Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rúmteppi frá kr. 5.600 Z-brautir og gluggatjöld Faxafen 14 108 Reykjavík sími 525 8200 Fax 525 8201 Veffang www.z.is Netfang z@z.is Námskeið fyrir foreldra ofvirkra barna Algengt vanda- mál og þörfin mjög brýn FRAMUNDAN erunámskeið fyrir for-eldra barna og unglinga með athyglis- brest með ofvirkni og hegðunarvanda. Um al- geng vandamál er að ræða og að sögn aðstandenda námskeiðanna er þörfin fyrir fræðslu af þessu tagi mjög brýn. Málfríður Lor- ange sálfræðingur er í for- svari fyrir námskeiðin og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. Segðu okkur eitthvað um námskeiðin, yfirskrift þeirra, hvar haldin og hve- nær? „Þetta eru námskeið fyrir foreldra barna og unglinga með athyglis- brest með ofvirkni og hegðunarvanda. Þau eru haldin á vegum Foreldrafélags misþroska barna og fræðslu- og ráðgjafaþjónustunnar Eirðar. Þessi námskeið hafa verið haldin reglulega undanfarin ár en hefur nú verið skipt í styttri námskeið sem höfða til foreldra barna á grunnskólaaldri og foreldra ung- linga. Einnig höfum við nú þegar haldið eitt grunnnámskeið fyrir foreldra barna sem nýlega hafa greinst með athyglisbrest með of- virkni. Námskeiðin eru haldin í Safnaðarheimili Háteigskirkju eða fundarsal Öryrkjabandalags- ins í Hátúni. Næstu tvö námskeið verða laugardagana 2. og 9. nóv- ember fyrir foreldra grunnskóla- barna og laugardagana 16. og 23. nóvember fyrir foreldra ung- linga.“ Hver er tilgangur þessara nám- skeiða? „Markmiðið með námskeiðun- um er að fræða foreldra um at- hyglisbrest með ofvirkni, orsakir hans, eðli og einkenni og hvað er til ráða. Athyglisbrestur með of- virkni er hegðunartruflun sem kemur oft mjög snemma fram hjá börnum og orsakirnar eru alltaf líffræðilegar. Barnið eða ungling- urinn ræður illa við að stjórna hegðun sinni. Alls ekki er um að kenna röngu uppeldi en hins veg- ar skiptir öllu máli að foreldrar læri og tileinki sér ákveðna nálg- un og uppeldisaðferðir sem vitað er að henta ofvirkum börnum. Það gleymist stundum að ein- kennin eru þrenns konar, athygl- isbrestur, hvatvísi og hreyfióró- leiki. Einkennin eru auðvitað mismikil hjá einstaklingum og geta verið töluvert breytileg eftir aldri. Hreyfióróleikinn er mest einkennandi á yngri árum en á unglingsárunum verður hann minna áberandi en segja má að innri óróleiki komi í staðinn. At- hyglisbresturinn kemur hvað skýrast fram þegar barnið byrjar í skóla og getur oft haft mikil áhrif á nám. Hvatvísin kemur börnum oft í vandræði og því þurfa þau oft meira eftirlit en önnur börn. Sama gild- ir um unglingsárin.“ Hverjar verða helstu áhersl- urnar? „Á námskeiðunum verður farið yfir helstu einkenni, tíðni, orsakir, meðferð og horfur. Þá verður fjallað um hvaða áhrif það hefur á samskipti innan fjölskyldunar ef ofvirkt barn er í fjölskyldunni og samskipti þess við önnur börn. Fjallað verður um hegðunarmót- andi aðgerðir og þarfir barnanna í skóla. Einnig verður fjallað um sjálfsmynd þeirra og mikilvægi þess að styrkja hana.“ Hver verða efnistökin, þ.e.a.s hvernig byggir þú námskeiðin upp? „Námskeiðin eru í fyrirlestrar- formi og eru 5–6 fyrirlestrar á hverju námskeiði. Hver fyrirlest- ur er 45 mínútur og foreldrum gefst kostur á fyrirspurnum eftir hvern þeirra. Fyrirlesarar verða margir og hafa allir langa reynslu af greiningu og meðferð ofvirkni.“ Hver er þörfin fyrir þetta efni? „Þörfin er mikil af ýmsum ástæðum. Tíðni ofvirkni er allhá eða í kringum 5%. Oft vita for- eldrar og aðrir sem koma að upp- eldi barnanna ekki hvernig best er að taka á ýmsu varðandi hegð- un þeirra. Ofvirkni leiðir oft til erfiðleika í námi og í skóla sem við vitum meira um nú en áður og er námsstaða þeirra oft verri en til- efni er til. Þá er við að bæta að einn mikilvægasti þáttur í með- ferðinni er fræðsla. Ekki er hægt að lækna ofvirkni, heldur er hægt að halda einkennunum niðri bæði heima og í skóla með réttri með- ferð.“ Er eitthvað sem þú telur að bæta þurfi við þetta hjá okkur? „Ég vil benda for- eldrum sérstaklega á unglinganámskeiðin sem eru nýlunda. Of- virk börn þurfa að glíma við sér- stök viðfangsefni hvers aldurs- skeiðs eins og öll önnur börn og unglingsárin geta oft verið erfið hjá þessum hópi.“ Síðan má bæta því við hér í lok- in, að nánari upplýsingar og skráningu á námskeið má fá og gera með því að hringja í For- eldra misþroska barna í síma 581 1110. Málfríður Lorange  Málfríður Lorange er fædd ár- ið 1951. Lauk kandídatsprófi í sálfræði frá Árósaháskóla 1981 og var síðan í framhaldsnámi í fjölskyldumeðferð 1981–83. Framhaldsnám í taugasálfræði barna og unglinga í Hollandi 1995–96. Forstöðumaður sál- fræði- og sérkennsludeildar Leikskóla Reykjavíkur 1987–95. Starfandi yfirsálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá 1996. Rekur ásamt öðrum fræðslu- og ráð- gjafaþjónustuna Eirð sf. Maki er Hilmar Pétursson líffræðingur og eiga þau 3 börn, Rúnar, Sol- veigu og Emil. Sérstök unglinga- námskeið Vinaleg áminning frá Bónusfeðgum, hr. forsætisráðherra. BJÖRN Baldursson sigraði í karla- flokki á fyrsta klifurmóti Klifur- hússins í Skútuvogi, sem haldið var á laugardag. Í drengjaflokki, 16 ára og yngri, sigraði Tryggvi Stefáns- son og í öldungaflokki, 40 ára og eldri, Þorvaldur Þórsson. Keppt var í „Bouldering“ sem nefnt hefur verið grjótglíma á ís- lensku. Þá eru klifraðar stuttar leiðir þar sem fallhæðin er ekki meiri en svo að nóg er að hafa dýn- ur undir. Keppendur í hverjum flokki kepptu sín á milli í fimm leið- um. Gefnar voru fimm mínútur til að ljúka hverri leið og skiptu kepp- endur síðan um leið. Gefin voru stig fyrir hverja leið, eftir því hversu vel gekk. Flest stig fengust fyrir að klifra leið í fyrstu tilraun, en ann- ars eftir því hversu langt kepp- endur náðu í sinni bestu tilraun. Samanlögð stigagjöf réð síðan úr- slitum að lokum. Keppnisþátttaka var góð og fór keppnin fram að viðstöddum fjölda áhorfenda. Í drengjaflokki varð í öðru sæti Kjartan Björnsson og Hjalti Sigur- björnsson í þriðja. Andri Bjarnason varð í öðru sæti í karlaflokki og Hjalti Rafnsson í þriðja. Halldór Kvaran lenti í öðru sæti í öldungaflokki. Spennandi keppni í Klifur- húsinu Morgunblaðið/Jim Smart Keppendur kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að klifri. Hér er einn í svokölluðu þaki og minnir helst á könguló á bita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.