Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 26
LISTIR
26 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir sett-
ist í haust í leikstjórastól í Borg-
arleikhúsinu tveimur árum eftir að
hún stóð upp úr leikhússtjórastóln-
um og hvarf úr leikhúsinu. Á þeirri
stundu var alls óvíst hvort hún
kæmi aftur og þá hvenær. Sjálf gaf
hún ekkert út á það og benti rétti-
lega á að það væri í höndum hins
nýja leikhússtjóra að nýta krafta
sína og reynslu til leikstjórnar ef
áhugi væri fyrir hendi. Eftirmaður
hennar, Guðjón Pedersen, réði
Þórhildi til starfa í haust með þeim
orðum að það væri nauðsynlegt
fyrir leikhúsið að horfast í augu við
fortíð sína; láta ekki eins og stokk-
ið væri á byrjunarreit þó nýr leik-
hússtjóri tæki við stjórn.
Það hefur gustað um Þórhildi í
gegnum árin, hún er einn sterkasti
persónuleikinn sem íslenskt at-
vinnuleikhús hefur alið af sér, allt-
af ómyrk í máli um menn og mál-
efni og stundum hefur sviðið
undan en uppúr stendur að Þór-
hildur Þorleifsdóttir er stórbrotinn
listamaður sem hefur markað djúp
spor í íslenskt leikhúslíf og haft
veruleg áhrif á samtíð sína bæði í
listum og stjórnmálum. Þarf ekki
að orðlengja það frekar hér. Það
er því fyllsta ástæða til að óska
Borgarleikhúsinu til hamingju með
að hafa tekið upp þráðinn að nýju í
samstarfi við Þórhildi með upp-
færslu á Sölumaður deyr, einu
merkasta leikriti 20. aldarinnar.
Willy Loman mun farast
„Þetta er harmleikur um and-
hetjuna Willy Loman. Sölumann-
inn sem trúir í blindni á ameríska
drauminn. Ein hlið þessa verks og
sú sem oft hefur verið haldið á lofti
er að eini mælikvarðinn á vel-
gengni í lífinu sé veraldlegt gengi.
Það á sér auðvitað mjög sterka
samsvörun í dag og ég treysti
áhorfendum alveg til að draga sín-
ar eigin ályktanir og samlíkingar í
þeim efnum. Við höfum ekki lagt
neina ofuráherslu á þann þátt
verksins, hann er nægilega augljós
án þess. Willy Loman er persóna
sem aldrei hefur séð neitt annað
fjölskyldu sinni til heilla en frama
og velgengni sem mælist í pen-
ingum og frægð. Þungamiðja þessa
verks og það sem gerir það jafn
margslungið og raun ber vitni er
persónuleg saga Willys og fjöl-
skyldu hans. Willy á val um ýmsar
leiðir aðrar en þær sem hann hefur
farið og mun fara. Að því leyti sver
þetta verk sig í ætt við hina sígildu
harmleiki að hér verður engu forð-
að. Willy Loman mun farast,“ seg-
ir Þórhildur og bætir því við að
varla sé það neitt leyndarmál
hvernig leikritið endar þar sem
bæði sé verkið betur þekktara en
flest önnur og „...svo getur titillinn
tæpast verið afdráttarlausari.“
Arthur Miller segir sjálfur í inn-
gangi að útgáfu leikritsins: „Þegar
ég byrjaði á verkinu var ég aðeins
viss um eitt: að Willy Loman
myndi fyrirfara sér. Ég vissi ekki
hvaða stefnu leikritið myndi taka
áður en að því kæmi og ég ákvað
að hafa ekki neinar áhyggjur af
því. Ég var þess fullviss að ef hann
rifjaði nógu mikið upp úr fortíð
sinni myndi hann fyrirfara sér og
uppbygging verksins ákvarðaðist
af því hvað þyrfti til að minningar
hans streymdu fram í dagsljósið
eins og rótarvöndull án upphafs og
endis.“
Lífshlaup
heillar fjölskyldu
Sölumaður deyr var frumsýnt í
New York 1949 og vakti strax
gríðarlega athygli .Miller var þá 34
ára gamall og hafði þegar slegið í
gegn með Allir synir mínir (1947)
svo beðið var í ofvæni eftir nýju
verki frá honum. Allir synir mínir
er hefðbundið í byggingu, raun-
sætt verk í anda Ibsens en með
Sölumanninum braut Miller af sér
viðjar raunsæisins og nýtti sér
möguleika leikhússins á allt annan
hátt.
Þórhildur svarar spurningunni
hvort þetta sé raunsætt verk með
þeim orðum að hafi einhvern tíma
verið samið leikrit um alvörufólk
þá sé það þetta.
„En Miller beitir ekki raunsæis-
legum aðferðum við frásögnina.
Glíman við uppsetningu verksins
er fólgin í því að það gerist allt í
núinu. Við fylgjumst með Willy
síðasta sólarhringinn í lífi hans,
vegferð hans til þeirra ákvörðunar
að stytta sér aldur. Framvindan
snýst um hvernig hann ýmist
styrkir sig í þeirri ákvörðun eða
reynir að finna undankomuleiðir.
Við erum því ekki að fást við mann
í hversdagslegu ástandi og frá-
sögnin hleypur fram og til baka í
tíma, persónur þrengja sér að eða
Willy kallar þær fram. Mér þykir
mjög mikilvægt að hafa alveg
skýrt að hér er ekki um það að
ræða að aðalpersónan hverfi á vit
minninganna á dauðastundinni.
Willy er ekki að hverfa á vit fortíð-
arinnar. Hugur hans er truflaður
og hann ræður ekki við þær mynd-
ir og minningar sem á hann leita.
En verkið gerist í núinu og í viss-
um skilningi er hann eina „raun-
verulega“ persóna verksins.Um
leið fáum við skýra mynd af ævi
sona hans og eiginkonu, lífshlaupi
heillar fjölskyldu er komið til skila
með þessum hætti.“
Miller: „Í verki mínu eru aftur á
móti engar minningar heldur
tvinnast fortíð og nútíð saman á
sveigjanlegan hátt og auk þess,
vegna þess að Willy Loman reynir
í örvæntingarfullri viðleitni sinni
að réttlæta líf sitt, tortímast mörk-
in á milli þess sem var og þess sem
er, á nákvæmlega sama hátt og
þegar einhver sem tekur upp sím-
tólið uppgötvar að sú sakleysislega
athöfn hefur með einhverjum hætti
valdið sprengingu í kjallaranum.“
Með sjálfan
sig í farteskinu
Í grein sem Miller skrifaði árið
1999 og nefnir Sölumaðurinn
fimmtugur (Salesman at fifty), þá
rifjar hann upp að einn af fram-
leiðendum frumuppfærslunnar
hafði slíka vantrú á að væntanlegir
áhorfendur gætu fylgt eftir svo
sundurlausri framvindu að hann
lækkaði framlag sitt um helming.
Miller hafði að eigin sögn heldur
engar fyrirmyndir að ritun leik-
ritsins, hann kveðst hafa skrifað
leikritið með sinn eigin hugsan-
gang að leiðarljósi, „... þar sem all-
ir þræðir sögunnar hreyfast áfram
samtímis í stað þess að raða sér
upp hver á eftir öðrum eftir
þröngri og hógværri braut.“
Sölumaðurinn Willy, sem upp-
haflega átti sér fyrirmynd í einum
frænda Millers, „..tók skjótt völdin
í ímyndunarafli mínu og varð að
einhverju sem aldrei hafði verið til
áður; sölumanni með fæturna neð-
anjarðar og höfuðið í stjörnunum.“
„Harmurinn við dauða Willys er
sá að hann deyr í þeirri blekkingu
að hann sé að deyja fórnardauða.
Að með dauða sínum sé hann að
koma góðu til leiðar fyrir syni sína
og tryggja þeim glæsta framtíð
mælda í peningum. Þetta er blekk-
ing til síðustu stundar, “ segir Þór-
hildur. „Það er varla hægt að finna
nokkuð í fari í Willy Lomans sem
manni líkar við. Samt hefur maður
samúð með honum af því að hann
er manneskja. Í eftirmála verksins
segir Charlie vinur Willys til
margra ára við Biff son hans þessa
makalausu setningu: „Sölumaður-
inn verður að eiga sína drauma
drengur minn. Það fylgir starfinu.“
Og ef maður setur þessa setningu í
almennara samhengi og segir:
Manneskjan verður að eiga sína
drauma, drengur minn. Það fylgir
lífinu.“, þá er ljóst hvað Willy hef-
ur verið að selja allt sitt líf. Sjálfan
sig. Miller segir aldrei hvað hann
selur enda skiptir það engu máli.
Hann er með sjálfan sig í fartesk-
inu eins og við öll. Það er það eina
sem við getum boðið fram í lífinu
en auðvitað dettur Miller ekki í
hug að gefa einfaldar lausnir á því
hvernig fara eigi með þennan far-
angur.“
Með sjálfan sig til sölu
Í kvöld frumsýnir Borg-
arleikhúsið Sölumaður
deyr eftir Arthur Miller
í leikstjórn Þórhildar
Þorleifsdóttur. Hávar
Sigurjónsson ræddi við
Þórhildi og skoðaði jafn-
framt sumt af því sem
höfundurinn hefur sagt
um verk sitt.
Pétur Einarsson og Hanna María Karlsdóttir í hlutverkum Willy og Lindu.
Pétur Einarsson ásamt Val Frey Einarssyni og Birni Hlyn Haraldssyni.
havar@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Eftir Arthur Miller í þýðingu
Jónasar Kristjánssonar.
Leikarar: Pétur Einarsson,
Hanna María Karlsdóttir,
Björn Ingi Hilmarsson, Björn
Hlynur Haraldsson, Valur
Freyr Einarsson, Jóhanna
Vigdís Arnardóttir, Eggert
Þorleifsson, Jón Hjartarson,
Ellert A. Ingimundarson, Guð-
mundur Ólafsson, Marta Nor-
dal, Edda Björg Eyjólfsdóttir.
Hljóð: Jakob Tryggvason
Lýsing: Lárus Björnsson
Umsjón með tónlist: Hjálmar
H. Ragnarsson
Leikmynd og búningar: Sig-
urjón Jóhannsson
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs-
dóttir
Sölumaður
deyr
Samúel heitir nýj-
asta skáldsaga
Mikaels Torfason-
ar og er viðfangs-
efni Mikaels að
þessu sinni þjóð-
ernishyggja, kyn-
þáttafordómar og
sjálfsmynd útlend-
ingsins.
Samúel er auðnulaus öryrki, Íslend-
ingur sem býr í Danmörku. Brenglaður
hugur hans horfir á heiminn frá þröng-
um sjónarhóli, hann er utangarðs-
maður í margs konar skilningi. Sam-
úel er haldinn ofsóknaræði og
botnlausum ranghugmyndum um
samskipti fólks, ást og kynlíf. Van-
máttur hans á rætur í sjúku sambandi
við móður og fjölskyldu. Örvænting-
arfull leit Samúels að sjálfum sér,
sannleikanum og guði hrekur hann út
á ystu nöf.
Síðasta bók Mikaels, Heimsins
heimskasti pabbi, var tilnefnd til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
og Menningarverðlauna DV. Hún kem-
ur út í Danmörku og Finnlandi í næsta
mánuði.
Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er
228 bls. Verð: 3.980 kr.
Skáldsaga
Umkomulausi
drengurinn er eftir
Dave Pelzer. Hún
er sjálfstætt fram-
hald bókarinnar
Hann var kallaður
„þetta“ sem kom
út á síðasta ári.
Dave Pelzer átti
ekkert heimili
sem barn. Aleiga hans var fatalarfar
sem rúmuðust í einum bréfpoka.
Hann bjó í veröld einangrunar og ótta.
Þó að drengnum hafi verið bjargað frá
móður sinni, sem var drykkfelld of-
stopamanneskja, var líðan hans
skelfileg, hann var einn og átti í engin
hús að venda.
Í Umkomulausa drengnum lýsir
Dave ferli sínum inn og út af fimm
ólíkum heimilum. Á vegi hans varð
fólk sem áleit öll fósturbörn vand-
ræðagemlinga sem ekki verðskuld-
uðu neina væntumþykju. Það vildi
ekki vita af honum nálægt sér og varð
þess valdandi að hann skammaðist
sín og fannst hann niðurlægður. Sorg
og gleði, örvænting og von einkenna
leit þessa drengs að ást og öryggi.
Dave Pelzer er nú virtur fyrirlesari
og rithöfundur í Bandaríkjunum. Hann
vakti athygli þjóðar sinnar og á seinni
árum umheimsins á ofbeldi gegn
börnum. Hann hefur með bókum sín-
um unnið markvisst að fræðslu- og
forvarnarstarfi í þeim efnum. Hann
hefur fengið fjölda verðlauna og við-
urkenninga fyrir ritstörf sín, m.a. tví-
vegis verið tilnefndur til Pulitzerverð-
launanna fyrir verk sín.
Útgefandi er JPV útgáfa.
Reynslusaga
Seiður lands og
sagna – Sunnan
jökla er eftir Gísla
Sigurðsson.
Í þessari bók
vefur Gísli saman
náttúra og sögu
þess svæðis sem
stundum er nefnt
sunnan jökla.
Fjallað er um náttúru austan úr Lóni
og vestur að Markarfljóti, landmyndun
og jarðfræði útskýrð. Varpað er ljósi á
landskunna sögustaði, rifjaður upp
gangur sögunnar, sagnir af ein-
stökum mönnum, en kastljósinu einn-
ig beint að nútímanum. Hundruð ljós-
mynda, teikninga og korta eru í
bókinni.
Gísli er fæddur og uppalinn í Úthlíð
í Biskupstungum, en hefur jöfnum
höndum starfað sem blaðamaður, rit-
stjóri, ljósmyndari og myndlist-
armaður með 14 einkasýningar að
baki. Hann var umsjónarmaður Les-
bókar Morgunblaðsins í 33 ár og
fjallaði þar um margvísleg menningar-
mál.
Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er
336 bls., í stóru broti, prentuð í Slóv-
eníu. Verð til áramóta 7.980 kr.
Náttúra og saga