Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kveðst vera mjög ánægður með hversu afger- andi niðurstaða varð úr Evrópu- könnuninni sem gerð var innan flokksins. „Þetta er meira en fimm- faldur munur. 80,5% gjalda jáyrði við spurningunni en einungis 15,6% segja nei. Þetta þýðir að umboð for- ystu flokksins í þessum efnum er ákaflega skýrt og afdráttarlaust,“ segir hann. Össur segir að gert hafi verið ráð fyrir því að þátttakan í kosningunni gæti orðið á bilinu 30–40%. „Hjá verkalýðsfélögunum er yfirleitt 20– 30% þátttaka í póstkosningum og þegar formaður Samfylkingarinnar var kjörinn í fyrsta sinn í almennri póstkosningu í maí árið 2000, var þátttakan 37%. Við töldum því að við gætum vænst þess að þátttakan í þessari kosningu yrði svipuð og það varð nærri lagi því hún var 35–36%,“ segir hann. Þurfum að fara sparlega og varlega með þetta umboð Össur segist sjálfur vera mjög ánægður með niðurstöður könnun- arinnar. „Ég lagði nokkuð undir í þessari kosningu. Ég var sá forystu- manna Samfylkingarinnar sem tók afdráttarlausa afstöðu í þessu máli strax á síðasta lands- fundi. Sú framganga mín var nokkuð um- deild, en ég tel að nið- urstaðan sýni að ég hafi þarna verið í takt við grasrót flokksins, sem mér hefur jafnan fundist vera mjög hlynnt nánari tengslum við Evrópu. Hið afdráttarlausa umboð sem við höfum nú fengið breytir því hins vegar ekki að við þurfum að fara bæði sparlega og varlega með það. Ég er þeirrar skoðunar, eins og ég lagði upp með í ræðu minni á stofnþingi Samfylking- arinnar, þar sem Evrópumálin voru fyrst reifuð, að það væri aldrei ráð- legt að leita eftir því að Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu, nema ljóst væri að fyrir því væri pottþétt- ur stuðningur meirihluta íslensku þjóðarinnar. Við eigum að læra af sögunni, bæði okkar og annarra. Ég vil ekki að Evrópusambandið verði að utanríkispólitísku deiluefni, sem tæti þjóðina sundur líkt og vera bandaríska varnarliðsins gerði ára- tugum saman,“ segir Össur. Hann bendir einnig á að taka beri vara af reynslu Norðmanna, þar sem deilur um Evr- ópusambandið hafi um stundarsakir verið sem flakandi sár á þjóðinni. „Það þarf því að fara fram umræða um þetta mál og fá þarf ítarlegar upplýsingar, sem auka skilning og gera mönn- um auðveldara að taka fordómalausa afstöðu. Fyrst um sinn munu menn því anda rólega,“ segir Össur. Össur segir að fyrstu skrefin af hálfu Samfylkingarinnar verði þau að óska eftir ítarlegri upp- lýsingum um þá þætti sem varða mögulega aðild og minnst er vitað um. „Við sem stjórnmálaflokkur vilj- um auðvitað leggja okkar af mörk- um en þetta kallar á sérfræðiþekk- ingu og kostnað við rannsóknir sem eðlilegt er að ríkisvaldið inni af höndum fremur en stjórnmálaflokk- arnir,“ segir hann. „Við munum gera kröfur um það á hendur ríkisstjórninni, að hún leggi fram ítarlegri upplýsingar um ýmis flókin mál sem varða aðild okkar að Evrópusambandinu. Það þarf til dæmis að brjóta til mergjar hvaða áhrif aðild að Evrópusambandinu hefði á íslenskan landbúnað og velta upp hvaða möguleikar eru þar fyrir hendi. Ég vísa í því sambandi ekki síst til upplýsinga sem komu fram í viðtali Morgunblaðsins við Paavo Lipponen, hinn finnska forsætisráð- herra og jafnaðarmann, þar sem hann segir að þegar upp er staðið hafi áhrifin á finnskan landbúnað verið jákvæð. Svo almenningur geti áttað sig betur á málinu þurfum við líka að fá hlutlægar upplýsingar um hvaða áhrif aðild að ESB kynni að hafa á hin dreifðu byggðarlög lands- ins,“ segir hann. Össur kveðst einnig vera þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að fá fram upplýsingar um hvaða kostn- aður gæti fylgt aðild að Evrópusam- bandinu. Forsætisráðherra hafi kastað því fram, á meðan hann hafi enn verið fastur á því stigi umræð- unnar að reyna að drepa henni á dreif, að aðild gæti kostað Íslend- inga a.m.k. 12 milljarða. Fyrir skömmu hafi hins vegar komið fram í máli erlends sérfræðings af vett- vangi Evrópusambandsins, á ráð- stefnu um Evrópusamvinnuna á Hótel Sögu, að þótt útreikningar lægju ekki fyrir þá myndi aðild aldr- ei kosta Ísland meira en fjóra millj- arða í versta falli og í besta falli gæti hún leitt til fjögurra milljarða ávinn- ings fyrir Ísland. Ákveðin kaflaskil í íslenskum stjórnmálum „Nú er afstaða Samfylkingarinnar alveg skýr í þessum efnum. Að því leyti hafa orðið ákveðin kaflaskil í ís- lenskum stjórnmálum, því nú er kominn fram stór stjórnmálaflokkur sem hefur afdráttarlaust á sinni stefnu að það beri að sækja um aðild að Evrópusambandinu af fullri al- vöru og leggja niðurstöðuna undir dóm þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu,“ segir Össur að lokum. Össur Skarphéðinsson um niðurstöður Evrópukosningar Samfylkingarinnar Forystan hefur fengið skýrt og afdráttarlaust umboð Össur Skarphéðinsson SIÐANEFND Blaðamannfélags Ís- lands telur að Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, hafi brotið siðareglur BÍ í frétt sem hann skrifaði undir fyrirsögninni: Konur á kafi í sorptunnum. Nefndin taldi brotið ámælisvert, sem er vægasta brot gegn siðareglunum. Fréttin birtist 3. september og var þar sagt frá því að flokkur kvenna af asískum uppruna hafi að undanförnu farið vítt og breitt um íbúðahverfi í miðborginni og leitað grannt í öskutunnum að flöskum og dósum, sem bera skilagjald. Þessa iðju stundi þær eldsnemma morg- uns og séu sérstaklega útbúnar til þeirra starfa. Jafnframt var rætt við rekstrarstjóra sorphirðunnar í Reykjavík sem kannaðist við málið og taldi þessa starfsemi óæskilega. Lesandi Fréttablaðsins skrifaði siðanefnd BÍ bréf vegna fréttarinn- ar sem hún sendi einnig til ritstjóra Fréttablaðsins og bað um birtingu á því. Þeirri ósk var hafnað og 15. september sendi lesandinn siða- nefnd formlega kæru. Hvað ef Skagfirðingar hefðu verið á ferð? Eiríkur Jónsson ritaði lesandan- um tölvupóst sem jafnframt var málsvörn hans í málinu. Þar segir hann að frétt hans hafi þjónað þeim eina tilgangi að varpa ljósi á þann veruleika sem við búum við. Í sjálfu sér sé það ekkert nýtt að fólk leiti í sorptunnum, en útbúnaðurinn sem þessar konur noti heyri til tíðinda. „Þó hygg ég að orðanotkunin „af asísku bergi brotnar“ (svo) fari mest fyrir brjóstið á þér. Segjum svo að Skagfirðingafélagið í Reykja- vík stæði fyrir söfnun úr sorptunn- um af þessu tagi. Mætti þá ekki geta þess að þar væru Skagfirð- ingar á ferð? Viðkvæmni og yfir- drifin tillitssemi við nýbúa er eng- um til góðs og þá sérstaklega ekki þeim sjálfum. Enda óska þeir ekki eftir slíku.“ Veldur óþarfa sársauka Í úrskurði siðanefndar segir að um sé að ræða þjóðfélagshóp sem eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, auk þess sem umræða um hugsanlega kynþáttafordóma snerti almenna hagsmuni. Siða- nefndin taldi að orðin „af asískum uppruna“ hafi verið til þess fallin að ala á kynþáttafordómum. Ekki hafi verið gætt fyllstu tillitssemi og fréttin valdið fólki af asískum upp- runa óþarfa sársauka. „Í fréttinni er ekki verið að fjalla um málefni nýbúa á þann hátt að nauðsynlegt hafi verið að geta kynþáttar kvennanna. Um er að ræða frásögn af fólki í vanda, vafalítið litlu broti þeirra kvenna af asískum uppruna sem hér búa. Fréttin hefði fyllilega staðið undir sér þó sleppt hefði ver- ið orðunum „af asískum uppruna“. Siðanefnd telur vörn kærða ekki standast. Ekkert mælir gegn því að fjalla um nýbúa eða aðra hópa inn- an þjóðfélagsins í fjölmiðlum, en við slíka umföllun þarf að fara að siða- reglum,“ segir í úrskurðinum. Ámælisvert brot gegn siðareglum BÍ Ekki nauð- synlegt að geta kynþáttar BJÖRGUNARSKIP Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Ásgrímur S. Björnsson frá Reykjavík, dró fimm tonna sportbát af strandstað í Skerjafirði síðdegis á sunnudag. Björgunin gekk vel og var aldrei hætta á ferðum Fljótlega kom hraðbjörg- unarbátur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi á staðinn og síðan bætt- ust við tveir slöngubátar björg- unarsveitarinnar Ársæls. Björg- unarskipið Ásgrímur náði að draga bátinn á flot. Tveir menn voru í sportbátnum. Báturinn var dreginn á flot og síðan til hafnar í Kópavogi. Morgunblaðið/Kristinn Strand við Löngusker ÞRÍR bílar sem lögreglan á Selfossi hafði afskipti af á einum degi í síðustu viku voru með röng skráningarnúm- er. Grunur leikur á að einn bíllinn hafi verið notaður í innbrotaleiðangur á Suðurlandi en hann fannst yfirgefinn úti í vegarkanti. Á einni bifreiðinni var aðeins eitt skráningarnúmer. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að við athugun kom í ljós að númerið tilheyrði ekki þeirri bifreið heldur annarri sömu gerðar en númeraplöt- unni hafði verið stolið af þeirri bifreið. Einnig kom í ljós að stýrinu, sem var í bifreiðinni, hafði verið stolið úr bifreið sem brotist var inn í á Stokkseyri fyr- ir um þrem vikum. Afskipti voru síðan höfð af þriðju bifreiðinni þennan dag en hún hafði verið skilin eftir á Suður- landsvegi vestan við Þjórsárbrú. Á henni voru skráningarnúmer sem áttu við aðra bifreið. Inni í bifreiðinni fannst svo ein númeraplata. Grunur er um að þessi bifreið hafi verið notuð í innbrotaleiðangur fyrir austan fjall. Í dagbókinni er líka sagt frá því að starfsmaður fyrirtækis í Reykjavík átti leið um Selfoss og tók eftir fólks- bílakerru sem hann taldi vera kerru sem stolið hafði verið frá fyrirtæki sem selur slíkar kerrur. Kerran var tengd aftan í bifreið og hafði lögregla tal af umráðamanni hennar. Hann gaf þá skýringu að hann hefði keypt kerr- una fyrir hálfvirði af einhverjum manni í Reykjavík fyrir skömmu. Hald var lagt á kerruna og sá sem var með hana boðaður í lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður. Stolin núm- er á þrem- ur bílum ÖKUMAÐUR bifreiðarinnar sem fór út af veginum í Vattarnesskrið- um 27. ágúst sl. hefur verið yfir- heyrður af lögreglunni á Eskifirði vegna gruns um að hann hafi sett slysið á svið og þar með gerst sekur um tryggingasvik. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort maðurinn verður ákærður. Engin vitni voru að því þegar bíll- inn fór út af veginum og stakkst nið- ur snarbrattar skriður þar til hann hafnaði í fjörunni um 130 metrum neðar. Í samtali við Morgunblaðið 28. ágúst sl. sagðist maðurinn hafa ekið á 50 km hraða þegar bíllinn lenti á grjóti, við það hafi stýrið snúist til hægri og á augabragði hafi bíllinn verið kominn fram af vegarbrúninni. Hann hafi strax séð í hvað stefndi og þar sem hann var ekki í bílbeltum náð að kasta sér út úr bílnum. Fljótlega vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu og að slysið hefði jafnvel verið sviðsett. Lögreglan á Eskifirði hefur m.a. afl- að sér álits eðlisfræðings á tildrögum slyssins. Grunaður um að hafa sviðsett slys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.