Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 5
Forvitnileg vefslóð fyrir áhugasama ferðalanga. www.iol.ie/~discover/europe.htm Í SÍÐUSTU viku seldu Flugleiðir um tvö þúsund Netsmelli en það eru lækkuð fargjöld flugfélagsins á alla áfangastaði í beinu áætlunarflugi. Viðskiptavinir fá þúsund aukavild- arpunkta og borga ekki þjónustu- gjald. Netsmelli er einungis hægt að kaupa á Netinu og borga með greiðslukorti. Lægstu fargjöldin eru til Kaupmannahafnar og Lundúna eða 19.800 krónur með sköttum. Mikið selt fyrir jólin Að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Flugleiða hafa viðbrögðin verið mjög góð en fyrir helgi voru nokkur hundruð sæti enn laus til Kaupmannahafnar og Lund- úna á allra lægsta verði, 19.800 krón- ur, þ.e.a.s. fram að jólum. Eftir jól eru hinsvegar næg sæti til. Guðjón segir að sætaframboð á þessum lægstu fargjöldum sé tak- markað og nokkrar dagsetningar fyrir jól eru nú þegar uppseldar enda mest spurn eftir ferðum þá. Gilda ekki fyrir námsmenn erlendis Um leið og Smellirnir voru kynnt- ir gerðu Flugleiðir grein fyrir breyttri uppbyggingu fargjalda, en nú eru fargjaldaflokkarnir þrír – Netsmellirnir, Almenn fargjöld og Saga-fargjöld. Saga-fargjöldin voru einnig lækkuð og skilmálum breytt og Guðjón segir að á þessari viku hafi salan á SagaClass-miðum tekið kipp ekki síður en á allra lægstu far- gjöldunum en hún jókst um 35%. Aðspurður hvort námsmenn er- lendis geti nýtt sér þessi fargjöld um jólin segir hann að smellirnir séu far- gjöld ætluð öllum á íslenska mark- aðinum og að þau séu fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem geta bókað og keypt miða með löngum fyrirvara. Hann bætir hins vegar við að á mörkuðum Flugleiða erlendis hafi verið í boði ýmis tilboðsgjöld sem séu sambærileg við Smellina, en sæta- framboðið er sömuleiðis takmarkað. Netsmellir Flugleiða á 19.800 krónur til Kaupmannahafnar og Lundúna Fargjöldin eru hugsuð fyrir heimamarkað Morgunblaðið/Brynjar Gauti  Þýska ferðamálaráðið hefur gefið út bækling fyrir þá sem hafa hug á að komast í golf í Þýskalandi. Í bækl- ingnum er bent á um 169 golfvelli víðs- vegar um landið. Áhugasamir geta afl- að sér nánari upplýsinga með því að fara inn á slóðina www.tyskland- info.com. Þegar valið er um tungumál er hægt að velja íslensku en þar eru enn sem komið er takmarkaðar upp- lýsingar. Best er að velja sænsku en á þeirri síðu eru allar upplýsingar veittar um möguleika til golfiðkunar í Þýska- landi. Reuters Golf í Þýskalandi  Í byrjun næsta sumars verður opn- að nýtt hótel á Ráðhústorgi sem bera mun nafnið The Square Copenhagen. Þar verða 180 herbergi á boðstólum og forsvarsmenn gera síðan ráð fyrir þeim möguleika að geta stækkað hót- elið síðar um 80-100 herbergi. Morgunverðarsalurinn verður á sjöttu hæð með útsýni yfir bæinn. Hótelið mun bera þrjár stjörnur. Morgunblaðið/Ómar Nýtt hótel á Ráðhústorgi  Ef til stendur að heimsækja Pólland eða von er á pólskum vinum þá getur verið gaman að kunna nokkur orð í pólsku. Á vefslóðinni www.poltran.com er hægt að fá þýdd orð úr ensku yfir á pólsku og öfugt. Viltu æfa þig í pólsku? Í HAAG í Hollandi er hægt að gista á hóteli sem rekið er af hótelskólanum Skotel. Nemar sjá þá um að reka hót- elið og er gisting því seld á vægara verði en gengur og gerist. Tveggja manna herbergi með baði og morgunverði kostar 44 evrur á sólarhring eða sem nemur 3.800 krónum. Hótelskóli rekur hótelið Morgunblaðið/ÓmarMorgunblaðið/Brynjar Gauti  Frekari upplýsingar um hót- elið fást á hótelinu Skotel Zwolsestraat 189 2587 TZ Haag Sími 0031 70 355 2800 Tölvupóstfang: skotel@hdh.nl Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 pr. viku. Innifalið í verð; Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Sumarhús eru ódýr kostur haust og vor. Hótel. Heimagisting. Bændagisting.Tökum nú við pöntunum á sumarhúsum/húsbílum og hótelherbergjum fyrir Heimsmót íslenska hestsins í Herning 2003. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf. sími 456 3745 netfang fylkirag@fylkir.is heimasíða www.fylkir.is Frábært að versla og allar helstu verslanirnar, góðir veitingastaðir, einstök gestrisni og írsk pöbbastemning. Risa jólaskrúðganga, handverksmarkaður og sjávarútvegssýning. Tvö afbragðs hótel, íslensk fararstjórn, skoðunarferðir og um 3 klst beint flug með Atlanta. Hafið samband strax eða lítið við á nýrri skrifstofu okkar að Hesthálsi 10 og krækið í síðustu sætin. símar: 562 9950 og 587 6000 • Hesthálsi 10, netfang: info@vesttravel.is • www.vesttravel.is VESTFJAR‹ALEI‹ Tilvalin leið til að losa um hauststressið, eiga hressandi útiveru i Henglinum, slappa af í heitu pottunum og borða góðan og framandi mat. Nesbúð á Nesjavöllum býður upp á skemmtilega tilbreytingu í Nóvember, mjög óhefðbundið hlaðborð sem samanstendur af mörgum bleikjuréttum og framandi fiskréttum. Sérstakt tilboð sem innifelur hlað- borðið, gistingu og morgunverð, kr 6.200 á mann. Bleikja og furðufiskar Hótel Nesbúð Sími 482 3415 www.nesbud.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.