Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 B 5
JOHNNY Cash gekk í endurnýj-un lífdaganna fyrir nokkrum ár-um þegar hann gekk á mála hjáplötufyrirtækinu American, sem
fram að því var frægt fyrir
djöflarokk og rapp. Stjórnandi útgáf-
unnar, Rick Rubin, leitaði Cash uppi
og bauð honum samning upp á það að
Cash tæki upp öll þau lög sem hann
langaði. Cash gat ekki annað en
gengið að þessu og með fyrstu plöt-
unni, American Recordings, sem
kom út 1994, náði hann til nýrrar
kynslóðar tónlistarunnenda sem
fæstir voru fæddir þegar hann sló
fyrst í gegn. Næstu plötu á eftir var
ekki síður tekið, Unchained, sem
kom út 1996, og American III: Sol-
itary Man sem kom út árið 2000. Á
mánudag kom svo út fjórða platan í
röðinni, American IV: The Man Co-
mes Around.
Síðustu ár hefur Cash verið við
slæma heilsu, meðal annars fengið
lungnabólgu á hverjum vetri, en seg-
ist gera sér vonir um að hann sleppi
við krankleika á Jamaica þar sem
hann hyggst eyða vetrinum og bætir
við að hann ætli ekki síst að nota tím-
ann til að semja tónlist og einnig sé
hugsanlegt að hann eigi eftir að
hljóðrita eitthvað þar, „ég hef áður
tekið upp a Jamaica og þannig var
hluti nýju plötunnar tekinn upp þar,“
segir hann.
Fjórða platan með Rick Rubin
The Man Comes Around er fjórða
platan sem Cash tekur upp með Rick
Rubin og hann segir að vinnan við
hana hafi verið áþekk og við fyrri
skífur þeirra. „Ég byrjaði að taka
upp lög sem knúðu á að komast út, ég
gat ekki beðið. Ég tók þau upp í
fjallakofahljóðverinu mín og sendi
þau síðan til Ricks og hann gagn-
rýndi lögin og kom með tillögur að
endurbótum. Ég fínpússaði þau síðan
og sendi honum aftur og koll af kolli.
Síðan lauk ég við nokkur þeirra í
hljóðveri í Tennessee og restina í
hljóðveri hjá Rick í Kaliforníu.“
Cash segir að þegar hann tók til við
að velja lög á nýju plötuna hafi hann
verið með 32 lög í sarpinum sem hann
langaði til að taka upp og það hafi
verið mjög erfitt að henda út lögum.
„Yfirleitt höfum við farið af stað með
heildarsvip í huga en að þessu sinni
kom í ljós þegar við vorum búnir að
velja bestu lögin að það var ákveðin
hugsun á bak við hana, það má segja
að hún sé leitandi, leitar í ýmsar áttir.
Annað sem mér finnst skína í gegn er
að grunnstef hennar er andi, manns-
andinn sem berst fyrir tilveru sinni í
lögum eins og Hung My Head, Give
My Love to Rose, Streets of Laredo
og The Man Comes Around. Síðast-
nefnda lagið samdi ég einmitt á Jam-
aica og byggi það á Opinberunarbók-
inni og það fjallar ekki síst um styrk
mannsandans.“
„Guð bjargaði lífi mínu“
Cash segir að síðustu ár hafi hann
tekið út mikinn þroska, sársauki og
sjúkdómar höfðu nánast dregið hann
til dauða. „Guð bjargaði lífi mínu,
fyllti anda minn af krafti og styrk til
að lifa lengur, styrkti í mér bein og
vöðva og vefi með andlegum krafti.
Ég fékk trú á sjálfum mér og trú á að
ég myndi lifa, ég myndi komast af og
hafa styrk til að gera það sem ég
þurfti að gera.“
Johnny Cash hefur verið alvarlega
veikur að segja frá 1997, en læknar
hafa greint veikindi hans vitlaust
nokkrum sinnum, að því er hann seg-
ir. „Fyrst sögðu þeir að ég væri með
Shy-Dregor heilkennin, ári síðar
komust þeir að því að það væri Park-
inson-veiki, síðan aftur Shy-Dregor
heilkenni, þá Autonomic Neuro-
pathy, sem ég veit ekki alveg hvað er
annað en að ég verð gamall og hrum-
ur, ónæmiskerfið gefst smám saman
upp og því fær ég allar pestir eins og
lungnabólguna sem er sífellt að hrjá
mig. Ég umgengst fólk því mjög lítið,
reyni að varast staði þar sem ég veit
að krankleikar hafa verið að ganga
og fer helst ekki á læknastofur og
sjúkrahús því þar fær maður megnið
af öllum sjúkdómum. Hingað til hef
ég sigrast á þessu öllu með viljanum,
ég læt veikindi ekki hafa áhrif á mig
og gerir mér enga rellu þótt ég þurfi
að fara um á hækjum eða í hjólastól.“
Tók upp þrátt fyrir veikindin
„Ég tók upp þessa plötu þrátt fyrir
veikindin, fann einhvers staðar styrk
til að vinna við hana og lét ekkert
aftra mér. Stundum kom ég í hljóð-
verið og gat ekki sungið, en hélt samt
áfram að reyna frekar en að sitja í
fýlu uppi á herbergi í rökkrinu og
gráta ofan í bjórinn minn eða mjólk-
ina eða hvað sem ég var að drekka; ég
mætti í hljóðverið og opnaði munninn
og ef ekkert kom reyndi ég bara aft-
ur og aftur þangað til það gerðist.
Sum laganna á plötunni tók ég upp
þegar ég var með á hreinu að mér
væri það ókleift. Þau lög fela einmitt í
sér ástríðuna, eldinn, eldmóðinn, þau
lög sem sprottin eru af sársauka og
veikleika. Það sprettur nefnilega
styrkur úr veikleikanum,“ segir Cash
og nefnir sem dæmi Sting-lagið I
Hung My Head, sem sé með því
besta sem hann hafi sungið þótt hann
hafi verið að segja raddlaus þegar
upptökur á því hófust. Að hann skyldi
taka það lag þakkar hann syni sínum
John Carter Cash sem spilaði það
fyrir hann. „Það er einmitt lag eins
og ég kann að meta, sorglegt lag. Lög
míns fólks, sveitasöngvar ef þú vilt
nefna það svo, eru mörg lög harms,
slysa, morða, dauða og brostinnar
ástar og þetta Sting-lag passaði svo
vel inn í það að mér fannst eins og það
hefði verið samið fyrir mig.“
Cash segir að hann hafi almennt
átt auðvelt með að syngja þau lag-
anna á skífunni sem eru hvað tengd-
ust upprunalegum flytjendum, til að
mynda First Time Ever I saw Your
Face sem Roberta Flack söng á sín-
um tíma, og Bridge Over Troubled
Water, sem þeir félagar Simon og
Garfunkel gerðu frægt. Hann segist
aldrei hafa reynt að taka mið af upp-
runalegum flutningi, heldur að gera
lagið sitt eigið. „Þannig átti ég til að
mynda í engum vandkvæðum með að
syngja Bítlalagið In My Life. Það
hefði verið yfirmáta kjánalegt að
reyna að syngja lagið eins og þeir
gerðu það enda reyndi ég það ekki.
Þegar ég söng það lag sá ég fyrir mér
allar gömlu kærusturnar, gamla
tíma, góða tíma og erfiðleikatíma, um
leið og ég söng það í fyrsta sinn var
það orðið mitt lag,“ segir Cash en
hann segist líka hafa dálæti á öðru
Bítlalagi, Norvegian Wood, sem
hann hefur oft sungið en aldrei tekið
upp.
Óvenju magnað titillag
Þeir sem heyrt hafa plötuna eru á
einu máli um að titillag hennar sé
óvenju magnað. Cash segir það eiga
sér rætur í draumi. Hann hafi
dreymt Bretadrottingu þar sem
hann var staddur í Englandi fyrir
nokkrum árum. „Mig dreymdi að ég
væri staddur í Buckinghamhöll og
gengi fram á Elísabetu Bretadrottn-
ingu í höllinni þar sem hún var að
prjóna með vinkonu sinni. Hún leit
upp frá prjónunum og sagði við mig:
Johnny Cash, þú ert eins og þyrnitré
í stormviðri. Við það vaknaði ég.
Getur nærri að þessi draumur stóð
í mér, en nokkrum árum síðar er ég
var að lesa Jobsbók rakst ég á storm-
viðrið, sem er samnefnari fyrir Guð.
Þyrnitréð sýnist mér svo vera mað-
urinn með sinni þvermóðsku og
hroka og þá fóru hlutirnir að smella
saman. Var Elísabet ekki að segja
mér að ég væri eins og þyrnitré í
stormviðri þar sem ég steytti hnef-
ann til Guðs? Mér sýndist það blasa
við en var þó ekki alveg viss og ekki
gat ég hringt í Elísabetu, þetta var
ekki hennar draumur.“
Cash segist ekki hafa getað hætt
að hugsa um þetta og því hafi hann
byrjað að semja texta um þyrnitré og
stormviðri, ýmist saman eða hvert á
móti öðru og þar kom að honum
fannst málið snúast um dómsdag og
dag endurlausnarinnar. „Þá tók ég
upp Opinberunarbókina, en því
meira sem ég las í henni því minna
vissi ég; því meira sem ég vissi, vissi
ég betur að ég vissi ekki neitt. Þannig
er það nú með mig og Biblíuna.“
Fann svarið í Opinberunarbókinni
„En ég varð margs vísari með end-
urkomu Krists eins og henni er spáð í
Opinberunarbókinni og einn morg-
uninn, um hálfsexleytið, lokaði ég
Biblíunni og sagði stundarhátt, Jæja,
maðurinn kemur. Ég skrifaði það
niður, maðurinn kemur (The Man
Comes Around) og gleymdi því síðan
yfir daginn. Daginn eftir rakst ég á
þessi fjögur orð og byrjaði að semja
og semja og semja, skrifaði tugi er-
inda og lokst fór lagið að koma í ljós.
Fram að því fannst mér ekki sem
þetta yrði lag, fannst eins og það yrði
eitt af sérkennilegum ljóðum sem ég
skrifa stundum, en ég sá í því lag, tók
upp gítarinn og hóf að reyna að
syngja það og á endanum varð það að
lagi,“ segir Cash en framan við lagið
er einskonar inngangur þar sem
Cash les úr opinberunarbókinni og
samskonar eftirmáli.
Cash segir að það sé engin regla á
lagasmíðum hans, engin tvö lög eigi
sér svipaðan aðdraganda og þannig
hafi hann aldrei gengið í gegnum
annað eins við að semja og með The
Man Comes Around. „Ég hef aldrei
eytt eins miklum tíma í að semja
nokkurt lag og víst samdi ég við það
miklu fleiri erindi en við notuðum, en
ég varð að koma þessu frá mér.“
Fægir ekki bautasteina
Johnny Cash varð sjötugur á árinu
og fleiri merkra tímamóta er minnst
um þessar mundir, 25. ártíðar Elvis
Presleys og fimmtíu ára afmælis
Sun-útgáfunnar sem uppgötvaði þá
báða. Aðspurður hvort hann velti
slíku fyrir sér segir hann að það sé
alltaf nóg af tímamótum til að minn-
ast, bendir á að Carter-fjölskyldan,
sem kona hans er af, eigi 75 ára upp-
tökuafmæli, en sú fjölskylda er sú
áhrifamesta í sögu sveitartónlistar-
innar vestan hafs. „Við erum lítið gef-
in fyrir það að fægja bautasteina,“
segir hann en bætir við að hvað Elvis
varði þá fagni hann ekki ártíð hans en
vilji gjarnan hampa tónlistinni. „Lag-
ið Danny Boy sem ég syng á plötunni
hefur drjúgt frá Elvis vegna þess að
ég hlustaði hvað eftir annað á hans
útgáfu áður en ég tók það upp, en
hans útgáfa er einfaldlega sú besta.
Hvað afmælið mitt varðar, hringdi
í mig fólk frá öllum heimshornum,
Kris Kristofferson, Willie Nelson og
Bill Clinton, meira að segja. En ég er
ekki mikið að spá í það að ég sé orð-
inn sjötugur, ég horfi til 71. ársins
sem Guð hefur gefið mér og þeirrar
vinnu sem ég ætla að vinna á því ári.
Ég skuldbind mig til þess að yfirgefa
ekki áheyrendur mína á meðan ég
lifi, á meðan fólk vill hlusta á mig verð
ég til staðar, sama hvað.“
Þrátt fyrir erfið veikindi er
engan bilbug að finna á
Johnny Cash. Árni
Matthíasson segir frá nýrri
plötu hans sem kom út
í liðinni viku.
Umslag nýrrar plötu Cash, The Man
Comes Around.
Þyrnitré í stormviðri
arnim@mbl.is
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000
Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt
Kanaríeyjar hafa aldrei veri› vinsælli.
30. nóv. - uppselt
19. des. - jólafer› - uppselt
21. des. - jólafer› - uppselt
27. des. - áramótafer› - AUKAFER‹
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
1
93
33
11
/2
00
2
Betri fer›ir – betra frí
kr.
*66.205
á mann m.v. tvo fullor›na
og eitt barn á Teneguia í
15 nætur.
á mann m.v. tvo fullor›na.
Tilbo›sver› 27. des.
kr.
* 81.030
* Innifali›: Flug, flugvallarskattar,
gisting, fer›ir til og frá flugvelli
erlendis og íslensk fararstjórn.
Trygg›u flér sól í vetur
- nú fer hver a› ver›a sí›astur
Aukafer› 27. des.
Kanaríeyjar
fiú getur n
ota› frípun
kta í
allar fer›ir
til Kanaríe
yja á›ur
en fleir ren
na út um á
ramótin.