Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristinn Gests-son fæddist á Dal-
vík 21. maí 1934.
Hann varð bráð-
kvaddur í Kópavogi
14. október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðrún A.
Kristinsdóttir hús-
freyja, f. 1913, d.
2001, og Gestur Hjör-
leifsson, organisti og
söngstjóri á Dalvík, f.
1908, d. 1995. Systk-
ini Kristins eru Loril-
ey, Þóra, Álfhildur,
Sigurbjörg og Kári.
Kristinn kvæntist hinn 31. desem-
ber 1956 eiginkonu sinni, Ásdísi
Gísladóttur leikskólakennara, f.
1935. Foreldrar hennar voru
Fanný Ingvarsdóttir húsfreyja, f.
1904, d. 1997, og Gísli Kristjáns-
son, útgerðarmaður á Akureyri, f.
1893, d. 1989. Systkyni Ásdísar
eru Margrét, Ingvar, María, Krist-
ján og Tryggvi.
Börn Ásdísar og Kristins eru: 1)
Guðrún María fornleifafræðingur,
f. 1956, maki Björn Vigfússon
sagnfræðingur, f. 1955. Börn
þeirra eru Vigfús, verkfræðinemi,
f. 1979, unnusta Guðlaug Þóra
Stefánsdóttir, Kristinn, mennta-
skólanemi, f. 1982, og Sigurbjörg,
f. 1992.
2) Ásdís bókmenntafræðingur,
f. 1962. Dóttir hennar er Snæfríð-
ur Björnsdóttir, f. 1995. Faðir
Snæfríðar er Björn Helgason
verkfræðingur. 3) Gísli húsasmið-
ur, f. 1964. 4) Þórir flugmaður, f.
1972, maki Ásta Margrét Guð-
mundsdóttir, nemi í Kennarahá-
skólanum, f. 1973.
Sonur þeirra er Leó
Kristinn, f. 2000.
Kristinn ólst upp
hjá foreldrum sínum
og að loknu skyldu-
námi í heimabyggð,
settist hann í MA og
hóf jafnframt nám í
Tónlistarskóla Ak-
ureyrar. Kennari
hans var Margrét Ei-
ríksdóttir píanóleik-
ari. Að loknu burt-
fararprófi frá TA
hóf Kristinn nám við
Tónlistarskólann í
Reykjavík og eftir lokapróf þaðan
lá leið hans til Englands þar sem
hann stundaði framhaldsnám í pí-
anóleik við Royal College of Music
og lauk þaðan einleikaraprófi.
Eftir heimkomuna hóf Kristinn
störf við TA. Árið 1966 settist fjöl-
skyldan að í Kópavogi og Kristinn
hóf störf á tónlistardeild Ríkisút-
varpsins. Sama ár, 1966, hóf Krist-
inn störf við Tónlistarskóla Kópa-
vogs og gegndi stöðu yfirkennara
við skólann frá 1969 til dánardags.
Kristinn sótti mörg námskeið
bæði hérlendis og erlendis. Hann
tók virkan þátt í félagsstörfum.
Sat í stjórn Félags íslenskra tón-
listarmanna (FIT) frá 1969 og var
þar formaður 1972–1974. Sat í
stjórn Félags tónlistarkennara
1976–1981 og í stjórn Evrópusam-
bands píanókennara (EPTA) frá
stofnun árið 1979 og starfaði þar
til 1995.
Útför Kristins verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Kær faðir og afi er horfinn, allt of
snemma og án þess að nokkur fái
kvatt. Við viljum gera orð Stein-
gríms Thorsteinssonar að kveðju
okkar:
Þá vorið aftur vitjar lands,
þú viðkvæmt dáins saknar,
er sóley grær á sverði hans,
en sjálfur hann ei vaknar.
En þó hann vanti’ á vorsins hól
og vin sinn blóm ei finni,
hann lifir þó und þinni sól
í þökk og kæru minni.
Ásdís Kristinsdóttir
og Snæfríður María.
Til pabba
Í stað valds,
stafs eða sprota,
í stað þess að ljósta klettinn
leiftursnöggt og harðlega
kemur birta,
kemur ylur,
kemur þú glófingruð
við klökuga brynjuna.
Og sjá: Vatn sprettur fram,
vorblá lind fer að niða.
(Ólafur Jóhann Sigurðsson.)
Þinn
Gísli.
Í ágústmánuði 1975 lágu leiðir
okkar Kristins Gestssonar saman í
fyrsta sinn. Þá kom ég á heimili
þeirra Ásdísar á Víðihvammi 9 í
Kópavogi. Þangað var ég kominn
með dóttur þeirra Guðrúnu Maríu
unnustu minni, samferðakonu gegn-
um lífið og móður þriggja barna
minna. Við Guðrún vorum þá á
þriðja vetri í Menntaskólanum á Ak-
ureyri og Ásdís og Kristinn um fer-
tugt. Við fyrstu viðkynningu tók ég
eftir því sem mér þótti framar öðru
einkenna Kristin Gestsson, – hæg-
versku og hlýju. Á þeim rúma ald-
arfjórðungi sem eftir fylgdi kynntist
ég Kristni betur, bæði þessum þátt-
um og öðrum. Einkum var það eftir
að börn okkar Guðrúnar komu í
heiminn að við fundum fyrir hlýj-
unni sem var Kristni eðlislæg og
sannri umhyggju í okkar garð. Nú
þegar hann er allur verður vissan og
minningin um þessa þætti okkur öll-
um hollt veganesti.
Kristinn var tónlistarmaður. Af
Guðs náð er óhætt að segja. Í arf frá
foreldrum fékk hann mikla tónlist-
argáfu, píanóleik nam hann fyrst í
föðurgarði heima á Dalvík, síðan á
Akureyri, þá í Reykjavík og loks í
Lundúnum þar sem hann útskrifað-
ist frá Royal College of Music.
Kennsla í píanóleik varð síðan ævi-
starf Kristins Gestssonar. Á aðrar
listgreinar var Kristinn næmur og
vel heima. Sýn hans á tilveruna yf-
irleitt var fyrst og fremst listræn.
Fyrir mig persónulega var það
ómetanlegt að komast í tæri við
þessi viðhorf Kristins svo afdrátt-
arlaus og gegnheil. Smekkvísari
mann hef ég aldrei fyrirhitt.
Mánudaginn 14. október síðastlið-
inn varð Kristinn bráðkvaddur.
Einn á gangi um sína heimaslóð í
Kópavoginum – í góðu veðri, í góðu
skapi. Eins og hendi sé veifað er allt
breytt, lífsförunautur, faðir, bróðir,
afi og góður félagi og vinur er ekki
lengur. Héðan að norðan fylgja hon-
um góðar kveðjur og innilegar þakk-
ir.
Björn Vigfússon.
Á útfarardegi náins venslamanns
og vinar fer svo að maður gerir allt í
senn, kveður hinn látna í hljóði,
þakkar góða samveru og syrgir
hann meyrum huga.
Ekki fór milli mála, að heilsu
Kristins mágs míns hafði hallað hin
síðari ár. En ,,örlögslagið þunga“
reið þó af fyrr en varði. Síðast töl-
uðum við Kristinn lengi saman í
síma aðeins nokkrum dögum fyrir
lát hans. Hann var þá vongóður um
heilsuna og sáttur við þá breytingu á
högum sínum að vera hættur föstu
og fullu kennarastarfi við Tónlistar-
skólann í Kópavogi. Það hlýtur að
hafa verið skólanum ómælt lán að
hafa notið starfskrafta svo vel
menntaðs tónlistarmanns, frábærs
píanóleikara og áhugasams kennara
þriðjung aldar án upprofs, heilan
mannsaldur að gömlum skilningi.
Áður hafði hann verið kennari við
Tónlistarskólann á Akureyri um níu
ára skeið, 1957–1966. Hann var því
tónlistarkennari 42 ár.
Starfsævi Kristins, sem nú er lát-
inn 68 ára gamall, var því löng og
næstum óslitið bundin kennslu frá
23 ára aldri að undanskildum þrem-
ur árum sem hann vann að tónlistar-
málum hjá Ríkisútvarpinu. Dæmi
hans sýnir að hæfileikamenn fá notið
sín við kennslu eins og slíkra manna
er þörf í skólum á hvaða sviði náms
sem er. Kennsla er þjóðnytjastarf í
sinni fjölþættu mynd.
Kristinn var ekki síður heill og
staðfastur í einkalífi sínu. Hann
lagði sig fram um að vera góður
heimilisfaðir, sinnugur um allt sem
laut að velferð fjölskyldunnar, um-
hyggju, uppeldi og menntun barna
sinna. Með Kristni Gestssyni er
genginn ágætur maður að skapgerð
og andlegu og líkamlegu atgervi.
Háttvísi hans og prúðmennsku var
viðbrugðið, en skoðanafestu hans og
lífsviðhorfum varð ekki auðhaggað.
Kristinn og Ásdís systir mín voru
samhent hjón og heimilislíf þeirra til
fyrirmyndar í hvívetna. Mér er
minnisstætt, hve tengdaforeldrar
Kristins, Fanný Ingvarsdóttir og
Gísli Kristjánsson, svo mannvönd
sem þau voru, mátu hann mikils,
enda lagði hann þeim lið þegar þau
þurftu á að halda á efri árum.
Við Ólöf Auður og okkar fólk
sendum Ásdísi, börnum og barna-
börnum og systkinum Kristins inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ingvar Gíslason.
Kristinn Gestsson frá Dalvík var
óvenjulegur maður. Hann var öðrum
þræði kröfuharður fagurkeri og
heimsmaður, en um leið hógvær og
hlédrægur einfari. Hann kynntist
ungur stórborginni Lundúnum, þar
sem hann nam list sína, en alla tíð
var hugur hans bundinn sveitinni
fyrir norðan, Dalvík og Svarfaðardal
og lífi fólksins þar.
Lengi höfum við hjón fylgst með
vini okkar, mági og svila, og átt
margar ljúfar stundir með þeim
hjónum, Ásdísi og Kristni, fyrst á
litla heimilinu þeirra í Gamla barna-
skólahúsinu undir Brekkunni á Ak-
ureyri, fyrir hartnær hálfri öld, og
síðast í Kópavoginum, þótt okkur sé
einna eftirminnilegust sumarnótt í
gamla Havstenshúsinu við Pollinn á
Akureyri, daginn sem við opinber-
uðum trúlofun okkar. Aldrei var
annað en kyrrlát gleði og hljóðlát
elskusemi þeirra hjóna sem ein-
kenndi þá fundi, margt var rætt,
ekkert mannlegt var okkur óvið-
komandi: skáld, listamenn, stjórn-
mál, heimspeki og maðurinn sjálfur í
öllu veldi sínu og allri sinni smæð.
Kristinn Gestsson var góður lista-
maður, mjúkhentur píanóleikari
með fagran og mjúkan áslátt – og
hann var frábær píanókennari og
hafa sumir nemendur hans talað um
hann sem „Kennarann“ – með
stórum staf og mikilli virðingu. En
hann vildi ekki feta vandfarinn stíg
listamannsins þar sem hörð sam-
keppni, óvægin krafa og dómgirni
getur ráðið ríkjum og sagði hann
okkur frá miklum listamönnum úti í
hinum stóra heimi, vinum sínum,
sem hefðu orðið að láta sér lynda
kröpp kjör og enga frægð. Og hann
spurði því spurninga eins og þeirra
hvort ljósið væri til án augans.
Nú er ljós heimsins horfið Kristni
Gestssyni frá Dalvík allt of snemma,
en ekkert okkar veit hvenær kallið
kemur. En Kristinn lifir og gott er
að minnast hans. Við vottum Ásdísi,
systur og mágkonu, samúð okkar.
Megi styrkur guðs umlykja hana og
börn og barnabörn þeirra Kristins
sem voru honum svo kær.
Margrét Eggertsdóttir,
Tryggvi Gíslason.
Á fögrum haustmorgni kvaddi
minn kæri vinur Kristinn Gestsson
þennan heim á göngu um Kópavog-
inn og fór þann veg sem við öll mun-
um fara um síðir.
Hann hafði átt við erfið veikindi
að stríða í rúm tvö ár.
Liðinn tími kemur upp í hugann,
góður tími námsáranna við Tónlist-
arskólann í Reykjavík sem var til
húsa í Þrúðvangi við Laufásveg en
það húsnæði þætti vart boðlegt fyrir
tónlistarkennslu í dag. En samt sem
áður ríkti þarna sérstök stemning –
sérstakt andrúmsloft sem mótaðist
af frábærum og eftirminnilegum
KRISTINN
GESTSSON
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HAFSTEINN HANSSON,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn
15. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun.
Sigurður I. Hafsteinsson, Brynja Traustadóttir,
Hans Hafsteinsson, Fríða K. Guðjónsdóttir,
Jóhanna J. Hafsteinsdóttir, Guðjón H. Finnbogason,
Ingibjörg Hafsteinsdóttir, Hákon Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma
og systir,
SIGRÚN BJÖRK JÓHANNESDÓTTIR,
Hjallalundi 13g,
Akureyri,
lést á heimili sínu mánudaginn 21. október.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 28. október kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti líknarfélög njóta þess.
Svanhildur Þorsteinsdóttir,
Óli Valur Jónsson, Sigríður Sveinsdóttir,
Vala Björk Óladóttir,
Þórir Már Ólason,
Sveinn Ingi Hrafnkelsson,
Sólveig Una Jóhannesdóttir,
Fjóla Jórunn Jóhannesdóttir
og fjölskyldur.
GUÐRÚN ÓLAFÍA ÁSBJÖRNSDÓTTIR,
frá Guðmundarstöðum,
Vopnafirði,
lést á dvalarheimilinu Kumbaravogi miðvikudaginn 16. október sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug.
Hrönn Jónsdóttir,
Sesselja Hazzard.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SVEINN KLEMENZSON,
Tjarnarbakka,
Bessastaðahreppi,
andaðist á líknardeild Landakots aðfaranótt
miðvikudagsins 23. október síðastliðinn.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jóhanna Sveinsdóttir,
Ingólfur Sveinsson, Halla Hjörleifsdóttir,
Pálína Sveinsdóttir, Valgeir K. Gíslason,
Ásmundur Sveinsson, Tammy Ryan,
Jón Guðlaugur Sveinsson, Jóhanna Siggeirsdóttir,
Baldvin Sveinsson, Sigurlína Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skólinn er lokaður í dag, föstudaginn 25. október, vegna jarðar-
farar KRISTINS GESTSSONAR.
Tónlistarskóli Kópavogs.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
HUGBORG BENEDIKTSDÓTTIR,
Lækjartúni,
Ölfusi,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn
23. október.
Ólafur Jónsson,
Jón Ólafsson, Sigurborg Valdimarsdóttir,
Benedikt Ólafsson, Ásta Hallsdóttir,
Kjartan Ólafsson, Arna Hjaltadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.