Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir Morgunblaðið/Áslaug Þ að fyrsta sem maður óneit- anlega veltir fyrir sér þegar maður kemur inn á veitinga- húsið Oro í Austurstræti er hverju hefur verið breytt. Í húsnæðinu sem eitt sinn hýsti verslun Egils Jacob- sens var jú Rex áður til húsa, veitingahús sem hannað hafði verið af hin- um þekkta Breta Joseph Conran. Rekstur Rex gekk hins vegar ekki upp og innrétt- ingum Conrans var að mestu leyti skóflað út. Rex var gjarnan gagnrýndur fyrir að vera „kaldur“ staður og greinilegt að þær breytingar sem gerðar hafa verið á hús- næðinu eiga að vinna bug á því. Bekkir við veggi, eitt af því fáa sem enn er til staðar, hafa verið bólstraðir, viðarskilrúm gefa hlý- legt yfirbragð, speglar stækka salinn og gegnsæjar gardínur með austurlensku mynstri hafa verið settar upp í gluggum. Barinn langi, sem setti hvað sterkastan svip á Rex, er horfinn, í staðinn hefur borð- um verið fjölgað og lítill bar settur upp í einu horninu. „Mafíuherbergið“ í kjall- aranum heyrir einnig sögunni til og þar er kominn nýr veitingasalur, sem aðallega er notaður fyrir hópa. Það eina sem virðist hafa fengið að halda sér nokkurn veginn óbreytt eru salernin niðri, enda líklega með flottustu salernum á íslensku veitingahúsi. Ólíkt Rex, sem var stundum veitingahús, stundum bar og undir lokin aðallega bar, er Oro veitingahús sem byggir allt sitt á mat- argestum. Matseðillinn er fjölbreyttur, þarna eru nokkrir réttir úr túnfiski og höfrungakjöti, pastaréttir og svo hefð- bundnari kjöt- og fiskréttir. Höfrungakjöt var ekki fáanlegt þegar staðurinn var heim- sóttur, enda hráefni sem eðli málsins sam- kvæmt er ekki hægt að treysta á að sé ávallt fáanlegt, og því varð að leita á önnur mið í matarvali. Humarhalar, steiktir í salv- íusmjöri voru góðir, ekkert ýkja frumlegir en þessi klassík stóð engu að síður fyrir sínu. Glóðaður fetaostur var hins vegar réttur sem ég hef ekki rekist á áður á ís- lensku veitingahúsi. Bráðnaður osturinn á brauði kom ágætlega út og var borinn fram með salati og sætri taílenskri chili-sósu. Al- veg óvitlaus samsetning, gróf en góð. Skötuselur með risotto var mjög vel sam- settur og matreiddur réttur. Fiskurinn létt- eldaður og mjúkur, vel gert risotto með fullt af parmigiano og með þessu strimla- skorið og steikt grænmeti og létt tóm- atasósa, eins konar coulis, þar sem ferskur kóríander brýtur upp bragðið. Af tveimur kjötréttum var annar vel gerður en hinn mislukkaður. Entrecote – nautasteik var meyr, léttsteikt líkt og beðið hafði verið um, kjötið hæfilega kryddað og með góðu meðlæti. Sem sagt hin ágætasta nautasteik, þótt ég hafi aldrei áttað mig á tilganginum að bera fram humarhala með nautakjöti. Villisveppahjúpað lambafilé olli hins vegar miklum vonbrigðum. Svartur sveppahjúpurinn var allt að því brenndur og kjötið innan í gegnsteikt og bragðdauft. Þegar diskar voru teknir og í ljós kom að lítið hafði verið snert við lambakjötinu var spurt hvort ekki hefði verið allt í lagi. Þeg- ar málið var skýrt var beðist afsökunar og þegar reikningur kom hafði lambið verið fjarlægt. Lambið gleymdist hins vegar fljótt þegar yndislegur eftirréttur kom á borðið. Heit súkkulaðikaka með stökkum hjúp, kókosís og sætum jarðarberjum. Þegar skorið var í kökuna rann út dökkt, bráðið súkkulaði. Þvílík nautn. Það er greinilega mikið lagt upp úr góðri þjónustu á Oro, þarna má sjá kunnugleg andlit frá stöðum á borð við Primavera og Café Óperu og starfsfólkið þeytist um sal- inn til að þjónusta viðskiptavini. Vínlisti er fjölbreytur og boðið er upp á mjög góð vín í glösum. Þannig var hægt að fá glas af hinu nýsjálenska Cloudy Bay Sauvignon Blanc á þúsund krónur og einnig úrval púrtvína í glösum með eftirréttum. Verðlagning á víni er hins vegar með ís- lenskum hætti, það er það er dýrt, og einn- ig fetar staðurinn í fótspor allt of margra annarra veitingastaða sem virðast miða verðlagningu sína á mat við verðlagningu allra dýrustu veitingastaða landsins. Oro Veit ingahús S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Restaurant Oro Austurstræti 9 Pöntunarsími: 562 7000 Kryddjurtin rósmarín  RÓSMARÍN er krydd- jurt sem á ættir sínar að rekja til Miðjarðarhafs- landanna. Lauf hennar eru ýmist notuð fersk eða krydduð. Þar sem þau hafa mjög afgerandi bragð nægir yfirleitt að nota nokkur lauf til að krydda kryddlegi, ragú, villi- bráð eða grillrétt, hins vegar getur líka verið gott að láta jurtina í stöku tilfellum drottna yfir öðru bragði. Rósmarínfylltur kjúklingur er t.d. mjög ljúf- fengur (í fyllinguna má einnig setja annað græn- meti, t.d. gulrætur, lauk og sellerí og auðvitað nóg af ólífuolíu). Rósmarín á mjög vel við kálfa- og svínakjöt, einnig í tómatsósur margs konar og fer vel með ofnbökuðum fiski og eins ofnbökuðum kartöflum með olíu. Þótt ótrúlegt sé, gefur það mjólk sem nota á í eftirrétt sérstakan mildan keim, sé rósmarínstöngull látinn standa í henni í 1–2 tíma. Chateau Seguin 2000 Chateau Seguin er víngerðarhús á Entre-deux-Mers-svæðinu í Bord- eaux, sem verið hefur í eigu dönsku Carl-fjölskyld- unnar frá því á níunda áratugn- um. Carl- fjölskyldan rek- ur eitt um- svifamesta víninnflutnings- fyrirtæki Dan- merkur og Er- ling Carl lét drauminn um eigið vínhús í Bord- eaux rætast en það er nú rekið af sonum hans. Þetta vín er einfaldasta rauðvín þeirra en engu að síður vand- að og gott Bordeaux-vín í þessum verðflokki. Ilmur skarpur, súkkulaði og lakkrískenndur, ávöxtur dökkur. Jafnvel má greina kókos. Gott jafn- vægi í munni, sýra mild og tannín mjúk og lengd þokkaleg. Fram- bærilegt matarvín, ekki síst með kjötréttum. Kostar 1.290 krónur. Jacob’s Creek Shiraz-Cabernet Ástralar eru fyrir löngu búnir að finna upp formúlu að víni er höfðar til margra neytenda. Vín þessi eru þykk og bragðmikil með nokkrum eikarkeim. Þetta er skólabókardæmi um slíkt. Plómu- sulta, krydd og vanilla í nefi, í munni sætur ávöxtur, milt þægilegt bragð. Öll bragðuppbygging einföld en að- gengileg og áherslan á að gera ávöxt- inn sem þykkastan og sætastan. Vín sem ekki er ætlað að gera kröfur heldur koma til móts við þann sem þess neytir. Kostar 1.090 krónur. Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhuga- vert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sög- ur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Net- fang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is.  Föstudaginn 1. nóvember næstkomandi mun Dansk-íslenska verslunarráðið standa fyrir gala- kvöldverði í Grillinu á Hótel Sögu sem hefst kl. 19:30 með fordrykk. Bo Bech, sem er kokkur á veitingastaðnum Jan Hurtigkarl á Norður- Sjálandi, hefur verið feng- inn til að koma og reiða fram fimm rétta sælkera- kvöldverð fyrir veislu- gesti. Bo Bech hefur unn- ið á nokkrum af virtustu veitingastöðum Frakklands og Bretlands. Má þar nefna þriggja Michelin-stjörnu staðina Lucas Carton og Arpége í París og Le Gavroche og The Restaurant í London en sá síðarnefndi er veitingastaður Marco Pierre White, eins þekkt- asta matreiðslumeistara Bretlands. Í Danmörku hefur hann m.a. eldað á Kong Hans Kælder í Kaupmannahöfn og Restaurant Marie Louise í Óðinsvéum. Á seðlinum eru kræklingur með blómkáli, tonkabaunum og sérrí, heilagfiski með langtímaelduðum tómötum, ananas-vanillusósu, dúfa með karamelluhjúpuðum radísum og kaffi- sósu, sultað eggaldin með ólívuolíu, ískrapi og súkkulaði með kakóhlaupi og múskateggjarjóma. Verð fyrir matseðilinn er 6.500 krónur. Grillið mun einnig bjóða upp á þennan seðil næstkom- andi laugardagskvöld. Dansk-íslenskur gala-kvöldverður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.