Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.2002, Blaðsíða 14
Ein snúin … – Hvað eiga gervitennur og vampírur sameiginlegt? – Þær fara út á nóttunni! Í síðasta blaði gáfum við auðvelda uppskrift að draugabúningi. En ef þú vilt ekki vera draugur, þá má fá hugmyndir að þessari mynd, þar sem eru trúður, prinsessa, lítil norn og djöf- ullinn sjálfur! Þú getur litað myndina til að vita betur hvernig þú vilt hafa þinn búning. Hann þarf ekkert að vera flókinn. Höfuðföt má gera úr pappaspjöldum og oft má nota gömul föt til að gera búning upp úr. Meira að segja andlits- málningin getur verið heimalöguð: ● 2 matskeiðar mjúk fita ● 4 matskeiðar maíssterkja ● matarlitur að eigin vali 1 Blandaðu fitu og maís- sterkju saman og skiptu í nokkra bolla, ef þú vilt fleiri en einn lit. 2 Settu handklæði um háls- inn. Þvoðu þér í framan og berðu á þig andlitskrem. Passaðu augun. 3 Með bómullarhnoðra berðu smámaíssterkju framan í þig. 4)Berðu andlitsmálningu framan í þig með puttunum, í búninginn með þig og af stað í stuðið! Ef enginn er til í að gefa þér neitt gott á hrekkja- vöku má alltaf malla sitt eigið hrekkjavökugóðgæti, eins og krakkarnir í Ameríkunni gera. Karamelluepli 100 karamellur Nokkur epli Grillpinnar Smjörpappír Fullorðinn aðstoðarmaður Taktu bréfið utan af öllum karamellunum og settu pott. Settu pottinn á pönnu með sjóðandi vatni í, og haltu áfram að sjóða vatnið þangað til að karamellurnar bráðna. Stingdu grillpinnanum í hvert epli og dýfðu eplunum í karamellubræðinginn. Láttu eplin kólna á smjörpappír og borðaðu svo. Poppkúlur Vel fullur desilítri af sírópi 1 tsk. edik ½ tsk. salt 1 tsk. vanilludropar Nýpoppað popp Örlítið smjör Blandaðu saman sírópi, ediki og salti í pott. Hit- aðu upp að 120°C, eða þar til að teskeið af blönd- unni verður að harðri kúlu þegar hún er sett í vatn. Taktu pottinn af hitanum og bættu vanilludropun- um við. Settu ferska poppið í stóra skál smurða að innan með smjöri. Helltu blöndunni hægt og varlega yfir poppið og hrærðu vel í með smjörbornum gaffli. Þetta er heitt, passaðu þig! Þegar þetta hefur kóln- að setur þú smjör á hendurnar og myndar kúlur úr poppinu á stærð við epli. Leyfðu þeim að kólna á smjöpappír. Svo er annaðhvort að borða kúlurnar eða bjóða upp á þær í hrekkjavökupartíi. Ef þú vilt gefa poppkúlurnar er ágæt hugmynd að pakka þeim inn í smjörpappír. Góða skemmtun! Nammi namm Hrekkjavökugóðgæti Hvað er þetta? Er þetta lítið ástfangið hjarta undir rómantískum næturmána? Ó, nei! Þetta er grimmt spen- dýr sem flýgur um á nóttunni. Hvað heitir það? Í öllum hrekkjavökupartíum á að segja draugasögur. Þú gætir kannski sagt íslensku draugasöguna sem birtist í síðasta barnablaði. Mundu að tala lágt og draugalega í dimmu her- bergi til að hræða áheyrendur sem mest. Þessi saga er vinsæl í Ameríku. Einu sinni í gamla daga var gömul kona sem bjó ein og var mjög einmana. Kvöld eitt sat hún í eldhúsinu sínu og sagði með sjálfri sér: „Ó, ég vildi að ég væri ekki ein.“ Um leið og hún sagði þetta hrundu niður skorsteininn hjá henni tveir fætur með rotnuðu holdi. Augu konunnar stóðu á stilkum af hryllingi. Tveir fótleggir duttu svo niður í arininn og festu sig á fæturna, síðar búk- ur, handleggir og mannshöfuð. Líkamspartarnir mynduðu stóran og mikinn mann, sem dansaði um í eldhúsinu hraðar og hraðar. Síðan stoppaði hann snögglega og leit í augu gömlu konunnar. „Til hvers komstu?“ spurði hún hann mjórri og titrandi röddu. „Til hvers kom ég?“ sagði hann. „Ég kom til að ná í ÞIG!“ Þá öskrar sögumaðurinn og hendir sér á næsta áheyranda. Draugasaga á hrekkjavöku Til hvers komstu? ÞIÐ SEM ekki fenguð nóg af íslenska hryll- ingnum í seinasta blaði ættuð að gæða ykkur á þeim bandaríska hryllingi sem fylgir hrekkja- vökunni. Hún er haldin 31. október ár hvert í Norður-Ameríku og á Bretlandseyjum, en margir hér á Íslandi munu gera sér glaðan dag helgina eftir. Þannig að ef þú vilt halda hrekkja- vökupartí er vika til stefnu. Nágrannarnir angraðir Það mætti segja að hrekkjavaka væri eins konar öskudagur með hrollvekjuívafi. Þá safn- ast hellingur af krökkum saman í krakkagengi, allir uppáklæddir, oftar en ekki sem draugar. Krakkarnir banka á dyrnar hjá nágrönnunum og kalla: „Gott eða grikk!“ Ná- granninn á þá að giska á hvaða hverfiskrakki sé undir lakinu eða grímunni og gefa þeim síðan öllum gott í poka. En ef hann gerir það ekki gera krakkarnir honum ein- hvern grikk! Skemmtilegt! Þá hella sumir sápu á bílrúð- ur eða hrinda öskutunnum. Draugar á sveimi Hrekkjavaka er ævagamall siður, en upphaf- lega var 31. október gamlárskvöld hjá keltum, en þeir voru forfeður Íra og Skota. Keltarnir trúðu því að á þessum degi væru draugar á sveimi að blanda geði við lifendur. Fólk eldaði mat allan daginn og um nóttina klæddi það sig upp og reyndi að líkjast sálum hinna dauðu, þ.e.a.s. draugunum, sem allra mest. Í þeirri von að draugarnir myndu fara með friði fyrir mið- nætti og án þess að gera nokkrum mein bar fólkið matinn út fyrir bæjarmörkin og skildi hann þar eftir handa draug- unum að gæða sér á. Nornir og upplýst grasker Þar sem hrekkjavaka varð til í sambandi við illa anda eru nornir fljúgandi á kústi, svartir kettir, kóngu- lær, draugar, púkar og beinagrindur allt tákn hrekkjavöku. Bæði sem hugmynd að búningi og líka sem skreyting á heim- ilum og í skólum. Svartur er aðallitur hrekkjavöku, þar sem þær voru alltaf haldnar að nóttu til, og líka appels- ínugulur út af stóru graskerunum. Tekið er innan úr graskerinu, and- lit skorið á þau og kerti sett í miðj- una. Þegar krakkar sjá upplýst grasker á dyrapalli, vita þeir að þeir eru vel- komnir í það hús að biðja um gott… eða bjóða grikk! Litlir og stórir draugar Í Bandaríkjum nútímans taka flestallir þátt í hrekkjavöku, börn sem fullorðnir. Sumar búðir gefa krökkum nammi og svo held- ur yfirleitt einhver í götunni partí þar sem allir gleðjast saman bæði litlir og stórir draugar, sem fara í alls konar skemmtilega leiki. Og svo fara auðvitað unglingarnir á böll í skólanum, þar sem er mikil keppni um klikkaðasta búning- inn. Ef þig langar að halda hrekkjavöku- partí eru hér nokkrar hugmyndir sem þú getur gengið út frá. Vonandi verð- ur hryllilega hrollvekjandi skemmti- legt hjá þér! Hrekkjavakan hrollvekjandi er á næsta leiti Gott eða grikk? Hvernig búning vil ég? Hrekkjavökuskraut Fjör að föndra Þetta sæta skraut er auðvelt og gaman að búa til hvort sem maður ætlar að halda hrekkja- vökupartí eða bara skapa stemningu í herberg- inu. Það sem þarf: Föndurpappír, hvítan og appelsínugulan Svartan penna Skæri Lím eða límband Langt grænt eða svart garn Það sem gera skal: 1)Teiknaðu graskerið á appelsínugula papp- írinn og draug á þann hvíta. Teiknaðu líka smá- stilk upp úr hausnum eins og sést á graskers- skýringarmyndinni. 2)Klipptu út draugana og graskerin og teikn- aðu á þau andlit. 3)Taktu til garnspottann, beygðu stilkinn aft- ur yfir bandið og límdu hann niður. Sjá drauga- skýringarmynd. 4)Hengdu upp og sýndu öllum hvað þetta er flott hjá þér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.