Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 B 7
ferðalög
skúrssölu en þegar því er ekki að
heilsa er frábært að geta komið við
á grænmetismarkaði, en yfir upp-
skerutímann eru þeir haldnir víða
um borgina. Þekktustu markaðirn-
ir eru þó í miðborgum tvíborganna,
St. Paul og Minneapolis.
Eitt af hverri tegund
Ég stóðst ekki mátið í þessari
heimsókn á markaðinn og bað einn
bóndann sem var með hvað fjöl-
breyttast eplaúrval að velja auk
Harison-eplanna handa mér eitt af
hverri tegund. Hann tók bón minni
vel og valdi af kostgæfni hvert epli.
Bændur sem rækta epli og selja á
markaðnum leggja sig fram um að
nota sem minnst af eiturefnum við
ræktunina og þess vegna eru mörg
epli ormétin. Þótt þeir flokki þau
auðvitað úr yfirsést þeim stundum
og því vandaði bóndinn sig vel, ekki
síst þegar hann frétti að eplin ættu
að fara til Íslands.
Að þessu loknu völdum við ný-
kreistan epla- og trönuberjasafa
sem var afburðagóður og ég freist-
aðist síðan til að kaupa mér hálft
kíló af nýjum og blönduðum chili-
pipar því það kostaði ekki nema
einn og hálfan dollara eða sem
nemur um 130 krónum.
Hvítlaukurinn lofaði líka góðu en
þennan sunnudag var hægt að
velja úr að minnsta kosti tíu af-
brigðum. Mér varð hugsað til stór-
markaðanna heima þar sem yfir-
leitt er ein tegund á boðstólum og
kannski tvær þegar best lætur.
Margir kjósa lífrænt
Vinkona mín bendir á að margir í
Minnesota velji nú orðið að kaupa
beint af bændum sem framleiða
ekki í stórum stíl og rækta lífrænt
eða leggja sig fram um að tak-
marka efnanotkun. Hún spyr
nautakjötsbóndann með lífrænu
framleiðsluna hvað fjórðungur úr
nauti kosti og hann slær á 350 doll-
ara sem eru ríflega þrjátíu þúsund
íslenskar krónur.
Bændamarkaðurinn í miðborg
St. Paul hefur verið lengi við lýði
en talið er að hann hafi verið stofn-
aður árið 1852 en með öðru sniði en
nú. Þá var einnig hægt að kaupa
þar mjólkurvörur, hveiti, kökur og
sætindi og á uppskerutímanum
voru þar eins og nú seldir ávextir
og grænmeti.
Staðsetning markaðarins hefur
nokkrum sinnum breyst en hann
hefur þó alltaf verið í miðborginni.
Hann er opinn frá því snemma á
vorin og fram í nóvember. Eigi Ís-
lendingar leið til tvíborganna í
Minnesotaríki á þessu tímabili
ættu þeir endilega að drífa sig á
markaðinn. Hann er að minnsta
kosti tilbreyting frá stærstu versl-
unarmiðstöð heims, Mall of Am-
erica, sem margir landar heim-
sækja.
Morgunblaðið/GRG
Hægt var að velja um á annan tug eplaafbrigða hjá þessum feðgum sem voru með bás
á bændamarkaðnum. Eplin koma frá Bob’s Bluebird Orchard en á þeim bæ er líka
framleitt síróp, sinnep, sultur og ljúffengur epla- og trönuberjasafi.
Garry og Debbie Urban eru grænmetisbændur og voru m.a. með úrval af papr-
ikum og chili-pipar þessa helgi.
Bændamarkaður í mið-
borg St. Paul
5th & Wall Streets
Minnesota
Markaðurinn er opinn frá
sex á morgnana og fram til
eitt á laugardögum og á
sunnudögum frá átta til eitt.
Vefslóð markaðarins í
miðbæ St.Paul er:
www.stpaulfarmers-
market.com/
Listi yfir flesta bændamark-
aði sem haldnir eru í
Minnesota er fáanlegur á
vefslóðinni:
www.ams.usda.gov/
farmersmarkets/states/
minnesot.htm