
er vöktuð og lesið á mæla á
þriggja stunda fresti. Að sögn
Hreins Hjartarsonar á Veðurstofu
er ástæðan fyrir sjálfvirku stöð-
inni sú að veðurathugunarstöðin í
Stykkishólmi hefur verið flutt til
innan bæjarins eftir því hverjir
hafa umsjón með henni hverju
sinni, sem er ekki gott.
Sú nýja verður hins vegar alltaf
á sínum stað og fæst með því ná-
kvæmari samanburður. Sjálfvirka
stöðin skráir hitastig, rakastig og
vindhraða, en veðurathugunar-
maðurinn skráir til viðbótar veð-
urþætti s.s. ský, skyggni, úrkomu-
magn og tegund úrkomu.
Á textavarpinu á síðu 172 koma
fram upplýsingar frá báðum veð-
urathugunarstöðvunum, sú sjálf-
virka gefur upplýsingar á klukku-
tíma fresti, en hin á þriggja tíma
fresti.
Sjálfvirka veðurstöðin er við
setja upp skjá við stöðina svo að
bæjarbúar og ferðamenn geti
fylgst með veðrinu. Einnig að setja
upp skilti þar sem sögð er saga
veðurathugunar í Stykkishólmi.
Veður mælt
á tveimur
stöðum í
bænum
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmur
Hjónin Ann Linda Denner og Þórir Halldórsson sjá um veðurathuganir í Stykkishólmi og lesa á mæla á þriggja
stunda fresti. Þrátt fyrir sjálfvirknina mælast ekki allir þættir veðurs og er þá gott að hafa manninn til aðstoðar.
innkeyrsluna í bæinn við bensín-
stöðina sem er í næsta nágrenni
við tjaldsvæðið.
Það er verðugt verkefni fyrir
Veðurstofu og bæjaryfirvöld að
GÖMLU fjárhúsin í Saltvík sunnan
Húsavíkur voru nýlega rifin og var
brakinu komið burt með gröfu og
vörubíl.
Fjárhús þessi höfðu sett mikinn
svip á umhverfið í hálfa öld, en þau
voru byggð 1952 af Páli Guðmunds-
syni þáverandi bónda í Saltvík og
voru fyrir 200 fjár. Eftir að Páll flutti
af jörðinni 1960 voru fjárhúsin notuð
af næstu ábúendum og samfellt í
nokkra áratugi eða þar til fjárbú-
skapur lagðist af á staðnum.
Vegfarendum á leið til Húsavíkur
mun þykja sjónarsviptir að húsunum
en óhjákvæmilegt var að rífa þau þar
sem byrjað var að fjúka úr þeim þak-
járn og fleira lauslegt.
Morgunblaðið/AtliRústir gömlu fjárhúsanna í Saltvík.
Fjárhús
jöfnuð
við jörðu
Laxamýri
SLÁTRUN er lokið í sláturhúsi Slát-
urfélags Austurlands á Breiðdalsvík.
Alls var slátrað þar rúmlega 15 þús-
und fjár þetta haustið, þar af um 14
þúsund dilkum og um 1 þúsund full-
orðnu.
Meðalfallþungi dilka reyndist
15,95 kíló eða um 300 grömmun
meiri en í fyrrahaust. Þyngsta dilk-
inn átti Kjartan Herbjörnsson í
Snæhvammi 30,8 kíló, Kjartan hafði
einnig hæsta meðalvigt innleggjenda
við húsið eða 20,2 kíló en hann lagði
inn 113 dilka. Fjárflesti innleggjandi
við húsið var Þorvaldsstaðabúið í
Breiðdal þaðan komu 944 lömb og
var meðalvikt þeirra 16,0 kíló.
Flokkun falla var nokkuð góð en
12 lömb fóru í E-flokk sem er besti
flokkurinn, 3% fóru í U, 44% fóru í R,
51% fór í O og 2% í P.
Að sögn Stefáns Eðvalds Stefáns-
sona sláturhússtjóra gekk sláturtíð-
in vel, enda einmunatíð sem gerir
alla flutninga á fé til hússins auðveld-
ari sem og flutninga á kjötinu burtu.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Björgvin Ragnarsson og Aðalsteinn
Bjarkason við fláningu í sláturhús-
inu á Breiðdalsvík en fláningin fer
að hluta til fram með talíu.
Fallþungi dilka
meiri en í fyrra
Norður-Hérað
SAMSTARFSSAMNINGUR milli
Fjölbrautaskóla Suðurlands og
Menntaskólans á Laugarvatni við
Skógrækt ríkisins á Suðurlandi,
Landgræðslu ríkisins og Suður-
landsskóga var nýlega undirritaður í
Haukadal í Biskupstungum. Samn-
ingurinn felur í sér að nemendur í
þessum skólum fá fræðslu um skóg-
rækt og landgræðslu og fara a.m.k.
einn dag á ári í vinnuferð þar sem
þeir kynnast skógar- og land-
græðslustörfum af eigin raun.
Markmið samningsins er að
tengja kennslu í náttúrufræðum við
landgræðslu og skógræktarstarfið
og efla þannig þekkingu og áhuga
framhaldsskólanemenda á mála-
flokkunum.
Fyrsta vinnuferðin var farin í
Haukadal í Biskupstungum í tilefni
af undirritun samningsins þar sem
nemendur frá skólunum unnu að
gerð skógarstígs fyrir hreyfihaml-
aða og við frætínslu. Á móti mun fag-
fólk flytja fræðsluerindi fyrir nem-
endur í skólunum.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Sigurður Sigursveinsson, skólameistari FSu, Halldór Páll Halldórsson,
skólameistari ML, Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins,
Björn B. Jónsson, frkvstj. Suðurlandsskóga, og Guðjón Magnússon frá
Landgræðslu ríkisins undirrita samstarfssamning í Haukadalsskógi.
Fræðast um skógrækt
og landgræðslu
Laugarvatn