Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 1
253. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 29. OKTÓBER 2002 PALESTÍNSKIR drengir freista þess að bjarga einhverju nýtilegu úr innbúi fjölskyldna sinna eftir að ísraelskir skriðdrekar og jarð- ýtur lögðu heimili þeirra í rúst í fyrrinótt í Rafah-flóttamannabúð- unum á Gazasvæðinu, nærri landamærunum við Egyptaland. Talsmenn Ísraelsstjórnar greindu frá því í gær að þeir hefðu handtekið alls 175 Palest- ínumenn sem hefðu verið tilbúnir að fórna sér í sjálfsmorðs- sprengjuárásir. Sögðu þeir að þetta eitt og sér sannaði hversu staðráðnir herskáir Palest- ínumenn væru í að gera vægð- arlausar hryðjuverkaárásir á ísr- aelska borgara. Frá því í september 2000, er nýjasta bylgja „intifada“-uppreisnar Palest- ínumanna hófst sem enn stendur yfir, hafa 83 Palestínumenn fram- ið sjálfsmorðssprengjutilræði, sem kostað hafa 296 Ísraela lífið, í strætisvögnum, verzlunum, á benzínstöðvum og kaffihúsum. Talsmenn Palestínumanna segja harkalegar árásir Ísr- aelshers og útgöngu- og ferða- bönn á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu kalla á frekari sprengjutilræði og skotárásir. Yasser Arafat Palestínuleiðtogi hefur þó fordæmt árásir á óbreytta borgara. Reuters Í rústum í Rafah VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í gær að hann myndi ekki undir neinum kringumstæðum beygja sig fyrir kúgun af hálfu hryðjuverkamanna og að hann hygð- ist fela hernum auknar valdheimildir til að berjast gegn hryðjuverkaöfl- um. Reiði fór annars vaxandi í gær í garð rússneskra yfirvalda meðal að- standenda fólks sem sérsveitir rúss- neska hersins björguðu úr gíslingu tsjetsjenskra hryðjuverkamanna í leikhúsi í Moskvu á laugardag. Eftir því sem síðast fréttist í gær létu 118 gíslar lífið, allir nema tveir úr gas- eitrun, en við upphaf áhlaups sér- sveitanna dældu þær gasi inn í leik- hússalinn og hefur enn ekki verið upplýst hvers konar gas þetta var. Alls 405 hinna frelsuðu gísla voru enn undir læknishendi í gær, þar af 45 í alvarlegu ástandi, eftir því sem Valentina Matvijenkó, aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands, greindi frá. Sagði hún 239 manns sem voru í leikhúsinu hafa fengið að fara heim af sjúkrahúsi fram til þessa og að sögn Interfax-fréttastofunnar áttu fleiri að útskrifast í gærkvöldi. Hafa læknar á sjúkrahúsunum varað við því að dauðsföllin kunni að verða enn fleiri. Sjúkrahússtarfsfólk sagði að margir hefðu látizt vegna þess að engar upplýsingar fengust um það hvers konar eitur það væri sem fólk- ið hefði andað að sér og því hefði ekki verið hægt að gefa því tímanlega rétt mótefni eða meðhöndlun. Í rússneskum fjölmiðlum var í gær þó farið lofsamlegum orðum um aðgerðir sérsveita hersins, en gagn- rýnd sú handvömm sem leyniþjón- ustan hefði gert sig seka um með því að hafa ekki getað hindrað að slíkur glæpur skyldi geta átt sér stað í Moskvu, og það hvernig gasi var beitt til að binda enda á gíslatökuna. Þjóðarsorg var lýst yfir í Rúss- landi í gær til að minnast þeirra sem létu lífið í þessum harmleik, sem hófst er um 50 manna hópur tsjetsj- enskra hryðjuverkamanna réðst inn á sýningu á vinsælum söngleik í leik- húsi í Moskvu sl. miðvikudag og hneppti alla sem í salnum voru – yfir 800 manns – í gíslingu. Kröfðust gíslatökumennirnir þess að Rússar hættu hernaði gegn aðskilnaðarsinn- um í Tsjetsjníu, ella myndu þeir sprengja leikhúsið í loft upp og draga alla gestina með sér í dauðann. Ný sókn í Tsjetsjníu Í gær fréttist af nýrri sókn Rússa á vígstöðvunum í Tsjetsjníu, þar sem stríð hefur nú geisað óslitið í þrjú ár. Voru 30 skæruliðar sagðir hafa verið felldir austur af Grosní. Bandarískir og brezkir ráðamenn, í samræmi við harða afstöðu þeirra gegn hryðuverkaöflum í heiminum, báru í gær í bætifláka fyrir þær um- deildu aðferðir sem Rússar beittu til að binda enda á gíslatökuna. Þýzk stjórnvöld hvöttu til þess að Evrópu- sambandið (ESB) beitti sér af alvöru fyrir því að finna varanlega lausn á Tsjetsjníudeilunni. Ráðamenn ESB reyndu í gær að sefa reiði ráða- manna í Moskvu yfir því að dönsk stjórnvöld, sem nú gegna for- mennsku í ESB, skyldu ekki banna óháða alþjóðlega ráðstefnu sem hófst í Kaupmannahöfn í gær um málefni Tsjetsjníu, en meðal þátttak- enda þar var Aslan Mashkadov, einn leiðtoga tsjetsjenskra aðskilnaðar- sinna. Misjöfn viðbrögð við því hvernig bundinn var endi á gíslatökuna í Moskvu Pútín herskár í garð hryðjuverkaafla Moskvu, Kaupmannahöfn. AFP, AP.  Ólöglegum efnavopnum/26 SADDAM Hussein „hefur haft Sam- einuðu þjóðirnar að fífli“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í gær. Jafnframt brýndu talsmenn Hvíta hússins fyrir efagjörnum bandamönnum Bandaríkjanna að trúverðugleiki þeirra væri undir því kominn hvernig þeir haga sér við at- kvæðagreiðsluna um nýja ályktun um Írak í öryggisráði SÞ, en þess er vænzt að hún fari fram fyrir vikulok. „Sameinuðu þjóðirnar hafa rætt þetta nógu lengi. Það er tími til kom- inn að menn rétti upp hönd og greiði atkvæði,“ sagði Ari Fleischer, tals- maður Hvíta hússins. Í lokaátaki til að fá aðra aðila að öryggisráðinu á sitt band í málinu reyndu fulltrúar Bandaríkjastjórnar í gær að sannfæra bandamenn um að Bandaríkjamenn myndu láta til skarar skríða gegn Írak, hver sem niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í öryggisráðinu yrði. Vonast stjórnin í Washington til að geta knúið banda- menn sína í þá stöðu að verða að gjöra svo vel að sýna samstöðu með sér, en virðast ómerkingar ella. „Annaðhvort gera Sameinuðu þjóðirnar þá skyldu sína að afvopna Saddam Hussein eða Saddam Huss- ein afvopnar sig sjálfur,“ sagði Bush forseti. „Neiti þær að grípa til að- gerða – í nafni friðarins, í nafni ör- yggis framtíðarinnar, í nafni frels- isins – munu Bandaríkin fara fyrir bandalagi bandamanna og afvopna Saddam Hussein,“ sagði Bush á stjórnmálafundi repúblikana í Denv- er í Colorado. Einkum Frakkar og Rússar, sem ásamt Bandaríkjamönnum, Bretum og Kínverjum hafa neitunarvald í ör- yggisráðinu, hafa hingað til ekki vilj- að ganga að þeirri kröfu Bandaríkja- stjórnar að í nýju Íraks-ályktuninni verði búið svo um hnúta að sjálfkrafa verði hægt að beita hervaldi, teljist Írakar ekki hafa hlítt settum reglum um vopnaeftirlitið. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt að Bush sé við öllu búinn og muni ekki hika við að mynda bandalag án tilstyrks Sam- einuðu þjóðanna til að fara með hernaði gegn Írak, ef hann fær ekki sitt fram í öryggisráðinu. Blix hvetur öryggisráðið til að sýna einingu Hans Blix, formaður vopnaeftirlits SÞ, sat fyrir svörum í öryggisráðinu í gær. Hann hvatti ráðið eindregið til þess að afgreiða samhljóða nýja ályktun sem allra fyrst, sem skapaði eftirlitsleiðangrinum sem hann hyggst fara fyrir í Írak eins góð starfsskilyrði og hægt er. Blix kom sér þó hjá því að taka afstöðu í deilu Bandaríkjamanna og annarra með- lima öryggisráðsins sem vilja fara öðru vísi að en þeir. Hann sagði þó að það yrði til bóta ef í nýju ályktuninni yrði kveðið á um hvaða afleiðingar það hefði fyrir Íraka skyldu þeir ekki reynast sýna fullan samstarfsvilja við vopnaeftirlitsmenn SÞ. Togstreitan um Írak í öryggisráði SÞ Bandaríkja- menn auka þrýstinginn Denver, Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. GESTIR í Maruyama-dýragarð- inum í Sapporo á Hokkaídó-eyju í Japan horfast í augu við vígalegt karlljón sem ygglir sig bak við ör- yggisgler í búri sínu í gær. AP Urr NEMI í hjúkrunarfræði við Arizona-háskóla tók upp byssu í tíma í gær, skaut tvo kennara og einn mann enn til bana áður en hann batt enda á eigið líf, eftir því sem lögregla greindi frá. Kvað neminn hafa heitið Robert S. Flores og hafa fallið á mikilvægu prófi. Skotárásin olli mikilli skelf- ingu í skólanum. Lögregla leit- aði í honum öllum að fleiri fórn- arlömbum og fékk sprengju- sérfræðinga til að ganga úr skugga um að öllu væri óhætt. Skaut kennarana Tucson. AP. LAURENCE Foley, starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Banda- ríkjanna (USAID) í Jórdaníu, var í gær myrtur við heimili sitt í Amman. Þetta er, eftir því sem bezt er vitað, í fyrsta sinn sem vestrænn erindreki er ráðinn þar af dögum. Verksum- merki þykja benda til að morðið eigi sér pólitískar ástæður. Erindreki myrt- ur í Jórdaníu Amman. AP, AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.