Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 11
aldir og þá rann jökulvatn í Langasjó. Þá rann sennilega drýgsti hlutinn af hlaupvatninu í Langasjó, sem var kolgruggugur. Árið 1966 hafði jökul- sporðurinn hopað svo að allt jökul- vatnið náði sér austur fyrir Fögru- fjöll og Langisjór varð nánast tært fjallavatn. Það er margt sem vitnar um að hlaupanna hafi ekki orðið verulega vart fyrr en jökullinn hopaði og Skaftá hætti að renna í Langasjó.“ Vel er fylgst með Skaftárhlaupum af hálfu ýmissa aðila. Vegagerðin, Orkustofnun og Landsvirkjun fylgj- ast t.d. vel með stærð hlaupanna og einkennum. Að sögn Sigurðar Reynis er hlutverk Raunvísindastofnunar Háskólans að skilgreina magn upp- leystra efna í vatni Skaftár í hlaupi. Þetta hefur sérstaka þýðingu vegna hugmynda Landsvirkjunar um að veita vesturkvísl Skaftár í Langasjó, þaðan í Tungnaá og loks í Þjórsá. „Sum uppleyst efni og gastegundir í vatninu eru hættuleg lífríkinu, önnur eru jákvæð. Sumir uppleystir málm- ar eru hvetjandi fyrir umhverfið upp að vissu marki, en verði styrkur þeirra mikill verða þeir eitraðir. Það er mikilvægt að athuga hvort efnin í vatninu eru hættuleg lífi. Enn frem- ur geta efnagreiningar á hlaupvatn- inu sagt til um hvort eldgos verði í lok hlaupa eða ekki.“ Meiri styrkur í logni Sigurður fór ásamt fleirum inn að Skaftá og varð var eituráhrifa jökla- fýlunnar, eins og fyrr segir. „Þegar ljóst var að ekki væri hægt að vera í efstu mælistöð var tekin ákvörðun um að við Sverrir Elefsen og Þór- arinn Jóhannsson færum frá Sveins- tindi að upptökum árinnar til að taka sýni og mæla brennisteinsvetnið. Við ókum inn Breiðbak og þegar við fór- um að finna lykt settum við upp gas- grímur. Þegar við ókum niður Breið- bak jókst styrkur gassins eftir því sem við komum nær upptökunum. Niðri við vatnsflötinn var styrkurinn 50 ppm (einingar af milljón). Þá var stafalogn. Gasið flæddi undan hall- anum niður í átt að Langasjó og nið- ur með Skaftá. Niðri á sléttunni sáum við hvorki fugla né flugur. Þegar við komum upp í svona 100 metra hæð ofan við sléttuna fórum við aftur að sjá flugur.“ Um leið og vatnið sleppur undan jöklinum losna brennisteinsvetni og koltvíoxíð úr vatninu og súrefni (O2) kemur í staðinn. Loftskiptin eru ör, að sögn Sigurðar, og er súrefnið strax orðið 30% af mettun miðað við andrúmsloft í vatninu við Fögrufjöll og 70% niðri við Sveinstind. Loft- skiptin eru hröðust í fossum og flúð- um því lofttegundir þurfa að fara í gegnum filmu sem myndast við yf- irborð vatnsins sem rofnar í iðuköst- unum. Í stillum getur styrkur eitr- uðu lofttegundanna í andrúmsloftinu því verið meiri þar sem flúðir og foss- ar eru í ánni. Hættumerkin En hvað eiga ferðamenn að varast, ef skyndilega kemur jökulhlaup þar sem þeir eru á ferli? Þeir Oddur og Sigurður segja að fólk eigi auðveldast með að greina mögulega hættu af lyktinni – jökla- fýlunni – en hana er raunar að finna víða um land. Lyktarskynið gerir ekki mikinn greinarmun á litlu og miklu magni brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu. Menn finna lykt þótt magnið sé lítið, en þegar styrkur efn- isins verður mikill lamast lyktar- stöðvarnar. Eitruðu lofttegundirnar eru þyngri en andrúmsloftið og safn- ast í lægðir og dældir í landslaginu. Ef hreyfir vind dreifast efnin fljótt í andrúmsloftinu. Hættan á eituráhrif- um er því meiri í stilltu veðri. Sigurður segir að brennisteins- vetnið sé óstöðugt í andrúmslofti og vatni og með tímanum oxist það í brennisteinssýru. Hann telur líklegt að þoka sem læddist niður með Skaftá í hlaupinu nú í september hafi verið súr af völdum oxunarinnar. Sig- urður taldi sig hafa séð sýrubrunninn mosa niður eftir ánni og helst þar sem tangar lágu þvert út í ána. Auk alvarlegra áhrifa sem eitruðu loftteg- undirnar geta haft á lífríkið, m.a. blindu og í versta falli dauða manna, mynda lofttegundirnar útfellingar á öllum þungmálmum nema gulli: Það skemmdi t.d. eina fartölvu sem vatnamælingamenn voru með á vett- vangi. Oddur benti á að nú þegar væru gefnar út viðvaranir vegna náttúru- hamfara. Sjálfvirkur búnaður í Skaftá við Sveinstind hringdi í Neyð- arlínuna sem aftur hafði samband m.a við Orkustofnun og Vatnamæl- ingar. Neyðarlínan varar einnig Al- mannavarnir við og fréttastofur segja frá því sem er á seyði. „Það er ekki okkar hlutverk að hafa vit fyrir almenningi. Ef hætta er á ferðum kemur til kasta almannavarna og sýslumanna hvort þeir setja skorður við ferðum almennings.“ Ljósmynd/Sigurður Reynir Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Fögrufjöll skilja að Langasjó (t.v.) og Skaftá (t.h.). Myndin er tekin í hlaupinu í september sl. Til vinstri við Langasjó eru Tungnaárfjöll. Skaftárjökull og Síðujökull í baksýn. Ljósmynd/Sverrir Elefsen Sigurður Reynir Gíslason jarðfræðingur og Þórarinn Jóhannsson vatnamælingamaður búnir gas- grímum. Þórarinn heldur á gasmæli.    & % '!      (# &#                   ! """ #$  #       $    !"#       # ! #  $ "#   %   & ' & ' (  " # %   $  $    ( )  & '! %& '! %&         *+),- ./)*, 0).+ /)1 -)+ 2! # 3  4 # 3  5&!  " !     ! #         MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 B 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.