Morgunblaðið - 25.10.2002, Page 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristín Halldórs-dóttir fæddist 1.
febrúar 1924 í
Reykjavík. Hún varð
bráðkvödd í Reykja-
vík 14. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Kristól-
ína Þorleifsdóttir, f. í
Haga í Holtum í
Rangárvallasýslu 12.
september 1898, d.
21. mars 1962, og
Halldór Sigurðsson,
beykir, f. á Péturs-
borg í Glæsibæjar-
hreppi í Eyjafirði 27.
ágúst 1893, d. 30. nóvember 1981.
Systkini Kristínar eru: Jón Krist-
inn, f. 9. desember 1925, d. 9. júlí
1978, Auður, f. 5. nóvember 1927,
Halldór Geir, f. 28. júlí 1929, og
Unnur Anna, f. 1. nóvember 1942.
Kristín giftist 2. júní 1945, Ole P.
Pedersen garðyrkjustjóra, f. 22.
september 1913, d. 27. desember
1984. Börn þeirra: Halldór Krist-
inn, f. 23. maí 1946, d. 7. mars
1947, Halldór Kristinn, f. 21. des-
ember 1947, Bendt, f. 24. ágúst
1949, kvæntur Kolbrúnu Guðjóns-
dóttur, þau eiga þrjú börn og sex
barnabörn. Einar Ole, f. 6. mars
1952, kvæntur Helgu Hannesdótt-
ur, þau eignuðust fimm börn og
eru fjögur á lífi og eitt barnabarn.
Auður Anna, f. 2. desember 1957,
gift Guðmundi Kjartanssyni og
eiga þau tvo syni.
Kristín ólst upp í Reykjavík,
gekk í Miðbæjarskólann og var
veturinn 1941–1942 í húsmæðra-
skólanum á Hverabökkum í
Hveragerði. Þau
Kristín og Ole hófu
búskap í Hveragerði
en fluttu fljótlega til
Reykjavíkur og
bjuggu lengst í
Kirkjuhvoli í Foss-
vogi. Kristín vann við
fiskvinnslu á Akra-
nesi um tíma á sínum
yngri árum og ýmis-
legt sem til féll þar
og í Reykjavík. Flest
sumur frá árinu 1954
til 1978 vann Kristín
við sumardvalar-
heimili fyrir börn,
var ráðskona á Barnaheimili Vor-
boðans í Rauðhólum og sumar-
dvalarheimili Mæðrastyrksnefnd-
ar í Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit,
veitti forstöðu sumardvalarheimili
Reykjavíkurdeildar Rauða kross-
ins á Silungapolli og á Jaðri. Krist-
ín gekk ung að árum til liðs við
Húsmæðrafélag Reykjavíkur og
var valin fulltrúi þess í Mæðra-
styrksnefnd til margra ára. Var
einn af stofnendum Kvenfélags
Grensássóknar, sat í stjórn þess
um árabil þar af formaður í tutt-
ugu ár. Starfaði í sóknarnefnd
Grensássafnaðar í á þriðja tug ára,
var fulltrúi safnaðarins á héraðs-
fundum Reykjavíkurprófastsdæm-
is vestra og sat í fulltrúaráði
Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir
hönd prófastsdæmisins í þrjú kjör-
tímabil og á Leikmannastefnu
kirkjunnar um nokkurt skeið.
Útför Kristínar verður gerð frá
Grensáskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Amma mín í Kirkjuhvoli var stór
og mikil kona, bæði að vexti og í
huga. Hún kom víða við og hafði álit
bæði á mönnum og málefnum. Ljós-
lifandi eru mér kaffi- og matarveisl-
urnar sem hún bauð í af margvís-
legu tilefni og alltaf fullt hús af fólki.
Suma þekkti ég, en aðra ekki en öll-
um skyldi heilsað með handabandi –
það þótti ömmu vera sjálfsögð kurt-
eisi. Hvað mér fannst amma vera
flott. Hún fór aldrei neitt nema með
hatt og svo reykti hún vindla. Það
þarf kannski ekki mikið til að lítil
hnáta líti upp til ömmu sinnar, enda
barnssálin svo hrifgjörn. Þegar litla
hnátan varð eldri þá skildi hún að
það var ekki hatturinn eða vindillinn
sem gerði ömmu hennar flotta, held-
ur hún sjálf. Og virðingin fyrir henni
átti einungis eftir að aukast. Amma
hafði sínar skoðanir og meiningar
sem vissulega gat sviðið undan, því
sannleikanum verður hver sárreið-
astur. Reyndar held ég að þetta hafi
líka verið hálfgert próf hjá henni til
að sjá hvað í okkur bjó og um leið að
gera okkur að sterkari persónum.
Sem barn bjó ég suður með sjó og
samgangurinn því ekki mikill eins
og gefur að skilja, en með árunum
urðum við nánari og kom þá í ljós
þegar við tókumst á um ýmis mál-
efni að við vorum kannski líkari er
okkur grunaði og skoðanirnar oft
ekki svo ólíkar. Hvað sem því líður
þá áttum við góðar stundir við eld-
húsborðið með kaffibollann og mörg
símtölin voru ekki síðri. Vissulega
gat hvesst á báða bóga en það risti
aldrei djúpt og fljótlega var hringt
aftur, málin rædd og hent gaman að.
Mér er það minnisstætt þegar ég
var nýflutt norður á Laugarbakka í
Miðfirði og var að stússast í eldhús-
inu að ég sé ömmu Stínu bregða fyr-
ir gluggann. Ég hélt að þá væri ég
endanlega að tapa mér, en viti menn
þarna var hún mætt til að heilsa upp
á sonardóttur sína og með henni var
full rúta af konum sem voru í kven-
félagsferðalagi. Henni fannst það nú
ekki vera mikið mál að snúa heilli
rútu og öllum hópnum inn á Laug-
arbakka bara til að heilsa upp á mig
og sjá hvernig ég byggi norðan
heiða.
Amma ræktaði garðinn sinn vel,
hún fylgdist vel með ættingjum og
vinum og ef það voru veikindi á
heimilinu þá hafði hún reglulega
samband og fylgdist með og gjarnan
lét hún góð ráð flakka. Hún kenndi
manni líka að það stoðaði ekki að
væla eða vola yfir því hvernig maður
hefði það og nú síðast þegar við
spurðum hana eftir líðan hennar, þá
svaraði hún að bragði að hún hefði
það alveg ágætt, hún væri á leiðinni
upp í kirkju því þar væri nú kirkju-
þing og nóg að starfa þar. Svo mörg
voru þau orð um líðan hennar.
Amma sagði oft að annaðhvort
gerði maður hlutina vel eða sleppti
því að taka þá að sér og þetta vildi
hún að við tileinkuðum okkur. Hún
vann af fullum hug þau störf sem að
henni voru rétt bæði stór og smá,
nema hún gerði ekki hlutina bara
vel, hún gerði þá með stæl. Það er
kannski ekki viðeigandi að segja það
en dauðanum mætti hún líka með
stæl; í kirkjunni sem hún unni og
hafði átt svo margar góðar stundir í
bæði við uppbyggingu safnaðar-
starfsins og byggingu kirkjunnar
sjálfrar.
Þegar ég kveð ömmu er mér
þakklæti efst í huga fyrir umhyggj-
una fyrir mér og mínum. Elsku
amma, hafðu hjartans þakkir frá
okkur fyrir allt og megir þú hvíla í
friði.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ingunn.
Við fráfall góðs vinar kvikna ýms-
ar tilfinningar, fyrst söknuður og
eftirsjá yfir að hafa kannski ekki
skipulagt tíma sinn nógu vel og hist
oftar í seinni tíð. Hvort tveggja eru
þetta sjálfhverfar og eigingjarnar
kenndir. Sem betur fer er önnur til-
finning sem rís mun hærra og það
er þakklætiskennd. Þakklæti fyrir
þau áhrif sem hún Stína frænka mín
hafði á mig. Það eru ekki allir svo
heppnir að fá að kynnast manneskju
á borð við Kristínu móðursystur
mína. Mér lærðist sem smáhnokka
að hún væri ekkert venjuleg mann-
eskja því vinir mínir báru ótta-
blandna virðingu fyrir þessari stóru
konu með barðastóra hattinn og
vindilinn. Lognmolla og ládeyða var
henni ekki að skapi, hvar sem hún
fór geislaði af henni stórmannlegt
fas, hvort heldur var við rekstur
sumarbúða, við safnaðarstörf í
Grensássókn eða á mannamótum
sem hún gjarnan stýrði af mikilli
röggsemi. Á heimili þeirra hjóna Ole
Pedersen og Kristínar í Kirkjuhvoli
var mjög gestkvæmt og móttökur
alltaf höfðinglegar, var það stór
vinahópur sem leitaði til þeirra til að
deila með gleði og sorgum. Sjálfum
fannst mér ég aldrei vera gestur,
mér fannst ég eiga svolítið heima
þarna líka. Við sem þekktum Krist-
ínu höfum misst mikið en höfum
margar góðar minningar að orna
okkur við. Það er ekki kvíðvænlegt
að hverfa til sælli veraldar vitandi
að þau hjónin taki á móti manni.
Ólafur Lúðvíksson.
Að kvöldi 14. október sl. bárust
mér fréttirnar um andlát Kristínar
Halldórsdóttur Pedersen. Vissulega
komu tíðindin óvænt. Hún hafði ver-
ið svo hress þegar við sáumst í síð-
asta skiptið í Garðabænum hjá Auði
dóttur hennar og þegar ég heyrði í
henni stuttu síðar í síma og var að
afla mér upplýsinga um nöfn og ætt-
artengsl. Allar upplýsingar runnu
lipurlega af vörum hennar. Hugs-
unin var eins og í unglambi enda
þótt hún væri orðin 78 ára. Frænka
var alltaf eins og alfræðiorðabók, ef
upplýsingar vantaði um einhverja úr
fjölskyldunni. Að þessu leytinu til
líktist hún fjöltengi, sem tengdi
frændfólkið saman og færði upplýs-
ingar á milli manna. Í gegnum hana
fylgdist maður með bæði gleði- og
sorgartíðindum í stórfjölskyldunni.
Í raun miðlaði hún af reynslu sinni
um hvernig best er að bregðast við
mismunandi aðstæðum í lífinu.
Í huga mínum hefur Stína alltaf
verið alveg sérstök frænka. Hjálp-
semi hennar og greiðvikni var ein-
stök. Hún var ávallt reiðubúinn að
aðstoða og veita ráðgjöf, þar sem
hún taldi sig geta komið að liði. Hún
var hrókur alls fagnaðar og víst er
að minningin um glaðværð hennar
og hjálpsemi mun geymast í hjört-
um fjölskyldumeðlima og vina um
ókomna tíð.
Árið 1998 komum við nokkur
ásamt Stínu frænku að því að skipu-
leggja ættarmót, sem haldið var á
Þverlæk í Holtum, en móðir Stínu,
Kristólína, og amma mín Guðfinna
voru systur ættaðar frá Þverlæk.
Gaman var að finna fyrir skipulags-
gáfum þessarar lífsreyndu konu,
ekkert fum eða fát. Skipulags- og
stjórnunarhæfileikar Stínu voru
enda eftirsóttir og nýttust vel í
margvíslegu félagsstarfi.
Við munum minnast þín í framtíð-
inni og trú hef ég á að oftast muni
leika bros um varir þeirra er til þín
hugsa. Dugnaðurinn, glaðværðin og
allur húmorinn, sem fylgdi þér, er
gott veganesti fyrir þá sem fengu að
njóta samvista við þig.
Hafðu það gott hvar sem þú ert.
Þorsteinn Steinsson
og fjölskylda, Vopnafirði.
Lífið í Guði er
sönn trú í hreinu hjarta
einfalt líf í guðsótta
og örlæti á kærleika til náungans.
Hjartað hennar var stórt og það
rúmaði marga. Sérstaklega þá sem
áttu erfitt uppdráttar á einhvern
hátt. Stínu frænku var einnig afar
annt um fjölskylduna sína og frænd-
garð allan og sá mikil gæði í því að
halda góðu sambandi við fólk. Hún
hringdi til að fá nýjustu fréttir og
bankaði upp á til að fylgjast með
ungviðinu.
Hún kom sjaldnast tómhent. Hún
átti alltaf í fórum sínum eitthvað til
að gauka að okkur. Fyrst lítil leik-
föng og prjál sem í barnsaugunum
voru miklar gersemar. Þá ýmislegt
sem ungar manneskjur þurfa á að
halda til heimilishalds. Síðast smá-
ræði handa börnunum okkar sem
nutu þess einnig mjög að eiga Stínu
frænku að.
Í öllum minningum okkar um há-
tíðir og dagamun er Stína frænka
nálæg. Hún lét sig miklu varða að í
veislum væri vel veitt og að þar
skorti ekkert.
Og hún sá ætíð um að til væru
blóm. Mikið af blómum. Stórar fal-
legar rósir sem stóðu í marga daga.
Stína frænka hafði gaman af því að
halda veislur. Og gefa fólki að borða.
Stína frænka var auðug af gæðum
sem ekki verða metin til fjár. Hún
deildi þeim óspart til samferðafólks
síns og var örlát á kærleika til
náungans.
Okkur sem nutum mikilla návista
við hana kenndi hún að meta ljóð og
sálma, kurteislega framkomu og
virðingu við annað fólk. Hún var
amman í lífi okkar sem sagði okkur
frá sveitinni og lífinu í gamla daga.
Að leiðarlokum viljum við systk-
inin þakka fyrir allt það sem Stína
frænka var okkur og veitti okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín Þórunn, Dagný Halla,
Sveinn Bjarki, Gunnfríður
Katrín og Jóhannes Þorkell.
Kveðja frá Grensássöfnuði og
Kvenfélagi Grensáskirkju
Kristín Halldórsdóttir, formaður
Kvenfélags Grensássóknar, var boð-
uð til samráðsfundar mánudaginn
14. þ.m. Hún kom til fundarins vel
undirbúin að vanda og með
ákveðnar skoðanir sem endranær.
Fundurinn var stuttur enda aðilar
vel sammála. Þar með lauk síðasta
fundi Kristínar um málefni safnað-
arins. Hún lést nokkrum mínútum
eftir fundarslit.
Kristín Halldórsdóttir var öflug
kona og stórhuga. Auk þess að vera
formaður Kvenfélags Grensássókn-
ar var hún varaformaður sóknar-
nefndar. Um árabil hefur hún lagt
sig fram um að styrkja stöðu aldr-
aðra innan kirkjunnar sem og
barna- og æskulýðsstarf. Þannig
hefur framlag kvenfélagsins til safn-
aðarstarfsins verið verulegt. Því
stýrði Kristín og félagar hennar. Má
í því sambandi minna á barnahús-
gögn, sem kvenfélagið gaf söfnuðin-
um fyrir alllöngu. Það var mikil og
gagnleg gjöf síns tíma. Síðasta stór-
gjöf kvenfélagsins til safnaðarins
var hið glæsilega og stórbrotna
glerlistaverk listamannsins Leifs
Breiðfjörð en það styrkir mjög feg-
urð nýju kirkjunnar og áhrif henn-
ar. Þar var Kristín enn að verki.
Lýsir þetta leiðandi stórhug hennar
og traustum stuðningi góðra félaga.
Grensássöfnuður þakkar Kristínu
störf hennar öll, framtak og fórnfýsi
í þágu kirkjustarfsins. Hennar verð-
ur minnst í sögu safnaðarins með
djúpri virðingu og þökk.
Guð blessi Kristínu Halldórsdótt-
ur, ættingja hennar og vini.
Látin er merkiskona, frú Kristín
Halldórsdóttir. Hinsta kallið kom
snöggt, var afgerandi og á þeim stað
sem Kristínu var kærari en flestir
aðrir staðir: í Grensáskirkju. En þar
hafði hún starfarð mikið allt frá
stofnun safnaðarins fyrir tæpum 40
árum.
Frú Kristín Halldórsdóttir var
stórbrotinn persónuleiki, vel gefin
og stórhuga, rausnarleg og gjafmild
og marga gladdi hún með blómum.
Kristín var mjög félagslynd og tók
virkan þátt í öllu kirkjulegu starfi.
Hún var óhrædd að takast á við stór
verkefni, þótt aðrir efuðust. Mér
koma í hug kaupin á kirkjuklukkum
Grensáskirkju, sem Kvenfélagið gaf
kirkjunni á sínum tíma, en Kristín
var formaður Kvenfélagsins í mörg
ár. Sama er að segja um hið glæsi-
lega glerlistaverk í háglugganum yf-
ir altari kirkjunnar eftir Leif Breið-
fjörð. Báðar þessar gjafir voru mjög
dýrar og vafalaust erfiðar litlu kven-
félagi, en lýsa vel stórhug, dugnaði
og bjartsýni Kristínar og fé-
lagskvennanna.
Kristín var um árabil í sóknar-
nefnd og jafnframt safnaðarfulltrúi.
Við unnum því lengi náið saman.
Einkum var henni annt um starfið
fyrir eldri borgara. Hún fylgdist vel
með skjólstæðingum okkar og var
óþreytandi að hringja í þá, heim-
sækja og aka þeim til og frá kirkj-
unni. Og veitingar af hennar hendi
voru vandaðar og ekki skorið við
nögl.
Frú Kristín var einlæg í trú sinni,
bænheit og sótti allar messur og
bænastundir. Hún fylgdist vel með
og hafði ákveðnar skoðanir á mönn-
um og málefnum og fór ekkert dult
með þær. Og Kristín var glaðsinna,
hláturmild og brosmild og reyndi
alltaf að sjá björtu hliðar lífsins.
Ég er mjög þakklátur fyrir hið
mikla starf Kristínar Halldórsdóttur
í Grensáskirkju árin sem ég þjónaði
þar. Það var mér og söfnuðinum
ómetanlegt.
Við Ingveldur sendum öllum ást-
vinum Kristínar Halldórsdóttur
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um þeim blessunar Guðs.
Halldór S. Gröndal.
Þegar æviþrautin dvín,
þegar lokast augun mín,
þegar ég við sælli sól
sé þinn dóms- og veldisstól;
bjargið alda, borgin mín,
byrg mig þá í skjóli þín.
(Matthías Jochumsson.)
Kirkjuþingsfulltrúar, starfslið og
gestir höfðu varla sungið þetta er-
indi til enda þegar lífgunartilraun-
um var hætt og andlát frú Kristínar
Halldórsdóttur staðfest.
Andlát hennar bar snöggt að og
andlátsstundin var friðsæl og þján-
ingarlaus.
Hún hné niður í anddyri safnaðar-
heimilis Grensáskirkju, einmitt þar
sem hún hafði svo oft tekið á móti
fólki sem komið var til þátttöku í
kvenfélagsfundum, samverustund-
um aldraðra eða öðru starfi á vegum
kirkjunnar.
Drottni þóknaðist að taka við
henni í faðm eilífrar náðar sinnar á
staðnum þar sem hún hafði svo oft
tekið opnum örmum þeim sem sóttu
samfélag kirkju hans.
Að leiðarlokum er efst í huga
þökk fyrir allt sem frú Kristín var
mér eins og svo ótalmörgum öðrum.
Brennandi áhugi hennar á málefn-
um kirkjunnar ásamt ótrúlegu út-
haldi og endalausu áræði gerði hana
einstaka. Hún var rík af þekkingu á
mönnum og málefnum, átti kunn-
ingsskap og tengsl inn í alla hópa
þjóðfélagsins – en notaði aldrei neitt
af slíku í eigin þágu heldur eingöngu
ef það gat orðið kirkjustarfinu til
eflingar eða til blessunar einhverj-
um sem stóðu höllum fæti. Frú
Kristín var ekki einungis formaður
KRISTÍN
HALLDÓRSDÓTTIR
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURJÓN JÓNSSON
bifvélavirki,
Breiðuvík 53,
Reykjavík,
lést á Landspítala Hringbraut fimmtudaginn
17. október sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug, auk sérstakra þakka til Heima-
hlynningar Krabbameinsfélagsins.
Þeim, er vilja minnast hins látna, er bent á Hjartavernd og Krabba-
meinsfélagið.
Helga S. Helgadóttir,
Hörður F. Magnússon, Gunnhildur Snorradóttir,
Halldóra Sigurjónsdóttir, Örn Benediktsson,
Þuríður G. Sigurjónsdóttir, Júlíus Bernburg,
barnabörn og barnabarnabörn.