Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ bíó FEIKILEG gróska hefur verið í norrænni kvikmyndagerð undanfar- in ár og því vel til fundið af Norður- landaráði að bæta nú kvikmynda- verðlaunum við bókmennta- og tónlistarverðlaun sín, sem veitt hafa verið í um fjóra áratugi. Hin hátíð- lega athöfn í Helsinki er haldin á 50 ára afmæli Norðurlandaráðs og verða öll þrenn listaverðlaunin til- kynnt á henni, auk 8. umhverfisverð- launa ráðsins. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands, hefur það lengi verið bar- áttumál norrænu kvikmyndastofn- ananna að löndin fimm sameinuðust um verðlaun fyrir afrek í kvik- myndagerð rétt eins og í tónlist og bókmenntum og nú er það orðið að veruleika. Hins vegar hefur enn ekki verið ákveðið hvort Norrænu kvik- myndaverðlaunin verða veitt árlega í framtíðinni og ræðst sjálfsagt af því hvernig til tekst að þessu sinni. Fimm dómnefndir í hverju Norð- urlandanna völdu tvær myndir, hver frá sínu landi, en dómnefndirnar munu síðan mæta saman til Helsinki og gera út um sigurvegarann. Til þess að vera gjaldgeng til verð- launanna þurfti kvikmynd að vera í fullri lengd (72 mínútur eða lengri) og hafa verið frumsýnd í heimaland- inu á tímabilinu 30. september 2001 til 30. september 2002. Verðlauna- féð, sem nemur 50 þúsund evrum eða 4,3 milljónum íslenskra króna, skipt- ist jafnt milli handritshöfundar, leik- stjóra og framleiðanda viðkomandi verks. Ekki verður upplýst hver fær verðlaunin fyrr en við athöfnina í Helsinki og verður hún send út í beinni sjónvarpssendingu til allra Norðurlandanna. Hérlendis verður útsendingin á dagskrá ríkissjón- varpsins og verða þar ýmis norræn skemmtiatriði frá listafólki á borð við Benny Andersen og Sissel Kyrkjebö. Ekki þarf að fjölyrða um Hafið og Mávahlátur við íslenska lesendur en þær hafa báðar notið mikilla vin- sælda hérlendis og hlotið góða dóma. En lítum á keppinauta þeirra frá hin- um norrænu löndunum. DANMÖRK: Elsker dig for evigt er dogmamynd eftir Susanne Bier, sem nú er 42 ára að aldri. Bier vakti mikla athygli fyrir fyrstu bíó- mynd sína í fullri lengd, Freud flytt- ar hemifrån eða Freud flytur að heiman (1990), litríkt og kómískt fjölskyldudrama sem hún gerði í Sví- þjóð og fékk m.a. Carl Th. Dreyer verðlaunin. Rómantíska gaman- myndin Den eneste ene eða Sá eini sanni (1999) var geysimikill smellur í heimalandinu með 840 þúsund gesta og sópaði til sín dönsku kvikmynda- verðlaununum. Um myndir sínar segir hún: „Ég þarf ekki að útskýra fyrir neinum að heimurinn er slæm- ur, en mig langar að vekja athygli á því að stundum er erfitt að lifa í hon- um. Persónur mínar eru ævinlega dálítið galnar en þær verka raunsæ- islegar á fólk vegna þess að þær eru tilfinningalega ekta.“ Elsker dig for evigt er sjöunda mynd Biers í fullri lengd og hún ákvað að fylgja dogmareglunum við gerð hennar. „Dogma hefur haft stórkostleg áhrif á fjölda bíómynda og ég held að hugmyndin að Elsker dig for evigt falli vel að þessum reglum. Mér fannst gaman að gera dogmamynd.“ Bier samdi handritið í samvinnu við leikstjórann Anders Thomas Jensen sem einnig hefur skrifað handrit fyrir Lone Scherfig, Sören Kragh-Jacobsen, Jannik Jo- hansen og Bille August, auk eigin mynda. Framleiðandi myndarinnar lýsir henni sem „ekki svo einfaldri ástarsögu með fullt af hlátri“. Sagan segir frá ungum elskendum sem eru í þann veginn að gifta sig þegar karl- maðurinn lamast í bílslysi. Konan sem olli slysinu er full sektarkennd- ar og hvetur lækninn eiginmann sinn til að hjálpa parinu. Þar fer öðruvísi en til stóð. Susanne Bier segir að hún hafi alla tíð „verið heilluð af því hversu lífið er brothætt. Frá 11. september hefur heimurinn verið gagntekinn af þessari tilfinningu og við höfðum hana sterklega í huga við tökurnar“. DANMÖRK: Okay er eftir klipparann og leikstjórann Jesper Westerlin Nielsen í handrits- samvinnu við rithöfundinn Kim Fupz Aakeson, sem einnig samdi m.a. Den eneste ene fyrir Susanne Bier. Papr- ika Steen leikur 37 ára gifta konu með dóttur á táningsaldri. Þegar hún kemst að því að faðir hennar er dauðvona vill hún að hann flytji inn á heimilið. Tvær grímur fara að renna á hana, fjölskyldu hennar og læknana þegar faðirinn, sem talinn var eiga þrjár vikur eftir, er enn á lífi eftir sex vikur. Og nú gengur afdrifa- ríkur tími í garð þar sem brakar og brestur í fjölskylduböndunum. „Okay fjallar um fólk sem er að nálgast fertugt og yfirvofandi mið- aldrakreppu og segir kannski: Úpps, ég er búinn með helminginn af lífinu, á hinn helminginn eftir og þetta ætla ég að gera við hann. Svo þurfa menn að gera málamiðlanir og ef einhver spyr segjast þeir vera alveg ókei,“ segir Nielsen og vísar í titil mynd- arinnar. Sjálfur er hann fertugur að aldri. Okay fékk 230 þúsund gesti í Dan- mörku og hefur víða tekið þátt í há- tíðum, m.a. í keppninni í Locarno. Jesper Westerlin Nielsen hefur leik- stýrt þremur bíómyndum í fullri lengd, auk fjölda stuttmynda, og hef- ur klippt myndir annarra leikstjóra. „Ég hef alltaf reynt að hafa myndir mínar efnismiklar,“ segir hann. „Ég vil bregða upp spegli svo við sjáum okkur sjálf og hvernig við erum í raun og veru.“ Í Okay reyndi hann að sameina gaman og alvöru. „Minni- háttar rifrildi um hvar pabbi á að sofa getur verið jafndramatískt og orrustan um Stalíngrad ef það er tekið nógu alvarlega.“ FINNLAND: Cleaning Up! Haft er fyrir satt að finnski leik- stjórinn Mika Kaurismäki hafi orðið fyrstur norrænna leikstjóra til að fjármagna kvikmynd með Eurokort- inu sínu; því mun hafa verið lokað skömmu síðar. Þetta var myndin Rosso (1984) sem hér var sýnd á kvikmyndahátíð og kostaði um 60 þúsund dollara. Nú hefur leikstjór- inn Rostislav Sergejevich Aalto, sem fæddur er í Rússlandi, gert bíómynd fyrir svipaða summu þar sem er Cleaning Up! Hún kostaði 70 þúsund dollara og var fjármögnuð af opin- beru fé frá sjóði og sjónvarpi. „Ég ákvað að taka myndina sjálfur, hljóð- rita hana og leikstýra,“ segir hann. „Ástæðan var skortur á tíma og pen- ingum en umfram allt viðfangsefnið sjálft. Ég var ekki með tökulið á bak- inu sem gert hefði skýran greinar- mun á þeim sem voru fyrir aftan og framan vélina.“ Og viðfangsefnið sjálft er finnska rokkhljómsveitin Cleaning Women á fyrstu hljómleikaferð sinni um Rúss- land og Eystrasaltslöndin. Þessi hljómsveit hefur þá sérstöðu að liðs- menn hennar klæða sig í kvenfatnað og spila á hreingerningaráhöld af ýmsu tagi. Myndin fylgir henni eftir þar sem piltarnir leika á hálftómum krám og veitingahúsum og gista hvar sem þeir finna autt gólf. En Cleaning Women uppskar fyrir erf- iði sitt. Rússneska MTV uppgötvaði þá og bandarískur hæfileikaspæjari bauð þeim milljón dollara samning. „Myndin endar ekki uppá ameríska vísu með risahljómleikum þar sem hljómsveitin rís til heimsfrægðar,“ segir Aalto. „Þannig var þetta ekki í veruleikanum. Cleaning Up! fjallar frekar um vináttuna og dirfskuna, um að gera það sem skiptir mann máli og slá hvergi af.“ Rostislav Sergejevich Aalto er 31 árs að aldri og nam sjónvarps- og kvikmyndaklippingu við finnska kvikmyndaskólann, auk þess að leika, semja og leikstýra í leikhúsi. Hann hefur gert nokkrar heimildar- myndir fyrir sjónvarp, jafnt í Rúss- landi og Finnlandi, og einnig tónlist- amyndir, en enga leikna bíómynd. FINNLAND: Mies vailla menneisyyttä sem útleggst Maður án fortíðar. Höfundurinn er helsti kvikmynda- leikstjóri Finna, Aki Kaurismäki, sem heimsfrægur hefur orðið fyrir undirfurðulegar tragíkómedíur sín- ar. Kaurismäki, sem nú er 45 ára, hefur alls gert fimmtán bíómyndir sem stundum er skipt niður í klass- ísk efni (Glæpur og refsing, Bóhema- líf), grínaktugar vegamyndir (Len- ingrad Cowboys, Tatjana) og öreigastúdíur (Skuggar í paradís, Ariel, Eldspýtnastúlkan). Maður án fortíðar telst annar kafli þríleiks sem hófst með Kauas pilvet karkavaat eða Skýjafari (1996), þar sem við- fangsefnið er finnska þjóðareðlið. Kaurismäki lýsir Manni án fortíð- ar sem „epísku drama, kvikmynd eða, eigum við að segja, draumi um einmana fólk með tóma vasa undir bláhimni Drottins eða, eigum við að segja, fuglanna.“ Myndin segir sögu manns sem kemur með lest til Hels- inki og virðist atvinnulaus. Hann kemst ekki lengra en í næsta al- menningsgarð þar sem hann er bar- inn og skilinn eftir meðvitundarlaus. Þegar hann raknar úr rotinu er hann minnislaus og veit ekki hver hann er en lendir í slagtogi með heimilislaus- um sem hafast við í gámum á hafn- arbakkanum. Smátt og smátt nær hann heilsu á ný og nýtur aðhlynn- ingar ungrar hjálpræðisherskonu. Þegar hann lendir fyrir mistök í bankaráni kemur á daginn hver hann er í raun og veru. Um þríleik sinn segir Kaurismäki: „Ég vil að þessar myndir verði heim- ild fyrir kynslóðir framtíðarinnar – ekki eins og heimildarmyndir heldur eins og ævintýri, sögur sem vaxa úr svo myrkum raunveruleika að ég vil engu við bæta.“ Maður án fortíðar fékk 50 þúsund gesti í Finnlandi en eftir að myndin hreppti tvenn verð- laun á Canneshátíðinni í vor hefur sá fjöldi tvöfaldast. Hún hefur verið seld til 40 landa. NOREGUR: Musikk for bryllup og begravelser er samin og leikstýrt af einum frumlegasta leikstjóra Norðurlanda, Unni Straume, sem hingað kom á sínum tíma sem gestur Kvik- myndahátíðar í Reykjavík með frumraun sína Til en ukjent eða Til hins óþekkta (1990), og myndin er tekin af hinum snjalla Harald Paal- gard sem unnið hefur með Friðriki Þór Friðrikssyni að Englum al- heimsins og Fálkum. Musikk for bryllup og begravelser eða Tónlist fyrir brúðkaup og jarð- arfarir fjallar um Söru sem er mikils- metinn rithöfundur og hefur komist í álnir vegna síðustu metsölubókar sinnar. Hún er skilin við eiginmann sinn, auðugan arkítekt, í framhaldi af láti einkabarns þeirra, og hefur sest að í húsi hans við hafið. Þar leigir hún kjallaraíbúðina út til serbnesks flóttamanns og tónlistarmanns. Dag nokkurn kemur fyrrum eiginmaður hennar á vettvang og er í einkenni- legu skapi. Morguninn eftir finnst hann skotinn til bana. Aðalhlutverkin tvö, Söru og Serb- ann, samdi Unni Straume sérstak- lega fyrir sænsku leikkonuna Lena Endre og serbneska tónskáldið Gor- an Bregovic sem ekki hefur leikið áð- ur en er kunnur m.a. fyrir tónlistina í Allt er vænt sem vel Spenna er nú í hámarki fyrir afhendingu fyrstu Nor- rænu kvikmyndaverðlaunanna í Helsinki á þriðjudag. Tíu norrænar bíómyndir, tvær frá hverju landi, keppa um 4,3 milljóna króna verðlaunafé. Íslensku myndirnar eru Mávahlátur eftir Ágúst Guðmundsson og Hafið eftir Baltasar Kormák. En hverjir eru keppinautarnir? spyr Árni Þórarinsson og leitar svara. Bein sjónvarps- útsending verður frá athöfninni í Helsinki. Lilja að eilífu frá Svíþjóð: Lukas Moodysson fjallar um kynlífsþrældóm og vonina um betra líf. Tónlist fyrir brúðkaup og jarðarfarir frá Noregi: Rithöfundur, tónlistarmaður og látinn fyrrverandi eiginmaður. Ókei frá Danmörku: Brakar í fjölskylduböndum við veikindi föður. Allt um föður minn frá Noregi: Leið klæðskiptings út úr klæðaskápnum. Maður án fortíðar frá Finnlandi: Ann- ar hluti þríleiks Kaurismäkis um finnsku þjóðarsálina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.