Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Hvaða ferð sem þú hefur farið í er þér eftirminnilegust? „Í augnablikinu er það tvímæla- laust ferð sem við hjónin fórum í síðasta sumar til Kanada og Bandaríkjanna en það var 40 manna hópur sem fór með Þjóð- ræknifélagi Íslands í 12 daga ferð á vesturfaraslóðir.“ Heimsóttuð þið marga staði? „Við flugum til Minneapolis og gistum þar fyrstu nóttina. Síðan heimsóttum við ýmsa staði íslensku landnemanna vestra eins og í Wisconsin, Washington-eyju í Michigan-vatni, Duluth, Norður-Dakota og Winnipeg í Manitoba. Ferð þessi var í raun framhald námskeiðs sem Jónas Þór sagnfræðingur hélt um landsnámssögu Íslendinga í Vesturheimi en maðurinn minn, Bjarni Bragi, tók þátt í því námskeiði. Jónas Þór skipulagði ferðina sem tókst í alla staði frábærlega vel.“ Hvernig fannst ykkur að koma á slóðir Íslendinga í Vesturheimi? „Það var engu líkt og afar gaman að fá að kynna sér nánar örlög þessa fólks og þann árangur sem það hefur náð vestra.“ Rósa segir að alls staðar hafi verið tekið vel á móti þeim og sér- staklega gaman hafi verið að hitta ættfólk eiginmannsins sem er frá Mýrum og þau höfðu átt samskipti við á Netinu. Þið tókuð svo á ykkur krók í lok ferðarinnar? „Já, í lokin ákváðum við að fara í Klettafjallaferð til Alberta. Við flug- um til Calgary í Kanada og tókum þar bíl til Banff og gistum þar í tvær nætur. Fórum síðan til Jasper og Edmonton og hittum þar kanadísk- íslenska ættingja.“ Rósa segir að þó að öll ferðin hafi verið frábær þá hafi topparnir tví- mælalaust verið Nýja Ísland og heimsóknin í Markerville í Kanada þar sem bústaður Stephans G. Stephanssonar er og nú er safn. „Við ókum til Markerville og á leiðinni var alltaf með skiltum verið að benda á að safn Stephans G. Stephanssonar væri að nálgast. Mér fannst mikið til koma að sjá hvel vel nafni hans er haldið á lofti.“ Hafðir þú lesið þér til áður en þú fórst á slóðir vesturfaranna? „Já, við vorum búin að undirbúa okkur vel. Bjarni Bragi var búinn að sækja námskeiðið hjá Jónasi Þór og lesa sér til. Ég las á hinn bóginn Nýja Ísland og Annað Ísland eftir Guðjón Arngrímsson og svo las ég bókina Játningar landnemadóttur. Þá las ég ennfremur bækur Jó- hanns Magnúsar Bjarnasonar og það var einmitt mjög skemmtilegt að vera búin að undirbúa sig með þessum hætti og kynna sér söguna.“ Fannst þér mataræði landnema bera keim af íslenskum mat? „Að sumu leyti. Ég hafði þó sérstaklega gaman af því að bragða soð- inn vatnafisk. Hann er hvítfiskur og þó líkur laxi og soðinn í allskonar jurtum. Til að eyða fitubrákinni skvetta þeir olíu og kveikja síðan í pottinum en þetta er iðulega eldað úti þ.e. fyrir utan dyr veitingahúsa. Það logar uppeftir pottinum og þá brákast fitan af og rennur niður. Fiskurinn bragðaðist vel.“ Rósa segir að sér hafi ennfremur þótt gott að bragða íslensk-kanadísku vínartertuna. „Hún er öðruvísi en við eig- um að venjast heima. Í stað þess að hafa kökuna í 3–4 lögum eins og heima er hún í 6 eða 7 lögum og sveskjusultan á milli er auðvitað heimalöguð. Við brögðuðum á þessari tertu í tvígang, á íslensku kaffi- stofunni í Markerville og í Íslendingabyggðum við Winnipegvatn. Hafi fólk áhuga á að verða sér úti um uppskrift er hana að finna í bók Guð- jóns Arngrímssonar Annað Ísland.“ Ferðist þið hjónin mikið? „Við gerum töluvert af því og erum reyndar nýkomin úr ferð um Suð- ur-Þýskaland. Í bili er ég gagntekin af Kanada. Hópurinn sem fór í ferðina í fyrra er búinn að hittast eftir að heim var komið og okkur langar aftur á þessar slóðir. Því er nú fyrirhuguð önnur ferð í sumar og við viljum endilega vera úti á Íslendingadag- inn sem er í ágúst.“ Auk þessa segist Rósa vera á leiðinni til Rómar með sönghópi sínum í júlí á næsta ári og einnig ætla hjónin að fara með kór eldri borgara til Finn- lands, Rússlands og Eist- lands í júní á næsta ári. „Við njótum þess að ferðast og vera til á með- an heilsan leyfir.“ Á slóðir vesturfara Síðastliðið sumar fór Rósa Guðmundsdóttir ásamt eig- inmanni sínum Bjarna Braga Jónssyni í hópferð til Kanada og Bandaríkjanna á slóðir vesturfaranna. Hún segist stefna að því að fara aftur næsta sumar. Rósa Guðmundsdóttir og Bjarni Bragi Jónsson við Johnston- gljúfur í Klettafjöllunum í Banff- héraðinu. Hér er Rósa ásamt Halldóru Sigurðsson frá Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu en þær gátu rakið ættir sínar saman. Halldóra talar íslensku og skrifar og hún hefur nokkrum sinnum heimsótt Ísland. Hópurinn við minnisvarða Káins í Norður-Dakota. Eftirminnileg ferð HÚN Hólmfríður Arnardóttir er ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Barða Kárasyni, í forsvari fyrir gönguhóp, sem kallar sig Ásbjörn elskan og hefur það að markmiði að ganga sem víðast um okkar ylhýra ástkæra land. Sérstakar gönguferðir erlendis hafi hinsvegar hingað til ekki verið á skipulaginu enda telja þau hjónin að Ísland sé vel til þess fallið að bjóða upp á sem mestan fjöl- breytileika fyrir náttúruunnendur, sem kjósa að ferðast um falleg land- svæði á tveimur jafnfljótum. Af nógu sé að taka í því efni, hafi menn á ann- að borð áhuga og vilja til þess að ganga auk þess sem þessi ferðamáti færi ferðalanginn óhjákvæmilega nær náttúrunni og söguskoðuninni en ella. Ásbyrgi–Mývatn í uppáhaldi „Upphafið má rekja til þess að við hjónin ásamt nokkrum vinum og kunningjum, samtals tólf manns, gengum Laugaveginn og Fimm- vörðuháls fyrir um það bil sjö og átta árum. Tókum okkur svo frí í fimm ár eða á meðan ég og maðurinn minn vorum í námi í Noregi, en eftir að við fluttum aftur heim, tókum við upp þráðinn að nýju og byrjuðum á því að ganga saman frá Ásbyrgi að Mývatni sumarið 2000,“ segir Hólmfríður, sem er framkvæmdastjóri Skýrslu- tæknifélags Íslands. Í þeim túr fékk gönguhópurinn sitt sérstaka nafn, Ásbjörn elskan. „Trúlega er þetta ein af mínum uppáhalds gönguleið- um. Við gengum upp úr Ásbyrgi, meðfram Jökulsárgljúfrum í Vestur- dal þar sem gist var í tjöldum, fórum í dagsferð í Hólmatungur, tókum rútuna að Dettifossi daginn eftir og héldum svo þaðan upp í Eilífsvötn þar sem við fengum aðgengi að afar frumstæðum gangnamannaskála. Þaðan gengum við svo niður að Mý- vatni og gistum svo öll í húsi, sem við eigum ásamt fjölskyldunni að Litlu- Laugum í Reykjadal.“ Synirnir stóðu sig vel „Við tókum fyrstu ferðina, Lauga- veginn, á fjórum dögum, þar sem um fyrstu ferð okkar var að ræða og fólk í allavegana ásigkomulagi, en gaman er að segja frá því að ég fór svo Laugaveginn aftur í sumar með tíu ára gömlum syni mínum og fannst leiðin mun auðveldari en í byrjun og sonurinn stóð sig jafnframt eins og herforingi. Í fyrra fórum við í Lóns- öræfi, héldum til í Múlaskála og gengum svo út frá honum á daginn. Snemma í sumar fórum við svo þrjár konur með tvo syni, 9 og 10 ára, Leggjabrjót, sem er 15 kílómetra leið frá Hvalfirði yfir á Þingvelli. Ungu piltarnir stóðu sig mjög vel og gáfu ekkert eftir, en ég gæti ímynd- að mér að við fullorðna fólkið höfum tilhneigingu til að vanmeta getu barnanna okkar þegar kemur að svona gönguferðum. Við vorum um sex tíma á leiðinni og þess má geta að Ferðafélag Íslands gaf í sumar út mjög gott göngukort yfir þessa leið.“ Í slagviðri og jökulám „Um miðjan júlí fórum við nokkur saman í Núpsstaðaskóg í fjögurra daga ferð. Lentum í þvílíku slagviðri og urðum að vaða jökulár upp að höndum að ég hélt á tímabili að við kæmumst hreinlega ekki til byggða á ný. Þetta var óstikuð 50 kílómetra löng leið, frá Núpsstaðaskógi upp að Grænalóni, meðfram jöklinum og síðan meðfram Djúpánni austan- megin niður að þjóðvegi þar sem við geymdum bílana.“ Hólmfríður segir að eins og geng- ur sé fjöldi göngugarpa nokkuð breytilegur frá einu ári til annars. Sumir detta tímabundið út vegna barneigna eða flutninga og koma svo aftur þegar þannig stendur á. Mark- miðið er að hópurinn reyni að stilla sig inn á eina langa göngu á sumrin auk nokkurra styttri ferða. „Þar sem við erum flest á þeim aldri að við er- um að ala upp börn, taka langar göngur óneitanlega mikið af fríi frá ungviðinu og því höfum við mikinn áhuga á því að reyna að innlima þau í þennan félagsskap og þetta áhuga- mál með okkur svo að fjölskyldan öll geti haft gagn og gaman að. Af nógu er að taka þegar kemur að skemmti- legum gönguleiðum.“ Vikulegar kraftgöngur Hinn 1. janúar árið 2001 var svo ákveðið að ganga vikulega um höf- uðborgarsvæðið og hefur verið stað- ið staðfastlega við það síðan, hvernig sem viðrar. „Farið er í klukkutíma langar kraftgöngur á hverju þriðju- dagskvöldi frá klukkan hálfátta til hálfníu. Ákveðið er með fyrirvara hvar á að hittast og hvert á að ganga og svo göngum við barasta eins hratt og kröftuglega og við komumst í hálftíma og snúum svo við og göng- um annan hálftíma til baka. Það eru allir velkomnir með okkur, stórir jafnt sem smáir, en þess má geta að við nýtum okkur yfirleitt tæknina til að tala okkur saman. Eins og staðan er í dag, höfum við lokið við að ganga allan hringinn í kringum Reykjavík auk þess sem við höfum verið að nýta okkur gönguleiðir í nágrannabyggð- arlögunum. Svo má auðvitað ekki gleyma Heiðmörkinni, sem er kjörin til styttri gönguferða til að halda sér í formi.“ Gönguklúbburinn Ásbjörn elskan fer víða Börnin vel- komin með í gönguferðir Gengið meðfram Jökulsárgljúfrum á leiðinni frá Ásbyrgi í Vesturdal. Hólmfríður Arnardóttir á leið í Þilgil í Lónsöræfum.  Ef áhugi vaknar hjá lesendum á gönguferðum með hópnum má hafa samband við Hólmfríði Arnardóttur. Netfang: holmfridur@sky.is Heimasími: 5524746 ÞAÐ VAR hvít slikja yfir götum tvíborganna í Minnesota síðastlið- inn sunnudagsmorgun en hún var fljót að bráðna því þegar ég kom á bændamarkaðinn í miðborg St. Paul nálægt hádegi var engan snjó lengur að sjá. Það fara að verða síðustu forvöð að heimsækja mark- aðinn í ár enda uppskerutímabilið á enda og veturinn að ganga í garð. Bændur voru með þykka hanska og húfur og yljuðu sér með heitu kaffi þar sem þeir stóðu við borðin sín og seldu til dæmis villt hrís- grjón, brauð, nautakjöt, egg, hvít- lauk, grasker, papriku, strengja- baunir, kartöflur og það sem ég var komin til að kaupa; nýtínd epli og heimalagaðan trönu- og eplasafa. Það voru fleiri eplategundir á boðstólum en ég hef nokkurn tíma séð, réttara sagt tugir mismunandi eplaafbrigða sem blöstu við. Eitt uppáhaldsafbrigði vinkonu minnar sem býr í tvíborgunum og fer oft á markaðinn er Harison og við urð- um okkur úti um einn poka af þeim. Það er með því skemmtilegra sem ég geri þegar ég kem til Minnesota að komast á góða bíl- Kíkt á bændamarkað í Minnesotaríki Eplaafbrigðin skiptu tugum Ótrúlegt hvað það eru til margar tegundir af hvítlauk, hugsaði Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir þegar hún gekk um bændamarkaðinn í miðbæ St. Paul í Minnesotaríki í Bandaríkjunum um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.