Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 35 PRÓFKJÖR Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram hinn 9. nóvem- ber nk. Meðal fram- bjóðenda er Ágúst Ólafur Ágústsson formaður Ungra jafnaðarmanna. Ég hef þekkt Ágúst Ólaf í nokkur ár og hef fylgst með hans ötula starfi innan Samfylkingarinn- ar. Hann hefur barist af krafti fyrir stefnumálum sínum og unnið mikið starf í stefnumótun Samfylkingar- innar. Ágúst Ólafur er til að mynda annar höfunda sjávarútvegskaflans í bókinni Evrópuúttekt, sem Samfylk- ingin gaf út fyrir um ári. Í þeim kafla bendir Ágúst Ólafur á að sjávarút- vegsstefna Evrópusambandsins er ekki hindrun að aðild Íslands að sambandinu eins og af er látið. Þvert á móti telur hann að ýmislegt í lög- um og innri gerð Evrópusambands- ins geri það að verkum að líklega yrði fallist á sérhagsmuni Íslands, komi til aðildar landsins að Evrópu- sambandinu. Ágúst Ólafur Ágústsson er ungur, kappsfullur og áræðinn maður. Hann er 25 ára og lýkur prófi í lög- fræði og hagfræði í vor frá Háskóla Íslands. Ágúst Ólafur er verðugur fulltrúi sinnar kynslóðar á Alþingi Íslendinga. Ágúst Ólaf í 4. sætið Gunnar Alexander Ólafsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, skrifar: FEMINISMI hefur lengi verið helsta tæki kvenna til að ná fram jöfnum kjörum. En hvað verður um fem- inisma þegar gler- þakinu er náð? Þeg- ar óréttlæti er ekki áberandi dregur úr áhuga fólks og að- gerðir til jöfnuðar eru litnar hornauga. Því er brýnt fyrir feminista að laga sig að breytt- um aðstæðum og leita nýrra leiða í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Herskáu aðferðirnar sem nýttust svo vel á sínum tíma hafa þveröfug áhrif í dag. Fólk hvekkist við og neit- ar að hlusta á gild rök. Því er þörf á rólegri og stöðugri herferð til að ná til fólks. Bryndís Hlöðversdóttir er gott dæmi um stjórnmálakonu sem hefur tekist að halda uppi merkjum feminismans við nýjar aðstæður og samþætta jafnréttisstefnu í öllum sínum verkum. Bryndís hefur sýnt að hún er verðugur leiðtogi sem Samfylkingin er stolt af. Þess vegna kýs ég Bryn- dísi Hlöðversdóttur í 2. sæti í kom- andi prófkjöri í Reykjavík. Bryndís Hlöðvers- dóttir – nútímaleg jafnréttisstefna Bryndís Nielsen, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, skrifar: NÆSTKOMANDI laugardag velja framsóknarmenn í efstu sex sæti á framboðslista flokksins í Suðvest- urkjördæmi fyrir komandi alþing- iskosningar. Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðn- aðar- og við- skiptaráðherra, hefur gefið kost á sér í annað sæti á lista flokksins. Pál þekki ég vel og ég mun styðja hann í það sæti. Páll var varamaður í bæjarstjórn Kópavogs í tvö kjör- tímabil frá árinu 1990 til 1998. Hann tók að sér mörg vandasöm trúnaðarstörf og þrátt fyrir ungan aldur leysti hann þau öll vel af hendi. Meðal annars var Páll for- maður íþróttaráðs Kópavogs í átta ár og stýrði einni mestu uppbygg- ingu á því sviði í sögu Kópavogs. Páll hefur frá árinu 1999 verið að- stoðarmaður iðnaðar- og við- skiptaráðherra og hefur í þeim störfum öðlast mikla reynslu og góðan skilning á málefnum Alþingis og þjóðlífsins í heild. Ég skora á fulltrúa á kjördæmisþingi flokksins nú á laugardag að tryggja Páli glæsilega kosningu í annað sæti listans. Styðjum Pál Magnússon í 2. sæti Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi skrifar: Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Einstakt tækifæri Vættaborgir - sérhæðir Nýjar glæsilegar sérhæðir í raðhúsalengju á frábærum stað í Grafarvogi. Um er að ræða neðri sérhæðir, ca 80-90 fm 3ja herbergja, og efri sér- hæðir, ca 150-160 fm 4-5 her- bergja, m. innbyggðum bílskúr. Stutt í alla skóla, verslun og þjónustu við Spöngina. Eignirnar til afhendingar mjög fljótlega og á næstu mán., fullbúnar að utan, tilbúnar undir tréverk að innan á góðu verði, 9,2 millj. (neðri hæð) og 14,2 millj. efri hæðin. Hægt að fá keypt fullbúið án gólfefna með flísal. baði. Verð þá 11,2 millj. og 17,2 millj. Hægt að fá allt að 9,0 millj. húsbréf á hverja eign. Hægt að kaupa aðra íbúðina í hverju raðhúsi eða báðar og fá allt að 8-9,0 millj. húsbréf á hvora eign (örugglega 9 millj. á efri hæðina). Hér er um frábæran kost að ræða. Fyrstur kemur fyrstur fær. Lyklar á skrif- stofu Valhallar og teikningar. Tilboðsverð Baðinnréttingar Mikið úrval Síðumúla 34, Fellsmúlamegin Opið 9-18, lau.: 10-14 Sími 588 7332

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.