Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 2
HEIMA er best“ er áletr-un sem prýðir einnvegginn í stofunni. Hús-ráðandi er í eldhúsinuað hella upp á kaffi. Í einni hillunni eru m.a. Saga Borgar- fjarðar eystri og bækur færeyska skáldsins Williams Heinesens. Enn bendir ekkert í lýsingunni til þess að heimilið sé óvenjulegt. En þegar við bætist gnauðið í vindinum og að heim- ilið ruggar, þá skekkist myndin. Parið Arnþór Magnússon og Anna Magn- ussen búa nefnilega í skútu sem ligg- ur við bryggju hjá Kaffivagninum á Granda. Heimili og áhugamál „Við höfum búið hér í fjögur ár í nóvember og viljum engan veginn öðruvísi búa,“ segir Arnþór og kemur sér fyrir í sófanum. Hann er rafvéla- virki og nýkominn úr vinnunni. Anna konan hans, sem er hjúkrunarfræð- ingur og frá Færeyjum, er á kvöld- vakt þegar blaðamann ber að garði. Að sögn Arnþórs eru kostirnir margir við að búa á skútu, fyrir utan að það hafi auðveldað flutningana heim. „Hér hefur maður heimilið og hobbýið á sama stað og á sumrin er þetta líka sumarbústaðurinn. Ef mann langar til að lyfta sér upp á föstudegi er ekkert einfaldara en að sleppa landfestunum og þá er t.d. ekki dónalegt að sigla í Hvalfjörðinn og leggja þar yfir helgi. Danmörk var líka yndisleg, stutt í allar áttir og hundruð skútuhafna.“ Seldu íbúð í Kaupmannahöfn Skútan og heimilið nefnist Brimir, sem sagt er annað nafn sjávarguðsins Ægis. Hún er 44 fet á lengdina, 3,5 m á breiddina og var byggð sem kapp- siglari um miðjan níunda áratuginn. „Hún vann kappsiglingu í kringum Gotland þrisvar sinnum,“ segir Arn- þór. „Eftir það var byrjað að breyta henni í fjölskyldubát, sem er mikil breyting því kappsiglarar eru hafðir eins léttir og mögulegt er. Möguleik- arnir eru endalausir á að breyta skút- unni og laga hana að sínum smekk, enda skiptir okkur engu máli hvort báturinn kemst hálfri mílu hraðar eða ekki.“ Þegar Arnþór og Anna keyptu bát- inn á sínum tíma, seldu þau íbúðina sína í Kaupmannahöfn. Eflaust finnst sumum það galin hugmynd. „Ég ber víst ábyrgð á því,“ segir Arnþór og hlær. „Það þurfti smá fortölur til og Anna tók sér góðan umhugsunartíma. En þetta hafði blundað í mér lengi. Við höfðum átt 28 feta skútu eitt sum- ar og þá fékk ég algjöra dellu. Einn daginn var ég niðri á bryggju í Vall- ensbæk og kom auga á bátinn. Mér leist strax vel á hann og eftir að hafa skoðað hann varð ég bara að sann- færa Önnu.“ Hvað segir maður við konuna sína undir slíkum kringumstæðum? „Eig- um við ekki bara að selja helvítis íbúð- ina og flytja um borð?“ svarar Arnþór glettnislega. Fáninn dreginn að húni Anna hafði lært skútusiglingar eins og Arnþór á minni skútunni. „Svo hafði hún unnið tvö sumur á gamla Smyrli og kemur úr sjómannafjöl- skyldu,“ segir Arnþór. „Bróðir henn- ar er t.d. skipstjóri á skosku fiskieft- irlitsskipi við Nýfundnaland og annar Skútan Brimir hefur verið heimili Arnþórs og Önnu síðustu fjögur árin. Morgunblaðið/Golli Arnþór og Anna í eldhúsinu, en þau hafa lífgað upp á það með myndum af vinum og fjölskyldu. Á milli þeirra sést hvar gengið er inn í svefnherbergið. 2 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.