Morgunblaðið - 29.10.2002, Side 22

Morgunblaðið - 29.10.2002, Side 22
Sjósókn og sjávarfang – saga sjáv- arútvegs á Íslandi 1. bindi af þrem- ur, er eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Höfundur fjallar um sem flesta þætti í sögu sjávarútvegs á Íslandi, ekki aðeins um fiskveiðar, einnig skipsskaða og sorgir þeim tengdar. Í þessu fyrsta riti tíundar hann upp- haf fiskveiða við Ísland, fjallar um allar hliðar árabátaútgerðarinnar og ævintýrlega öld seglskipanna. Í inngangi segir höfundur m.a. að markmiðið með þessu ritverki sé að rita sem ýtarlegast sögu íslensks sjávarútvegs frá upphafi og fram undir lok 20. aldar. „Nánari grein er gerð fyrir fræðilegum forsendum verksins í inngangskafla, en ætlunin er, að það verði alls þrjú bindi. Þetta 1. bindi nær yfir sögu árabáta- og þilskipaútgerðar, frá landnámi og fram til öndverðrar 20. aldar. Annað bindi mun ná frá upphafi vélaaldar skömmu eftir aldamótin 1900 og til loka heimsstyrjaldar og hið þriðja frá 1946 og fram undir okkar daga.“ Útgefandi er Hólar. 243 bls., með nafnaskrá, prentuð í Ásprent. Jón Þ. Þór rithöfundur afhendir Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra, og Árna M. Mathiesen, núverandi sjávarútvegs- ráðherra, fyrstu eintök bókarinnar Sjósókn og sjávarfang. Sjávar- útvegur Morgunblaðið/Jim Smart Heimir með saltfiskbragði Morgunblaðið/Jim Smart Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Davíð Ólafsson, Pétur Pétursson og Clive Pollard koma að dagskránni Síðasta lag fyrir fréttir í Íslensku óperunni. SÍÐASTA lag fyrir fréttir er yf- irskrift Hádegistónleika í Íslensku óperunni í dag. Það er fastráðinn tenórsöngvari óperunnar, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, sem hefur veg og vanda af skipulagningu há- degistónleikanna og í dag fær hann til liðs við sig Davíð Ólafsson bassa, sem einnig var fastráðinn að Ís- lensku óperunni nýverið. Efnisskrá tónleikanna er rammíslensk, eins og nafnið gefur til kynna, en þeir fé- lagar fá til liðs við sig Pétur Pét- ursson þul, en eins og alþjóð veit var það hluti af starfi hans hjá Rík- isútvarpinu um áratugaskeið að kynna síðasta lag fyrir fréttir. Clive Pollard leikur með þeim Jóhanni og Davíð á píanó. Davíð Ólafsson segir að hug- myndin hafi strax verið að þeir Jó- hann Friðgeir syngju íslensk lög, en til að gera hana meira aðlaðandi hefði þeim dottið í hug að skíra pró- grammið Síðasta lag fyrir fréttir, ekki síst þar sem þetta voru hádeg- istónleikar. „Þá kom upp sú hug- mynd að fá Pétur Pétursson þul til að kynna tónleikana, því það var hann sem á sínum tíma kom þeirri hefð á. Það var á stríðsárunum, og matsalir í borginni voru yfirleitt með útvarpið á, en vegna skvaldurs í sölunum heyrði fólk ekki hvenær fréttirnar byrjuðu. Það var ákveðið að spila alltaf íslenskt lag á undan fréttunum, og þá vissu menn hve- nær þeir ættu að lækka róminn.“ Dagskráin er sviðsett eins og út- varpsþáttur, – þeir félagar syngja einsöngslög og dúetta og Pétur kynnir. „Ég valdi mín lög með hlið- sjón af minningum mínum um síð- asta lag fyrir fréttir. Ég syng til dæmis Kirkjuhvol, en sú upptaka sem oftast hefur verið spiluð í þess- um dagskrárlið útvarpsins er með Stefáni Íslandi, og gerð hér í Gamla bíói. Við syngjum líka Sólset- ursljóðið fræga sem þeir Stefán og Guðmundur Jónsson sungu líka ein- mitt hér. Þannig tökum við bæði mið af húsinu og útvarpinu.“ Lögin sem þeir félagar syngja eru öll vel þekkt. „Og þegar komið er að Heimi eftir Kaldalóns, – þá er maður nú hreinlega kominn með saltfisk- bragðið í munninn,“ segir Davíð. Fastur punktur í tilverunni Hann kveðst enn hlusta á síðasta lag fyrir fréttir, og það gerði hann jafnvel gegnum Netið meðan hann bjó í útlöndum. „Í öllum þeim ara- grúa af miðlum sem við heyrum í í dag, er þetta ennþá eins og fastur punktur í tilverunni, og það finnst mér frábært. Ef ég á að skilgreina mig sem Íslending og eitthvað sem mér finnst sér-íslenskt, þá er það að hlusta á síðasta lag fyrir fréttir og komast í heitan pott.“ Davíð segist gera eins og svo margir að reyna að giska á hver syngur meðan lagið hljómar fyrir fréttirnar. „Ég veit líka um vinnustaði þar sem þetta er gert. Kunningi minn var til dæmis að vinna hjá Ríkiskaupum og þar var alltaf veðmál í kaffiteríunni um það hver væri að syngja. En svo er líka alltaf spennandi að heyra í söngvurum sem maður hefur ekki heyrt í áður.“ Davíð segist ekki hafa sungið í þessum vinsæla dag- skrárlið, en einhvern tíma var hann spurður að því hvað hann teldi há- tind frægðarinnar. „Ég svaraði því að það yrði þann dag sem ég fengi að syngja síðasta lag fyrir fréttir. Þá myndi ég bara hætta, lengra yrði ekki komist!“ Hádegistónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í rúman hálftíma. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og hægt verður að kaupa hádegissnarl í and- dyri fyrir eða eftir tónleika. Söngdagskráin Síðasta lag fyrir fréttir í Íslensku óperunni í hádeginu LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nóvembertilboð 16 tímar kr. 8.500 FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Listahátíðar í Reykjavík var haldinn í gær. Á fundinum var lagt fram upp- gjör Listahátíðar í maí sl. sem var sú umfangsmesta hingað til. Velta hátíð- arinnar var rúmar 120 milljónir og hefur tvöfaldast frá árinu 1998. Jafn- framt var met í miðasölu, tæpar 40 milljónir, en til samanburðar má nefna að hún var tæpar 18 millj. árið 1998 og rúmar 24 millj. árið 2000. Listahátíð 2002 skilaði tekjuaf- gangi og er það þriðja hátíðin í röð sem það gerir. Er þetta fyrsta hátíðin sem undirbúin og unnin er sam- kvæmt nýjum samþykktum og undir stjórn listræns stjórnanda. Hátíðin hefur sem fyrr tekjur sínar af framlögum ríkis og borgar og jafn- framt af framlögum styrktaraðila og miðasölu. Opinber framlög hafa verið aukin en jafnframt hafa eigin tekjur Listahátíðar vaxið mjög og stefna nú í fyrsta sinn í ár að verða meira en helmingur af veltu hátíðarinnar. Rúmlega 40 viðburðir voru á dagskrá hátíðarinnar í ár, sem stóð í 3 vikur. Valur Valsson formaður stjórnar Á fundinum fóru fram formleg stjórnarskipti eins og jafnan á haust- fundi fulltrúaráðs á hátíðarári. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, sem verið hefur formaður fulltrúa- ráðsins frá árinu 2000, verður nú varaformaður og menntamálaráð- herra, Tómas Ingi Olrich, tekur við formennsku í ráðinu, en ríki og borg skipta með sér formennsku í fulltrúa- ráði Listahátíðar. Jafnframt lætur Halldór Guðmundsson af formennsku stjórnar hátíðarinnar. Menntamálaráðherra skipaði Val Valsson nýjan formann stjórnar. Varaformaður og fulltrúi borgar- stjóra í stjórn verður fráfarandi for- maður Halldór Guðmundsson. Sveinn Einarsson hverfur úr stjórn Listahátíðar, en hann hefur verið fulltrúi menntamálaráðherra undan- farin sex ár og setið í mörgum fyrri stjórnum hátíðarinnar. Listahátíð var á síðasta ári tekin inn í Evrópusamtök listahátíða, EFA, og starfar nú á hliðstæðan hátt og stærstu hátíðir í Evrópu. Erlent sam- starf og kynning er mjög vaxandi og er hátíðin í samvinnu við ýmsar er- lendar hátíðir og listastofnanir. Íslenskir tónlistarmenn á Listahátíð í Trentó á Ítalíu Á fulltrúaráðsfundinum var farið yfir liðna hátíð og ýmis ný verkefni sem unnin hafa verið og framundan eru hjá Listahátíð í Reykjavík. Má þar nefna að í þessari viku fara utan sjö íslenskir tónlistarmenn til að taka þátt í Listahátíð í Trentó á Ítalíu, en það verkefni er afrakstur samstarfs sem hófst á Listahátíð í vor, þegar ítalskir og íslenskir tónlistarmenn sameinuðu krafta sína á lokatónleik- um hátíðarinnar. Íslensku tónlistar- mennirnir eru Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Bergþór Pálsson, Edda Erlendsdóttir, Eggert Pálsson, Garð- ar Thór Cortes, Pétur Grétarsson og Steef Van Oosterhout auk Heiðrúnar Harðardóttur, starfsmanns Listahá- tíðar. Síðar í vetur hefur Listahátíð í Reykjavík verið boðið til afmælishá- tíðar Listahátíðarinnar í Beirút í Líb- anon, í flokki tíu evrópskra listahátíða sem hafa valið listamenn eða stofn- anir til þátttöku. Íslenski dansflokk- urinn hefur verið valinn til að taka þátt í hátíðinni fyrir Íslands hönd. Listahátíð í Reykjavík hefur einnig með höndum umsýslu með Menning- arborgarsjóði, sem ríki og borg stofn- uðu að loknu menningarborgarári, og er úthlutað árlega úr sjóðnum til ým- issa menningarverkefna um allt land. Listrænn stjórnandi Listahátíðar er Þórunn Sigurðardóttir og fram- kvæmdastjóri Hrefna Haraldsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir Valur Valsson Velta Listahá- tíðar tvöfaldast á fjórum árum BÓKAÚTGEFANDINN Siegfried Unseld, einn virt- asti útgefandi Þjóðverja, lést nú um helgina 78 ára að aldri eftir alvarleg veikindi. Unseld var ekki bara þekktur sem útgefandi heldur var hann einnig rithöfundur sjálfur og gaf m.a. út ritgerð- ir um rithöfundinn Hermann Hesse. Siegfried Unseld setti mark sitt á þýskt menningar- líf á árunum eftir heimstyrj- öldina síðari og átti sinn þátt í að beina athyglinni að rit- höfundum á borð við Peter Handke, Uwe Johnson og Martin Walser. Gaf út Frisch, Götz, Wess og Bernhard Unseld gekk til liðs við Suhrkamp útgáfufyrirtækið 1952 og tók það yfir 1959, en auk ofangreindra höfunda voru einnig gefnar út hjá fyr- irtækinu verk margra þýskra bókmenntajöfra á borð við Max Frisch, Rainald Götz, Peter Wess og Thomas Bern- hard. Siegfried Unseld allur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.