Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG verð að segja eins og erað plástursaðgerðir erualltof algengar í öldrunar-málum á Íslandi. Gottdæmi eru hugmyndir um að breyta Vífilsstöðum í hjúkrunar- heimili fyrir aldraða. Alltof kostnað- arsamt væri að gera nauðsynlegar úrbætur á húsnæðinu miðað við að aðeins væri um tímabundið úrræði að ræða. Aðbúnaðurinn yrði heldur aldrei í takt við nútímann. Þessum fjármunum væri mun betur varið til nýframkvæmda í málaflokknum,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarformaður Hrafnistu, og áætlar að breytingarnar myndu kosta á bilinu 400 til 500 milljónir í samanburði við 1,2 milljarða heild- arkostnað við uppbyggingu nýrrar 90 rýma hjúkrunarálmu með öllum búnaði við Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann gagnrýnir heilbrigðisráðu- neytið harðlega fyrir stefnuleysi í daggjöldum vist- og hjúkrunarheim- ila og takmarkaðan áhuga á sam- vinnu við Hrafnistu um lausn á vist- unar- og hjúkrunarvanda aldraðra. Tveir þjónustukjarnar Dvalarheimilin Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði hafa frá upphafi verið rekin af stéttarfélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnar- firði. Sjómannadagsráð var stofnað til að halda sjómannadaginn hátíð- legan hinn 25. nóvember árið 1937. Fljótlega eftir að haldið hafði verið upp á sjómannadaginn í fyrsta skipti 6. júní 1938 var ákveðið að annað helsta markmið ráðsins yrði að reisa dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Ekki var setið við orðin tóm og var Hrafnista í Reykjavík vígð fyrir 45 árum – hinn 2. júní árið 1957. Hrafn- ista í Hafnarfirði var vígð fyrir 25 ár- um – á sjómannadaginn árið 1977. Uppbyggingin hélt áfram og var hjúkrunarálma reist við Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir 20 árum – árið 1982. Hrafnista tók að beiðni heilbrigðis- ráðuneytisins við rekstri Víðiness fyrir tveimur árum. Nú eru 316 aldraðir heimilisfastir á vist- og hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík. Íbúar í raðhúsum við Jökulgrunn og fjölbýlishúsi við Kleppsveg 62 sækja þangað þjón- ustu á borð við mat, endurhæfingu, sund og föndur. Stöðugildi eru 238 og 410 starfsmenn á launaskrá í hluta- og heilsdagsstörfum. Nokkuð færri eða 227 eru heimilisfastir á vist- og hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafn- arfirði. Þeim til viðbótar sækja 26 dagvistun til Hrafnistu í Hafnarfirði og 72 búa í raðhúsum við Nausta- og Boðahlein. Stöðugildi eru 176 og 300 starfsmenn á launaskrá í hluta- og heilsdagsstörfum. Nýr valkostur fyrir aldraða Athygli vakti þegar hafist var handa við byggingu tveggja íbúða- blokka við Hrafnistu í Hafnarfirði í júní í fyrra. „Eins og nýlega kom fram í könnun Gallup eiga 90% Ís- lendinga eigið húsnæði við 67 ára aldur og 44% af þeim eiga húsnæði sitt skuldlaust. Gallinn er að alltof margir eiga í erfiðleikum með að standa straum af kostnaði við hús- næðið, t.d. eignaskatti, fasteigna- skatti og viðhaldi eignar og lóðar. Eldra fólk kvartar oft yfir því að hafa úr litlu að spila því eignir þess séu bundnar í fasteignum. Með íbúðar- blokkunum viljum við bjóða 60 ára og eldri upp á nýjan valkost, þ.e. að leigja sér íbúð. Íbúðirnar eru í fjór- um stærðum sérhannaðar fyrir aldr- aða og með neyðarkalls- og bjöllu- kerfi, sérstöku brunavarnarkerfi og aðgengi að lokuðum bílastæðum. Innangengt er úr báðum blokkunum í Hrafnistu og áfram mætti telja því við erum að leigja út alvöru sérhann- aðar íbúðir fyrir aldraða. Sumir hafa lent í því að fara úr venjulegum íbúð- um í sérstakar íbúðir fyrir aldraða og komast að því að eini munurinn er að í nýju íbúðinni eru engir þröskuld- ar.“ Leiguverð íbúðanna var nýlega gagnrýnt í sjónvarpsfréttum. „Íbúð- irnar verða leigðar á u.þ.b. 1.000 kr. fm, þ.e. sama verði og nýju Búseta- íbúðirnar. Flestar íbúðirnar eru 76 ferm. að flatarmáli og 98 ferm. með sameign. Leigan er 76.000 kr. á mán- uði og gera áætlanir ráð fyrir að hús- gjald vegna kostnaðar við sameign verði 6.500 kr. á mánuði. Samkvæmt reglum Íbúðalánasjóðs þarf leigjandi hverrar íbúðar að greiða 30% af kostnaðarverði hennar fyrir svokall- aðan afnotarétt. Sú upphæð nemur tæplega 4,5 milljónum fyrir 76 ferm. íbúð og er endurgreidd miðað við verðtryggingu og 2% árlega rýrnum við slit á leigusamningnum,“ segir Guðmundur og tekur fram að frétta- flutningurinn af leiguverði íbúðanna hafi verið afar villandi. „Fréttaflutn- ingurinn gekk út á dæmi um leigu- verð miðað við stærstu íbúðirnar, hússjóð og bílageymslu sem ekki þarf að leigja frekar en vilji er til. Staðreyndin er að stór hópur fólks getur beinlínis komið út í peninga- legum hagnaði með því að nýta sér fjármagnstekjur af andvirði fast- eignar sinnar til að greiða leigu. Ágætt dæmi er að ef skuldlaus eign upp á 15 milljónir er seld og upp- hæðin ávöxtuð miðað við 7% frjálsa ávöxtun nemur hagnaðurinn miðað við 76 ferm. leiguíbúð samtals tæp- lega 6.000 kr. á mánuði.“ Íbúðirnar verða afhentar í fyrra húsinu 1. des. nk. og 1. mars 2003 í hinu síðara. Beðið eftir svari í ellefu ár Guðmundur minnir á að á fjórða hundrað manns bíði eftir rými á hjúkrunarheimilum og tæplega 200 manns séu á biðlistum eftir rými á vistheimilum. „Við lögðum fyrst inn umsókn til heilbrigðisráðuneytisins um framkvæmda- og rekstrarleyfi fyrir tveimur nýjum hjúkrunarheim- ilum árið 1991. Ekki alls fyrir löngu barst okkur jákvætt svar um upp- byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis við Hrafnistu í Reykjavík og er gert ráð fyrir að skóflustunga að þeirri hjúkrunarálmu verði tekin um miðj- an nóvember. Enn liggur fyrir um- sókn í ráðuneytinu um uppbyggingu 90 rýma hjúkrunarálmu við Hrafn- istu í Hafnarfirði.“ Guðmundur er spurður hvaða svör hafi borist úr ráðuneytinu varðandi seinni umsóknina. „Fyrst var tekið fram að hjúkrunarheimilið væri í Reykjaneskjördæmi og útreikningar segðu til um að þar væri ekki þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými. Á móti bentum við á að um 40% heimilis- manna á Hrafnistu í Hafnarfirði væru fyrrverandi Reykvíkingar. Við því barst okkur ekkert svar. Aftur á móti var veitt leyfi fyrir nýju hjúkr- unarheimili á Reykjavíkursvæðinu í millitíðinni – Sóltúni sem kostaði í byggingu og mun kosta í rekstri um- talsvert meira en áður hefur þekkst við nýbyggingu og rekstur hjúkrun- arheimila hér á landi. En guð láti gott á vita ef stefna heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins er fundin í þessari framkvæmd og góðum dag- gjöldum hvar arðsemi fjárfestingar er orðin hluti rekstrarþáttarins í daggjöldum.“ Misháar daggjaldagreiðslur Guðmundur vekur athygli á ólíku rekstrarumhverfi vist- og hjúkrun- arheimila. „Ólíkt mörgum vistheim- ilum erum við ekki á föstum fjárlög- um og getum því ekki hagrætt rekstrinum eftir fjárframlögum hverju sinni. Daggjaldakerfið veldur því að við erum sífellt að berjast við að ná 99,9% nýtingu. Ekki bætir heldur úr skák hvað daggjöldin eru lág, t.d. fær Sóltún 31% hærri dag- gjöld í ár og 40% hærri daggjöld en Hrafnista á næsta ári. Okkur hefur verið sagt að ástæðan fyrir þessum mismun sé að Sóltún taki aðeins við öldruðum af sjúkrahúsunum. Við höfum tekið við fjölmörgum öldruð- um beint af deildum sjúkrahúsanna í áraraðir og aldrei fengið neitt auka- lega fyrir að vera með þyngri heim- ilismenn. Ef kostnaður við lyf heim- ilismanns á Sóltúni fer yfir 21 daggjald greiðir ríkið umframkostn- að. Hrafnista fær engan slíkan stuðning. Ekki er heldur allt upp tal- ið því ólíkt Hrafnistu renna sérstak- ar greiðslur til Sóltúns vegna hús- næðiskostnaðar, þ.e. kostnaðar við byggingu og viðhald húsnæðis,“ seg- ir Guðmundur og upplýsir að Hrafnista hafi boðið í rekstur Sól- túns á sínum tíma. „Við drógum um- sóknina til baka því okkur var sagt að við þyrftum að vera í hinu almenna rekstrarumhverfi, þ.e. ehf., og mátt- um við ekki nota hagkvæmni rekstr- areldhússins á Hrafnistu.“ Guðmundur tekur fram að dag- gjöld til Hrafnistu hafi ekki að öllu leyti tekið verðlags- né vísitölubreyt- ingum undanfarin ár. „Við höfum reglulega farið í gegnum reksturinn og reynt að draga saman kostnað eft- ir fremsta megni. Ekki vekur því furðu að bæði Ríkisendurskoðun og heilbrigðisráðuneytið hafa staðfest bréflega að rekstarkostnaður Hrafn- istu sé innan eðlilegra rekstrar- marka. Engu að síður hefur ekki ver- ið tekið mið af raunkostnaði á legudag við ákvörðun um daggjöld frá ári til árs. Þrátt fyrir 10.741 kr. raunkostnað á legudag árið 2000 voru daggjöldin ákveðin 9.504 árið 2001. Sama mynstrið endurtekur sig árið eftir því að þrátt fyrir 11.263 kr. raunkostnað á legudag árið 2001 eru Vistunar- og hjúkrunarheimilismál aldraðra Plástursaðgerðir alltof Hvítu þökin sýna fyrirhugaðar byggingar við Hrafnistu í Reykjavík. Áætlað er að fremsta húsið á teikningunni hýsi heilsugæslu hverfisins og hin tvö hjúkrunarálmu. Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur fyrir framan fyrirhugaða byggingarlóð við Hrafnistu í Reykjavík. ’ „Hjúkrunarheimili á að mínu mati ekkiað reisa ein og sér. Eðlilegra er að úthluta lóðum fyrir stærri kjarna með þjónustu- miðstöðvum, hjúkrunarheimilum, þjón- ustuíbúðum o.s.frv. Með því móti er hægt að bjóða upp á mun betri þjónustu við aldraða.“ ‘ Sjómannasamtökin hafa lengi unnið ötullega að uppbyggingu þjónustukjarna fyrir aldraða á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Anna G. Ólafsdóttir fékk í samtali við Guðmund Hallvarðsson, stjórnarformann Hrafnistu, að vita að vonbrigði hefðu verið varðandi stuðning yfirvalda við uppbygginguna síðustu árin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.