Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórdís Anna Pétursdóttirfæddist í Reykjavík 5.7. 1965. Hún og dætur hennar, Elín Ísa- bella Kristinsdóttir, fædd í Sví- þjóð 12.8. 1993, og Mirra Blær Kristinsdóttir, fædd í Svíþjóð 18.9. 1994, létust dagana 9. og 10. október síðastliðinn á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi. Foreldrar Þórdísar Önnu eru Elín Þórunn Bjarnadóttir, f. 17.9. 1923, og Pétur Pálmason viðskiptafræðingur, f. 24.9. 1922, d. 11.4. 1998. Systkini Þórdísar Önnu eru Jónas Tryggvi, f. 5.7. 1955, Þórunn Aldís, f. 29.6. 1956, Margrét Björg, f. 23.7. 1957, Friðrik Árni, f. 3.9. 1958, d. 10.2. 1993, Sigrún Bryndís, f. 24.11. 1959, Pálmi Hannes, f. 6.12. 1961, og Bjarni Þór, f. 6.9. 1968. Faðir Elínar og Mirru er Krist- inn Pétur Benediktsson læknir í Reykjavík, f. 12.10. 1945. Systkini Elínar og Mirru sam- feðra eru: Jóhanna María, f. 22.3. 1973, Birkir Már, f. 14.4. 1975, og Elsa Karen, f. 21.4. 1980. Unnusti Þórdísar Önnu er Ás- geir K. Mikkaelsson. Þórdís Anna ólst upp í Norður- Gröf á Kjalarnesi. Hún lauk skeið í þolfimi og spinning og fór einnig á námskeið til að gerast líkamsræktarþjálfari í Svíþjóð. Einnig tók hún próf sem einka- þjálfari. Þá aflaði hún sér einnig menntunar í næringarráðgjöf. Eftir heimkomuna settust þær mæðgur að í Dynsölum í Kópa- vogi, þar sem Elín og Mirra gengu í Salaskóla. Þórdís Anna starfaði sem líkamsræktarkenn- ari og nú síðast hjá Hress í Hafn- arfirði. Útför þeirra mæðgna verður gerð frá Bústaðakirkju og hefst athöfnin klukkan 15. stúdentsprófi frá Kvennaskólan- um í Reykjavík 1987 og tók síðan 2 ár í hjúkrunarfræði við Háskól- ann á Akureyri. Árið 1991 flutti hún til Svíþjóðar ásamt Kristni Pétri sambýlismanni sínum, þar sem dætur þeirra fæddust. 1. júní 1996 fluttu þau til Orkanger í Noregi. Þar setti Þórdís Anna á stofn líkamsræktarstöð, sem hún rak til ársins 2001, en þá flutti hún til Íslands með dæturnar, en þau Kristinn höfðu þá slitið sam- vistum. Þórdís Anna aflaði sér margvíslegrar menntunar á sviði líkamsræktar. Hún fór á nám- Elsku Þórdís Anna mín. Það er erfitt að kveðja þig. Þú varst sólar- geislinn minn allt frá fæðingu. Þú komst öllum í gott skap og hafðir svo góð og jákvæð áhrif á alla í kringum þig, svo hugmyndarík og svo fljót að gera gott úr hlutunum. Takk fyrir allar yndislegu stund- irnar í sveitinni sem eru mér ógleym- anlegar. Það var alltaf hátíð þegar þú komst með stelpurnar í heimsókn. Það var mér mikið gleðiefni þegar þið komuð aftur heim til Íslands og fluttuð í íbúð við hliðina á mér í Dyn- sölunum. Við vorum eins og ein fjöl- skylda og þið mæðgurnar hugsuðuð svo vel um mig og ég reyndi að passa ykkur. Þú varst svo góð móðir. Betri móð- ur hef ég ekki vitað. Þú lifðir fyrir dætur þínar. Þær voru þér allt. Þú varst orðin svo hamingjusöm og framtíðin var björt, og þín er sárt saknað. Þúsund þakkir fyrir allar gleði- stundirnar. Þeim mun ég aldrei gleyma og takk fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. Guð geymi þig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín elskandi mamma. Elsku Elín og Mirra. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það er hjá ömmu að þurfa að kveðja ykkur. Þúsund þakkir fyrir allar gleðistundirnar sem við áttum saman. Það var mikil hamingja fyrir mig þegar þið fluttuð til Íslands og fá að hafa ykkur nálægt mér í rúmt ár. Við vorum eins og ein fjölskylda í Dyn- sölunum. Það var yndislegur tími, al- veg ógleymanlegur. Mér þótti svo vænt um þegar þið komuð til mín úr skólanum með allar bækurnar og lásuð fyrir mig. Þið voruð svo alltaf að teikna í herberg- inu hjá mér, sem þið kölluðuð „skrif- stofuna“, og gefa ömmu fallegar myndir sem þar urðu til og útbjugg- uð öll kort sjálfar sem þið senduð. Yndislegt að fá að hafa ykkur nálægt mér. Elsku Elín og Mirra. Guð gæti ykkar beggja um alla eilífð og allir fallegu englarnir vefji ykkur að sér. Þetta voru uppáhaldsversin ykk- ar: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ykkar elskandi amma í Dynsölum. Elsku Anna, Elín og Mirra; mér finnst ennþá alveg óskiljanlegt að þessi hræðilegi atburður skuli hafa átt sér stað. Að ég fái aldrei aftur að sjá ykkur í þessu lífi! Eina huggunin er að þið fenguð allar að yfirgefa þennan heim saman. Þið voruð allar svo ótrúlega nánar, ég veit þið hefð- uð ekki viljað lifa hver án annarrar. Ég veit líka að þið eruð á svo miklu betri stað núna; þið eruð hjá Jesú Kristi, og þar mun ég hitta ykkur aft- ur. Anna, þú varst alveg einstaklega falleg og heilsteypt manneskja, og svo full af orku. Ég man þegar pabbi kynnti okkur fyrst. Þá var ég 16 ára og ég kunni strax svo vel við þig; ann- að var ekki hægt. Þó að við höfum ekki alltaf eytt miklum tíma saman í gegnum árin leit ég á þig sem góða vinkonu sem var alltaf tilbúin til að ráðleggja og segja sínar skoðanir. Mér þykir vænt um hvað þú varst alltaf góð og þolinmóð við okkur systkinin frá byrjun. Það er líka gott að vita að þú hafir verið búin að finna hamingjuna á ný, og ég bið Guð að gefa Ásgeiri styrk í sorg hans. Elín og Mirra, elsku litlu systur mínar. Það var svo yndislegt þegar þið komuð í heiminn. Svo spennandi að eignast systkini á ný. Þið voruð alltaf svo fallegar og fullar af húmor. Svo ólíkar hvor annarri, bæði í útliti og skapgerð, en samt eins og tvíbur- ar. Ég vildi bara óska þess að ég hefði eytt meiri tíma með ykkur í gegnum árin. En svona er það þegar fólk býr alltaf í sitt hvoru landinu. Það var samt alltaf jafn gaman í hvert skipti sem við hittumst, og eftir að við fluttumst allar til landsins varð það jú oftar. Ykkur fannst svo gaman að fara með okkur pabba og systk- inunum í sund. Maður var alltaf upp- gefinn eftir allar rennibrautaferð- irnar sem þurfti að fara með ykkur í. Ég man líka þegar ég fór einu sinni með ykkur að versla. Þið voruð með vasapening sem þið máttuð eyða í nammi eða dót. En þið vilduð frekar nota hverja krónu í gjafir handa mömmu ykkar. Þið voruð svo góðar við hana. Elsku dúllurnar mínar; ég var far- in að hlakka svo til að sjá ykkur vaxa og verða að fullorðnum einstakling- um. Að fá að vera stóra systir ykkar sem leiðbeindi og ráðlegði. Þið voruð líka búnar að lofa að passa fyrir mig litlu ófæddu frænku ykkar, þið hlökkuðuð svo til að fá hana í heim- inn. En ég veit að þið eigið eftir að hafa auga með henni, þótt þið séuð ekki lengur á meðal okkar. Ein af síðustu minningunum sem ég á af ykkur lifandi er í afmæli El- ínar þegar þið voruð að sýna dans á trampolíninu ykkar. Það geislaði af ykkur þennan sólríka dag og ég gleymi aldrei breiðu brosunum ykk- ar, þið voruð svo ótrúlega fallegar. Ég er svo stolt af ykkur og þakklát fyrir að hafa fengið að vera stóra systir ykkar. Jóhanna María Kristinsdóttir. Elín Ísabel, Mirra Blær og Þórdís Anna. Þrjár rósir. Ein í fullum blóma og tvær rétt farnar að springa út. Af hverju? Svo óvænt og miskunnar- laust er þeim kippt frá okkur. Það er ómögulegt að sjá tilgang, ómögulegt að skilja. Stríðni, gleði, galsi, eltingaleikir. Þetta einkenndi samband okkar. Það var alltaf gaman hjá okkur. Það var svo sérstakt að fá að vera eini brósi ykkar. Loksins voruð þið fluttar til Íslands og ég nýfluttur til Reykjavík- ur. Ég hlakkaði til að geta eytt meiri tíma með ykkur. Að fá að fylgjast með ykkur verða unglingar og getað verið ykkur til halds og trausts, ekki bara sem bróðir, heldur sem vinur. Það var von mín. Ég mun aldrei skilja. Guð minn, þú ert óskiljanlegur Guð. Svo fullur af kærleika, svo fullur af náð. Samt leyfir þú svona löguðu að gerast. En þú sérð með augum eilífðarinnar. Þínir vegir og hugsanir eru svo miklu hærri okkar vegum og hugsunum. Og sársauki okkar er aðeins brot af sársauka þínum yfir heimi sem er ekki eins og þú vilt hafa hann. En dag einn mun allur sársauki og sorg heyra fortíðinni til. Undir nýjum himni og á nýrri jörð, mun kærleikur þinn gegnumsýra allt og þú munt sjálfur ganga á meðal okkar og vera allt í öllu og öllum. Fyrst þá munu þessar þrjár rósir springa út fyrir al- vöru. Það mun alltaf vera tómarúm innra með mér þar sem sár söknuður býr. Ég elska ykkur svo heitt. Guð minn, ég mun aldrei skilja þetta. Tilgangsleysið virðist algjört séð með mínum mannlegu augum. En ég get að minnsta kosti séð til þess að þetta hafi ekki verið til einsk- is í mínu lífi. Gefðu að þetta fái að vera það síðasta en mikilvægasta sem þær þrjár kenna mér. Gefðu að ég fái að sjá skýrar hvað skiptir máli í lífinu, hversu stutt, hverfult og dýr- mætt lífið er og hversu þakklátur ég megi vera fyrir að ég skuli elska og vera elskaður. Birkir brósi. Elsku litlu dúllurnar mínar. Það er svo ólýsanlega erfitt að trúa því að þið séuð farnar. Ég vil bara ekki trúa því að ég muni aldrei fá að vera með ykkur hér á jörðu aft- ur. Við sem höfðum það alltaf svo skemmtilegt saman. Þið voruð alltaf svo glaðar og þið brædduð öll hjörtu með ykkar fallega brosi. Þið voruð svo miklar mömmustelpur, voruð all- ar svo samrýndar. En þið eruð hjá mömmu ykkar núna og Guð og Jesús hafa tekið ykkur í faðm sinn. Þið vor- uð svo ótrúlega örlátar og gjafmild- ar, alveg eins og mamma ykkar og pabbi. Þið gáfuð alltaf með ykkur og deilduð öllu. Þið voruð svo ótrúlega nánar að margir héldu að þið væruð tvíburar. En í raun og veru voruð þið afar ólík- ar. Elín, þú varst svo snögg í snún- ingum, fljót að hugsa og framkvæma og talaðir hátt og hratt. Þú varst mjög fljót að tileinka þér hluti. Þú varst lifandi eftirmynd móður þinn- ar. Mirra, þú varst hæg og róleg, hugsaðir vel og lengi áður en þú tal- aðir og komst svo með einhverja heimspekilega ábendingu eða spurn- ingu. Þið pabbi voruð alveg eins. Mirra, þér fannst svo gaman að syngja og söngst alltaf svo fallega á íslensku og norsku. Þú elskaðir dýr og vildir alltaf fá bangsa að gjöf. Elín, þú varst svo góð og metn- aðargjörn í fimleikum. Þið hoppuðuð báðar mikið á stóra trampólíninu sem pabbi gaf ykkur. Eitt af því skemmtilegasta sem þið gerðuð var að fara í sund. Það voru ófáar sund- ferðirnar sem við fórum í með pabba, Hönnu og Birki. Munið þið, stelpur, þegar við fór- um á sniglastíginn í Noregi (eins og við og pabbi kölluðum hann). Við fór- um í ótal gönguferðir með hundana ykkar, Dínó og Nölu, á sniglastíginn. Þið höfðuð svo gaman af sniglum, eins og öllum öðrum dýrum. Munið þið líka í sumar þegar við, pabbi og Raggi fórum þangað og söfnuðum öllum sniglum sem við sáum á stórt laufblað og allt í allt vorum við komin með yfir tíu snigla! Það þótti ykkur spennandi. Síðan fórum við líka einu sinni á ströndina í Noregi og veiddum krossfisk sem var svo flottur. Við slepptum honum samt aftur í sjóinn. Þið voruð svo duglegar að hjálpa okkur pabba í sumar að gera upp húsið í Noregi. Þið fóruð í skyrtur af pabba sem voru eins og síðkjólar á ykkur og máluðuð handriðið fyrir utan húsið. Þið gátuð líka verið svolitlir prakk- arar. Eins og þegar við tókum fötin hans Ragga og földum þau úti um allt hús og hann fann sum þeirra ekki fyrr en daginn eftir! Þið voruð svo góðar stelpur og ég sakna ykkar sár- lega mikið. Það var alltaf svo gaman hjá okkur. Ég elska ykkur, krúslurn- ar mínar. Ég mun hugsa til ykkar og um allar minningar okkar saman al- veg þangað til að ég sé ykkur á himn- inum hjá Guði, þar sem þið bíðið eftir mér með mömmu ykkar og Ellu frænku. Það er huggunin mín. Takk fyrir að vera svona rosalega góðar systur. Saknaðarkveðja, Elsa. Ég eignaðist þig, litla systir, þegar ég var 5 ára. Pínulitla og fíngerða og bjartir dagar bernsku okkar undir Esjuhlíðum liðu við leik og störf. Þá var sérhver dagur sólskinsdagur. En núna er svo hræðilega dimmt yfir. Vinkonan besta og börnin henn- ar eru horfin og allt er svo tilgangs- laust. Ég hef alltaf vitað hversu rík ég væri að eiga þig að vini og fundist það algjör forréttindi að slík vinkona skuli líka vera systir mín. Allar sögurnar sem ég spann upp og sagði þér í sveitinni þegar við vor- um að vinna verkin okkar, en þú fékkst síðar að taka þátt í sögunum, að sjálfsögðu sem aðalsöguhetjan. Ekki alls fyrir löngu vorum við að rifja þessar sögustundir okkar upp og skemmtum okkur konunglega. Síðan var það þrautagangan okkar að komast berfættar yfir gilið stóra í öllu grjótinu og svo ótal ótal margt fleira. Ekki komust við hjá því að verða „stórar“ , frekar en aðrir, en sama vináttan hélst alla tíð hvert sem þú fluttir. Verið að hringja og spjalla og seinna tók tölvupósturinn við og þá fóru leiftrandi umræður í gegnum netið og við systur ekki alltaf sam- mála um hlutina, en sönn vinátta okkar krafðist þess ekki að við þyrft- um að vera það. Þú varst nú alveg ótrúleg. Því meira sem var að gera hjá þér því meiri kraftur. Elín og Mirra fæddust í Svíþjóð og eins og ég vissi þá varstu besta mamman. Ég veit ekki um neina móður sem ákveður það þegar börnin hennar eru nýfædd að sýna þeim aldrei óþol- inmæði, og þú stóðst við það. Þvílík natni og umhyggjusemi. Ég sakna þín og stelpnanna sárt, elsku Þórdís. Ég reyni af öllum mín- um mætti að hugsa um allar „stóru“ og allar góðu stundirnar okkar og þær voru margar. Mitt í öllum þess- um hraða nútímans og botnlausri at- hafnaþrá þinni þá gafstu þér alltaf tíma fyrir fólkið í kringum þig og galdraðir fram dýrindis máltíðir og bauðst í mat af minnsta tilefni og síð- an voru heimsmálin öll rædd. Hvað ég á eftir að sakna örstuttra símtal- anna frá þér mitt í erli dagsins þar sem lesin var upp grein eða bara ein setning og systir beðin um álit. Þú varst búin að búa ykkur hlýtt og notalegt heimili í Dynsölunum og þótt þið hafið ekki verið þar nema í 1 ár, þá var eins og þið hefðuð alla tíð búið þar og Elín og Mirra undu sér vel með vinkonurnar í kringum sig og Elínu ömmu við hliðina sem alltaf var hægt að leita til. Elsku systir mín góða. Ég trúi því að Ella mín taki á móti ykkur með stóra brosið sitt og útbreiddan faðminn í ljósinu hinum megin. Með ást og virðingu alltaf. Þín systir Sigrún. Elsku systir. Nú ertu horfin á braut með sólargeislunum þínum tveimur. Alltof, alltof fljótt eruð þið hrifin burt úr þessu lífi. Heil fjöl- skylda farin og eftir stöndum við hrygg og orðvana. Þegar við vorum lítil lékum við okkur mikið saman enda yngst af átta systkinum. Þú varst svo drífandi í öllu og alltaf til í að gera eitthvað nýtt og spenn- andi. Við lékum okkur í heyinu í sveitinni, sveifluðum okkur í köðlum sem bundnir voru í hlöðuþakið, hjól- uðum saman, stífluðum bæjarlækinn og bjuggum til tjörn, snjókallar og snjóhús voru byggð eða farið í berja- mó með eldri systkinum á sumrin. Alltaf líf og fjör þar sem þú varst og aldrei léstu mig finna það að ég væri bara litli bróðir þinn því hroki var ekki til í þér. Allt hefði verið svo miklu hversdagslegra og minna skemmtilegt án þín. Síðan var bernskan að baki en samt varstu allt- af sama Þórdísin, skemmtileg og klár og góð við alla, menn og dýr. Svo eignuðust þið Kristinn stelpurnar yndislegu, og eins og vænta mátti reyndistu þeim frábær móðir. Elsku systir. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér og stelpunum þínum. Guð geymi þig og dæturnar á himnum. Minning ykkar mun alltaf lifa. Þinn bróðir Bjarni. Elsku Elín Isabel og Mirra Blær. Það var yndislegt að hafa fengið að kynnast ykkur enda sá maður svo- litla Önnu í ykkur eins og hún var þegar hún var lítil. Þið voruð því ekki lengi að bræða hjarta mitt með uppá- tækjum ykkar og tilsvörum. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá ykkur mæðgurnar upp í sveitina til ömmu ykkar enda leið ykkur systrunum alltaf best þar og vilduð hvergi ann- ÞÓRDÍS ANNA PÉTURSDÓTTIR, ELÍN ÍSABELLA OG MIRRA BLÆR KRISTINSDÆTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.