Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Er veggjakrot
vandamál?
Lynghálsi 4, sími 588 8881.
Við höfum lausnina.
Seljum hreinsilög
á 5 l brúsum.
„Þannig að skilaboðin eru þau
að fólk hefur gaman af öðrum
menningarheimum. Við verðum
að sinna nútímalistinni en það er
alveg ljóst að það gleður mjög
mikið að koma með gamla list,“
sagði Hannes.
Ný sýning opnuð
á laugardag
Næsta sýning á Listasafninu
verður opnuð nk. laugardag og er
þetta jafnframt síðasta sýning
ársins. Um er að ræða samstarfs-
verkefni Íslands, Grænlands og
Lapplands og heitir; Hraun-ís-
skógur. Um er að ræða list-
menntunarverkefni sem hefur
verið hátt á þriðja ár í undirbún-
ingi. Verkefnið er skipulagt af
Listasafni Rovaniemi í Lapp-
landi, Barnalistaskólanum í Rov-
aniemi og Háskóla Lapplands í
samvinnu við Listasafnið á Ak-
ureyri og Verkmenntaskólann á
Akureyri, ásamt ýmsum aðilum
frá Narsaq á Grænlandi.
RÍFLEGA tíu þúsund manns sáu
sýninguna Rembrandt og samtíð-
armenn hans – hollensk myndlist
frá 17. öld, sem lauk í Listasafn-
inu á Akureyri sl. sunnudag.
Gríðarleg aðsókn var á sýninguna
um helgina og talið að 700–800
manns hafi komið á sýninguna
hvorn dag. Hannes Sigurðsson
forstöðumaður Listasafnsins
sagði að sýningin hefði vakið
mikla athygli og að aðsóknin
hefði verið mun meiri en gert var
ráð fyrir.
Verkin komu frá Lettneska
heimslistasafninu í Ríga. Á sýn-
ingunni var að finna málverk, æt-
ingar og koparstungur sem sýna
flest einkenni á þeirri myndlist
sem stunduð var í Hollandi á 17.
öld. Hannes sagði að sýningin
hefði vakið athygli fólks um allt
land. Hann sagði að arabasýn-
ingin Milli goðsagnar og veru-
leika og rússneska sýningin
Draumar og tálsýnir hefðu einnig
verið mjög vinsælar og vel sóttar.
Sýningunni „Rembrandt
og samtíðarmenn hans“ lokið
Yfir 10 þús-
und manns
sáu sýninguna
lagsráðgjöf og sálfræði. Norður-
slóðamannfræðin tengist stofnun
Vilhjálms Stefánssonar og Heim-
skautaháskólanum og stjórnsýslu-
og byggðafræði tengist m.a.
Byggðarannsóknastofnun og
Byggðastofnun. Varðandi Evrópu-
og alþjóðamál er bent á að vaxt-
arbroddur sé í samfélagsumræðunni
á þeim vettvangi, sem ekki er bund-
in landfræðilegri staðsetningu en
mun skipta sveitarfélög, ekki síst á
landsbyggðinni sífellt meira máli,
sem og einnig almanna- og hags-
munasamtök.
Heimskautaréttur, stjórnsýslu-
réttur örríkja og mannréttindi
Guðmundur Heiðar Frímannsson,
deildarforseti kennaradeildar Há-
skólans á Akureyri, var í undirbún-
ingsnefnd vegna fyrirhugaðs laga-
náms við háskólann. Hann sagði að
náminu yrði skipt í tvennt, þriggja
ára BA-nám og tveggja ára sérhæf-
ing til embættisprófs. Lagði nefndin
áherslu á þrjár hugmyndir varðandi
sérhæfingu, ein þeirra er heim-
skautaréttur, en undir hann falla
umhverfisréttur, hafréttur, frum-
byggjaréttur og samanburður á
landsrétti þjóða á heimskautasvæð-
um. Nefnt er að sérstök áhersla
gæti orðið á hafrétti á Norður-Atl-
antshafi, en þekking á slíkum rétti
gæti orðið verðmæt fyrir Íslendinga
í framtíðinni. Fiskveiðiréttur og
strandréttur falla einnig þarna und-
ir, þar á meðal íslenska löggjöfin um
stjórn fiskveiða. Önnur hugmynd
um sérhæfingu er réttarstaða og
stjórnsýsluréttur örríkja, eða lítilla
smáríkja og sú þriðja er mannrétt-
indi, sögulega forsendur sem og
STOFNUN Félagsvísinda- og laga-
deildar við Háskólann á Akureyri
var formlega samþykkt á hátíðar-
fundi Háskólaráðs í gærmorgun, en
það var jafnframt 200. fundur ráðs-
ins. Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra, Páll Skúlason, rektor Há-
skóla Íslands, og deildarforsetar
laga- og félagsvísindadeilda HÍ, Ei-
ríkur Tómasson og Ólafur Þ. Harð-
arson, voru viðstaddir fundinn.
Háskólinn á Akureyri mun því frá
og með næsta hausti bjóða upp á BA
nám í félagsvísinda- og lagadeild og
skiptist hún í tvö skor, félagsvís-
indaskor og lagaskor.
Markmiðið er, að sögn Þorsteins
Gunnarssonar, rektors Háskólans á
Akureyri, að bjóða í fyrsta sinn upp
á víðtækt félagsvísindanám á há-
skólastigi utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Námið sker sig að því leyti til
frá náminu í Háskóla Íslands að
norðan heiða er áhersla lögð á sam-
félagslegt notagildi námsins, án
þess að slegið sé af akademískum
kröfum. Markmiðssetning og sér-
staða námsins er að talsverðu leyti
miðuð við Akureyri og Norðurland,
en reynslan hefur sýnt að náms-
framboð í háskólanum hefur til
þessa verið of takmarkað fyrir
marga Norðlendinga. Af þeim sök-
um hafa margir talið sig þurfa að
leita annað og flutt af svæðinu.
Einnig hafi verið fyrir hendi þörf
fyrir ákveðið nám sem ekki sé í boði
annars staðar.
Félagsvísindaskor mun bjóða upp
á nám í félagsfræði, fjölmiðlafræði,
mannfræði/norðurslóðafræði, nú-
tímfræði, alþjóða- og Evrópufræði
og stjórnsýlsu- og byggðafræði og
frá og með haustinu 2004 einnig fé-
röklega og helstu alþjóðasamningar
um mannréttindi.
Búist við mikilli
aðsókn frá upphafi
Undirtektir og fyrirspurnir sem
þegar hafa borist sýna að verulegur
áhugi er á þessu námi og miðað við
könnun meðal framhaldsskólanema
á Akureyri er búist við mikilli að-
sókn í námið allt frá upphafi og þyk-
ir ekki ólíklegt að deildin verði ein
af þeim stærri við háskólann að
nokkrum árum liðnum.
Ljóst þykir því að mikil sóknar-
færi skapast fyrir háskólann með
stofnun deildarinnar.
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra sagði það sérstaka ánægju
að slík deild tæki til starfa við Há-
skólann á Akureyri og að góð sam-
vinna hefði verið við félagsvísinda-
og lagadeildir HÍ, „það skilar báðum
aðilum ákveðnum virðisauka“, sagði
ráðherra. Lögfræði væri ein af mik-
ilvægustu greinum háskólanáms og
hún væri því áhugaverð viðbót við
þá starfsemi sem þegar væri í boði
við háskólann. Hið sama mætti
segja um félagsvísindin en Tómas
Ingi nefndi að áhugavert yrði að
rannsóknir á því sviði beindust að
sérstöðu Íslendinga og að sérstök
rækt yrði lögð á að kanna það svið.
Slíkt hefði mikið gildi á tímum al-
þjóðavæðingar. Þá taldi hann að fé-
lagsvísindin gætu nýst við uppbygg-
ingu náms í ferðaþjónustu. „Ég sé
fyrir mér að nám í ferðaþjónustu og
félagsvísindum gætu með áhuga-
verðum hætti fléttast saman,“ sagði
Tómas Ingi.
Áfangi í auknu
samstarfi háskólanna
Páll Skúlason háskólarektor sagði
fátt jákvæðara hafa gerst á sviði
byggðamála en sú þróun sem orðið
hefði í Háskólanum á Akureyri.
Taldi hann stofnun félagsvísinda- og
lagadeildar nú rétt skref fram á við
og sagði þörf fyrir aukna þekkingu
og rannsóknir á þessu sviði. „Ég
vona að stofnun deildarinnar nú sé
enn einn áfanginn í auknu samstarfi
háskólanna tveggja,“ sagði Páll.
Eiríkur Tómasson deildarforseti
lagadeildar og Ólafur Þ. Harðarson
deildarforseti félagsvísindadeildar
HÍ lýstu ánægju með stofnun deild-
arinnar við Háskólann á Akureyri,
samstarfið hefði verið gott „og ég
fagna því að hafa eignast nýja
bandamenn,“ sagði Ólafur, en fé-
lagsvísindin væru ung á Íslandi, ein-
ungis um 30 ára. Eftirspurn eftir
fólki með nám á því sviði sem og
rannsóknum væri hins vegar mikil.
Morgunblaðið/Kristján
Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarforseti kennaradeildar HA, ann-
ar f.v., ræðir við gestina úr Háskóla Íslands, þá Ólaf Þ. Harðarsson,
deildarforseta félagsvísindadeildar t.v., Pál Skúlason rektor og Eirík Tóm-
asson, deildarforseta lagadeildar.
Félagsvísinda- og lagadeild stofnuð við Háskólann á Akureyri
Áhersla lögð
á samfélags-
legt notagildi
FYRSTA útsending Ríkisútvarps-
ins á Akureyri úr nýju húsnæði
við Kaupvangsstræti 1 var í gær.
Starfsemin var flutt um helgina
úr Fjölnisgötu, en þar hefur Út-
varpið verið til húsa síðustu 18 ár.
Undanfarna mánuði hefur verið
unnið við það að koma nýjum og
fullkomnum tækjabúnaði fyrir í
nýja húsnæðinu og sagði Jóhann
Hauksson dagskrárstjóri Rásar 2
og forstöðumaður Útvarps Norð-
urlands að nýi búnaðurinn hefði
virkað vel.
„Við renndum blint í sjóinn með
hvort hægt yrði að senda beint
héðan út í dag (í gær) en það
tókst,“ sagði Jóhann, en fyrsta
fréttin úr nýju höfuðstöðvunum
var í hádegisfréttum útvarps í
gær.
Öll tæki eru ný og sagði Jóhann
að stöðin á Akureyri færi nú
fremst í flokki innan Ríkisútvarps-
ins varðandi stafræna tækni. Eng-
in segulbönd væru lengur notuð
nyrðra og allt hljóð tekið upp á
tölvur svo dæmi væri tekið. Þegar
lokið hefur verið við að tengja all-
an tæknibúnað verður í fyrsta
sinn í sögunni hægt að breyta út-
varpsstöðinni á Akureyri í móð-
urstöð; útsending þarf ekki lengur
að fara í gegnum Efstaleitið. „Við
munum geta sent út beint og
milliliðalaust frá Akureyri og það
hefur mikla þýðingu varðandi ör-
yggishlutverk Ríkisútvarpsins,“
sagði Jóhann.
Alls starfa á bilinu 10 til 12
manns hjá útvarpinu á Akureyri.
Það sinnir svæðisfréttum, kemur
inn í dagskrá Rásar 1 og Rásar 2
og nú er fréttamaður Sjónvarps
einnig orðinn hluti af daglegri
starfsemi. Fréttamenn sjá nú um
útvarps- og sjónvarpsfréttir,
svæðisfréttir, netfréttir og fréttir
á textavarpi Rúv.
„Við erum ánægð með að vera
hér í hjarta bæjarins, þar eiga
fjölmiðlar að vera og fólk er því
mjög ánægt með flutninginn,“
sagði Jóhann.
Nýr og fullkominn tækja-
búnaður tekinn í notkun
Morgunblaðið/Kristján
Starfsfólk Ríkisútvarpsins á Akureyri, f.v. Hulda Sif Hermannsdóttir,
Freyja Dröfn Axelsdóttir, Jóhann Hauksson, Karl Eskill Pálsson, Björgvin
Kolbeinsson, Gestur Einar Jónasson, Björn Sigmundsson, Björn Þorláks-
son og Pétur Halldórsson.
Starfsemi Ríkisútvarpsins flutt í miðbæinn
BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur
skipað fimm manna starfshóp til að
fara yfir framtíðaráherslur bæjarins
í atvinnumálum og er starfshópnum
ætlað að skila tillögum sínum til bæj-
arráðs fyrir 1. desember nk.
Í starfshópnum eru Bjarni Jónas-
son formaður atvinnumálanefndar,
Valur Knútsson fyrrverandi formað-
ur atvinnumálanefndar, Guðmundur
Ómar Guðmundsson formaður Fé-
lags byggingamanna í Eyjafirði og
fyrrverandi bæjarfulltrúi, Oktavía
Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi og
Oddur Helgi Halldórsson bæjar-
fulltrúi. Starfshópurinn kemur sam-
an til síns fyrsta fundar í vikunni.
Starfs-
hópur fari
yfir at-
vinnumálin