Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Virðisaukaskattur í löndum Vestur-Evrópu í maí 1999, % *
Almenn-
ur Matvöru Undantekningar
vsk. %
Svíþjóð 25 12 Veitingahús 25%
Finnland 22 17 Veitingahús 22%
Danmörk 25 25
Þýskaland 16 7 Drykkir og veitingahús 16%
Austurríki 20 10 Drykkir 20%
Holland 17,5 6
Belgía 21 6 Smjörlíki 12%, drykkir, veitinga-hús 21%
Lúxemborg 15 3
Stóra-Bretland 17,5 0 Súkkulaði, ís, drykkir, tilbúnir réttir, veitingahús 17,5%
Írland 21 0 Súkkulaði, ís, drykkir, 21%, veit-ingahús 12,5%
Frakkland 20,6 5,5 Veitingahús 20,6%
Ítalía 20 4 Drykkir 20%, veitingahús 10%
Grikkland 18 8
Spánn 16 4 Drykkir og veitingahús 7%
Portúgal 17 5 Drykkir og veitingahús 12%
Sviss 7,5 2,3
Ísland 24,5 14
Noregur 23 23 (síðan 1/7 2001 er vsk á mat 12%)
* Sýnt sem álagningar% á verð án vsk.
Heimild: ESB [1999] og OECD [1999].
Í UMRÆÐUM um matvælaverð hér
á landi síðustu vikur hefur saman-
burður við önnur lönd mjög verið til
umfjöllunar. Margir þættir koma við
sögu við verðmyndun matvara, nefna
má álagningu verslunar, fjármagns-
kostnað, kröfur til framleiðslunnar
s.s. heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfur,
launakostnað og virðisaukaskatt.
Sé litið á virðisaukaskatt á mat-
vörum þá er hann hærri hér á landi
en í flestum löndum ESB, sjá með-
fylgjandi töflu. Einungis í Finnlandi
og Danmörku er hann hærri. Í flest-
um öðrum löndum ESB er hann á
bilinu 0–10%, sjá meðfylgjandi töflu.
Norðmenn hafa nýlega lækkað virð-
isaukaskatt á matvörum úr 23% í
12%. Þar í landi fylgjast menn
grannt með áhrifum þessa á útsölu-
verð til neytenda.
Innan ESB er það í valdi hvers
lands að ákveða virðisaukaskatt
þ.m.t. á matvælum og þarf því ekki
inngöngu í ESB til að hafa áhrif á
þennan þátt verðmyndunarinnar.
ERNA BJARNADÓTTIR,
forstöðumaður félagssviðs
Bændasamtakanna.
Hátt matvælaverð
Frá Ernu Bjarnadóttur:
FJÖLMIÐLUM hefur orðið tíðrætt
um ofbeldið í Reykjavík og ná-
grannabyggðum að undanförnu –
loksins. Innbrotafaraldur reið yfir í
sumar og öryggisgæsla er seld í
áskrift og ekkert lát á eftirspurn.
Allir þekkja ástæðuna; óheft flæði
eiturlyfja sem seld eru á götum og
skemmtistöðum án þess að lögregl-
an í Reykjavík fái rönd við reist.
Það eru til ráð sem vel duga í
baráttu gegn eiturlyfjasölum. Sum
þeirra kalla á að minni hagsmunir
verði látnir víkja fyrir meiri; t.d.
verði réttindi og öryggi vitna tekin
fram yfir réttindi sakborninga. Þá
hafi lögreglan frumkvæði að kærum
þar sem brotaþolar treysta sér ekki
sjálfir til og fleira í þeim dúr.
Umræða um ofbeldi hefur ekki
náð inn á Alþingi. Þar þurfa menn
einkum og sérílagi að ræða jarð-
göng og varpstæði heiðagæsa ár
eftir ár eftir ár. Ef þingmenn telja
sig ekki þurfa að huga að raunveru-
legum vanda íbúa hér í þéttbýlinu
og raunverulegri fjárþörf og hvar
hún liggur þá þurfum við að fá nýja
áhöfn á Alþingi. – Svo einfalt er
það.
EINAR S. HÁLFDÁNARSON,
hrl.,
Stórhöfða 23, Reykjavík.
Kosningar að ári
Frá Einari S. Halldórssyni:
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r