Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 B 9 bílar LEXUS er lúxusbílaarmur Toyota og hefur herjað á bandaríska neytendur með góðum árangri undanfarin ár. Í Evrópu er uppskeran eitthvað rýrari en fyrirtækið er þó eini japanski fram- leiðandinn sem veitir þýsku eðalbíl- unum Mercedes-Benz, Audi og BMW harða samkeppni og þá ekki síst verð- samkeppni. Hérlendis hefur Lexus verið vel tekið og salan farið fram úr væntingum umboðsaðilans. Lexus er þó ekki fjöldasölubíll frekar en BMW eða Audi en það athyglisverðasta við bílinn er hagstætt verð miðað við bún- að og gerð. Bætt við úrvalið Lexus hefur stöðugt verið að bæta við framleiðslulínuna. Núna framleiðir fyrirtækið bíla í millistærðarflokki, stóra fólksbíla, sportbíl og jeppa. Fyrir rúmu ári bættist við langbakurinn IS300 SportCross og núna nýlega einnig IS200 SportCross. Bíllinn var prófaður á dögunum. Eins og nafnið gefur til kynna er hér ekki um hreinræktaðan langbak að ræða þar sem áherslurnar eru helst á flutningsgetu og hagnýtt gildi. Hér er miklu fremur um að ræða blöndu af sportbíl og langbak. Útlitinu svipar til IS200 að því undanskildu að aftur- hlutinn er ekki með stalli heldur hall- andi afturhlera eins og hlaðbakur. Annað sem breytist er lengri og ögn breiðari yfirbygging en hjólhafið er hið sama, 2.670 mm. Farangursrýmið er hins vegar 220 lítrum meira en í stall- baknum, alls 620 lítrar. Ein minnsta 6 strokka vélin Bíllinn er að mestu leyti hannaður í vindgöngum með það að markmiði að draga sem mest úr loftmótstöðunni. Við prófuðum IS300 SportCross fyrir einu ári. Sá bíll er með feiknaöflugri, þriggja lítra, sex strokka VVTi-vél sem skilar 213 hestöflum. IS200 Sport- Cross er á hinn bóginn með einni minnstu sex strokka línuvél sem fáan- leg er. Slagrýmið er 1.988 lítrar og vél- in skilar að hámarki 155 hestöflum. Þetta er drjúgt afl og dugar bílnum vel en mikill munur er þó á hröðuninni í honum og IS300 bílnum. Báðar eru með VVTi-tækni sem breytir opnun á inntaksventlum eftir vélarsnúningi og álagi á vél, sem leiðir til betri nýtingar á eldsneyti og aflaukningar. Engu að síður er upptakið í tveggja lítra vélinni vel viðunandi, 9,5 sekúndur, en milli- hröðunin er ennþá skemmtilegri. Aðeins handskiptur Bíllinn var prófaður í Sport-útfærslu sem felur í sér m.a. sóllúgu, tvílitt leð- urstýri, álpedala, hljómkerfi með átta hátölurum og fleira. Staðalbúnaður er ríkulegur en þar er m.a. að finna 16 tommu álfelgur, (17 tommur á IS300 SportCross), spólvörn, ABS-hemla með EBD-dreifingu, aflmikil hljómtæki og rafdrifnar rúður og spegla. Verðið er síðan þægilegt; 3.330.000 kr. fyrir bílinn með sex gíra handskiptingu. Hann verður ekki boðinn með sjálf- skiptingu með tveggja lítra vélinni. Samkeppnisbílar eru m.a. BMW 320i Touring og Mercedes-Benz C200 eða C240. Morgunblaðið/Kristinn Langbakurinn af Lexus IS er kominn með tveggja l vél. Farangursrýmið er 220 l stærra en í stallbaknum. Lexus Sport- Cross með minni vél gugu@mbl.is Sportlegir mælar og innrétting er í Sport Cross.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.