Morgunblaðið - 25.10.2002, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
1/2Kvikmyndir.is
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4. með ísl. tali
HL Mbl
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
„DREPFYNDIN“
ÞÞ. FBL
Frá leikstjóra American Beauty.
Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá.
Það verður
skorað
af krafti.
Besta breska
gamanmyndin síðan
„Bridget Jones’s
Diary.“ Gamanmynd
sem sólar þig upp úr
skónum. Sat tvær
vikur í fyrsta sæti í
Bretlandi.
Sýnd kl. 5.45.
SK RadíóX
5 , 7.30 og 10.
Sýnd kl. 4, 5.30, 6.30, 8, 9, 10.30 og 11.30. Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16. .
Maðurinn sem getur ekki lifað án
hennar leyfir henni ekki að lifa
án hans. Hvernig flýrðu þann sem
þekkir þig best? Magnaður
spennutryllir í anda Sleeping
With the Enemy.
Gott popp styrkir
gott málefni
Sýnd kl. 5.50. Bi. 16.
Maðurinn sem getur ekki
lifað án hennar leyfir henni
ekki að lifa án hans.
Hvernig flýrðu þann sem
þekkir þig best? Magnaður
spennutryllir í anda Sleeping
With the Enemy.
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
1/2Kvikmyndir.is
Frá leikstjóra American Beauty.
Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20.
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
harvey
KEITEL
emily
WATSON
mary-louise
PARKER
philip seymour
HOFFMAN
Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16.
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
SV Mbl
HK DV
SK RadíóX
Gott popp styrkir
gott málefni
ARI Í ÖGRI Liz Gammon.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ Afmæl-
ishátíð Félags harmonikuunnenda
föstudagskvöld kl. 20.30.
BARINN Plast
BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi DJ
Skugga-Baldur.
BÖGGVER, Dalvík Sixties.
CAFÉ ROMANCE Andy Wells.
CATALINA, Kóp Sælusveitin.
CELTIC CROSS Ómar Hlynsson.
CHAMPIONS CAFÉ Léttir sprett-
ir.
FJÖRUKRÁIN Víkingasveitin.
GAUKUR Á STÖNG Ber.
GULLÖLDIN Svensen og Hallf-
unkel.
HÓTEL FRAMNES, Grundarfirði
Hörður
Torfa kl.
21.00.
IBIZA
BRAUT-
ARHOLTI
Dj Exos,
Dj Bjössi brunahani, Dj Kiddi
ghost og Dj Ívar amore.
KAFFI AKUREYRI Spútnik.
O’BRIENS Halli og Hjörtur.
ODD-VITINN, Akureyri Sverrir
Stormsker.
PLAYERS-SPORTBAR, Kópavogi
Í svörtum fötum.
RÁIN, Reykjanesbæ Hljómsveit
Stefáns P.
VIÐ POLLINN, Akureyri Bylting.
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Ber á Gauknum.
ÞAÐ er sannarlega fengur fyrir ís-
lenska tónlistarunnendur að Stereo-
lab, sem er hiklaust eitt það mesta
ævintýraband sem tíundi áratugurinn
gaf af sér, leiki nú hér á landi. Linnu-
laus, listræn leit er dagskipunin á
þeim bænum, þar sem tám er dýft í
hina ólíkustu stíla og þeim blandað
saman á athyglisverðan, óvæntan en
þó alltaf áheyrilegan hátt. Sykurpopp
frá sjöunda áratugnum, jaðarbundið
listarokk, kvikmyndatónlist, hipp
hopp og raftaktar – allt hefur þetta
runnið í gegnum hendur forsprakk-
ans Tim Gane, sem rekur bandið
ásamt konu sinni, Laetitiu Sadier, en
aðrir meðlimir nú eru þau Simon
Johns og Mary Hansen.
Fleiri heyrt um sveitina
en í henni
– Stereolab til Íslands. Afhverju?
„Við höfum reyndar verið á leiðinni
í nokkurn tíma en það hefur alltaf
dottið upp fyrir einhverra hluta
vegna. Vinur okkar, Ölli (Örlygur Ey-
þórsson, einn skipuleggjenda), hafði
svo samband við okkur og sagðist
vera að reyna að toga í einhverja
spotta. Hann ákvað svo á endanum að
gera þetta bara sjálfur og nú er þetta
komið í gegn. Við erum komin með
flugmiðana í hendur þannig að þetta
virðist loks ætla að ganga (hlær).“
– Þið hlakkið semsagt til?
„Ó já. Þetta er í fyrsta skipti sem
við förum til Íslands en fullt af vinum
og kunningjum hafa verið að segja
okkur magnaðar sögur af landi og
þjóð. Þannig að við erum himinlif-
andi.“
– Gætir þú sagt okkur aðeins frá
Stereolab?
„Ja ... Fyrsta platan okkar, fjög-
urra laga tíu tomma, kom út 1991. Við
gáfum hana út sjálf og vinnubrögðin
voru fremur fornfáleg. Við keyptum
ódýrasta pappírinn sem hægt var að
prenta á og sum eintökin fóru ofan í
plastpoka sem venjulega eru notaðir
til að geyma frosnar matvörur í! Við
seldum þetta á tónleikum, fengum
plötubúðir í London eins og Sister
Ray og Rough Trade til að hjálpa
okkur og gengum jafnvel um bæinn
með þær í matvörukerrum og seld-
um. Í kjölfarið fórum við svo að starfa
með merki sem heitir Too Pure en
fljótlega sló í brýnu með okkur og
þeim. Okkur fannst aðstandendur út-
gáfunnar vera farnir að líta of stórt á
sig og merkið var orðið mikilvægara
en hljómsveitirnar sem það gaf út.
Við gerðum því í kjölfarið góðan
samning við stórfyrirtæki, Elektra
Records. Okkur fannst gott að kom-
ast á stórt merki því við viljum lifa á
tónlistinni og það þarf að borga fólki
laun. Þar fáum við fullkomið listrænt
frelsi sem er forsenda fyrir starfsem-
ina.“
– Þannig að það er ekki sjálfgefið
að stórfyrirtæki séu „vond“?
„Nei, alls ekki. En ef metnaður
okkar lægi í því að vera markaðsvæn
þá gætum við ábyggilega fengið að-
stoð þaðan við það. En áhugi okkar
liggur ekki í því, hann liggur í því að
semja áhugaverða tónlist.“
– Myndir þú skrifa undir það að
Stereolab sé hópdýrkuð sveit (e.
cult)?
„Já, að vissu leyti. Við seljum ekki
mikið af plötum en allir virðast hafa
heyrt um okkur, þá frekar en í okkur.
Fólk gerir líka svolítið af því að nefna
okkur á nafn. The Neptunes (einir af
heitustu upptökustjórum dagsins í
dag) segjast bara hlusta á Stereolab
og Eddie Vedder (söngvari Pearl
Jam) talar víst líka mikið um okkur.
En við erum auðvitað fyrst og fremst
bara hljómsveit sem gefur út plötur
og spilar á tónleikum. Það er raun-
veruleikinn.“
Nýtt en kunnuglegt
– Er það rétt að langt sé um liðið
síðan þið stilltuð saman strengi síð-
ast?
„Já. Við höfum ekki spilað í átta
mánuði. Við vorum að æfa í fyrradag
og dusta rykið af okkur. Það er oft
mjög hollt að koma aftur inn, endur-
nærður og hvíldur. Þannig að þetta
verður „ný“ sveit með kunnuglegan
hljóm.“
– Þegar maður horfir á Stereolab
úr fjarlægð virðist einkennilega heim-
ilislegur blær leika um hana. Maður
ímyndar sér að þið verðið enn starf-
andi og gefið út plötur eftir tuttugu
ár. Hvað finnst þér?
„Ja ... ég veit ekki. Við erum að
byggja hljóðver í Frakklandi núna
sem við hyggjumst nota í framtíðinni.
Tim er búinn að semja nýja plötu og
ég þarf því að fara að taka til við
textagerðina. Svo verður líkast til
önnur plata í viðbót ...“
– Er þér það mikilvægt að sveitin
haldi áfram að starfa?
„Já, þ.e.a.s. ef við erum enn að gera
eitthvað sem skiptir okkur máli. Ég
tel að við verðum að breyta okkur
reglulega til að viðhalda sköpunargáf-
unni. En ég vil ekki halda í þetta bara
til að halda í þetta. Ég trúi því nefni-
lega að við getum enn bætt okkur og
orðið miklu betri en við erum í dag.
Það er alltaf hægt að bæta sig.“
Stereolab spila á Grand Rokk um helgina
„Getum enn
bætt okkur“
Tilraunapoppsveitin Stereolab þykir ein merk-
asta og frumlegasta sveit tíunda áratugarins og
nýtur mikillar hópdýrkunar. Arnar Eggert
Thoroddsen ræddi við Laetitiu Sadier vegna
tónleika þeirra í kvöld og á morgun.
Ljósmynd/Deidre O’Callaghan
Stereolab, 2002: Simon Johns, Tim Gane, Laetitia Sadier, Mary Hansen.
arnart@mbl.is
Í DAG