Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 47

Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 47 HJÓLSÖG 5704R 0 = 190 mm, 1200 W TILBOÐSVERÐ 16.000.00 KENNARAHÁSKÓLI Íslands brautskráði 48 kandídata föstudag- inn 18. október sl. Úr grunndeild brautskráðist að þessu sinni 21 kandídat en úr framhaldsdeild 27, þar af fimm með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Sex kandídatar luku B.Ed.-námi í grunnskólakennarafræði og 11 kennsluréttindanámi, en það er ætl- að þeim sem hafa lokið námi í kennslugrein, hafa t.d. meistarabréf í iðngrein eða BS- eða BA-gráðu úr háskóla. Þá lauk einn kandídat B.Ed.-námi í leikskólakennarafræði og tveir diplómunámi í leikskóla- fræði. Einn kandídat lauk BS-prófi í þroskaþjálfun. Úr framhaldsdeild lauk einn kandídat Dipl.Ed.-námi í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á sérkennslufræði, 11 luku Dipl.Ed.- námi með áherslu á stjórnun og 10 luku sama námi með áherslu á tölvu- og upplýsingatækni. Kandídatar úr grunndeild B.Ed.-gráða í grunnskóla- kennarafræði (90 einingar) Anna Birna Einarsdóttir Hlín Hulda Valsdóttir Íris Reynisdóttir Kristín Kristjánsdóttir Oddný Helga Sigurðardóttir Þuríður Anna Jónsdóttir Kennsluréttindanám (15 einingar) Ásgeir Helgi Erlingsson Ástþór Ragnarsson Egill Örn Jóhannesson Eygerður Guðbrandsdóttir Halldór Ingi Hannesson Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir Sigmar Pétursson Vagn Preben Boysen Örlygur Hinrik Ásgeirsson Kennsluréttindanám (30 einingar) Hjörtfríður Jónsdóttir Ingibjörg Ingadóttir B.Ed.-gráða í leikskóla- kennarafræði (90 einingar) Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir Leikskólafræði til diplómu (45 einingar) Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir Hrönn Sigurjónsdóttir B.S.-gráða í þroskaþjálfun (90 einingar) Guðlaug Þórðardóttir Kandídatar úr framhaldsdeild Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á sérkennslufræði (30 einingar) Bea Boudina J. G. Meijer Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun (30 einingar) Anna Fríða Bjarnadóttir Birna Björnsdóttir Börkur Vígþórsson Helga Sigurbjörnsdóttir Helgi Arnarson Jóhanna S. Vilbergsdóttir Leifur A. Ísaksson Sigríður D. Goldsworthy Skarphéðinn Jónsson Þór Pálsson Þórgunnur Torfadóttir Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á tölvu- og upplýsingatækni (15 einingar) Elínborg Sigurðardóttir Lilja Dóra Harðardóttir Dipl.-Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á tölvu- og upplýsingatækni (30 einingar) Björg Vigfúsína Kjartansdóttir Herdís K. Brynjólfsdóttir Jóna Björk Jónsdóttir Kirsten Lybæk Vangsgaard Lilja Jóhannsdóttir Margrét Sigurgeirsdóttir Oddný Ingiríður Yngvadóttir Sigríður Sigurðardóttir M.Ed.-gráða í uppeldis- og menntunarfræði (60 einingar) Anna Guðrún Edvardsdóttir Anna Guðmundsdóttir Guðný Helga Gunnarsdóttir Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir Kolbrún Vigfúsdóttir Brautskráning í Kennaraháskólanum Morgunblaðið/Jim Smart Styrktartónleikar Í frétt um tónleika til styrktar fórnarlömbum flóðanna í Tékklandi, sem fram fara á Broadway á sunnu- daginn, eru tvær meinlegar villur. Í fyrsta lagi kann að vera óljóst í frétt- inni að Barduka er í raun íslenskur kvartett og í öðru lagi eru rangar upplýsingar um hvert hægt er að snúa sér ef vilji er til að styðja fórn- arlömb Tékklandsflóðanna með beinum fjárframlögum. Hið rétta er að hægt er að leggja inn á tékka- reikning númer 72000 í aðalbanka- útibúi Búnaðarbanka. Aðstandendur söfnunarinnar eru beðnir velvirðing- ar á villunum. Rangt nafn Eiginmaður Liz Bridgen, sérfræð- ings í almannatengslum, var rang- lega sagður heita Mark O’Brien í við- tali sem birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær. Hann heitir Adam Bridgen. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi afsökunar á þess- um leiðu mistökum. LEIÐRÉTT FIMM einstaklingar luku meist- araprófum frá Kennaraháskólan- um að þessu sinni. Þar með hafa 74 lokið meistaraprófi frá KHÍ. Í meistaraprófsritgerð Önnu Guðrúnar Edvardsdóttur er velt upp þeirri spurningu hvort gild- ismat íslenskra skólastjóra sé ólíkt eftir kynferði. Leiðbeinandi var Steinunn Helga Lárusdóttir, lektor við Kennaraháskóla Ís- lands, og prófdómari var Trausti Þorsteinsson, forstöðumaður skólaþróunarsviðs kennaradeild- ar Háskólans á Akureyri. Meistaraprófsritgerð Önnu Guðmundsdóttur ber heitið „Það er bara heilans vandamál“ og byggist á starfendarannsókn á kennslu í gagnvirkum lestri á mið- stigi. Leiðbeinendur voru Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur og Rúnar Sigþórsson lektor sem bæði starfa við kennaradeild Há- skólans á Akureyri. Prófdómari var dr. Kristín Aðalsteinsdóttir, dósent við kennaradeild Háskól- ans á Akureyri. Guðný Helga Gunnarsdóttir fjallar í verkefni sínu um stærð- fræðiátakið í Hafnarfirði og áhrif þess á starfsþróun kennara. Leið- beinendur voru Anna Kristjáns- dóttir, prófessor við Kennarahá- skóla Íslands, og Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaraháskólann. Prófdómari var Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, dósent við kennaradeild Háskól- ans á Akureyri. Ritgerð Hafdísar Fjólu Ás- geirsdóttur fjallar um tengsl stærðfræðiörðugleika við heyrn- rænt skammtímaminni, langtíma- minni, sjónræna rökhugsun og málþroska. Leiðbeinandi hennar var Sigurveig Sigurðardóttir sál- fræðingur. Prófdómari var Hall- dór Júlíusson sálfræðingur. Meistaraprófsritgerð Kolbrún- ar Vigfúsdóttur nefnist „Því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft“ og greinir frá rannsókn á málumhverfi í leikskóla með tilliti til barna sem eiga annað móður- mál en íslensku. Leiðbeinandi var Birna Arnbjörnsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og prófdómari Sigríður Sigurjónsdóttir, dósent við Háskóla Íslands. Meistarapróf Borgaraleg ferming Kynning- arfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri ferminga vorið 2003 og aðstandendur þeirra verður haldinn laugardaginn 26. október kl. 11–12. Fundurinn verður í Kvenna- skólanum, Fríkirkjuvegi 9, nýbygg- ingu 1. hæð stofum 2, 3 og 4. Nám- skeið Siðmenntar til undirbúnings borgaralegri fermingu verður kynnt og gerð verður grein fyrir efn- isþáttum og umsjónarkennurum. Einnig verður greint frá tilhögun at- hafnar næsta vor. Umræðufundur um húsnæðismál Borgarmálaráð VG mun halda opinn umræðufund um húsnæðismál í Reykjavík laugardaginn 26. október kl. 11, á Torginu Hafnarstræti 20, gengið inn frá Lækjartorgi. Framsöguerindi flytja: Guðmundur St. Ragnarsson, formaður Leigj- endasamtakanna, Sigrún Ármanns Reynisdóttir frá Félagi fátækra og Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi. Að loknum framsöguerindum verða umræður, segir í frétt frá stjórn borgarmálaráðs VG. Basar og opið hús í Þorraseli Opið hús og basar verður haldið á Þorra- seli, dagdeild aldraðra á Þorragötu 3, Reykjavík, laugardag 26. október. Á boðstólnum verður úrval muna sem gestir dagdeildarinnar hafa unnið undanfarið og rennur allur ágóði af sölunni í sjóð til kaupa á pí- anói fyrir dagdeildina. Þá verður kaffisala á staðnum. Allir velkomnir sérstaklega aðstandendur dagdeild- argesta. Þorrasel, sem rekið er af Félagsþjónustunni, og er dagdeild fyrir aldraða Reykvíkinga. Á MORGUN Heimasíða Lúðvíks Bergvinsson- ar Lúðvík Bergvinsson alþingis- maður hefur opnað heimasíðu. Slóð- in á heimasíðuna er www.bergmal.is/ Í DAG STJÓRNMÁL NÝSTOFNUÐ sjálfseignarstofnun í Húnaþingi vestra, er ber nafnið Grettistak ses, stendur fyrir mál- þingi um Grettis sögu laugardag- inn 26. október á Laugarbakka í Miðfirði. Málþingið hefur fengið heitið „Miðlun menningararfsins – Grettis saga í fortíð og nútíð“. Góðvinir og kunningjar hetjunn- ar munu þar segja frá kynnum sín- um af kappanum og hugmyndum um að halda áfram minningu hans á lofti, eins og gert hefur verið allt til okkar tíma, segir í fréttatil- kynningu. Dagskrá hefst kl. 10.00 að morgni og stendur fram eftir degi. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð, morgun- og miðdegiskaffi. Þá verður stutt leiksýning í hádeg- ishléi og um miðjan daginn verður farið að Bjargi og sögustaðurinn kynntur í leiðsögn Karl Sigur- geirssonar leiðsögumanns frá Bjargi. Framsögur eru fjölmargar, m.a. mun verða sagt frá áformum í Húnaþingi um að byggja upp stórt menningarverkefni út frá Grettis sögu, teiknimynd um Gretti sem unnið er að þessa dagana, þá munu kunnir fræðimenn segja frá rann- sóknum sínum. Fjallað verður um skrif Hermanns heitins Pálssonar um kappann, sagt frá skapgerð Grettis og velt fyrir sér örnefnum og mörgu fleiru er tengist sögunni. Skráning á netfangi grettir.ster- ki@grettistak.is þar má einnig óska eftir að fá dagskrá þingsins senda. Þátttökugjald er kr. 2.500, innifalið er hádegisverður og kaffi. Morgunblaðið/K.Á.S. Ein af myndum Halldórs Péturssonar á Minnismerki við Bjarg, Ásdís Bárð- ardóttir hlýðir á Þorbjörn öngul lýsa vígi Grettis. Málþing í Miðfirði um Grettis sögu Miðfirði. Morgunblaðið. VALNEFND Fellaprestakalls í Breiðholti í Reykjavík ákvað á fundi sínum 21. október sl. að leggja til að séra Svavar Stef- ánsson verði skipaður sóknar- prestur þar frá 1. janúar nk. Sjö umsækjendur voru um embætti sóknarprests í Fella- prestakalli. Kirkjumálaráðherra skipar í embættið til fimm ára. Í valnefnd sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups og prófasts Reykjavíkurpró- fastsdæmis eystra, segir í frétt frá Biskupsstofu. Valið í Fella- prestakall

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.