Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isValsmenn lögðu Íslandsmeistarana í Njarðvík / B8 Stuart Pearce í viðræðum við Stoke / B1 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili FASTEIGNIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær Árna M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra til að greiða Magn- úsi Þór Hafsteinssyni fréttamanni 100 þúsund krónur í miskabætur fyrir ummæli sem þóttu til þess fallin að vega að starfsheiðri hans. Árni var og dæmdur til að greiða 100 þús. kr. í sekt til ríkissjóðs auk þess sem um- mælin voru dæmd dauð og ómerk og honum var gert að greiða málskostn- að. Magnús höfðaði málið vegna um- mæla ráðherrans í viðtali við Ómar Garðarsson, fréttamann hjá sjón- varpsstöðinni Fjölsýn í Vestmanna- eyjum, í nóvember 2001 um brottkast sjávarafla. Var viðtalið í kjölfar frétta um að Magnús og Friðþjófur Helga- son hefðu farið í róðra á tveimur skip- um og myndað ólöglegt brottkast. Fern ummæli kærð Magnús kærði eftirfarandi um- mæli: „... hann er nú yfirlýstur and- stæðingur kvótakerfisins og hefur margsagt það að hans markmið sé hérna að rífa niður þetta kerfi.“ „... ég held að það sé, geti ekki verið að skip- stjóri sem er búinn að viðurkenna það, að hann hafi sviðsett þetta, að hann hafi verið að blekkja fiskifræð- inginn og fréttamanninn.“ „Magnús Þór lýsti því hérna yfir að hann ætlaði sér sko að koma hérna höggi á fisk- veiðistjórnunarkerfið erlendis og hérna, og koma hvernig hann nú orð- aði það, að hérna skemma fyrir ís- lenskum stjórnvöldum og því sem ís- lensk stjórnvöld eru að reyna að gera í fiskveiðistjórnun, á erlendri grundu. Þetta er náttúrulega fáheyrt, ef ekki bara óheyrt, að fréttamaður láti svona út úr sér, að hann hafi stefnu sem þessa.“ „... af því að við erum nú hérna í sjónvarpi og í svona fréttaviðtali, að mér finnst það hins vegar vera stórt mál fyrir fréttastofu hvort að hún ætli sér yfir höfuð að viðhafa svona vinnu- brögð að sviðsetja fréttir. Á Stöð 2 einu sinni þá var fréttamaður sem sviðsetti dópviðskipti uppi í Rauðhól- um og hann var rekinn. Og það var einu sinni fréttamaður í Bandaríkjun- um sem að sviðsetti það að átta ára gömul blökkustúlka væri heróínneyt- andi og hann fékk Pulitzer Prize- verðlaunin fyrir. Síðan komst þetta upp um hann og hann var auðvitað rekinn frá blaðinu sem hann var að starfa á og hérna hann þurfti að skila verðlaununum. Þess vegna spyr mað- ur sjálfan sig sko. Eru þetta vinnu- brögðin sem Ríkissjónvarpið ætlar að viðhafa, og þarf maður alltaf að hugsa í hvert einasta skipti sem maður hef- ur horft á einhverja frétt sko bíddu var þetta sviðsett eða var þetta alvörufrétt.“ Sýknaður af tveimur liðum Dómurinn sýknaði Árna af fyrstu tveimur liðunum. Um þriðju ummæl- in sagði dómarinn hins vegar að stað- hæfing sem þar kemur fram sé ósönn- uð. Þegar á hinn bóginn sé litið til þess að greind ummæli voru sett fram í heitri þjóðfélagsumræðu um kvóta- kerfið, sem svar við óvæginni gagn- rýni Magnúsar á íslensk stjórnvöld, þyki ummælin ekki þess eðlis að varði refsingu samkvæmt hegningarlögum. Ummælin þyki engu að síður óviður- kvæmileg, eins og þau voru sett fram, og verða samkvæmt því dæmd ómerk. Varðandi síðasttöldu ummæl- in taldi dómarinn hins vegar að þau fælu í sér meiðandi aðdróttun um óheiðarlega fréttamennsku og svið- setningu á umræddu brottkasti, sem Árni hefði hvorki sannað né réttlætt á annan hátt. Hefði þvert á móti verið nægjanlega leitt í ljós með vitnisburði tveggja háseta að brottkastið á Bjarma BA 326 hefði ekki verið sett á svið. Með nefndum ummælum þyki Árni hafa vegið alvarlega að störfum og mannorði Magnúsar þannig að varði við 235. gr. almennra hegning- arlaga. Ummælin hafi verið hörð, ekki síst í ljósi þess að þau voru viðhöfð í sjónvarpsviðtali þar sem Árni sat fyr- ir svörum sem sjávarútvegsráðherra. Verði því ekki fallist á það sjónarmið stefnda að hér eigi við ákvæði 239. gr. almennra hegningarlaga um orð- hefnd þannig að heimilt sé að láta refsingu falla niður. Jónas Jóhanns- son héraðsdómari dæmdi, lögmaður stefnanda var Gunnar Sæmundsson hrl. og lögmaður stefnda var Árni Grétar Finnsson hrl. Eftir því sem næst verður komist var ráðherra síðast dæmdur fyrir meiðyrði hér á landi fyrir 26 árum. Var það Ólafur Jóhannesson þáver- andi dómsmálaráðherra en ummmæli hans um „Vísismafíuna“ sem Ólafur viðhafði í tengslum við umræðu um Geirfinnsmálið, voru dæmd dauð og ómerk. Að auki var Ólafi gert að greiða 20 þúsund krónur í málskostn- að. Ólafur áfrýjaði ekki dómi héraðs- dóms. Í blaðaviðtali sem vitnað er til í Öldinni okkar sagði Ólafur að hann deildi ekki við dómarann. „Og senni- lega hef ég einhver ráð með að borga þessar krónur.“ Ekki náðist í sjávar- útvegsráðherra vegna málsins. Sjávarútvegsráðherra dæmdur í sekt fyrir meiðyrði í garð fréttamanns Ummælin til þess fallin að vega að starfsheiðri METKULDI var í Mývatnssveit í fyrrinótt, en þá mældist 21,4° frost og hefur það ekki gerst áð- ur á Íslandi í október. Mjög kalt var víða á norðanverðu landinu í gær og fyrrinótt. Heldur hlýnaði þegar leið á daginn en á hádegi var 18 stiga frost við Mývatn, 16 stiga frost í Eyjafirði og 11 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum. Á Akureyri var 8 stiga frost á há- degi en tveggja stiga hiti í Reykjavík. Veðurstofan spáir hlýnandi veðri en að hiti fari þó ekki víða yfir frostmark í dag. Þó að frostið hafi verið bítandi við Mývatn í gær var þar sérdeilis fallegt og kyrrlátt um að litast enda aðeins hæglát sunnanátt til að hreyfa við þeim gróðri sem enn stendur upp úr fönninni. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Aldrei jafnkalt á Íslandi í október LÍF í skáldskap nefnist ný bók um Halldór Laxness, sem kemur út hjá Vöku-Helgafelli fyrir jólin. Höfundur bókarinnar er Ólafur Ragnarsson, fyrrverandi fréttamaður og fram- kvæmdastjóri Vöku-Helgafells, sem gaf út bækur Halldórs um árabil. Um er að ræða fyrra bindi í tveggja binda verki Ólafs um Halldór og ævi hans. Í bókinni er áhersla einkum lögð á fyrri hluta ferils Halldórs og brugðið upp mynd af honum sem rithöfundi og persónu. Bókina byggir Ólafur á kynnum sínum af Halldóri og verkum hans þann rúma áratug sem þeir áttu náið samstarf í gegnum Vöku-Helga- fell. „Þessi bók er hvorki hefðbundin ævisaga né samtalsbók, heldur er samtölum og bréfabrotum fléttað saman auk tilvísana úr ýmsum áttum, í þeim tilgangi m.a. að sýna hvernig líf og skáldskapur Halldórs tengjast. Bréf Halldórs eru ekki síst mikilvæg heimildargögn í þessu sambandi, enda sagði hann í einu þeirra þegar hann var 26 ára og til stóð að skrifa bók um líf hans, að bréfin væru bestu heimildir um ævintýri hans í „frum- skógum menníngarinnar“ og segðu ævisögu hans betur en nokkuð ann- að,“ segir Ólafur. „Ég hef leitast við að fjalla um ákveðna þætti í lífi hans og ýmis viðfangsefni, bæði á verald- lega sviðinu og í skáldskapnum á hverjum tíma. Það sem gefur efninu ekki síst gildi, er frásagnir Halldórs sjálfs þar sem glitrar á orðfæri hans og hugmyndaauðgi í framsetningu hugsana og skoðana.“ Hvatning frá Halldóri Samtölin í bókinni átti Ólafur við Halldór á árunum 1985 til 1989. „Hall- dór hvatti mig til að skrifa hjá mér það sem okkur fór á milli og sagði að sá dagur gæti komið að eitthvað af þessu efni rataði á þrykk. Megin- áherslan er á fyrstu áratugina í lífi Halldórs, sem eru nútímalesendum fjarlægari en það sem dreif á daga hans síðar á ævinni. M.a. eru rakin fyrstu skref Halldórs á rithöfundar- brautinni og birtar greinar, ljóð og smásögur frá æskuárum hans, að ógleymdum þeim tíma sem Halldór reyndi fyrir sér sem handritshöfund- ur í Hollywood á þriðja áratugnum.“ Ný bók um Halldór Laxness væntanleg Ljósmyndari/Magnús Hjörleifsson Ólafur Ragnarsson og Halldór Lax- ness störfuðu saman um árabil. „ÉG er mjög ánægður með nið- urstöðuna, reyndar á ég eftir að lesa dóminn sjálfan yfir, en þetta er afgerandi, ummæli ráðherrans eru dæmd dauð og ómerk,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson frétta- maður að fenginni dómsniðurstöð- unni í meiðyrðamáli hans á hendur Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. „Honum er gert að borga 100.000 krónur í sekt eða sæta 20 daga fangelsi ella, borga mér bætur og málskostnað minn. Hann hefði aldrei átt að setja fram þessi um- mæli, þau voru alveg fáránleg. Hann hafði aldrei samband við mig á neinn hátt áður en hann lét þau falla, og hafði ekkert í höndunum til að slá þessu fram,“ segir Magn- ús Þór. Hann segir ráðherra enn- fremur hafa gert sér upp ummæli í þessu sambandi. „Ég hef aldrei sagt að ég ætlaði að koma höggi á fiskveiðikerfið eða reyna að eyði- leggja málstað íslenskra stjórn- valda. Þetta var bara venjulegur veiðitúr, engin sviðsetning, og tveir skipverjar sem leiddir voru fyrir rétt voru afar sammála í því efni.“ Magnús Þór Hafsteins- son fréttamaður „Mjög ánægður með niður- stöðuna“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.