Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 2
Heyrst hefur sú gagnrýni að sumir séu það
mikið fatlaðir að þeim líði betur á stofnunum en á
heimilum. „Það hefur verið viss hræðsla við
breytingar, einkum hjá aðstandendum sem
þekkja aðeins stofnanalífið,“ segir Sigríður. „Ég
var starfandi í foreldra- og vinafélagi Kópavogs-
hælis í mörg ár og sumir stjórnarmenn voru ekki
á því að börn þeirra ættu að búa annars staðar.
Sömu stjórnarmenn halda vart vatni í dag yfir
því hvað börnin þeirra hafi það gott eftir að þau
fluttu inn á heimili.“ Hún segist hafa séð árangur
af flutningum inn á heimilin, bæði félagslegan og
heilsufarslegan, sem eigi rót sína í eðlilegu heim-
ilislegu umhverfi. „Þótt skilyrðin verði aldrei
eins og hjá venjulegri fjölskyldu, eru þau mun
nær þeim veruleika, en gömlu stofnunum.“ Sig-
ríður nefnir dæmi um sjúkling sem komst ekki í
dagvist eða á vinnustofur nema um tíu daga á ári
vegna þess að heilsan var svo slæm. „Hann var
hjartasjúklingur og undir stöðugu eftirliti
hjartalæknis. Eftir að hann flutti á heimilið var
hann aðeins tíu daga fjarverandi frá vinnu á
fyrsta ári. Hann varð því hraustari við að flytja af
sjúkrastofnun inn á heimili. Þegar hann fór til
hjartalæknisins síns, sem er virtur sérfræðingur,
spurði læknirinn: „Hvað hafið þið eiginlega gert?
Þetta er í fyrsta sinn sem ég þarf ekki að taka úr
honum blóð.“ En það hafði þurft að gera reglu-
lega meðan hann var á sjúkrastofnun.“
74 úti á vinnumarkaðnum
Í raun geta allir líkamlega og/eða andlega fatl-
aðir sótt um aðstoð eða fengið ráðgjöf hjá Svæð-
isskrifstofunni, sem er handhafi íslensku gæða-
verðlaunanna. „Það eru rúmlega þúsund manns
á þjónustuskrá hjá okkur,“ segir Sigríður. „Ein-
staklingar með örorku, t.d. skerta starfshæfni,
geta sótt um styrki til náms eða tækjakaupa. Ég
nefni sem dæmi rennismið sem fatlaðist og sótti
um styrk til kaupa á rennibekk, svo hann gæti
skapað sér atvinnutækifæri heima fyrir.“ Svæð-
isskrifstofan rekur einnig þrjár hæfingarstöðvar
og starfsþjálfunina Örva, sem er fyrir fullorðna.
Starfsþjálfun og atvinna með stuðningi opnar
fötluðum leið út á vinnumarkaðinn. Til þess að
gera það fýsilegt fyrir fyrirtæki að taka þátt í
Edda Rún Jónsdóttir aðstoðar Sigríði Ósk við að skipta um
hjólastól, en þennan dag fékk hún nýjan hjólastól.
I
lmurinn úr eldhúsinu, er svo lokkandi…“
Fyrir suma er sjálfsagt að hafa aðgang
að eldhúsi, að geta hellt sér upp á kaffi,
náð í jógúrt í ísskápinn, ristað sér brauð
eða fengið sér ávexti. Þetta er þó ekki
sjálfgefið. Þessi „sjálfsögðu“ lífsgæði
fólu nefnilega í sér róttæk og bylting-
arkennd umskipti í lífi margra af skjólstæðing-
um Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykja-
nesi. Margir þeirra höfðu lengst af búið á
stofnunum þar sem þeir réðu litlu um eigin hagi.
Nýlega fluttu nokkrir á eigið heimili og fleiri
flytjast á næstu mánuðum. Sum heimilanna eru í
daglegu tali kölluð sambýli, en þar sem orðið
sambýli hefur fengið á sig neikvæðan stofnana-
brag, er ýtt undir notkun á orðinu heimili. Enda
eru þetta heimili fyrir þeim fötluðu einstakling-
um sem þar búa. Þeir greiða örorkubæturnar
sínar í sameiginlegan sjóð, sem fer í að standa
undir heimilishaldinu, t.d. matarinnkaupum,
síma, hita og rafmagni. Ríkið greiðir laun og fæði
starfsmanna og viðhald á húsinu.
Fatlaðir lifi eðlilegu lífi
Fleiri úrræði standa skjólstæðingum Svæðis-
skrifstofunnar til boða. Þjónustan fer eftir fötlun
og aðstæðum hvers og eins og getur falist í bú-
setu, skammtímadvöl, hæfingu, starfsþjálfun og
stuðningi á almennum vinnumarkaði. Við mark-
miðssetningu er tekið mið af lögum um málefni
fatlaðra og unnið að því „að tryggja fötluðum
jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóð-
félagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa
eðlilegu lífi“. „Hugmyndafræðin sem lögin
byggjast á grundvallast af blöndun og „norm-
aliseringu“,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir
framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofunnar.
„Blöndun snýst um að fatlaðir taki þátt í lífinu úti
í samfélaginu. Í „normaliseringu“ felst að fatlaðir
lifi eðlilegu lífi, sæki vinnu, dagvist eða skóla eins
og aðrir þjóðfélagsþegnar, og lífið sé breytilegt
eftir árstíðum, t.d. taki þeir sér sumarfrí. Áður
voru þeir sem áttu við mikla fötlun að stríða 24
tíma sólarhringsins inni á altækum stofnunum,
jafnvel alltaf á sömu deild og innan sömu
veggja.“ Teygjuæfingar hjá sjúkraþjálfara Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Morgunblaðið/Golli
Sigríður Ósk komin upp í rúm að
horfa á sjónvarpið, en hún
kann voða vel við sig
heima hjá sér.
2 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ