Morgunblaðið - 29.10.2002, Blaðsíða 20
ERLENT
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ert flú me›
handfrjálsan
búna›?
H
an
dfrjáls
b ú n a ›
u
r
H
r-30%afsláttur
Fyrir ári sí›an gengu í gildi lög sem kve›a á um a›
ökumönnum sé óheimilt a› nota farsíma í bílum án
handfrjáls búna›ar.
Síminn og Umfer›arstofa hafa teki› höndum saman
og hvetja ökumenn til a› auka öryggi og flægindi vi›
akstur.
Síminn b‡›ur 30% afslátt af handfrjálsum búna›i í
verslunum sínum til 1. desember 2002.
Förum a› lögum
– aukum öryggi og flægindi
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
N
M
0
7
6
8
2
/
s
ia
.i
s
Afslátturinn gildir í öllum verslunum Símans.
SILVIO Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu (t.h.) og Moammar
Gaddafí Líbýuleiðtogi heilsast fyrir
utan tjald Gaddafís í Trípólí, höfuð-
borg Líbýu, í gær. Berlusconi var í
eins dags opinberri heimsókn í Trí-
pólí í gær í því skyni að styrkja
tengsl Ítalíu og Líbýu, sem eru allná-
in fyrir. Þeir Berlusconi og Gaddafí
áttu tvo viðræðufundi í gær.
Á árunum 1911–1941 var Líbýa
ítölsk nýlenda og hafa skuggar ný-
lendutímans lengi eitrað samskiptin
milli landanna. Nú er Ítalía þó
fremst í flokki vestrænna ríkja sem
vilja auka viðskipti og önnur tengsl
við Líbýu, þótt Bandaríkjamenn líti
enn á landið sem „útlagaríki“.
Stærstur hluti olíuinnflutnings til
Ítalíu kemur frá Líbýu.
Berlusconi í Trípólí
AP
LUIZ Inacio Lula da Silva fagnaði
í gær kjöri sínu sem forseta Bras-
ilíu og ítrekaði þá fyrri yfirlýs-
ingar um þjóðfélagslegar umbæt-
ur. Reyndi hann líka að róa
fjármálamarkaðinn og hvatti alla
landa sína og allar greinar at-
vinnulífsins til að sameinast um að
vinna bug á efnahagsöngþveitinu.
Róa þarf peningamarkaðinn
Lula, sem er fyrsti forsetinn í
Brasilíu úr verkamannastétt, flutti
ræðu í Sao Paulo í gær og sagðist
mundu standa við alþjóðlegar
skuldbindingar þjóðarinnar og
berjast gegn verðbólgu. Lagði
hann áherslu á, að ró yrði að kom-
ast á á fjármálamarkaðinum.
Lula fékk rúmlega 61% atkvæða
í síðari umferð forsetakosning-
anna á sunnudag, næstum 23 pró-
sentustig umfram Jose Serra,
frambjóðanda núverandi stjórn-
arflokks.
George W. Bush Bandaríkja-
forseti var á meðal fyrstu þjóð-
arleiðtoga til að óska Lula til ham-
ingju með sigurinn en hann má
fyrst og fremst rekja til vaxandi
fátæktar, spillingar og misskipt-
ingar í landinu. Er þess nú beðið
með mikilli eftirvæntingu hverja
hann velur sér til ráðuneytis en
haft er eftir samstarfsmönnum
hans, að hann muni leita til manna
með þekkingu og reynslu, jafnt ut-
an Verkamannaflokksins sem inn-
an. Eigi þeir að vinna með núver-
andi stjórn Fernandos Enrique
Cardosos forseta út árið eða þar
til Lula tekur við. Var búist við, að
hann myndi kynna ráðgjafarsveit-
ina í dag að stærstum hluta.
Lula kjörinn forseti Brasilíu
með miklum yfirburðum
Ítrekar yfirlýs-
ingar um þjóð-
félagsumbætur
Reuters
Luiz Inacio Lula da Silva fyrir framan kosningaspjald er hann lýsti
yfir sigri sínum á sunnudag.
Sao Paulo. AFP.