Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 33 ✝ Sveinn HelgiKlemenzson fæddist 29. nóvember 1921. Hann andaðist aðfaranótt 23. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Auðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 5.5. 1888, d. 14.12. 1977, og Klemenz Jónsson bóndi, skólastjóri og oddviti Vestri-Skóg- tjörn, f. 1.4. 1876, d. 16.8. 1955. Systkini Sveins eru: Jón sjó- maður, f. 31.12. 1907, d. 23.6. 1936, Eggert skipstjóri, f. 19.9. 1909, d. 24.5. 1987, Guðjón læknir, f. 4.1. 1911, d. 26.8. 1987, Guðný Þorbjörg húsfreyja, f. 8.2. 1912, d. 23.9. 1991, Sveinbjörn vél- stjóri, f. 1.10. 1913, d. 14.9. 1978, Sigurfinnur bóndi, f. 9.10. 1914, d. 22.1. 1998, Gunnar stýrimaður, f. 28.1. 1916, d. 2.12. 1941, Guðlaug húsfreyja, f. 5.1. 1918, og Sigurð- ur múrari, f. 31.8. 1926. Sveinn átti unnustu, Jóhönnu Sveinsdótt- ur, f. 3.3. 1925, d. 19.12. 1946. For- eldrar hennar voru Sveinn Sig- urðsson og Rósamunda Eyjólfsdóttir. Dóttir Sveins og Jó- hönnu, 1) Jóhönna R., f. 24.6. 1946, maki Ottó Laugdal, f. 30.6. 1932, d. 26.10. 1995, börn: Pétur og Lena. Sveinn kvæntist 28. febrúar 1954 Ásu Sigurðardóttur, f. 22.8. 1927, d. 18.9. 1999, og bjuggu þau á Tjarnarbakka í Bessastaða- hreppi. Foreldrar Ásu voru Sig- urður Ámundsson sjómaður, f. 1.2. 1984, d. 1.2. 1985, og Pálína M. Ásgeirsdóttir hús- freyja, f. 26.4. 1894, d. 28.5. 1971. Börn Sveins og Ásu: 2) Ingólfur, f. 9. sept. 1953, maki Halla Hjörleifsdóttir, f. 14. júlí 1962, börn: Erna Dís og Sveinn Darri. Börn frá fyrra sam- bandi með Margréti Ástvaldsdóttur, f. 31. maí 1959, d. 15. des. 1979, Hulda Klara og Ása. 3) Pálína, f. 11. jan. 1955, maki Valgeir K. Gíslason, f. 8. júní 1957, börn: Andri og Dagný. 4) Ásmundur, f. 23. júní 1956, fráskilinn, unnusta Tammy Ryan. Börn með Irene Sringer, f. 19. nóv. 1957: Erik Sigurður, Brian Thor og Katrina Erla. 5) Jón Guðlaugur, f. 13. ág. 1959, sambýliskona Jóhanna Siggeirs- dóttir, f. 4. mars 1950, börn: Helga María og Jón Snær. 6) Baldvin, f. 31. des. 1960, maki Sigurlína Helgadóttir, f. 25. okt. 1963, börn: Grétar, Íris og Ævar. Að auki á Sveinn fimm barnabarnabörn. Fyrstu starfsár sín vann Sveinn hjá föður sínum og Sigurfinni bróður sínum við bústörf. Þá stundaði hann jafnframt hrogn- kelsaveiðar í mörg ár með Sigurði bróður sínum. Síðar stundaði hann ýmis verkamannastörf og þar af síðustu tvo áratugina sem járnabindingarmaður. Útför Sveins verður gerð frá Bessastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kynni okkar Sveins hófust fyrir rúmlega tuttugu árum er ég giftist Ingólfi elsta syni hans. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hef ég kynnst því hvílíkur öðlingur Sveinn var. Á Álfta- nesinu bjó hann allan sinn aldur og þar leið honum vel. Barngóður var hann og nutu barnabörnin þess að fara til afa síns, dvelja hjá honum dagstund hvort sem var í fjörunni eða úti í túni þar sem svo margt var hægt að gera. Þeim fannst merkilegt að horfa á hann slá túnið með orfi og ljá. Síðastliðin ár naut hann þess að bjóða börnum sínum og mökum út að borða þegar allir voru á landinu og voru ófáar slíkar ferðir farnar. Ein ferð stendur þó upp úr en það var ferðin til Arizona árið 2000 þegar hann fór með okkur öllum í vikuferð þangað til að heimsækja Ásmund son hans sem þar býr. Hafði Sveinn aldr- ei komið þangað en alltaf langað. Í þessari ferð kynntumst við öll vel og skemmtum okkur konunglega. Sveinn var alla tíð mjög ljúfur og þægilegur í alla staði. Hann bar sig ávallt vel, svo hávaxinn og hraustleg- ur í útliti enda var ósjaldan sagt við hann að hann væri unglegur. Sveinn var ern og hélt góðri heilsu þar til nú á vordögum en þá hrakaði heilsu hans hratt. Þegar maður hugsar til baka sitja eftir góðar minningar eins og stundirnar þegar við sátum úti í grasinu hjá Sveini og hann sagði mér frá lífinu hér áður fyrr og við rædd- um allt milli himins og jarðar. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast góðum manni sem Sveinn var. Þín Halla. Þegar ég kynntist tengdaföður mínum bjó hann ásamt Ásu konu sinni á Álftanesi í fallegu umhverfi við sjóinn. Í því umhverfi ólst hann upp og bjó síðan alla ævi. Álftanesið var honum ávallt hugleikið. Það kom fyrir að hann var hjá okkur hjónum í nokkra daga eftir að hann hætti að vinna. Í hvert sinn mátti merkja söknuð eftir stuttan stans. Hann saknaði náttúrunnar af nesinu og ná- lægðarinnnar við sjóinn og það kom ókyrrð í gamla manninn. Sveinn var rólyndismaður og var lítið fyrir að láta bera á sér. Hafði þó sínar skoðanir sem sumar hverjar héldust fram í andlátið, eins og póli- tískar skoðanir. Hann stóð með sín- um mönnum þótt hann ræddi það sjaldan. Hann var heilsuhraustur fram undir það síðasta og ótrúlega vel á sig kominn, teinréttur í baki fram á síðustu stundu. Fór í sund á hverjum degi og hafði endalausan áhuga á veðrinu. Sáust þeir bræður Sveinn og Finnur oft úti á túni að spá í veðrið, en þeir bjuggu alla tíð ná- lægt hvor öðrum. Svo heilsuhraustur var Sveinn að þegar hann var um sjö- tugt var hann að hjálpa mér að moka holur fyrir pall sem ég var að smíða. Eitthvað fannst gamla manninum þetta ganga hægt, svo hann rak mig upp úr holunni og fór sjálfur að moka. Hart fannst mér að sjá það ganga mun betur hjá honum, gamla manninum, en mér. Enda er það ekki fyrir hvern sem er að vinna við járna- bindingar til sjötugs eins og hann gerði. Það var alltaf gaman að koma í sveitina úti á nesi, þar sem „búskap- ur“ var með gamla laginu. Sveinn sló til dæmis alltaf lóðina hjá sér með orfi og ljá. Nú hefur þú yfirgefið sveitina þína og ert kominn í aðra sem er örugg- lega ekki síðri. Far þú í friði. Valgeir. Elsku afi Sveinn. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur á þessum köldu vetrardögum. Er ég sit hér og hugsa um þig fyllist ég af hlýjum minning- um og brosi í gegnum tárin. Þú varst alltaf svo góður við alla og aldrei var langt í brosið. Ég sakna þín sárlega og þakka guði fyrir öll árin sem ég fékk að eiga með þér. Hvíldu í friði elsku afi. Með söknuði kveð ég. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. þú barst tryggð í traustri hendi tárin straukst af kinn þér ég mínar þakkir sendi þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Þín Erna Dís. Nú hefur Sveinn frændi kvatt okk- ur. Við frændfólk hans, sem ólumst upp á Álftanesinu þegar það var sveit og búskapurinn lifibrauð margra, minnumst Sveins sem bónda í sam- starfi við Finn frænda. Búskapurinn snerist um kýr, kind- ur, hænsni og grásleppuveiðar. Því var ávallt mikið að gera hjá Sveini og Finni en við krakkarnir vorum flest vinnumenn og tókum fullan þátt í bú- skapnum. Margt var þá brallað og stundum ýmis prakkarastrik gerð en alltaf bárum við óttablandna virðingu fyrir Sveini, því við vissum að hann var hraustur mjög. Þegar búskapur- inn minnkaði sneri Sveinn sér að öðr- um störfum, s.s. byggingarvinnu. Sveinn var mjög duglegur en ekki sérlega mannblendinn. Hann hafði þó gaman af að spjalla og sérstaklega var gaman að hitta þá báða, Svein og Finn, undir húsvegg og var þá rætt um öll heimsins mál. Finnur kvaddi fyrir nokkrum ár- um en nú kveðjum við Svein. Ég vil þakka fyrir samfylgdina og að hafa fengið að búa á sömu torfu og þessir föðurbræður mínir. Kristján Sveinbjörnsson. SVEINN KLEMENZSON Afi var alltaf frekar hress. Hann bjó alla tíð á Álftanesi. Mér fannst hann alltaf þekkja dýrin í umhverfi sínu mjög vel. Eitt sinn þegar ég var hjá honum tók hann strax eftir því að það var lítill sel- ur úti í sjónum. Hann var vanur að horfa með kíki út á sjó og fylgjast með dýralífinu þar. Afi minn var mikill dýravinur. Mér þykir svo vænt um þig afi og ég sakna þín, en ég veit að þar sem þú ert núna líður þér vel. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Dagný. HINSTA KVEÐJA Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR, Vatnsnesvegi 21, Keflavík, lést á heimili sínu mánudaginn 21. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. október kl. 10.30. Drífa Björk Atladóttir, Kári Valur Sigurðsson, Styrmir Ingi Kárason, Ýmir Atli Kárason, Sindri Freyr Atlason, Elen Eik Gunnarsdóttir, Kristján Davíðsson, Kristbjörn Jónsson, Valgerður Jónsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA ÞORLEIFSSONAR, frá Naustahvammi, Neskaupstað. Þórarinn V. Guðnason, Katrín Gróa Guðmundsdóttir, Sveinn Þórarinsson, Guðrún Sigurðardóttir, Þorgeir V. Þórarinsson, Ólöf Erla Þórarinsdóttir, Hjalti Auðunsson, Freysteinn Þórarinsson, Steinunn Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar og bróðir, GUÐMUNDUR KJARTAN RUNÓLFSSON, lést í Los Alamitos, Kaliforníu, að kveldi sunnu- dagsins 27. október. Lára Kjartansdóttir, Sigurður Ragnar Kjartansson, Svana Runólfsdóttir, Valgarð Runólfsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, OLUFINE K. THORSEN, Öldugötu 4D, Árskógssandi, lést að morgni sunnudagsins 27. október. Konráð Jón Birgisson, Jóhanna Kristín Birgisdóttir, Guðbjörg Margrét Birgisdóttir, Steinþór Wendel og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNBJÖRG ARADÓTTIR frá Grýtubakka, Þingvallastræti 16, Akureyri, lést á Kristnesspítala fimmtudaginn 24. október. Útförin fer fram frá Grenivíkurkirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 14.00. Aðalbjörg Baldursdóttir, Sigríður Baldursdóttir, Páll Kjartansson, Sigrún Baldursdóttir, Margrét Baldursdóttir, Ólafur Einarsson, Jónas Baldursson, Guðrún Eyvindsdóttir, Bryndís Baldursdóttir, Jón E. Berg, Ari Baldursson, Kolbrún Reynisdóttir, Guðmundur Baldursson, Elisabeth Kvelland, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.