Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 50
DAGBÓK
50 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Kinsho Maru no.18 kem-
ur í dag. Mánafoss fer í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Marschenland kom í
gær og fer í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Bingó í
dag kl. 14.
Árskógar 4. Kl. 13–16.30
opin smíða- og handa-
vinnustofan, kl. 13.30
bingó, kl. 10–16 púttvöll-
urinn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13–16
spilað.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið opið
mánu- og fimmtudaga.
Laugard: kl. 10–12 bók-
band, línudans kl. 11.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45 op-
in handavinnustofan,
hárgreiðslustofan opin
kl. 9–16.45 alla daga
nema mánudaga.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–12
applikering, kl. 10–13 op-
in verslunin.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12 böð-
un, kl. 9–16.30 opin
vinnustofa, myndlist, kl.
9.30 gönguhópurinn
Gönuhlaup leggur af
stað, kaffi á eftir göng-
unni, allir velkomnir, kl.
14 brids og spila-
mennska, hárgreiðslu-
stofan opin 9–14.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13. „Opið
hús“, spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Föstud.: kl. 11
námskeið í skyndihjálp,
kl. 14.15 spænska.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8 (Gjá-
bakka) kl. 20.30. Bingó
kl. 14 í Gullsmára.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Tréút-
skurður kl 13, brids kl
13.30, púttað á Hrafn-
istuvellli kl. 14–16.
Á morgun laugardag ,
morgungangan kl. 10 frá
Hraunseli
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
lokuð vegna breytinga í
Glæsibæ. Föstud: Fé-
lagsvist kl. 13.30. Heilsa
og hamingja Ásgarði
Glæsibæ laugardaginn
26. október kl. 13. Erindi
flytja: Tómas Helgason
skýrir frá rannsókn sinni
um samband heilsu og
lífsgæða á efri árum og
Júlíus Björnsson sál-
fræðingur um svefnþörf
og svefntruflanir aldraðs
fólks. Almennur fé-
lagsfundur Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni verður haldinn
í Ásgarði í Glæsibæ
fimmtudaginn 31.
október kl. 17.
Fundarefni: Skattlagn-
ing ávöxtunarhluta líf-
eyrisgreiðslna, íslenska
ríkinu stefnt og önnur
mál. Félagar fjölmennið.
Allt áhugafólk um mál-
efni aldraðra velkomið.
Silfurlínan er opin á
mánu- og miðvikudögum
kl. 10–12. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt í Faxafen
12 s. 588 2111. Fé-
lagsstarfið er áfram í Ás-
garði Glæsibæ. Upplýs-
ingar á skrifstofu FEB.
Gerðuberg, félagsstarf,
frá hádegi spilasalur og
kjl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, m.a. kortagerð og
servéttu. Veitingar í
kaffi Berg. Fimmtud. 31.
okt. „Kynslóðir saman í
Breiðholti“ félagsvist í
samstarfi við Seljaskóla.
Föstud. 1. nóv. dans-
leikur, frá 20–23.30, hús-
ið opnað kl. 19.30, hljóm-
sveit Hjördísar Geirs
skemmtir. Veitingar í
Kaffi Berg. Allar upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 9.15 ramma-
vefnaður, kl. 13 bókband.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 glerlistahópur,
kl. 14. bingó. Fjöl-
skyldudagur í Gullsmára
laugard. 26. okt kl. 14,
leikherbergi fyrir yngstu
börnin, til afnota verða
litir, pappír og leir. Ung-
lingakór Digraneskirkju
syngur undir stjórn
Heiðrúnar Há-
konardóttur. Brúðuleik-
hús fyrir fólk á öllum
aldri. Leikritið Loð-
inbarði í umsjá Hall-
veigar Thorlacíus. Ragn-
ar Bjarnason rifjar upp
gamlar perlur. Vöfflu-
kaffi. Allir velkomnir,
takið börn og barnabörn
með.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
fótaaðgerð og hár-
greiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, kl. 10 mæðra-
morgunn. Fótaaðgerð,
hársnyrting. Allir vel-
komnir.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
Fimmtud: Kl. 10, aðra
hverja viku púttað á
Korpúlfsstöðum, hina
vikuna keila í Keilu í
Mjódd. Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug á
þriðjud. kl. 9.45 og
föstud. kl. 9.30. Uppl. í s.
545 4500.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
14.30 handavinna, kl. 10–
11 kántrýdans, kl. 11–12
stepp, kl. 13.30–14.30
Sungið við flygilinn, kl.
14–15 félagsráðgjafi á
staðnum, kl. 14.30–16
dansað í aðalsal. Mynd-
listarsýning Sigrúnar
Huldar Hrafnsdóttur er
opin virka daga til 8. nóv.
Getum bætt við brids-
félögum í tvímenning,
spilað á þriðjudögum
kl.13–16. Stjórnendur
Bjarni Guðmundsson og
Guðmundur Pálsson.
Landsbanki Íslands veit-
ir almenna bankaþjón-
ustu föstud. 1. nóv.
kl.13.30–14. Lyfjafræð-
ingur veitir lyfjaráðgjöf
og mælir blóðþrýsting
mánud. 4. nóv. Allar
uppl. í s. 562 7077.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17, hár-
greiðsla kl. 10–11 boccia.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9 hárgreiðsla og
myndlist, kl. 9.30 bók-
band og morgunstund,
kl. 10 fótaaðgerðir og
leikfimi, kl. 12.30 leir-
mótun, kl. 13.30 bingó.
Þorrasel dagdeild,
Þorragötu 3. Laug-
ardaginn 26.10. verður
opið hús og basar frá
kl.13–17. Mikið úrval
muna til sölu, kaffisala á
staðnum. Allir velkomn-
ir.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað frá
Gjábakka, Fannborg 8,
kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13,
kl. 10 á laugardögum.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum með
börnin sín á fimmtud.
kl.13–15 á Loftinu í Hinu
húsinu, Pósthússtræti
3–5. Opið hús og kaffi á
könnunni, djús, leikföng
og dýnur fyrir börnin.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík spiluð fé-
lagsvist á morgun laug-
ardag kl. 14 á Suður-
landsbraut 30. Allir
velkomnir.
Slysavarnadeild kvenna
í Reykjavík. Opið hús í
Höllubúð föstudaginn
25. okt kl. 20.30 léttar
veitingar.
Breiðfirðingafélagið
vetrarfagnaður í Breið-
firðingabúð laugardag-
inn 26. okt.
Eskfirðingar og Reyð-
firðingar. Vetrarkaffi
fyrir eldra fólk frá Eski-
firði og Reyðarfirði á
höfuðborgarsvæðinu
verður sunnud. 27. okt.
kl. 15 í Félagsheimili
eldri borgara í Gull-
smára 13, Kópavogi.
Ath. nýr staður.
Húnvetningafélagið í
Reykjavík. Sunnudaginn
3. nóvember er árlegur
kirkju- og kaffi-
söludagur. Guðsþjónusta
í Kópavogskirkju kl. 14.
Prestur sr. Ægir Fr.
Sigurgeirson. Organisti
Árni Arinbjarnar. Húna-
kórinn syngur undir
stjórn Eiríks Gríms-
sonar. Að athöfn lokinni
kl. 15. kaffi í Húnabúð,
Skeifunni 11, í umsjá
kaffinefndar. Allir vel-
komnir.
Í dag er föstudagur 25. október,
298. dagur ársins 2002. Orð
dagsins: Drottinn mun frelsa mig
frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn
í sitt himneska ríki. Honum sé
dýrð um aldir alda! Amen.
(Tím. 4, 18.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 blóm, 4 hamagangur, 7
illkvittin, 8 þjóti, 9 gróða,
11 beitu, 13 kunna, 14
álíta, 15 sögn, 17 eru und-
irgefnir, 20 iðn, 22 skipu-
lag, 23 kjánar, 24 afkom-
enda, 25 himingeimur-
inn.
LÓÐRÉTT:
1 bjarga, 2 óneysluhæfan,
3 ránfugla, 4 ströng, 5
hellir, 6 byggja, 10 velta,
12 eldstæði, 13 kostur, 15
ber, 16 líkamshlutinn, 18
fót, 19 ákveð, 20 flot, 21
borgaði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 vergangur, 8 kúsks, 9 gusta, 10 ill, 11 asann, 13
aurar, 15 herma, 18 aggan, 21 náð, 22 áttan, 23 aflar, 24
vatnslaus.
Lóðrétt: 2 elska, 3 gisin, 4 nagla, 5 ufsar, 6 ekta, 7 gaur,
12 nem, 14 ugg, 15 hrár, 16 rytja, 17 annan, 18 aðall, 19
gildu, 20 norn.
KÆRI/kæra 190952-4019.
Vegna skrifa þinna um
viðræðuþátt á Stöð 2 og við-
tal við Jóhannes í Bónus vil
ég reyna að leiðrétta mis-
skilning þinn. Misskilningur
er mjög slæmur skilningur.
Megininntakið í gagnrýni á
verslanir Baugs og Bónus
felast ekki endilega í háu/
lágu vöruverði í þeirra
verslunum, heldur hvernig
að málum er staðið. Jóhann-
es og félagar eru sakaðir um
að vinna gegn markmiðum
markaðshagkerfisins og
samkeppnislaga. Þeir eru
sakaðir um að misbeita
markaðsráðandi stöðu sinni
við samningagerð sem færir
þeim einum hagstæðari
verð en öðrum gefst kostur
á.
Dæmi 1: (fákeppni): Við
birgja sem vill selja öllum
vöru sína á t.d. kr. 125 per
einingu er sagt. Hafðu lista-
verðið kr. 150 og við fáum
50% afslátt. Þú selur öðrum
vöruna á kr. 150.
Dæmi 2: (einokun): Við
birgja sem vill selja t.d. ver-
tíðarvöru eða vöru af tak-
mörkuðu upplagi er sagt.
Við kaupum allan lagerinn
en þú verður að lofa að selja
engum öðrum.
Samningar sem þessir
eru yfirleitt leynilegir og af-
sláttarkjörin geta ýmist
komið fram í formi kredit-
reiknings í lok einhvers
tímabils eða þeir koma fram
í meira magni af afgreiddri
vöru en reikningur segir til
um. Í öllum tilfellum er
birgjum stillt upp við vegg
og þeim gerð grein fyrir því
að ekki verði af viðskiptum
nema þeir gangi að afar-
kostunum og haldi þeim
leyndum. Ekki er deilt um
að vöruverð er lægst í Bón-
us heldur hvernig það er
fengið. Afstöðu þinni, þegar
þú þakkar Jóhannesi í Bón-
us, má líkja við það ef fórn-
arlamb ofbeldis segði: Ó,
þakka þér fyrir, þetta var
svo gott. Í eðlilegu við-
skiptaumhverfi væri afstaða
þín og skoðun rétt. Málið
snýst hins vegar um afar
óeðlilegt viðskiptaumhverfi
sem samkeppnisyfirvöld
hefðu með réttu átt að vera
búin að taka á fyrir löngu.
Ath. dæmin tvö eru tilbúin
og sett fram til að sýna fram
á hugsanlega aðferðafræði.
Með virðingu,
100444-2089.
Svör óskast
Í VELVAKANDA 17. októ-
ber sl. var fyrirspurn til
Davíðs Oddssonar. Í pistlin-
um, sem Þórir Guðmunds-
son skrifar, kom fram að
hann fékk niðurfellingu á
fasteignagjöldum á íbúð
sinni upp á kr. 33.599 eða
um tæp 60%. Og þá spyr ég:
Á hvaða forsendum fékk
Þórir þessa niðurfellingu?
Eins vil ég koma þeirri
fyrirspurn á framfæri við
Félag eldri borgara í
Reykjavík hvers vegna ein-
staklingur þarf að borga í
félagsgjöld kr. 2.800 en hjón
2.000 kr. hvort um sig.
Sigríður Pétursdóttir.
Stórkostlegt kvöld
STÓRKOSTLEGT laugar-
dagskvöld var með Gísla
Marteini laugardagskvöldið
19. október. Kærar þakkir
fyrir frábæran þátt, bæði til
stjórnandans og viðmæl-
andans.
Sigrún.
Góðir þættir
ÉG VIL þakka Ríkissjón-
varpinu fyrir góða þætti
sem þeir hafa verið með
undanfarið, það eru Grikk-
landsþættirnir og Flug-
þættirnir. Mjög góðir þætt-
ir. Svo vil ég fara fram á að
endursýndir verði þættirnir
Þjóð í hlekkjum hugarfars-
ins eftir Baldur Her-
mannsson.
Sjónvarpsáhugamaður.
Fyrirspurn
EF hringt er og síminn
hringir í 1–2 mínútur áður
en svarað er teljast þá þess-
ar mínútur með símtalinu
eða borgar maður einungis
eftir að svarað er?
Notandi.
Tapað/fundið
Barnabílstóll týndist
BRITAX-barnabílstóll, blá-
köflóttur, týndist líklega
mánudaginn 21. október.
Skilvís finnandi hafi sam-
band við Sigurð í síma
659 2300 eða á: smm@hi.is
Armband týndist
ARMBAND, gyllt keðja,
týndist á leiðinni Bólstaðar-
hlíð 45 niður á Laugarnes-
veg 8. október sl. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 588 8919.
Dýrahald
Krúsilíus týndist
á Ströndum
HANN hvarf frá Ingólfs-
firði á Ströndum í júlímán-
uði sl. og hefur ekki fundist
þrátt fyrir mikla leit. Eng-
inn hefur séð hann þarna á
næstu bæjum. Hann gæti
hafa flækst vestur eða til
baka suður á bóginn, en
hann á heima í Hafnarfirði.
Hann er einlitur, fallega
grár á litinn, eyrnamerktur
og var með hálsól. Þeir sem
hafa séð hann einhvers stað-
ar á landinu vinsamlega
hringið í síma 555 0474,
698 0472 og 866 6434.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Ísland í bítið –
misskilningur
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI á oftast nær voðabágt með að hlýða fyrirmælun-
um, sem standa á brottfararspjaldinu
þegar hann er á leið í flug til útlanda,
um að hann eigi að vera kominn að
hliðinu á tilteknum tíma. Alla jafna er
ekkert að gerast í hliðinu ef fólk
mætir á réttum tíma og þá tekur bara
við drepleiðinleg bið, fjarri búðum og
börum, og eina björgunin að vera
með blað eða bók. Einstaka sinnum
hefur þetta komið Víkverja í koll, en
hann hefur þó yfirleitt sloppið með
skrekkinn og aðeins einu sinni lent í
þeirri auðmýkjandi lífsreynslu að
vera kallaður upp sem eini farþeginn,
sem vantaði í Kaupmannahafnarvél-
ina þannig að hún gæti lagt af stað.
Nýlega var Víkverji á leið til út-
landa og ákvað í Leifsstöð að gera nú
einu sinni eins og honum væri sagt og
mæta í hliðið á réttum tíma. Þar tók
auðvitað við enn ein biðin, en Víkverji
var með lesefni og kippti sér ekki upp
við það. Þegar fimmtán mínútur voru
þangað til flugvélin átti að leggja af
stað fóru útlendingar, sem áttu pant-
að far með vélinni, að taka sér stöðu í
snyrtilegri biðröð við hliðið. Upp til
hópa voru þetta Norðmenn og Svíar;
akkúrat og skipulagt fólk. Víkverji
bættist við í biðröðina og beið. Fimm
mínútum fyrir auglýstan brottfarar-
tíma var tilkynnt að flugvélin færi frá
öðru hliði. Biðröðin færði sig með
skipulegum hætti og svo gerðist ekki
neitt í u.þ.b. tíu mínútur og flugvélin
átti að vera farin. Þá loks birtist bros-
milt og stimamjúkt flugvallarstarfs-
fólk og byrjaði að hleypa um borð í
vélina, sem auðvitað fór alltof seint af
stað. Engar skýringar voru gefnar á
því, á skjám í flugstöðinni stóð allan
tímann að vélin væri á áætlun og eng-
inn baðst afsökunar á seinkuninni
fyrr en komið var um borð í flugvél-
ina. Þetta staðfesti enn þá trú Vík-
verja að það borgi sig ekki að mæta á
réttum tíma út í hlið.
x x x
FINNAR hafa byggt sér glæsilegtnútímalistasafn í Helsinki,
Kiasma við Mannerheimveg, sem
reyndar er stundum gagnrýnt fyrir
að líta út eins og pylsa að utan, en
þjónar hlutverki sínu með prýði inn-
andyra. Víkverji skoðaði þar m.a.
sýninguna Poppkorn og pólitík, þar
sem sýnd eru verk úr eigu safnsins,
sem spanna tímabilið allt frá 1960.
Þarna sannfærðist Víkverji um að sú
gagnrýni er réttmæt, sem sett hefur
verið fram hér á landi, að hin opin-
beru listasöfn geri ekki nóg af því að
kaupa erlend listaverk til að setja ís-
lenska list í rétt alþjóðlegt samhengi.
Í safni Kiasma eru verk eftir t.d.
bandaríska popplistamenn á borð við
Roy Lichtenstein, sem augljóslega
hafa haft mikil áhrif á finnska lista-
menn á sínum tíma. Jafnframt er á
sýningunni verk eftir Íslendinginn
Ólaf Elíasson, sem gefur áhugaverð-
an samanburð við verk finnskra lista-
manna, sem vinna með náttúruna í
verkum sínum. Enginn er eyland,
eins og þar stendur, og það verður
augljóst þegar myndlistarhefð eins
lands er stillt upp með dæmum frá
öðrum löndum.
x x x
LESANDI skrifaði Víkverja bréfog skammaði hann fyrir að
skrifa á dögunum að hann hefði
keypt vörur í Hagkaupi. Lesandinn
benti á að Hagkaup væri augljóslega
fleirtöluorð. Víkverji veit upp á sig
sökina, en á sér kannski þær máls-
bætur að hafa reynt að vera sam-
kvæmur sjálfum sér, í málinu hafa
nefnilega öðlast sess orð á borð við
Hagkaupssloppur og Hagkaupsveld-
ið, þrátt fyrir að allir hugsandi menn
sjái að Hagkaup er fleirtöluorð.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16