Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 12

Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 12
Í Þýskalandi eru 586 farfuglaheimili og kostar gisting með morgunverði rúmar þúsund krónur. Nánari upplýsingar fást á www.djh.de NÚ liggur fyrir hugmynd að nýrri gestastofu í Þjórsárdal en um skeið hefur verið rætt um að reisa þar nýtt hús sem hýsa myndi safn eða sýningar. Ás- borg Arnþórsdóttir, ferðamála- fulltrúi uppsveita Árnessýslu, segir að Þjórsárdalurinn sé van- nýtt auðlind í ferðaþjónustu og fjölmargar hugmyndir hafi kom- ið fram um hvernig efla megi svæðið. „Ein af þeim hugmynd- um var að byggja gestastofu og bæta merkingar og fræðslu til muna. Því var ráðist í að láta hanna hugmynd að gestastofu og á næstunni ætla menn að kanna leiðir til að framkvæma og fjármagna hugmyndina.“ Í gestastofunni yrði fróðleik- veldisbænum en gert er ráð fyr- ir að gestastofan sé í návígi við hann. Við hönnunina nýtti hann sér því samspil fortíðar og fram- tíðar. „Ég legg mig fram við að sækja í íslenskar rætur og í ís- lensku náttúruna þegar ég er að vinna verkefni þar. Að þessu sinni notaði ég vatnið, það má segja að á renni eftir þaki bygg- ingarinnar og móti síðan foss við innganginn og fólk gengur undir fossinn þegar það fer í gesta- stofuna.“ Guðmundur segist nota efni með skírskotun til gamalla byggingarhefða á nú- tímalegan og abstraktan hátt, efni eins og torfhleðslu, grjót- hleðslu og trévirki. ur um náttúru og sögu svæð- isins, fornleifa- rannsóknir, vatnið og virkj- anir svo fátt eitt sé nefnt. Þar yrði sögu dalsins gerð skil ásamt sögu fólksins sem þar bjó og samskiptum þeirra við náttúruöflin. Heima- menn ákváðu að fá Guðmund Jónsson arkitekt í Noregi til að vinna hugmynd að gestastofu, húsi og sýningu. Guðmundur segist hafa byggt hugmyndina að gestastofunni á gamla Þjóð- Búið að vinna hugmynd að gestastofu í Þjórsárdal Í gestastofunni yrði fróðleikur um náttúru og sögu svæðisins, fornleifarannsóknir, vatnið og virkjanir. Þar yrði sögu dalsins gerð skil ásamt sögu fólksins sem þar bjó og samskiptum þeirrra við náttúruöflin. Guðmundur Jónsson arkitekt Í anddyrinu er gengið undir foss  Í LOK- þessa mánaðar verður opnuð sýning- armiðstöð á Schip- hol-flugvelli í Amsterdam í Hollandi. Það er safnið Rijksmuseum í Amst- erdam sem stendur að opnun þess- arar sýningaraðstöðu á flugvellinum. Sýnd verða verk tíu þekktustu mál- ara sem voru uppi á gullaldrarárum hollenskrar myndlistar. Þar á meðal eru verk eftir Jacob van Ruisdael, Pieter de Hoogh og Jan Steen. Þá verður einnig málverkið Saskia van Uylenburg eftir Rembrandt til sýnis. Auk sýningarinnar er í miðstöðinni lítil verslun. Safnið er á bakvið vega- bréfaskoðun á svokallaðri Holland boulevard-götu. Aðgangur er ókeyp- is. Sýna verk þekktustu meistara Hollands  HÓTELIN Ritz-Charlton og Mercedes Benz hófu hinn 1. nóvember sl. samvinnu en þau bjóða gestum upp á pakka sem heitir Lykill að lúxus. Átta hótel af tuttugu og níu með þessu nafni í Bandaríkjunum taka þátt en fimm þeirra eru á Flórída, eitt í Kolorado og tvö í Kaliforníu. Gestir á Ritz-Charlton hótelunum fá afnot af glænýrri Benz bifreið meðan á dvöl þeirra stendur og hvern morgun er búið að fylla tankinn af bensíni. Auk bifreiðarinnar fá gestir valdar vist- arverur og annað sem hæfir lúxuspakkanum. Næsta vor verður Lykill að lúxus einnig í boði hjá fleiri hótelum í keðjunni. Benz bifreið fylgir með herberginu  FARÞEGAR sem ferðast á viðskiptafarrými með flugfélaginu Singapore Airlines geta nú haft það huggulegt því búið er að taka í notkun nýja gerð af sætum um borð. Þetta eru svokölluð geimrúm því það er hægt að breyta sætunum í rúm með einu handtaki en þau eru 65 cm breið og 1,98 m á lengd. Auk þess geta farþegar kippt upp örmum sætanna og þar með stúkað sig aðeins af ef þeir vilja vera aðeins út af fyrir sig á meðan þeir hvíla sig Himnasæng í háloftunum FAGNEFND á vegum Flugörygg- issamtaka Evrópu, JAA, hefur lagt til að flugmenn megi undir ströngum skilyrðum taka sér örstuttan blund meðan þeir eru við vinnu sína. Tveir flugmenn eru alla jafna í stjórnklef- anum og þetta mun þýða að annar þeirra geti í löngu flugi tekið stuttan lúr í einu á fyrirframákveðnum tím- um meðan hinn stendur vaktina. Pétur K. Maack framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flugmálastjórnar Íslands segir að þó að fagnefndin hafi þegar skilað þessu áliti til Flug- öryggissamtaka Evrópu eigi eftir að taka endanlega afstöðu til þess. Slík ákvörðun krefjist reglugerðarbreyt- inga hérlendis og það geti tekið ein- hvern tíma að koma því í fram- kvæmd. Hann segir að ein af ástæðum fyrir því að farið var að skoða þessi mál hjá Flugöryggissamtökum Evr- ópu sé að Ástralir hafi mjög góða reynslu af því að leyfa flugmönnum að hvíla sig á löngu flugi. Þeir hafa gert ítarlegar rannsóknir þar sem komið hefur í ljós að dregið hafi úr vökusvefni hjá flugmönnum ef þeir hafa fengið tækifæri til að taka stutta lúra í flugi. Mega flugmenn brátt taka sér lúr í flugi?                                  Auglýsendur! Jó l i n 2002 30. nóvember Pantið fyrir kl. 12 föstudaginn 15. nóvember! Pantið tímanlega þar sem uppselt hefur verið í jólablaðauka fyrri ára. Allir nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Jólablaðaukinn fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 30. nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.