Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 29
MIKIL umræða hefur verið um verðlag á matvörum undanfarnar vikur, nú síðast hefur verið rætt um háa álagningu í smásöluverslun. Rifja má upp að eitt sterkasta efna- hagsveldi landsins hefur verið byggt upp á um 15 árum í kringum mat- vöruverslun. Það fjármagn sem þar hefur safnast saman hefur væntan- lega að mestu aflast í ferlinu frá framleiðendum til neytenda. Annað sem athyglisvert er að skoða í þessu sambandi er samband verðlags (metið miðað við kaupmátt- arvirði, PPP) og rauntekna. Með- fylgjandi yfirlit er unnið af frá Landbrugsrådet í Danmörku (Sam- tökum framleiðenda og fyrirtækja í vinnslu búvara) og sýnir þetta sam- band í flestum löndum þess heims- hluta sem okkur er gjarnt að bera okkur saman við. Landbrugsrådet bendir á að það sé einkenni á lönd- um þar sem mikil velmegun ríkir að tiltölulega stór hluti þjóðartekna kemur frá atvinnugreinum sem hafa mikla framleiðni eða geta selt afurð- ir sínar á tiltölulega háu verði á al- þjóðlegum markaði. Þess vegna geta laun og ávöxtun fjárfestinga verið hærri, án þess að íþyngja sam- keppnishæfni og greiðslujöfnuðin- um. Í þessum löndum verða at- vinnugreinar sem eiga erfitt með að auka framleiðni sína mikið (sérstak- lega þjónustugreinar og vinnuafls- frekar greinar) að geta greitt starfs- fólki sínu nokkuð há laun og hluthöfum viðunandi arð, því annars dragast þessar greinar saman þar sem bæði starfsfólk og fjárfestar sækja í aðrar atvinnugreinar með hærri framleiðni. Þættir sem einnig ýta undir hátt verðlag hérlendis samhliða þessu eru:  Tiltölulega lítill munur á tekjum faglærðra og ófaglærðra.  Smæð matvörumarkaðarins hér á landi.  Okkar eigin gildi s.s. kröfur til gæða matvæla og heilbrigðis- og umhverfiskröfur, sem gera sam- anburð við önnur lönd erfiðan. Það vekur athygli hve sterkt sam- band er milli rauntekna og verðlags og er Ísland þar engin undantekn- ing, með tekjur um 25% yfir áætl- uðu meðalverði og verðlag um 20% yfir áætluðu meðaltali. Það virðist stundum gleymast í umræðum um matvælaverð hér á landi og samanburð við ESB, að þjóðartekjur á mann eru hér mun hærri en að meðaltali innan ESB. Flest þekkjum við mun á verðlagi hér á landi og t.d. á Spáni og í Portúgal. En þar syðra er verð á flestum neysluvörum mun lægra en hér á landi enda laun mun lægri. Ábendingarnar hér að ofan sýnast því þarft innlegg í umræðuna um or- sakir hás matvælaverðs og raun- hæft að spyrja um leið og kröfur um lægra matvælaverð eru settar fram hvort við viljum að laun lækki fyrir störf sem tengjast framleiðslu og vinnslu matvæla. Eftir Ernu Bjarnadóttur „Þjóð- artekjur á mann eru hér mun hærri en að meðaltali innan ESB.“ Höfundur er forstöðumaður fé- lagssviðs Bændasamtaka Íslands. Um verðmyndun á matvörumarkaði UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 29 ÍBÚAR Garðabæjar mótuðu metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir bæ- inn á íbúaþingi um síðustu helgi. Um 250 Garðbæingar á aldrinum níu ára til níutíu ára tóku virkan þátt í þess- ari stefnumótun og með samstilltu átaki tókst þeim að teikna upp Garða- bæ framtíðarinnar. Bæjarbúar nutu liðsinnis ráðgjafarfyrirtækisins Alta sem hafði umsjón með þinginu. Við, sem frá degi til dags störfum í þágu bæjarbúa, sátum á hliðarlínunni og fylgdumst spennt með. Á þinginu kom meðal annars fram sterkur vilji íbúa um að auka vægi miðbæjarins. Sú hugmynd var ríkjandi að það ætti að tengja Garða- bæ saman um einhvers konar hrygg- súlu eða miðbæjarás frá Vífilsstöðum og niður að Strandhverfi. Þannig næðist tenging frá fjöru til fjalls og með þeim hætti ætti að reyna að koma í veg fyrir að Hafnarfjarðar- vegur og Reykjanesbraut kljúfi bæ- inn jafn mikið og nú er. Ljóst var að Garðbæingar vilja ekki byggja upp stórar verslunarmiðstöðvar heldur vilja þeir skapa bænum sérstöðu með miðbæjarskipulagi sem býður upp á iðandi mannlíf innan um fjölda minni verslana eða veitingastaða í umhverfi þrengri gatna og smárra torga. Þátttakendur höfðu mikinn áhuga á skólamálum og einna mest var rætt um að skólarnir í bænum mættu ekki verða of stórir eða bekkir of fjöl- mennir. Lögð var áhersla á að ákveða þyrfti staðsetningu nýs grunnskóla fyrir Ása- og Strandhverfi. Kröfur komu fram um bætta aðstöðu fyrir íþróttaiðkun, bæði innanhúss og ut- an. Rauði þráðurinn í framtíðarsýn bæjarbúa er að þeir vilja lifandi og fjölbreytt samfélag. Þeir vilja að Garðabær haldi áfram að þróast í fjölskylduvænan hátæknibæ með að- laðandi miðbæ. Byggðin eigi að þétt- ast en hún megi ekki vera of há. Nauðsynlegt sé að bjóða fjölbreytt íbúðahúsnæði, jafnt fyrir unga sem aldna. Garðabær er fyrsta sveitarfélag landsins til að boða til íbúaþings með samráðsskipulagi í tengslum við end- urskoðun aðalskipulags. Íbúaþing hafa verið haldin í nokkrum sveitar- félögum og hverfum en þá hafa af- markaðri þættir verið teknir fyrir. Með því að boða til íbúaþings þar sem allir þættir sveitarfélagsins eru ræddir er Garðabær að taka stærra skref. Með því að boða til íbúaþings- ins er Garðabær að taka stærra skref í átt til virkara íbúalýðræðis en sveit- arfélagið hefur áður gert. Í sögulegu samhengi er vonandi runnin upp öld virkara lýðræðis en við áður þekkt- um. Líkt og síðasta öld einkenndist af auknum rétti einstaklinganna til að fá að greiða atkvæði mun þessi öld vonandi einkennast af því að einstak- lingarnir fái tækifæri til að tjá sig oft- ar og ítarlegar um málefni sem standa þeim nærri. Niðurstaða íbúaþingsins í Garða- bæ sýnir okkur að þegar íbúarnir leggjast á eitt, þá ná þeir flugi saman. Þeir leyfa sér að hafa stóra drauma um framtíð bæjarfélagsins og kom- andi kynslóða. Svo kraftmikil sýn fyrir Garðabæ er dýrmæt, því líkt og segir í orðatiltækinu, þá eru einungis þeir sem sjá hið ósýnilega færir um að framkvæma hið ómögulega. Veik- leiki stjórnmálamanna er því miður oft sá að þeir hugsa um of í kjörtíma- bilum. Sýnin nær því stundum ekki lengra en fjögur ár fram í tímann. Nú hafa íbúar Garðabæjar gefið okkur stjórnmálamönnunum dýrmætt veganesti, ekki bara fyrir næstu 4 ár- in, heldur næstu áratugina. Fyrir það vil ég, fyrir hönd bæjarstjórnar í Garðabæ, þakka. Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur „Nú hafa íbúar Garða- bæjar gefið okkur stjórn- málamönn- unum dýrmætt vega- nesti...“ Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ. Bestu þakkir! ÉG HEF nú verið í hungurverkfalli í þrjár vikur til að mótmæla náttúru- spjöllum á hálendinu, þ.e. í sambandi við Kárahnjúkavirkjun og Norðlinga- ölduveitu. Eins og þú hlýtur að vita fer enginn í hungurverkfall að gamni sínu. Það tíðkast aðeins þegar fólki finnst það beitt óheyrilegu ranglæti. Þess vegna brenna á mér nokkrar spurningar og þar eð Reykjavíkur- borg á sæti í stjórn Landsvirkjunar vona ég að þú getir svarað þeim. Sam- kvæmt upplýsingum Náttúruvernd- arsamtaka Íslands munu fjárskuld- bindingar Reykjavíkurborgar hækka um 65 milljarða króna vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Þá hækkar raforku- verð til almennings um 30–50 pró- sent, almennir vextir hækka um 2 prósent fyrir utan ýmsar aðrar stað- reyndir sem varða landið fyrir austan sem verður fyrir gróðureyðingu, upp- blæstri og áfoki. Af hverju hafðir þú ekkert við það að athuga þegar um- hverfisráðherra felldi úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar sem hafnaði Kárahnjúkavirkjun vegna umtals- verðra og óafturkræfra umhverfis- spjalla? Tilraunamat vegna rammaáætlun- ar sýnir enn fremur að Kárahnjúka- virkjun veldur hvað mestum um- hverfisspjöllum en er ekki sú hag- kvæmasta þrátt fyrir stærð. Hvers vegna gerir Reykjavíkurborg ekki kröfu um að upplýsingar sem þessar séu nýttar og niðurstöður rannsókna hafðar að leyðarljósi þegar ákvarðan- ir eru teknar í virkjanamálum? Sam- kvæmt arðsemismati Þorsteins Sig- urlaugssonar verður Kárahnjúka- virkjun rekin með tugmilljarða króna tapi og er þá fórnarkosnaður ekki tek- inn með í útreikninga. Hvernig stend- ur á því að Reykjavíkurborg er tilbúin að taka slíka áhættu og spila þannig ábyrgðarlaust með almannafé? Af hverju gerir Reykjavíkurborg ekki kröfu um arðsemismat vegna fórnar- kosnaðar? Þegar ég kaus þig í vor stóð ég í þeirri trú að R-listinn, en þar ert þú í forystuhlutverki, stæði fyrir vinstri menn, þ.e. félagshyggju, jöfnuð og sparsemi og að finna leiðir sem hæfa landinu betur. Þetta er stóriðja af verstu tegund, Ingibjörg Sólrún, þar sem bruðlað er með land og peninga, og ástandið orðið þannig að sumir þora ekki að tjá sig þó svo eigi að heita að við búum í lýðræðisríki. Ég skora á þig að svara bréfi mínu, þetta varðar ekki bara mig og þig, heldur líka af- komendur okkar. Tileinkum okkur breytt og nútímalegri viðhorf. Eftir Hildi Rúnu Hauksdóttur Höfundur er náttúruverndarsinni. „Eins og þú hlýtur að vita fer eng- inn í hung- urverkfall að gamni sínu.“ Opið bréf til borgarstjóra HVER er framtíðarsýn Seltirn- inga? Lifa hér fáir og hugsa smátt? Varla! Aðalskipulag Seltjarnarness er í mótun. Í vaxandi mæli taka íbúar sveitarfélaga þátt í þeirri hugmynda- fræðivinnu sem liggur að baki aðal- skipulagi og skipulagsvinnu almennt. Íbúarnir eru óþrjótandi uppspretta hugmynda og ábendinga varðandi framtíðarsýn. Að baki íbúaþingi með samráðsskipulagi liggur ákveðin hug- myndafræði. Miklu skiptir að íbúa- þingsvinnan skili sér inn í stefnumót- un og að fengnir séu sérfræðingar sem kunna að leiða slíka hugmynda- vinnu til lykta á farsælan hátt. Laugardaginn 9. nóvember nk. kl. 10 verður haldið íbúaþing í Valhúsa- skóla á Seltjarnarnesi. Ráðgjafafyr- irtækið Alta hefur sérhæft sig í að- ferðafræði sem kallast samráðsskipu- lag. Það mun stýra íbúaþinginu í samvinnu við John Thompson & Part- ners, sem er leiðandi fyrirtæki á þessu sviði í Bretlandi og víða í Evr- ópu. Þessi aðferðafræði skilar gagn- legum upplýsingum frá íbúum til bæj- aryfirvalda um þarfir og möguleika bæjarfélagsins í skipulagsmálum sem og ýmsum öðrum málaflokkum. Um leið er íbúaþingið skemmtilegur at- burður í bæjarlífinu, sem allir aldurs- hópar geta tekið þátt í. Mjög mikil- vægt er að fulltrúar allra aldurshópa, fyrirtækja og félagasamtaka eigi sína fulltrúa þar. Íbúaþing Alta er skipulagt þannig að íbúar geta valið sér viðfangsefni og verið aðeins hluta dagsins eða allan daginn, tekið þátt í hugarflugshópi eða skipulagshópi, einum eða fleiri. Ekki er síst mikilvægt að heyra og sjá hverjar niðurstöður íbúaþingsins verða, en ráðgjafateymi Alta og John Thompson & Partners munu kynna þær strax þriðjudagskvöldið 12. nóv- ember nk. kl. 20:30. Frekari kynningu og dagskrá verð- ur dreift á næstu dögum. Allir sem vettlingi geta valdið ættu að mæta á íbúaþingið. Þetta er einstakt tækifæri til að taka þátt í að móta stefnu Sel- tjarnarness til næstu 20 ára. Mætum öll og skoðum Nesið í nýju ljósi! Eftir Ingu Hersteinsdóttur „Þetta er ein- stakt tæki- færi til að móta stefnu Seltjarnar- ness til næstu 20 ára.“ Höfundur er formaður skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness. Nesið í nýju ljósi! TÍÐRÆTT hefur verið í fjölmiðl- um undanfarið leiðtogaleysi okkar sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Hefur umræðan snúist að miklu leyti um að fá utanaðkomandi einstakling til að bjarga málunum. Hafa mörg nöfn verið nefnd, en ég læt ógert að nefna þau öll hér. Hefur þessi um- ræða verið heldur þreytandi, svo ekki sé meira sagt. Í mínum huga er þessi umræða óþörf. Drífa Hjartardóttir er sannur leiðtogi okkar í næstu kosningabar- áttu. Hún tók við sæti 1. þm. Suður- lands við erfiðar aðstæður, og sem form. landbúnaðarnefndar Alþingis hefur hún sýnt hvað í henni býr. Frestun gæðastýringar í sauðfjár- rækt var t.d. mikið hagsmunamál fyr- ir bændur og þjóðina alla. Drífa hefur sýnt að hún hefur dug, þor og það áræði sem við viljum sjá í leiðtoga. Hún hefur áunnið sér traust og alltaf staðið undir því. Drífa vann öturlega að sveitarstjórnarmálum í 16 ár. Var formaður SSK 1987–1993. Sat í jafn- réttisráði 1991–1999. Náði glæsilegri kosningu inn í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins 1991 og sat þar í 8 ár. Þessi trúnaðarstörf eru aðeins brot af þeim fjölmörgu sem hún gegnir eða hefur gegnt. Drífa hefur ætíð sýnt ábyrgð, trúnað og heiðarleika í öllum sínum störfum. Hún er sá foringi sem við leitum að. Ég frábið mér þá umræðu sem átt hefur sér stað um „prinsinn“ eða „prinsessuna“ á hvíta hestinum. Kjör- dæmisráð flokksins hefur skipað upp- stillingarnefnd sem er falið að skila tillögu að uppstillingu fyrir lok næsta mánaðar. Sú nefnd er nú að störfum og ég vona að þeir sem eigi upptök að þeim áróðri sem verið hefur í fjölmiðl- um síðustu daga og reyndar allt síð- astliðið sumar, að gefa nefndinni vinnufrið. Ég treysti þessum 19 ein- staklingum til að skila viðunandi nið- urstöðu til kjördæmisráðs, niðurstöðu sem allir sjálfstæðismenn kjördæm- isins geta sætt sig við, niðurstöðu sem mun „moka flórinn að stórsigri flokksins“ 10. maí næstkomandi. Þar er ég ekki í nokkrum vafa um að nafn Drífu Hjartardóttur verði efst á blaði. Leiðtogi leiðtoganna Eftir Ingvar P. Guðbjörnsson Höfundur er formaður Fjölnis, f.u.s. í Rangárvallasýslu, situr í kjördæm- isráði flokksins í Suðurkjördæmi og í stjórn SUS fyrir Suðurkjördæmi. „Drífa hefur sýnt að hún hefur dug, þor og það áræði sem við viljum sjá í leiðtoga.“ Meira á mbl.is/Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.