Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.10.2002, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Virðisaukaskattur í löndum Vestur-Evrópu í maí 1999, % * Almenn- ur Matvöru Undantekningar vsk. % Svíþjóð 25 12 Veitingahús 25% Finnland 22 17 Veitingahús 22% Danmörk 25 25 Þýskaland 16 7 Drykkir og veitingahús 16% Austurríki 20 10 Drykkir 20% Holland 17,5 6 Belgía 21 6 Smjörlíki 12%, drykkir, veitinga-hús 21% Lúxemborg 15 3 Stóra-Bretland 17,5 0 Súkkulaði, ís, drykkir, tilbúnir réttir, veitingahús 17,5% Írland 21 0 Súkkulaði, ís, drykkir, 21%, veit-ingahús 12,5% Frakkland 20,6 5,5 Veitingahús 20,6% Ítalía 20 4 Drykkir 20%, veitingahús 10% Grikkland 18 8 Spánn 16 4 Drykkir og veitingahús 7% Portúgal 17 5 Drykkir og veitingahús 12% Sviss 7,5 2,3 Ísland 24,5 14 Noregur 23 23 (síðan 1/7 2001 er vsk á mat 12%) * Sýnt sem álagningar% á verð án vsk. Heimild: ESB [1999] og OECD [1999]. Í UMRÆÐUM um matvælaverð hér á landi síðustu vikur hefur saman- burður við önnur lönd mjög verið til umfjöllunar. Margir þættir koma við sögu við verðmyndun matvara, nefna má álagningu verslunar, fjármagns- kostnað, kröfur til framleiðslunnar s.s. heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfur, launakostnað og virðisaukaskatt. Sé litið á virðisaukaskatt á mat- vörum þá er hann hærri hér á landi en í flestum löndum ESB, sjá með- fylgjandi töflu. Einungis í Finnlandi og Danmörku er hann hærri. Í flest- um öðrum löndum ESB er hann á bilinu 0–10%, sjá meðfylgjandi töflu. Norðmenn hafa nýlega lækkað virð- isaukaskatt á matvörum úr 23% í 12%. Þar í landi fylgjast menn grannt með áhrifum þessa á útsölu- verð til neytenda. Innan ESB er það í valdi hvers lands að ákveða virðisaukaskatt þ.m.t. á matvælum og þarf því ekki inngöngu í ESB til að hafa áhrif á þennan þátt verðmyndunarinnar. ERNA BJARNADÓTTIR, forstöðumaður félagssviðs Bændasamtakanna. Hátt matvælaverð Frá Ernu Bjarnadóttur: FJÖLMIÐLUM hefur orðið tíðrætt um ofbeldið í Reykjavík og ná- grannabyggðum að undanförnu – loksins. Innbrotafaraldur reið yfir í sumar og öryggisgæsla er seld í áskrift og ekkert lát á eftirspurn. Allir þekkja ástæðuna; óheft flæði eiturlyfja sem seld eru á götum og skemmtistöðum án þess að lögregl- an í Reykjavík fái rönd við reist. Það eru til ráð sem vel duga í baráttu gegn eiturlyfjasölum. Sum þeirra kalla á að minni hagsmunir verði látnir víkja fyrir meiri; t.d. verði réttindi og öryggi vitna tekin fram yfir réttindi sakborninga. Þá hafi lögreglan frumkvæði að kærum þar sem brotaþolar treysta sér ekki sjálfir til og fleira í þeim dúr. Umræða um ofbeldi hefur ekki náð inn á Alþingi. Þar þurfa menn einkum og sérílagi að ræða jarð- göng og varpstæði heiðagæsa ár eftir ár eftir ár. Ef þingmenn telja sig ekki þurfa að huga að raunveru- legum vanda íbúa hér í þéttbýlinu og raunverulegri fjárþörf og hvar hún liggur þá þurfum við að fá nýja áhöfn á Alþingi. – Svo einfalt er það. EINAR S. HÁLFDÁNARSON, hrl., Stórhöfða 23, Reykjavík. Kosningar að ári Frá Einari S. Halldórssyni: VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.