Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 25.10.2002, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Háhraðasítenging við Netið FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ fellst ekki á að Starfsmannasjóður SPRON ehf. kaupi virkan eign- arhlut í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Telur FME að í áform- um starfsmannasjóðsins um að kaupa upp 54,2% stofnfjárhluta í SPRON á genginu 5,5 felist hætta á hagsmunaárekstrum á fjármála- markaði. Jafnframt tryggi áformin ekki með fullnægjandi hætti hags- muni Sparisjóðsins. Stjórn starfsmannasjóðsins telur líkt og SPRON að forsendur Fjár- málaeftirlitsins fyrir synjuninni standist ekki og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn. Segir í frétta- tilkynningu að stjórnin muni færa rök fyrir þeirri afstöðu frammi fyrir kærunefndinni. Kæruferlið tekur átta vikur. Ari Bergmann Einarsson, for- maður Starfsmannasjóðs SPRON ehf., sagði á blaðamannafundi síð- degis í gær að þessi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins væri ákaflega mikil vonbrigði. Ákvörðunin hefði sömuleiðis komið mikið á óvart. Svo virðist sem Fjármálaeftirlitið ætli ekki að samþykkja að stofn- fjáreigendur geti selt bréf sín á genginu 5,5 en það sé þó það verð sem hafi komið til vegna ákvörð- unar FME frá 19. júlí síðastliðnum um að stofnfjáreigendur mættu selja hlut sinn á yfirverði. Starfsmannasjóður SPRON var stofnaður í lok júlí í sumar í kjöl- far þess að tilboð barst í stofnfjár- skírteini í SPRON frá fimm stofn- fjáreigendum í umboði Búnaðarbanka Íslands. Í fréttatilkynningu frá starfs- mannasjóðnum kemur fram að áform sjóðsins hafi byggst á samn- ingum við stofnfjáreigendur um kaup á 54,2% stofnfjárhluta í SPRON á genginu 5,5 og end- ursölu á 42,4% eignarhlutarins, þannig að sjóðurinn héldi eftir 11,8%. FME segist í úrskurði sínum tilbúið til að taka til athugunar mögulega útfærslu á áformum sjóðsins og nýja umsókn. „Ég má ekkert útiloka í þessu efni en eftir allar bréfaskriftirnar, fundi með forsvarsmönnum Fjármálaeftirlits- ins, samtal við þá í gær og álitið tel ég einfaldlega að við komumst ekki lengra með Fjármálaeftirlit- ið,“ segir Ari. Hann segir vinnu- brögð Fjármálaeftirlitsins mót- sagnakennd og leikreglur óskýrar. Starfsmannasjóður SPRON kærir synjun Fjármálaeftirlits Telja að forsendur FME fyrir synjun standist ekki  Óskýrar leikreglur/6 ELDUR og brennisteinn eru ekki það eina sem eldfjallið Hekla skilar upp á yfirborð jarðar er það tekur til við að gjósa. Gosefnin úr Heklu eru súr sem þýðir m.a. að í gosum kemur upp mikill vikur. Vikur er hægt að nota í ýmislegt, t.d. þykir hann góður við ræktun. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður í Þorlákshöfn nýtir vikurlindir við Heklu og selur til útlanda. Helstu viðskiptalöndin eru í Norður- Evrópu, t.d. Holland og Danmörk. „Vikur er t.d. mikið notaður í út- veggjastein og skorsteinseiningar,“ segir Bjarni Jónsson hjá Jarð- efnaiðnaði. „Við erum stundum að vinna fram eftir hausti eins og núna, það fer eftir veðri og auðvit- að hvernig gengur að selja. Salan er nú frekar stirð núna.“ Morgunblaðið/RAX Verðmæti í vikrinum DRAGA hefur þurft verulega úr þjónustu barnalæknavaktarinnar í Domus Medica að undanförnu þar sem einingakvóti ársins, sem greiðslur Tryggingastofnunar miðast við, er að verða uppurinn. Hópur barnalækna rekur barna- læknamóttökuna samkvæmt samningi sem fyrirtæki þeirra, Barnalæknaþjónustan ehf., gerði við Tryggingastofnun um síðustu áramót. Að öllu jöfnu annast tveir til þrír læknar móttöku barna á hverri vakt, en að undanförnu hefur aðeins einn læknir getað sinnt þjónustunni á hverju kvöldi og hefur þurft að vísa barnafólki frá. Segir 7 milljónir vanta svo veita megi óbreytta þjónustu Að sögn Kristleifs Kristjáns- sonar, læknis og eins af forsvars- mönnum Barnalæknaþjónust- unnar, greiðir Tryggingastofnun eingöngu fyrir hverja komu á læknavaktina og er miðað við ákveðinn fjölda eininga yfir árið. Óvenjumikil veikindi urðu hins vegar á fyrri hluta ársins og því þurfi frekari greiðslur að koma til svo unnt sé að anna eftirspurn- inni það sem eftir lifir ársins. Um 20 læknar skiptast á um að vinna á læknamóttökunni sem er opin alla daga ársins, jafnt á helgidög- um sem virkum dögum, og er komið með 11 til 12 þúsund börn á læknavaktina á ári. Að sögn Kristleifs hafa ítrek- aðar viðræður við heilbrigð- isráðuneyti og Tryggingastofnun um frekari framlög engum árangri skilað allt frá því í vor, þegar ljóst var hvert stefndi. ,,Fólk hefur notið þessarar þjónustu og kunnað mjög vel við hana. Við teljum að það vanti mjög lítið upp á til þess að hægt sé að halda áfram óbreyttri starf- semi eða um sjö milljónir króna,“ segir hann. Hefðu átt að draga saman aðeins fyrr Kristján Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri hjá Trygg- ingastofnun, segir að gerður hafi verið samningur við læknana um þessa læknamóttöku sem kveði á um ákveðinn einingafjölda yfir allt árið sem byggist á mati á komufjölda síðasta árs. Skv. samningnum skuldbindi læknarn- ir sig til að veita þessa þjónustu út allt árið. Læknarnir hafi svo haldið því fram að svo mikið hafi mætt á læknavaktinni á fyrri hluta ársins vegna flensu sem þá gekk, að þeir hafi klárað stóran hluta kvótans, og hafa nú farið fram á meiri greiðslur. Tryggingastofn- un hafi hins vegar bent þeim á að þeir hefðu mátt vita að flensa legðist á börn á hverju ári og þeir hefðu því átt að draga saman starfsemina aðeins fyrr. Kristleifur segir læknana hafa bent ráðuneytinu og Trygg- ingastofnun á það strax við gerð samninga að gera þurfi ráð fyrir um 13 þúsund komum á ári en ráðuneytið og TR hafi ekki getað fallist á það. ,,Þetta er einkenni- legast í ljósi ástandsins í heil- brigðiskerfinu. Þarna er um barnafólk að ræða sem hefur ekki alltaf aðgang að þessari þjónustu. Þeir þurfa þá að taka til í heilsu- gæslunni. Við liggjum ekki á lín- unni og biðjum fólk að koma til okkar, það bara kemur,“ segir hann. Dregið úr þjónustu á barnalæknavakt- inni í Domus Medica vegna fjárskorts Einn læknir á vakt og vísa þarf fólki frá BAUGUR-ID keypti í gær 14,99% hlutafjár í breska fyrirtækinu The Big Food Group, sem á og rekur verslunarkeðjurnar Iceland, Booker og Woodward. Í fréttatilkynningu frá Baugi kemur fram að kaupverð nemi allt að 40 pensum á hlut, en í Hálffimm- fréttum Búnaðarbankans segir að ætla megi að fjárfesting Baugs í fyrirtækinu nemi um 2,5 milljörðum eða um þriðjungi þess söluhagnaðar sem félagið innleysti við sölu á Arcadia. Velta 710 milljarðar á ári Við fréttirnar hækkaði gengi á hlutabréfum The Big Food Group um tæp 60%, úr 24 í 38 pens. Gengi hlutabréfa Baugs í Kauphöll Íslands hækkaði um 1,5% í gær, í viðskipt- um fyrir 123 milljónir króna. Velta The Big Food Group er rúmir fimm milljarðar punda á ári, eða sem nemur um 710 milljörðum króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á uppgjörstímabilinu, sem endaði 29. mars sl., nam 52,9 milljónum punda, eða tæpum 5,9 milljörðum króna. Hlutir í félaginu, samkvæmt ársreikningi 2001, eru 500 milljónir talsins. Því keypti Baugur tæpar 75 milljónir hluta. Í fréttatilkynningunni frá Baugi segir að kaupin séu í samræmi við þá stefnu Baugs-ID að fjárfesta í arðbærum verslunarfyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnar- formaður segir að fyrirtækið telji The Big Food Group vera lágt met- ið á markaði og því góðan fjárfest- ingarkost með mikla möguleika. Baugur ætli sér að styðja við bak- ið á fyrirtækinu og vonist til þess að eiga góð samskipti við stjórn þess þegar þar að kemur. Baugur fjárfestir í bresku fyrirtæki fyrir um 2,5 milljarða  32 ára/22 Eignast um 15% hlut í Big Food Corp, aðaleiganda Iceland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.