Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ á er það matarboðið á morgun. Við hjónin höfum svolítið verið að velta því fyrir okkur hvað við eigum að bera á borð fyrir gesti okkar en okkur hefur gengið hálfilla að komast að niðurstöðu. Satt best að segja er hvorugt okkar neitt sér- lega lagið við matseldina og eigi ég að vera alveg heiðarleg verð ég að viðurkenna að ferill minn sem eldabuska er allt annað en glæsi- legur. Hann byrjaði eiginlega með því þegar ég ákvað að gerast græn- metisæta á menntaskólaárunum. Það voru nú ekki göfugar hugsjónir sem réðu þeirri ákvörðun heldur fyrst og fremst sú staðreynd að mér þótti kjöt vont. Reyndar fannst mér grænmeti líka vont en eitthvað varð maður að eta og því varð þetta úr. Fljótlega fór ég að stúdera mat- reiðslubækur og leist bara nokkuð vel á sumar myndirnar, en þar sem uppskriftir eru jafnan gerðar fyrir fleiri en einn afréð ég að bjóða mínum bestu (og þolinmóðustu) vinkonum í matarboð. Nú skyldu dásemdir græna matseðilsins op- inberast og Tilraunaeldhús Berg- þóru varð að veruleika. Matseðillinn var fimm rétta, því ég gat ómögulega gert upp á milli kræsinganna í bókunum og sama dag og veislan rann upp stóð ég í heilan dag yfir pottum, pönnum, formum og skálum. Baunir voru bleyttar, grænmeti gufusoðið og brauð bökuð af miklum móð. Öll matreiðslutæki heimilisins voru á fullu og það var rétt svo að fjórar eldavélarhellur og einn steikarofn dygðu fyrir þessi reiðinnar býsn. Það var því sveittur og glans- andi gestgjafi sem tók á móti spenntum vinkonum þetta kvöld. Til að gera langa sögu stutta er best að upplýsa að máltíðin var gersamlega mislukkuð, að minnsta kosti frá sjónarhóli matseljunnar. Öll þessi eldamennska hafði þau áhrif á mig að ég missti matarlyst- ina og fannst hver rétturinn öðrum ólystugri. Mig minnir reyndar að smjör- soðnu ætiþistlahjörtun hafi verið ágæt, sem er ekki hægt að segja um linsubaunasúpuna því hún líkt- ist miklu fremur hnausþykkum graut en því þunnfljótandi delíkat- essi sem henni var ætlað að vera. Eins kom í ljós að í hita leiksins við eldamennskuna hafði ég ruglast á niðursoðnum tómötum og tómat- púrré, sem kom óneitanlega niður á aðalréttinum, og í óljósri minn- ingunni rámar mig eitthvað í fitu- löðrandi og ofsteikt eggaldin, sem voru vægast sagt ólekker í útliti. Ég get ómögulega fengið mig til að muna hvað fleira var á matseðl- inum þetta fyrsta kvöld mitt sem meistarakokkur, annað en að það var allt saman vont á bragðið. Gestir mínir voru nú samt kurt- eisir og gerðu sitt besta til að troða veitingunum í sig en einhvern veg- inn tókst þeim nú samt að gera súkkulaðinu, sem var borið fram síðar um kvöldið, óvenju góð skil. Ég verð nú að segja að þetta framtak varð mér ekki sú hvatning sem ég hafði vonast eftir á eld- unarfrontinum og í afskaplega langan tíma á eftir lifði ég á ristuðu brauði og öðru fljótlegheitafæði. Þar kom þó að að mér áskotnaðist ný matreiðslubók með framandi réttum frá öllum heimshornum og þegar ég fór að skoða hana kolféll ég fyrir mynd af spönskum kjúk- lingi sem var alsettur ristuðum möndlum. Ég var nýbyrjuð að borða fið- urfé á ný (eftir eindregnar áskor- anir fjölskyldunnar), og fannst þessi réttur einstaklega girnilegur og í einhverju stundarbrjálæði greip ég símtólið og bauð vinkon- unum í mat á ný. Fullar hugrekkis mættu þær til máltíðarinnar en þó runnu á þær tvær grímur þegar lokinu var lyft af hnossgætinu. Satt best að segja leit það alls ekki út fyrir að vera eitthvað sem væri tilvalið að setja upp í munninn heldur miklu frem- ur eitthvað sem væri nýkomið það- an út! Þá skildi ég í raun hvað sannir vinir eru mikils virði. Þannig hefur ferill minn sem gestgjafi einkennst af hverju stór- slysinu á fætur öðru og því kannski ekki alveg að ástæðulausu sem ég er svolítið stressuð fyrir mat- arboðið á morgun. Ekki bæta úr skák allir matreiðsluþættirnir sem nú tröllríða öllu og gefa til kynna, að það að töfra fram hvern undra- réttinn á fætur öðrum sé barasta ekkert mál og miklu minna en það. Fremst þar í flokki fer hin enska Nigella sem svífur um eldhúsgólfið á glæsilegum silkisloppum og grautar í hinum og þessum hráefn- unum með berum lúkunum, líkt og maður gerði við drullumallið í búinu sínu í gamla daga. Út í þau slumpar hún hinum kynlegustu kryddum og hefur ekkert nema til- finninguna sem mælistiku á magn- ið um leið og hún sveiflar hárinu svolítið kynþokkafullt yfir öllu saman. Ég hef átt í mesta basli með að skilja hvernig hún fer að því að halda sínum kvenlegu línum því ekki einasta borðar hún allt sjálf sem hún eldar heldur stundar hún það að laumast niður í ísskáp um miðjar nætur og úða í sig ein- hverju sérdeilis fitandi. Eitthvað í undirmeðvitundinni hefur verið að hvísla því að mér að reyna nú ekki að leika þetta eftir enda ljóst að það myndi taka óhemju tíma og peninga að sanka að sér öllu því sem nauðsynlegt er að hafa við höndina svo að hægt sé að elda svona fljótlegan og ódýran mat, eins og Nigella gerir svo snilldarlega. Nei, ætli ég taki ekki stjórn- málamenn fyrr og nú á orðinu og hafi hagkvæmni og þjóðlegheit að leiðarljósi við eldamennskuna enda getur þannig soðning varla klikk- að. Því er ég að velta fyrir mér að hafa grjónagraut í forrétt og súrt slátur og stöppu í aðalrétt og bera fram nóg af íslensku brennivíni með. Þá ætti öllum að vera sama þótt ég sleppi eftirréttinum. Matseld og meistara- kokkar „Þannig hefur ferill minn sem gestgjafi einkennst af hverju stórslysinu á fætur öðru og því kannski ekki alveg að ástæðulausu sem ég er svolítið stressuð fyrir matarboðið á morgun.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. SKATTAMÁL snerta alla – af- komu fólks og velferðarstigið í þjóð- félaginu. Miðstjórn ungra fram- sóknarmanna ályktaði nýlega um þennan mikilvæga málaflokk. Þar kemur m.a. fram að nauðsynlegt sé að ráðast í breytingar á skattkerf- inu til hagsbóta fyrir tekjulága og millitekjufólk. Sú sem þetta skrifar tekur heilshugar undir ályktunina. Fjárlagafrumvarpð ber með sér að verið er að létta skattbyrði fé- laga og hinna efnameiri. Tekju- skattur félaga fer niður í 18% en tekjuskattar einstaklinga eru óbreyttir (38,54%). Reyndar hækka launaskattar lítillega. Gróflega reiknað og að frádregnum bótum bera einstaklingar um 60 milljarða í tekjusköttum á meðan félög bera um 5 milljarða tekjuskatt. Síðan er verið að lækka eignarskattinn. Sú lækkun kemur hinum efnameiri einkum til góða. Hér skal minnt á að skattur á eignatekjur einstak- linga er aðeins 10%. Hinir efnameiri hafa það því al- veg bærilegt í þessu landi. Sömu sögu er að segja af atvinnurekstri sem rekinn er í félagaformi. Það hefur sína kosti, þessir aðilar flýja þá síður land vegna ofsköttunar. Það er samt spurning hversu lágt maður fer með skattana á þessa hópa. Skattleysismörk hækka lítillega í fjárlagafrumvarpinu eða úr viðmið- un við um 67.000 kr. tekjur á mán- uði í um 70.000 kr. Einnig er dregið úr tekjutengingu barnabóta. Þetta eru skref í rétta átt en betur má ef duga skal. Sé miðað við forsendur í skatt- svikaskýrslu frá árinu 1993 má áætla að tekjutap hins opinbera af skattsvikum sé á bilinu 15 til 21 milljarður á ári. Þetta er gríðarmik- ið fé og ekki miklu minna en kostar að reka menntakerfið á ári. Sé mið- að við að svikin nemi um 20 millj- örðum þá nema þau heilum þriðj- ungi af heildartekjusköttum fólks- ins í landinu. Það er réttlætismál að allir, sem til þess hafa burði, borgi sinn skerf til samfélagsins. Ekki bara sumir. Með einbeittum aðgerðum hlýtur að vera hægt að ná drjúgum hluta þess sem skotið er undan. Þá peninga mætti nota til að hækka skattleys- ismörk, lækka skattprósentu ein- staklinga og draga úr jaðarskatta- áhrifum á millitekjufólk. Tekjusköttum er ekki bara ætlað að vera tekjuöflunartæki, þeir eiga líka að vera tekjujöfnunartæki. Í því ljósi er ankannalegt að verið sé að lækka hátekjuskatt úr 7% í 5%. Hátekjuskattur byrjar að tikka í um 320.000 kr. tekjum, sem eru millitekjur miðað við þann gríðar- breiða launaskala sem birtist okkur í Frjálsri verslun. Undirrituð hefði frekar viljað sjá hátekjuskattinn lækka á millitekjur en standa í stað eða hækka á raunverulegar há- tekjur. Eftir Ingibjörgu Ingvadóttur „Með ein- beittum að- gerðum hlýt- ur að vera hægt að ná drjúgum hluta þess sem skotið er undan.“ Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 3.–4. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Skattar eru tæki til jöfn- unar SÚ staðreynd að rekja megi hinar gæfuríku breytingar á íslensku sam- félagi undanfarinn áratug til EES- samningsins en ekki til aðgerða for- sætisráðherra mun ekki verða honum að falli, heldur sú staðreynd að Davíð Oddsson skynjar ekki lengur um- hverfi sitt rétt. Stjórnmálamaður sem ekki les rétt í aðstæður missir um síð- ir stuðning fólksins. Slíkt varð leið- togum eins og Margret Thatcher og Helmut Kohl að falli. Sjaldan hefur forsætisráðherra orðið jafnber að því að skynja ekki þjóðarsálina og þegar heimsókn Kínaforseta stóð yfir síðastliðið sum- ar. Þá sagði Davíð að hann skynjaði enga óánægju meðal þjóðarinnar. Óhætt er að segja að hátterni ís- lenskra stjórnvalda í garð mótmæl- enda hafi uppskorið einlæga reiði al- mennings. Einnig má nefna nýleg ummæli forsætisráðherrans þar sem hann afgreiddi starf Mæðrastyrks- nefndar með þeim orðum að það væri alltaf til fólk sem hlypi til eftir ókeypis mat og fatnaði. Ekkert ærir forsætisráðherra jafn- mikið og Evrópuumræðan skelfilega. Forsætisráðherra segist ekki verða hlynntur aðild fyrr en hann „sé orðinn galinn“ og að Evrópusambandið sé „eitt ólýðræðilegasta skrifstofubákn sem hefur verið fundið upp“. Þeir sem mæla með upptöku á evrunni tali síð- an af „yfirgripsmikilli vanþekkingu“. Forsætisráðherra hefur nú verið lengur við völd en nokkur annar for- sætisráðherra hér á landi. Það er þekkt að vald spillir og að mikið vald gjörspillir en verst fer þó líklega á því að vera með valdið of lengi í hendi sér. Davíð Oddsson er farinn að beita valdinu með öðrum hætti en ætlast er til af honum. Allir muna eftir örlögum prests sem vann sér það til saka að skrifa óheppilega smásögu að mati forsætis- ráðherra og missti starfið. Þjóðhags- stofnun var ósammála Davíð í efna- hagsmálum og var fyrir vikið lögð niður. Samtök iðnaðarins fram- kvæmdu skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til ESB en uppskáru í kjölfarið hótun frá forsætisráðherra um að skrúfað yrði fyrir opinbera tekjuleið þeirra. Efast var um læsi yfir hundrað há- skólaprófessora þegar þeir dirfðust að vera ósammála forsætisráðherra í fiskveiðistjórnunarmálum. Eftir minnisblaðsdóminn í öryrkjamálinu kom orðsending úr forsætisráðuneyt- inu um að dagskrá ríkisstjórnarfunda ætti ekki lengur að vera opinber. Enn fleiri hafa fengið að heyra það frá forsætisráðherranum og má þar nefna biskup Íslands, Hæstarétt, Samkeppnisstofnun, fréttastofu Rík- isútvarpsins, einstaka rithöfund, Norðurljós, Orca-hópinn, Kaupþing og Baug. Þegar dæmin eru skoðuð saman sést svo ekki verður um villst að um mynstur er að ræða. Það er kominn tími til breytinga. Fall forsætis- ráðherrans Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Höfundur er frambjóðandi í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík „Það er þekkt að vald spillir og að mikið vald gjörspillir.“ ÞAÐ er nauðsynlegt að gefa ungu fólki tækifæri til starfa innan stjórn- málaflokka. Með hinum yngri koma ferskir vindar, sem feykja á brott fúasprekum og styrkja enn frekar hinn styrka stofn heilbrigðra stjórn- arhátta. Ástæðan fyrir þessu grein- arkorni mínu er sú að nú á næstu misserum fer Framsóknarflokkur- inn að velja fólk á framboðslista vegna komandi Alþingiskosninga. Ég vil sem framsóknarmaður minna annað framsóknarfólk á það að tryggja ungu fólki sæti ofarlega á listum flokksins. Framsóknarflokk- urinn í Kópavogi hefur með afger- andi hætti á liðnum árum lýst yfir stuðningi við unga fólkið og er það mál manna að þar blási ferskir vind- ar. Ég vil eindregið hvetja flokks- félög sem víðast um landið til að þjappa sér saman um unga fólkið og veita því brautargengi. Ef Framsóknarflokkurinn ætlar að verða öflugur stjórnmálaflokkur í framtíðinni er eitt mál öðrum fremur sem hann þarf að rækja. Það er öfl- ugt og markvisst ungliðastarf í flokknum. Flokkur sem ekki hefur öflugt ungliðastarf, endurnýjast ekki. Það er nauðsynlegt að gefa ungu fólki tækifæri til starfa innan flokksins, starfa við hlið eldra og reyndara fólks, við störf sem gefur ungu fólki dýrmæta reynslu og gerir það enn hæfara til starfa fyrir Fram- sóknarflokkinn. Með því að hafa ungt fólk í fram- varðasveit flokksins gefst tækifæri til þess að gera ímynd hans aðgengi- legri fyrir unga kjósendur. Framsóknarflokkurinn þarf að taka enn frekari forystu í atvinnu- og fjölskyldumálum þar sem hagsmunir ungs fólks verða í fyrirrúmi og þar sem ungt fólk verður í fararbroddi. Framtíð framsóknar Eftir Einar Kristján Jónsson Höfundur er formaður Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi og fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna. „Með því að hafa ungt fólk í fram- varðasveit flokksins gefst tækifæri til þess að gera ímynd hans að- gengilegri fyrir unga kjósendur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.