Morgunblaðið - 25.10.2002, Page 31
Morgunblaðið/Pétur Óskarsson
Hér eru framsögumennirnir fjórir um viðskipti Íslands og Bandaríkjanna. Frá vinstri: Magnús Gústafsson, for-
stjóri Icelandic í Bandaríkjunum (áður Coldwater), Brad Horowitz, forstjóri Western Wireless, Kenneth Pet-
erson, forstjóri Columbia Ventures, og Árni Sigurðsson, forstjóri Digital World Service, dótturfyrirtækis
Bertelsmanns í Bandaríkjunum.
ÓHÆTT er að fullyrða aðþau erindi sem þeir BradHorwitz, forstjóri West-ern Wireless Internat-
ional, sem seldi hlut sinn í Tali í lið-
inni viku, og Kenneth Peterson,
aðaleigandi Norðuráls á Grundar-
tanga og nú stærsti hluthafinn í Ís-
landssíma eftir að Íslandssími
keypti svo stóran hlut í Tali, fluttu á
námstefnunni í gær hafi vakið hvað
mesta athygli námstefnugestanna
sem voru flestir úr bandarísku og ís-
lensku viðskiptalífi en einnig sátu
hana stjórnmálamenn, embættis-
menn og starfsmenn utanríkisþjón-
ustunnar.
Dagskráin skiptist í fjóra hluta: Í
fyrsta hluta voru viðskipti Íslands
og Bandaríkjanna í brennidepli
ásamt vangaveltum um fjárfesting-
ar; í öðrum hluta var fjallað um
ferðamennsku og möguleika ferða-
þjónustunnar á vexti á næstu árum;
í þriðja hluta var fjallað um fjár-
málamarkaði vestan hafs og heima á
Íslandi og lokahluti námstefnunnar
var helgaður orkumálum, virkjun-
um og vetnisnotkun.
Það var Ólafur Jóhann Ólafsson,
formaður Íslensk-ameríska versl-
unarráðsins, sem setti námstefnuna
í gærmorgun og bauð gesti vel-
komna. Magnús Bjarnason, starf-
andi aðalræðismaður Íslands í New
York og viðskiptafulltrúi Íslands í
Bandaríkjunum, og Pétur Óskars-
son, viðskiptafulltrúi á ræðismanns-
skrifstofunni í New York, báru hit-
ann og þungann af skipulagningu
námstefnunnar, sem hefur verið í
undirbúningi um nokkurra mánaða
skeið.
Sósulestin á eftir að
bæta við sig vögnum
Fyrsta erindi dagsins flutti
Magnús Gústafsson, forstjóri Ice-
landic í Bandaríkjunum, þar sem
hann velti upp spurningunni hvort
sjávarfang yrði jafnmikill hluti af
útflutningi Íslendinga til Bandaríkj-
anna í framtíðinni og hann væri nú,
eða um 77%. Magnús kvað litlar
vonir hægt að binda við að útflutn-
ingur sjávarfangs frá Íslandi ætti
eftir að vaxa til muna í framtíðinni,
vegna þess að ekki hefði gengið vel,
hvorki hjá Íslendingum eða öðrum
fiskveiðiþjóðum, að byggja upp og
efla villta fiskistofna. Sagði hann að
því væru meiri líkur á því að Íslend-
ingar ættu eftir að auka fiskeldi og
efla og þar af leiðandi gæti þar verið
mögulegur framtíðarvaxtarbroddur
í útflutningi. Erindi sitt nefndi
Magnús „Will the Gravy Train Stay
on Track?“ á ensku, sem gæti út-
lagst á því ylhýra: Mun sósulestin
haldast á sporinu? Niðurstaða
Magnúsar var sú að sósulestin (mat-
arlestin) ætti á næstu árum eftir að
bæta við sig nokkrum vögnum en í
þá vagna kæmu nýjar matvörur, há-
gæðavörur og okkar kappsmál yrði
að selja þær við sem hæstu verði,
rétt eins og Björn bóndi hefði gert í
Brekkukotsannál Laxness.
Eftirsóknarvert að
starfa á Íslandi
Brad Horowitz, forstjóri Western
Wireless International, sem í síð-
ustu viku seldi sinn hluta í Tali til Ís-
landssíma, lýsti í mjög áhugaverðu
erindi hvernig Western Wireless
hefði staðið að fjárfestingum sínum
á Íslandi og hver hefði verið hug-
myndafræðin á bak við fjárfesting-
arnar. Erindi hans nefndist „Secret
to Success“ eða Leyndardómur vel-
gengninnar.
Western Wireless International
var stofnað 1996 sem dótturfyrir-
tæki bandaríska fyrirtækisins
Western Wireless Corporation, með
það að markmiði að finna litla en
þróaða markaði þar sem kynnu að
leynast sóknarfæri fyrir fjarskipta-
fyrirtæki. „Ísland féll því vel að
þeirri mynd,“ sagði Horwitz. Horo-
witz kvað það ekki hafa haft minnst
áhrif á ákvarðanir um að fjárfesta á
Íslandi að á Íslandi var stöðugleiki,
stjórnvöld hefðu skapað viðskipta-
legt umhverfi sem væri eftirsókn-
arvert að starfa í og því hefði verið
tekin sú ákvörðun 1997 að fara út í
fjárfestingu á Íslandi í samvinnu við
Norðurljós og byggja upp nýtt fjar-
skiptafyrirtæki á Íslandi, Tal, þegar
einkaréttur Landssímans á slíkum
rekstri var afnuminn með lögum.
Fjárfestingin hefði verið þrír
milljarðar króna (34 milljónir doll-
ara), þar af 800 milljónir í hlutafé frá
hluthöfunum og 2,2 milljarðar í
lánsfé og nú fimm árum síðar, þegar
Western Wireless hefði selt hlut
sinn, hefði fyrirtækið verið 74 millj-
óna dollara virði. Ávöxtun fjár-
magnsins hefði því verið sérstak-
lega góð, á skömmum tíma.
„Fjárfesting okkar á Íslandi er
eiginlega kennslubókardæmi um
það hvernig á að fjárfesta í þessum
geira og ná góðum árangri,“ sagði
Horwitz og þakkaði þann árangur
ekki síst hæfu, duglegu og vinnu-
sömu starfsfólki.
Smæðin gerir mögulegt að
ráðast hratt í hlutina á Íslandi
Kenneth Peterson, forstjóri Col-
umbia Ventures og eigandi Norður-
áls á Grundartanga, fjallaði í erindi
sínu um fjárfestingar í orkukræfum
iðnaði. Peterson sagði að áður en
niðurstaða Columbia Ventures varð
sú að reisa álver á Íslandi, hefði ver-
ið gerð könnun á vegum fyrirtæk-
isins á mögulegri staðsetningu fyrir
álver um allan heim. Tvö lönd hefðu
á endanum komið til greina, ótrú-
lega ólík lönd, Ísland og Venezúela.
Hann sagði að það hefði einnig haft
mikil áhrif á Columbia Ventures við
endanlega ákvarðanatöku hversu
hratt væri hægt að ráðast í hlutina á
Íslandi. Það hefði hjálpað til að Col-
umbia Ventures væri lítið fyrirtæki
á alþjóðlegan mælikvarða og Ísland
væri líka fremur lítil þjóð.
Smæðin hefði gert hraðann við
ákvarðanatöku mögulegan og ekki
væri verið að flækja hlutina um of á
Íslandi. Í mars 1997 hefði fengist
starfsleyfi fyrir verksmiðjuna á
Grundartanga og í júní ári síðar, þ.e.
1998 hefði álbræðslan hjá Norðuráli
hafist. „Þetta var líklega methraði í
uppbyggingu á álverksmiðju,“ sagði
Peterson og bætti við að það hefði
mjög auðveldað allar ákvarðanir og
hraðann við uppbygginguna að
verktakar við byggingu álverk-
smiðjunnar voru íslenskir.
Staða Íslands innan
EES jákvæð
Þá hefði staða Íslands innan EES
(Evrópska efnahagssvæðisins)
einnig haft áhrif á ákvörðunina um
að reisa álbræðslu á Íslandi því
hægt hefði verið að flytja ál til Evr-
ópusambandslanda vegna þess. Pet-
erson kvaðst fyllilega taka undir orð
Horwitz um að íslensk stjórnvöld
hefðu lagt mikið af mörkum til þess
að fá erlenda fjárfesta til að horfa til
Íslands. Hann sagðist telja að það
væri algjört lykilatriði.
Það var Jakob Falur Garðarsson,
aðstoðarmaður Sturlu Böðvarsson-
ar, sem flutti ávarp um ferðaþjón-
ustuna og horfur í forföllum ráð-
herrans. Einnig gerði Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða, grein
fyrir því hvernig flug milli Íslands
og Bandaríkjanna hefði þróast síð-
astliðna hálfa öld.
Ed McKelvey, yfirhagfræðingur
hjá Goldman Sachs Group, flutti er-
indi um horfur í bandarískum efna-
hagsmálum, Þórður Friðjónsson,
forstjóri Kauphallarinnar, fjallaði
um markaðshorfur á Íslandi. Valur
Valsson, forstjóri Íslandsbanka,
fjallaði um tækifæri fjárfesta á Ís-
landi.
Lokapartur námstefnunnar var
tileinkaður virkjanamálum, þar sem
Friðrik Sophusson, forstjóri Lands-
virkjunar, fjallaði um hversu mikil
orka væri enn ónýtt á Íslandi og
hversu mikið hefði verið virkjað árið
2010. Jón Björn Skúlason fjallaði
um notkun vetnis sem orkugjafa og
dr. Stephan Tang velti upp spurn-
ingum um það hvenær kæmi að því
að vatn yrði eldsneytið sem við sett-
um á bílana.
Rætt um viðskipti Íslands og Bandaríkjanna í New York
Fjárfesting á Íslandi
orðin eftirsóknarverð
Húsakynni The Scandinavian House í New York voru þétt setin á
námstefnu íslensk-amerísku verslunarsamtakanna í gær, þar sem
viðskipti Íslands og Bandaríkjanna við upphaf 21. aldarinnar voru
í brennidepli. Agnes Bragadóttir fylgdist með námstefnunni.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 31
a, bólgur
angvinna
ölskyldu-
n.
og lífsstíl
eir sem
ttu, offita
þeir sem
neyttu fituríkrar og trefjasnauðr-
ar fæðu væru einnig í þeim hópi.
Sagði hann fjölbreytta og holla
fæðu auk reglubundinnar hreyf-
ingar geta átt þátt í að draga úr
hættu á ristilkrabbameini.
Talið er unnt að draga úr tíðni
ristilkrabbameins með fjöldaskim-
un, skipulagðri leit. Er talið að
fækka megi dauðsföllum með því
um allt að 30% og jafnvel meira.
Ásgeir Theodórs kveðst sjálfur
meðmæltur fjöldaskimun og telur
ekki hafa verið gert nóg hérlendis
til að ráðast gegn sjúkdómnum.
Vísaði hann til þess að góður ár-
angur hefði verið af leitarstarfi
Krabbameinsfélagsins varðandi
legháls- og brjóstakrabbamein.
Hann sagði kostnað ekki liggja
ljósan fyrir en gera mætti ráð
fyrir að hann yrði tugir milljóna
króna árlega. Talið er að kostn-
aður vegna meðhöndlunar ristil-
krabbameins hérlendis sé milli
350 og 500 milljónir króna árlega.
Ákvörðun um
fjöldaskimun pólitísk
Ásgeir sagði í samtali við
Morgunblaðið að ákvörðun um
fjöldaskimun eða kembileit væri
pólitísk og lagði áherslu á að
fræðsluherferðin nú væri eitt og
hugsanleg fjöldaskimun síðar
væri annað mál og óskylt. Brýnt
væri að fá í reglulegt eftirlit þann
hóp sem væri í mestri áhættu,
þ.e. þá sem hefðu haft sepa eða
bólgur í ristli og hefðu ættarsögu
um slíkt. Gætu það verið nokkur
hundruð manns og beindist
fræðsluherferðin ekki síst að því
að ná til þeirra. Fjöldaskimun
tæki hins vegar til allra sem væru
50 ára og eldri og einkennalausir
og væri allt annar handleggur.
Á vegum landlæknisembættis-
ins hefur málið verið kannað
nokkuð og sagði Haukur Valdi-
marsson aðstoðarlandlæknir á
fundinum að á næstunni yrði
skipuð framkvæmdanefnd. Myndi
hún meta hvort og með hvaða
hætti skimun kæmi til greina.
riðja algengasta krabbameinið á Íslandi
0 dauðsföll
érlendis
Morgunblaðið/Jim Smart
ræðsluátakið. F.v. læknarnir Haukur Valdi-
dóttir og Sigurður Ólafsson.
ynja sepi þróast í illkynja æxli. Allt að 10 ár geta
a kirtilæxlis þar til úr verður krabbameinsæxli.
stu fundi
.
ldur eng-
nríkisráð-
-ríkjanna
á fundin-
ari viku;
norskir
ð endur-
andi vægi
kuðu Evr-
i og að
ng EES-
gufa upp.
sen, utan-
a Noregs,
að vinna
urskoðun
um Evr-
agssvæðið
í að sam-
ríkin smá.
r en þeir
r. En það
ess að við
okkur þá
möguleika sem við höfum, þar með
talið í EES-ráðinu,“ segir Petersen.
Sverrir segir að ekki hafi staðið
til að afgreiða fiskverslunarþáttinn
á fundinum. „Við höfum hamrað á
okkar sjónarmiðum í sambandi við
stækkunina, að við séum tilbúnir til
þess að taka á okkur þær skyldur
sem fylgja stækkuðu EES-svæði.
En á móti ætlumst við líka til þess
að við fáum óhindraðan aðgang að
mörkuðum í þessum löndum og þá
sérstaklega með fiskafurðir. Þetta
ítrekuðum við enn og aftur. Við
lögðum mikla áherslu á að fríversl-
un með fisk, eins og hún er núna við
umsóknarlöndin, félli ekki niður í
reynd þegar þessi ríki eru komin
inn í Evrópusambandið.“
Sverrir Haukur segir að Íslend-
ingar og Norðmenn séu algerlega
samstíga í þessum kröfum þótt við-
skipti Norðmanna, einkum við ríkin
í Austur-Evrópu, hafi til þess verið
mun meiri en okkar Íslendinga.
„Menn eru auðvitað minnugir
þess,“ segir Sverrir, „sem gerðist
árið 1994 þegar Svíar og Finnar
gengu í ESB og fríverslunarsamn-
ingar okkar við þesi ríki féllu niður
en þá lentum við í því að fá úthlutað
kvótum miðað við viðskiptin þrjú
árin þar á undan.“
Sverrir tekur fram að nauðsyn-
legt sé að vinna vel við að koma
samningum í höfn sem fyrst þannig
að hægt verði að staðfesta EES-
samninginn við nýju aðildarríkin
um leið og staðfesting fer fram á að-
alsamningunum í þjóðþingum þess-
ara tíu ríkja sem væntanlega muni
ganga í ESB.
Sverrir segir að það geti vart tal-
ist til tíðinda að Chris Patten, sem
fer með utanríkismál í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins, hafi ekki setið fundinn en auð-
vitað þætti mönnum gott ef
framkvæmdastjórar á vegum ESB
sæktu fundi EES-ráðsins. Á þess-
um fundi hafi af hálfu ESB verið
Bertel Haarder, Evrópumálaráð-
herra Dana, sem nú eru í forsæti
fyrir Evrópusambandið.
Sverrir segir að þetta hafi verið
hefðbundinn fundur hjá EES-
ráðinu þar sem farið hafi verið yfir
þann árangur sem hafi orðið í sam-
starfi á sviði EES-samningsins
undanfarna sex mánuði.
„Þarna kom t.d. í ljós að það hef-
ur tekist að koma mun fleiri gerðum
í réttan farveg til lagatöku hér á
landi; núna eru mun færri gerðir
sem á eftir að lögleiða eða aðeins 99
talsins um mitt þetta ár en um ára-
mótin voru þær 170. Þannig að
þetta sýnir að kerfið vinnur ágæt-
lega og það skiptir vissulega máli að
það sé ekki töf hjá okkur við að inn-
leiða gerðir sem sameiginleg nefnd
EES-ríkjanna hefur komist að nið-
urstöðu um,“ sagði Sverrir Haukur
Gunnlaugsson.
í Lúxemborg
áfram-
íverslun
afurðir
miði“ EFTA-ríkjanna að
rði margfalt hærri sjóð-
tar landbúnaðarafurðir